Morgunblaðið - 16.04.2014, Blaðsíða 6
Jafnvægisatvinnuleysi
á Íslandi
Samkvæmt ólíkum matsaðferðum
*Skv. ítrunaraðferð. **Skv. Kalman-síu.
***Spáin er sótt í janúarhefti Peningamála 2014.
Heimild: Rannsóknarritgerð Seðlabanka Íslands nr. 64.
Höfundar eru Bjarni G. Einarsson og Jósef Sigurðsson.
At
vi
nn
ul
ey
si*
**
Ja
fn
væ
gi
s-
at
vi
nn
ul
ey
si
I*
Ja
fn
væ
gi
s-
at
vi
nn
ul
ey
si
II*
*
2013 4,4% 5,4% 5,1%
2014 3,7% 4,9% 4,5%
2015 3,7% 4,3% 4,2%
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Hætta er á offjárfestingu í hótelum
fyrir vissa markhópa þar sem ávöxt-
un af fjárfestingum er lítil.
Þetta er mat Sveins Agnarssonar,
dósents við viðskiptafræðideild Há-
skóla Íslands, sem telur varasamt að
miða fjárfestingar við ævintýralega
hraðan vöxt síðustu ára. Það sé enda
ekki sjálfgefið að hann haldi áfram.
„Það kann að vera skortur á
ákveðinni tegund hótela, t.d. dýrum
herbergjum fyrir efnamikla ferða-
menn. Það verður hægt að mæta
þeirri eftirspurn með nýjum hótel-
um. Það kann að vera að á hinum
enda markaðarins sé verið að ráðast
í fjárfestingar þar sem ávöxtun er
mjög lítil. Þar treysta menn á að fá
mikinn fjölda gesta til að fá þann
hagnað sem þarf í krónum talið, enda
er lítill hagnaður af hverjum gesti.“
Erlent vinnuafl anni þörfinni
Samtök ferðaþjónustunnar hafa
áætlað að ferðamönnum muni fjölga
úr tæplega 900 þúsund í ár í allt að 2
milljónir árið 2020. Er það talið kalla
á innflutning erlends vinnuafls.
Spurður hvort slíkir fólksflutning-
ar geti leitt til spennu á íslenskum
vinnumarkaði bendir Sveinn á að í
sumum tilfellum sé um að ræða störf
sem Íslendingar hafi lítinn áhuga á.
Því geti dregið minna úr atvinnu-
leysi meðal fólks sem hefur litla
formlega skólagöngu, vegna fjölgun-
ar starfa í ferðaþjónustu, en ætla
mætti við fyrstu sýn. Samkvæmt
áætlun Vinnumálastofnunar voru
7.688 án vinnu í febrúar og voru þar
af 3.524 með grunnskólamenntun.
„Það er ekki sjálfgefið að störfin
henti þessu fólki. Það er á margan
hátt heppilegt að flytja inn fólk. Það
getur komið í veg fyrir að hluti
vinnumarkaðarins ofhitni. En auð-
vitað getur svo farið að innflutningur
vinnuafls ryðji burtu fólki.“
Mat tveggja sérfræðinga Seðla-
banka Íslands í fyrrasumar um þró-
un svonefnds jafnvægisatvinnuleysis
á Íslandi næstu misserin er óbreytt.
Bati á vinnumarkaði og fjölgun
starfa í ferðaþjónustu þykir ekki
gefa tilefni til breytinga á matinu.
Hagfræðingarnir Bjarni G. Ein-
arsson og Jósef Sigurðsson leiddu í
umræddu mati líkur að því að jafn-
vægisatvinnuleysi hefði aukist úr
1-3% í um 5,5-7% við efnahagshrunið
en hafi síðan minnkað í um 4%. Segir
Bjarni líklegt að það verði nær 4%
fram til ársloka 2016 (sjá graf).
Þegar mælt atvinnuleysi er minna
en umrætt jafnvægisgildi er spenna
á vinnumarkaði. Hún leiðir að öðru
óbreyttu til aukins launaþrýstings
og þar með verðbólgu í kjölfarið.
Þessu eru öfugt farið í slaka.
Varar við offjárfestingu í hótelum
Dósent við HÍ varar við mikilli fjárfestingu í hótelum þar sem hagnaður af hverjum gesti er lítill
Innflutt vinnuafl komi í veg fyrir ofhitnun á vinnumarkaði Áfram spáð miklu jafnvægisatvinnuleysi
Sveinn
Agnarsson
Bjarni G.
Einarsson
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2014
Hafin er vinna að lokaáfanga framkvæmda á Suð-
urlandsvegi. Er nú unnið að því að breikka veginn
frá enda núverandi 2+1-vegar við Hamragils-
vegamót, yfir Hellisheiði og niður Kamba, þar
sem grafan á myndinni var að störfum í gær. Veg-
urinn verður þrjár akreinar (2+1) frá Hamragils-
vegi og austur á Kambabrún en tvær akreinar í
báðar áttir upp og niður Kambana og niður fyrir
neðstu beygju. Á síðasta kaflanum, að hringtorg-
inu við Hveragerði, verður vegurinn ein akrein í
hvora átt. Vegurinn verður svo færður 100 metra
til suðurs og haldið áfram austur. vidar@mbl.is
Lokaáfangi framkvæmda á Suðurlandsvegi kominn vel á veg
Morgunblaðið/RAX
Suðurlandsvegur breikkaður í Kömbunum
Borgarfulltrúar Besta flokks og
Samfylkingar og Vinstri-grænna
höfnuðu tillögu Sjálfstæðisflokksins
um að endurvekja skólagarða á
borgarstjórnarfundi í gær. Marta
Guðjónsdóttir varaborgarfulltrúi
telur að starfsemi skólagarðanna
hafi verið mikilvæg fyrir grunn-
skólabörn. „Það gera sér allir grein
fyrir því að nám og fræðsla kostar
peninga og við eigum að forgangs-
raða í þágu fræðslu og menntunar
barnanna í borginni en ekki í þágu
gæluverkefna sem kosta margfalt
meira en rekstur skólagarðanna,“
sagði Marta í ræðu á fundinum.
