Morgunblaðið - 16.04.2014, Síða 14

Morgunblaðið - 16.04.2014, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2014 á nýjum hjólhýsum, A-hýsum og fellihýsum Komdu og skoðaðu, við töku gamla vagninn uppí Þverholt 6 - 270 Mosfellsbæ - Sími 534 4433 - Fax 534 4430 - isband@isband.is - www.isband.is Opið alla virka daga frá 10-18 og laugardaga 11-15 Útsala Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Fjöldi þeirra einstaklinga sem hafa verið án atvinnu í langan tíma er enn mikill þrátt fyrir átaksverkefni á um- liðnum árum til að útvega ný störf og önnur úrræði fyrir langtímaatvinnu- lausa. Um seinustu mánaðamót voru 3.517 einstaklingar á atvinnuleysis- skrá sem höfðu verið atvinnulausir lengur en sex mánuði samfellt. Hafði þeim fjölgað um 101 frá febrúar. Eru þeir um 46% þeirra sem voru á at- vinnuleysisskrá í mars skv. yfirliti Vinnumálastofnunar (VMST) um stöðuna á vinnumarkaði, sem birt var í gær. Fjöldi þeirra sem verið hafa atvinnulausir í meira en eitt ár sam- fellt var 1.862 í marslok, en 1.885 í febrúarlok og hafði þeim því fækkað lítið eitt eða um 23 milli mánaða. Ungt fólk er áberandi í hópi at- vinnulausra því alls voru 1.332 á aldr- inum 18-24 ára atvinnulausir í lok mars eða um 18% allra atvinnulausra í síðasta mánuði. Þeir voru 1.321 í lok febrúar og fjölgar því um 11 milli mánaða. Fækkað hefur í þessum hópi um 311 einstaklinga frá sama tíma í fyrra. Að mati VMST var skráð at- vinnuleysi 18-24 ára 5,6% í seinasta mánuði. Úrræði fyrir 20 þúsund Ekki liggja fyrir nýjar tölur um fjölda þeirra einstaklinga sem ganga atvinnulausir en hafa fallið út af at- vinnuleysisskrá og misst bótarétt sinn. Fjöldi þeirra fær fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Átaksverkefni sem ráð- ist var í á seinustu árum fyrir þennan hóp skiluðu verulegum árangri en þessi sérstöku verkefni hafa nú runn- ið sitt skeið. Verkefninu Liðsstyrk lauk formlega um seinustu áramót. Í lokaskýrslu um árangur þess kemur fram að samstarf stjórnvalda, aðila vinnumarkaðarins og VMST um þjón- ustu við atvinnuleitendur hafi skilað hátt í 20.000 einstaklingum lengri úr- ræðum með nýjum störfum, skóla- göngu og starfsendurhæfingu frá árinu 2009. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnu- málastofnunar, segir að þótt sér- stökum átaksverkefnunum vegna þeirra sem höfðu klárað bótarétt sinn sé lokið og ekki sé lengur í gildi tíma- bundin lenging bótaréttar úr þremur árum í fjögur sé samstarf Vinnu- málastofnunar og sveitarfélaga um land allt í fullum gangi í tengslum við þjónustu við atvinnuleitendur, sem hafa tæmt réttindi sín í atvinnuleys- istryggingakerfinu. „Við vinnum áfram sömu vinnu og af sama þrótti og áður við að aðstoða þetta fólk við að finna störf við hæfi,“ segir hann. „Það hjálpar til að eftirspurnin eftir vinnu- afli er að aukast,“ bætir hann við. Annað stórt viðfangsefni að sögn Gissurar er að aðstoða erlenda ríkis- borgara sem hér eru við að fá vinnu. Alls voru 1.379 erlendir ríkisborgarar án atvinnu í lok mars, flestir höfðu starfað í gistingu og veitingagreinum. 1.862 án vinnu í meira en eitt ár  Sérstökum átaksverkefnum vegna langtímaatvinnulausra er lokið  VMST og sveitarfélög vinna áfram að aðstoð við stóran hóp fólks sem hefur verið án atvinnu í langan tíma og misst bótarétt Morgunblaðið/Golli Framkvæmdir Þótt störfum hafi fjölgað að undanförnu mældist atvinnuleysi 4,5% í mars, sem er sama hlutfall og í janúar og febrúar. Það hefur þó minnkað mikið frá í fyrra þegar skráð var 5,3% atvinnuleysi í marsmánuði. Ríkisendurskoðun telur að brugðist hafi verið við öllum athugasemdum stofnunarinnar varðandi skipulag, stefnumótun og stjórnun Sjúkra- hússins á Akureyri á fullnægjandi hátt. