Morgunblaðið - 16.04.2014, Page 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 6. A P R Í L 2 0 1 4
Stofnað 1913 90. tölublað 102. árgangur
FRÆÐIR KRAKKA
UM MENNINGU
INDÍÁNA
HLJÓMSVEITIN
HJALTALÍN
Í ELDBORG
ÍSLAND FÉKK
SILFUR Í FYRSTA
SINN Á HM
STEFNUBREYTING 38 ÍSHOKKÍ ÍÞRÓTTIRLANDEYJAR 10
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Að mati forystumanna innan Al-
þýðusambands Íslands eru for-
sendur kjarasamninganna sem
gerðir voru til eins árs í desember
og febrúar sl. brostnar, skv. heim-
ildum Morgunblaðsins. Ástæðan er
sú að í nýgerðum samningum rík-
isins við framhaldsskólakennara
og sveitarfélaganna við BHM-félög
var samið um mun meiri launa-
hækkanir en gengið var út frá í
samningunum á almenna vinnu-
markaðnum að mati ASÍ. Mikil
óvissa sé því komin upp um við-
ræður um endurnýjun þeirra á
næstu mánuðum.
Mat sem lagt hefur verið á
kjarasamninga framhaldsskóla-
kennara á vettvangi ASÍ leiðir í
ljós að þeir fela í sér 15,99% launa-
hækkun á tólf mánaða tímabili. Sú
hækkun kemur öll til áður en
ákveðið verður hvort breyta eigi
vinnufyrirkomulagi kennara. Hér
sé því um hreina launabreytingu
að ræða, sem sé til muna meiri en
sú 2,8% almenna launahækkun
sem ASÍ-félögin sömdu um við SA.
Auk þess séu fleiri samningar ríkis
og sveitarfélaga í farvatninu, m.a.
við háskóla- og grunnskólakenn-
ara, sem muni líklega fela í sér
svipaðar hækkanir. Jafnframt eyk-
ur það á óvissuna, að mati ASÍ, að
ekki er enn búið að efna fyrirheit
stjórnvalda um aðkomu að aðgerð-
um í verðlagsmálum o.fl.
Forsendurnar brostnar
Samningur framhaldsskólakennara og ríkisins felur í sér tæplega 16% launahækk-
un á einu ári að mati forystumanna í ASÍ Stangast á við samninga ASÍ og SA
M 15,99% hækkun »4
Áhyggjur
» Innan ASÍ óttast menn að
sveitarfélög geti ekki efnt lof-
orð um að hækka ekki gjald-
skrár vegna kostnaðar við
kjarasamningana.
» Launahækkanirnar taldar
kosta hið opinbera hundruð
milljóna á ári.
Mengun vegna
eldtefjandi efna
(PBDE og
HBCD) fannst í
eggjum sjö ís-
lenskra sjó-
fuglategunda;
æðarfugls, kríu,
langvíu, fýls,
sílamáfs, svart-
baks og skúms.
Langvía, fýll og
svartbakur eru staðbundnir fuglar
og verða því fyrir menguninni hér
við land. Eggjunum var safnað í
Sandgerði, Vestmannaeyjum og
Öræfum.
Einnig var í eggjunum meira af
skordýraeitrinu PCB en evrópska
matvælalöggjöfin leyfir að sé í
hænueggjum. Þetta kom fram í
rannsókn sem dr. Hrönn Jörunds-
dóttir, umhverfisefnafræðingur og
verkefnastjóri hjá Matís, gerði
ásamt samstarfsmönnum.
Samanlagt var styrkur PBDE
langmestur í skúmseggjunum en
minnstur í æðareggjunum. Styrkur
HBCD var minnstur í kríueggjum
en mestur í svartbakseggjum. »22
Egg
sjófugla
menguð
Skúmseggin
voru menguðust
Skúmur Eggin
innihéldu PCB.
Nú er verið að leggja nýjan hjólastíg meðfram Sæbraut, frá Hörpu að
Kringlumýrarbraut. Eldri stígur sem liggur þar fyrir verður í kjölfarið all-
ur fyrir gangandi vegfarendur.
Í ár verða lagðir hjólastígar í Reykjavík fyrir um hálfan milljarð króna.