Starfsemi skólagarða var lögð nið-
ur árið 2011 í sparnaðarskyni. Þess í
stað breyttu borgaryfirvöld görðun-
um í matjurtagarða fyrir borgarbúa
sem hafa verið vel nýttir. „Skóla-
garðarnir kostuðu um 40 þúsund
krónur á hvert barn. Við breyttum
þessu í fjölskyldugarða þar sem fólk
gat fengið skika undir ræktun sem
það greiðir um 5.000 krónur fyrir.
Þetta hefur almennt mælst mjög vel
fyrir og okkur hefur ekki þótt
ástæða til að breyta þessu,“ segir
Karl Sigurðsson, borgarfulltrúi
Besta flokksins.
Leita reita undir ræktun
Nokkrar umræður sköpuðust á
fundinum um að leita eftir hugmynd-
um frá borgarbúum um auðar lóðir
eða reiti þar sem þeir geta stundað
matjurtarækt. Júlíus Vífill Ingvars-
son, borgarfulltrúi Sjálfstæðis-
flokks, lagði m.a. til að alþingisreit-
urinn yrði nýttur undir ræktun. Þá
nefndi hann að stjórnarráðsreiturinn
myndi nýtast vel undir slíkt. Jón
Gnarr borgarstjóri og fleiri borgar-
fulltrúar meirihlutans tóku vel í hug-
myndir Júlíusar, sem fengu sam-
hljóma samþykki. vidar@mbl.is
Hafna tillögu um að endur-
vekja skólagarða að nýju
Matjurtaræktun
á alþingisreitnum
samþykkt á fundi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Grænmeti Fram kom tillaga um að
nýta alþingisreit til ræktunar.
Kolmunni er byrjaður að veiðast
syðst í færeysku lögsögunni. Tólf ís-
lensk skip hafa leyfi til að vera þar
samtímis að veiðum og síðdegis í gær
voru þau öll að toga. Að minnsta kosti
eitt skip var á leiðinni til að tryggja
sér pláss þegar fyrsta skipið fyllti sig.
Skipin höfðu verið í höfn á Þvereyri
og Þórshöfn í tæpa viku, en héldu
flest út í fyrrakvöld. Þau sem fyrst
komu á miðin höfðu fengið um og yfir
200 tonn eftir að hafa dregið í um tólf
tíma. Frést hafði af slæðingi af minni
kolmunna í síðustu viku, en nú var
greinilega stærri fiskur á ferðinni.
Grétar Rögnvarsson, skipstjóri á
Jóni Kjartanssyni, sagði að undanfar-
ið hefði veiðst vel af kolmunna í lög-
sögu Evrópusambandsins vestur af
Írlandi, Skotlandi og Hjaltlandseyj-
um. Þar hefðu Færeyingar og Norð-
menn m.a. verið að veiðum.
Nú væri kolmunninn hins vegar
byrjaður að ganga norður á bóginn og
hefði síðasta sólarhringinn skriðið yf-
ir miðlínuna inn í lögsögu Færeyja.
Íslensku skipin voru flest í röð norðan
við línuna, en þar voru einnig rúss-
nesk skip að veiðum. Kolmunninn fer
að mestu í bræðslu, en verður þó
frystur um borð í Vilhelm Þorsteins-
syni, Hákoni og Guðmundi. aij@mbl.is
Kolmunni farinn að
veiðast við Færeyjar
Ljósmynd/Börkur Kjartansson
Tólf íslensk skip syðst í færeyskri lögsögu
Lögreglan á
Suðurnesjum
stöðvaði nýverið
för ökumanns
og reyndist
ástand hans
ekki alveg sem
skyldi. Í fyrsta
lagi var hann
verulega ölv-
aður undir stýri.
Í öðru lagi stað-
festu sýnatökur á lögreglustöð að
hann hefði neytt kannabisefna. Í
þriðja lagði hafði hann verið
sviptur ökuréttindum. Afskipti
voru einnig höfð af öðrum öku-
manni sem ók réttindalaus undir
áhrifum áfengis.
Stöðvaður ölvaður
og réttindalaus
Eftirlit Annríkt hjá
lögreglunni.
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti
seinnipartinn í gær mann sem
slasaðist í bílveltu á Snæfellsvegi
og flutti hann á Landspítalann í
Fossvogi. Svo heppilega vildi til að
þyrlan var við æfingaflug í ná-
grenninu þegar tilkynnt var um
slysið.
Að sögn lögreglunnar í Borgar-
nesi var maðurinn einn á ferð í
bílnum þegar hann fór út af veg-
inum og valt ofan í skurð á Snæ-
fellsnesvegi, við Álftá. Maðurinn
er nokkuð mikið slasaður en var
með góða meðvitund og ástand
hans stöðugt, að sögn lögreglu.
Slasaðist í bílveltu
á Snæfellsvegi