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar þar sem farið er yfir viðbrögð við ábend- ingum sem fram komu í skýrslu stofnunarinnar árið 2011. Ríkisendurskoðun gerði úttekt á Sjúkrahúsinu á Akureyri og skilaði Alþingi skýrslu með niðurstöðum sínum í júní 2011. Í skýrslunni voru settar fram níu ábendingar um að- gerðir til úrbóta sem stofnunin taldi nauðsynlegt að ráðast í varðandi starfsemi sjúkrahússins; þrjár sem beint var til velferðarráðuneytisins, fimm til Sjúkrahússins á Akureyri og ein til Embættis landlæknis. Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoð- unar um eftirfylgni með ábending- unum hefur þeim öllum verið sinnt á fullnægjandi hátt. Ábendingar til velferðarráðuneyt- isins fólust í því að ráðuneytið þyrfti að ákveða framtíðarskipulag heil- brigðismála á Norðurlandi, tryggja að stjórnendur sjúkrahússins sinntu skyldum sínum og endurskoða fyr- irkomulag ferliverka. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Akureyri Viðbrögð við skýrslu Ríkisendurskoðunar um skipulag og stjórn- un Sjúkrahúss Akureyrar eru fullnægjandi segir stofnunin í nýrri skýrslu. Viðbrögð við úttekt sögð fullnægjandi  Ný skýrsla Ríkisendurskoðunar Varið verður um 150 milljónum kr. úr Atvinnuleysistrygg- ingasjóði til átaks sem á að tryggja 390 námsmönnum störf í sumar hjá ríki og sveit- arfélögum. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, ákvað þetta í samræmi við tillögu Vinnumálastofnunar. Að mati stofnunarinnar er þörf fyrir átaksverkefni í sumar en störf í boði verða þó færri en verið hefur þar sem aðstæður á vinnumarkaði eru betri en síð- ustu ár. Miðað er við að af þeim 390 störfum sem til verða í tengslum við átakið verði um 60% þeirra hjá ríkisstofnunum en 40% hjá sveitarfélögum skv. fréttatilkynningu. Tryggja 390 sumarstörf ÁTAK FYRIR NÁMSMENN Skráð atvinnu- leysi var 4,5% í mars og voru að meðaltali 7.106 án at- vinnu í seinasta mánuði. Þótt dregið hafi verulega úr at- vinnuleysi mið- að við sama tíma í fyrra hefur hlutfall atvinnulausra ver- ið það sama í hverjum mánuði allt frá áramótum samkvæmt yf- irliti Vinnumálastofnunar um stöðuna á vinnumarkaði, sem birt var í gær. „Almennt minnkar atvinnu- leysi milli mars og apríl vegna árstíðasveiflu. Í fyrra minnkaði atvinnuleysi milli þessara mán- aða úr 5,3% í 4,9%. Gera má ráð fyrir því að atvinnuleysi í apríl minnki og verði á bilinu 4% til 4,3%,“ segir í skýrslu Vinnu- málastofnunar. Mun fara hægt niður á við „Atvinnuleysið hefur farið hratt niður en búast má við því að héðan í frá muni það fara mjög hægt niður á við. Það er nú komið niður í um 4% sem mörgum þykir gott í nágranna- ríkjunum en það er útlit fyrir að það fari ekki hratt niður eftir þetta,“ segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar. Aðspurður telur hann afar ólík- legt að við munum í framtíðinni sjá atvinnuleysistölur sem eru sambærilegar því sem var á ár- um áður þegar hér mældist um eða innan við 2% atvinnuleysi mánuðum og árum saman. Gissur bendir á að það sé sér- staklega ánægjulegt að með minnkandi atvinnuleysi á sein- ustu misserum virðist atvinnu- leysi meðal ungs fólks vera að ganga niður. Íslendingar séu því á margan hátt betur staddir en nágrannaríkin hvað það varðar. 4,5% atvinnuleysi óbreytt allt frá áramótum Gissur Pétursson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.