Morgunblaðið - 16.04.2014, Side 11

Morgunblaðið - 16.04.2014, Side 11
margt annað, þeir voru ekki að- eins rændir landi sínu, heldur mörgu öðru.“ Kunna að halda hita inni í tjaldi þótt kalt sé úti Sigurjón segir að nú leiti stórt hlutfall indíána út fyrir verndarsvæðin, því ungt fólk sæki eðlilega í nútímamenningu, mennt- un og atvinnutækifæri. „Því miður snúa þeir sjaldnast aftur heim, svona rétt eins og þegar ungt fólk flytur frá litlum byggðarlögum á Íslandi. En samfélagið á verndar- svæðunum er ekki lengur frum- stætt, þótt þeir reyni að tapa ekki niður dýrmætri kunnáttu indíán- anna, til dæmis bjuggu þeir yfir kunnáttu til að halda hita inni í tjöldum sínum þótt kalt væri úti.“ Sigurjón segir Laugalands- skóla svo lánsaman að hafa fengið fjölda áhugaverðra listamanna til sín frá Vesturheimi. „Til dæmis kom til okkar Wayn Guðmundsson ljósmyndari sem er af íslenskum ættum. Og héðan frá Íslandi hafa farið listamenn til Norður-Dakóta í sömu erindagjörðum og þessir gestir; að kynna menningu heima- lands síns.“ Upplifun fyrir Vesturheims- búa að dvelja í íslenskri sveit Sigurjón segir að gestirnir frá Vesturheimi hafi ævinlega verið ánægðir með Íslandsdvölina, enda leyfir hann þeim að búa heima hjá sér, á bænum Fellsmúla, svo þeir geti fengið að kynnast hverdagslíf- inu. „Það er heilmikil upplifun fyr- ir þá að dvelja í íslenskri sveit og þar sem ég er með hesta hafa þeir fengið að fara með mér í reiðtúra. Dakota Wind stóð sig ágætlega á hestbaki en hann hafði þó annað reiðlag en mínir hestar eru vanir. Hann var til dæmis vanur því að klemma fæturna að síðum hest- anna þegar hann var á baki, en mín hross eru vön að það sé gert til að hvetja þau til að fara hraðar. Indíáninn fór því stundum nokkuð geyst í reiðtúrunum,“ segir Sig- urjón og hlær. Gaman Hildur Jónsdóttir í 6. bekk (t.v.) og Jóhanna Sigrún Haraldsdóttir í 7. bekk (t.h.) handleika hér dýrmætið. Indíáni Dakota sýnir ungan dreng málaðan samkvæmt hefð Lakota-indíána. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2014 Menningarlífið á Ísafirðistendur í blóma þessadagana og þeir sem ætla vestur um páskana ættu ekki að láta fram hjá sér fara tvær sýn- ingar sem verða opnaðar í Ed- inborgarhúsinu í dag og á morg- un. María Rut opnar einkasýningu í dag kl. 16 og er hún hluti af listahátíðinni List án landamæra. Sýningin ber yfirskriftina Mynd- verk Maríu Rutar, en María hefur unnið með teikningu og tónlist þar sem hún teiknar við hinar ýmsu tegundir tónlistar. Gestum gefst tækifæri á að hlusta á þá tónlist sem María Rut hefur hlustað á meðan hún vann að verkunum. Sögur af tannlæknum sem leiðist og rokkstjörnum í Jap- an Hin sýningin verður opnuð á morgun í Slunkaríki kl. 17 en þar mun Bjargey Ólafsdóttir sýna ljós- myndir undir heitinu Jóhanna. Sýningin samanstendur af stórum litljósmyndum, en hugmyndin á bak við verkefnið er að gera til- raunir með liti og ljós og skapa dularfulla stemningu í kringum hina óræðu Jóhönnu. Jóhanna liggur í sömu stellingunni í mis- munandi litu ljósi. Jóhanna er að hluta til innblásin af silkiþrykk- myndum Andy Warhol. Á sýning- unni mun birtast ljóð Hallgríms Helgasonar sem samið var um listamanninn. Þessi ljósmynda- sería hefur verið hluti af farand- sýningunni „True or False“ sem hefur verið sýnd í Vín í Aust- urríki, Istanbúl í Tyrklandi, í Hamborg í Þýskalandi og í tengslum við ljósmyndamessuna í Arles í Frakklandi. Bjargey fæst við kvikmyndagerð, hljóðverk, gjörninga, teiknar, málar og ljós- myndar. Mörg verka hennar segja sögur, t.d. af tannlæknum sem leiðist, rokkstjörnum í Japan og konum sem geta skyggnst inn í framtíðina og handanheima. Sum verka hennar eru súrrealísk og eru hlaðin táknum sem virðast hafa komið til listamannsins í draumi eða þegar hann var á milli svefns og vöku. María Rut og Bjargey sýna í Edinborgarhúsinu Ljósmynd/Bjargey Ólafsdóttir Jóhanna Ljósmyndir Bjargeyjar eru af hinni óræðu Jóhönnu. Á mörkum draums og veruleika Sköpun, miðlun og frumkvöðlastarf (NAIP) er samevrópskt meistaranám sem sett var á fót til að mæta aukn- um kröfum samfélagsins um hæfni tónlistarmanna til að starfa við fjöl- breytilegar og þverfaglegar að- stæður. Námið er vettvangur fyrir nýjar aðferðir í tónlistariðkun, sköp- un og miðlun þar sem hver nemandi getur unnið með sína hugmynd, starfsemi, aðferð/og eða rannsókn. Svanlaug Jóhannsdóttir mun út- skrifast í vor með meistaragráðu í NAIP frá Listaháskóla Íslands. Hún er búsett á Spáni og útskriftartónleikar hennar verða í Talavera de la Reina á Spáni í kvöld. Meistaraverkefni Svan- laugar er í nokkrum hlutum en loka- hlutinn er Páskatónleikarnir sem verða í kvöld, Concierto de Pascua. Þar verður 40 manna hljómsveit, Or- questa Eusebio Rubalcaba, og stjórn- andi er Beatriz Gutiérrez Prieto. Á efnisskránni sem Svanlaug syngur eru Ave María eftir Franz Schubert, Panis Angelicus eftir César Franck, Stabat Mater Dolorosa eftir Antonio Vivaldi og Lascia ch’io pianga eftir Georg Friedrich Händel. Lokaverkefni í sköpun, miðlun og frumkvöðlastarfi Svanlaug Syngur á Spáni í kvöld. Syngur með 40 manna hljómsveit

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.