Sérstök áætlun um þessar aðgerðir var samþykkt í borgarráði og tekur
hún bæði til nýrra hjólastíga sem endurbóta á eldri stígum út frá öryggis-
sjónarmiðum og bættu aðgengi. Meðal annars stendur til að gera hjóla-
stíga í Öskjuhlíð frá Flugvallarvegi að HR og meðfram Kringlumýrarbraut
á tveimur stöðum. Þá verður áfram unnið við hjólaleiðir í Borgartúni, en
gatan tók miklum breytingum í fyrra.
Hjólandi og gangandi fá meira pláss við Sæbraut
Morgunblaðið/Kristinn
Atvinnuleysi
frá áramótum
er 4,5%. Voru að
meðaltali 7.106
án vinnu í síð-
asta mánuði.
Þeir sem hafa
verið án atvinnu
í langan tíma
eru enn mjög
margir þrátt
fyrir átaksverk-
efni á umliðnum árum til að út-
vega ný störf. Fjöldi þeirra sem
verið hafa án vinnu í meira en
eitt ár samfellt var 1.862 í lok
marsmánaðar. » 14
Sjö þúsund voru án
vinnu í marsmánuði
Vinnumál Enn eru
margir án atvinnu.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Hætta er á offjárfestingu í hótelum, ekki
síst hótelum í ódýrari kantinum þar sem
hagnaður af hverjum gesti er lítill.
Sveinn Agnarsson, dósent við Háskóla
Íslands, lýsir yfir áhyggjum af þessu í sam-
tali við Morgunblaðið í dag og bendir á að
ekki sé sjálfgefið að ævintýralegur vöxtur
síðustu ára haldi áfram á næstu árum.
Þrátt fyrir fjölgun starfa í ferðaþjónustu
að undanförnu spáir Bjarni G. Einarsson,
sérfræðingur hjá Seðlabankanum, því að
svonefnt jafnvægisatvinnuleysi verði áfram
sögulega hátt á næstu misserum.
Fram kom í samantekt Morgunblaðsins í
lok mars að áformað væri að reisa hótel fyr-
ir 35.000 milljónir á höfuðborgarsvæðinu.
Víti til varnaðar í Kaupmannahöfn
Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri
Centerhotels, segir hættu á að offramboð
verði á gistingu í Reykjavík á næstu árum.
Hótelherbergjum í Kaupmannahöfn hafi
fjölgað um 3.000 á skömmum tíma og það
leitt til offramboðs á gistirými í borginni.
Nú séu leigðar út um 1.500 leyfislausar
íbúðir til ferðamanna í Reykjavík og fyrir-
hugað að fjölga hótelherbergjum þar um
1.500. Þá séu uppi áform um að byggja um
5.000 nýjar litlar leiguíbúðir í Reykjavík.
Þær íbúðir henti vel til útleigu fyrir ferða-
menn. Verði hinum leyfislausu leyft að
starfa áfram geti markaðurinn aldrei þolað
framboðið. „Það yrði mikið áhyggjuefni ef
þessar íbúðir koma inn á leigumarkaðinn á
sama tíma og öll þessi hótelherbergi verða
byggð. Að leyfislaus starfsemi verði ekki
upprætt,“ segir Kristófer.
Til samanburðar eru ríflega 3.000 hótel-
herbergi nú opin allt árið í Reykjavík. »6
Varað við offramboði á hótelum
Hagfræðingur telur hættu á offramboði á hótelgistingu í Reykjavík næstu árin
Í Reykjavík Ferða-
menn skoða sig um.
Í sérstakri skýrslu til kröfuhafa
segir slitastjórn Kaupþings að við
núverandi pólitískar aðstæður á Ís-
landi sé „ekki hægt að útiloka þann
möguleika“ að fram komi lagabreyt-
ingar um slitameðferð fjármálafyr-
irtækja sem verði til þess að slitabú
bankans sé tekið til formlegra gjald-
þrotaskipta.
Slitastjórnin telur ljóst að „í raun-
veruleikanum“ verði allar tillögur
um hvernig eigi að leysa þann vanda
sem snýr að um 150 milljarða krónu-
eign búsins að taka mið af „hinu
pólitíska umhverfi“ á Íslandi. »18
Útilokar ekki gjald-
þrot Kaupþings