Morgunblaðið - 16.04.2014, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.04.2014, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2014 Áttu fullt af græjum sem liggja ótengdar? Leyfðu okkur að aðstoða! S: 444 9911 – hjalp@taeknisveitin.is – www.taeknisveitin.is Tengjum heimabíóið Setjum upp þráðlaust net Standsetjum nýju tölvuna Tengjum saman ólíkar græjur Sjónvarpsmerki í öll sjónvörpin Lagnavinna á heimilinu ...og margt, margt fleira! Hvað gerum við? TÆKNISVEITIN til þjónustu reiðubúin! Við komum til þín, veitum ráðgjöf, setjum tækin upp, gerum við, leggjum lagnir, tengjum tækin saman við önnur og fáum allt til að virka. Svo færðu kennslu líka ef þörf er á því. Kringlan/Sími5334533 NÝ SENDING AF TÚNIKUM STÆRÐIR L-XL-XXL | Verð 9.900 kr. - 11.560 kr. EINNIG NÝ SENDING AF TÖSKUM Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Gunnlaugur Kristjánsson, forstjóri Björgunar ehf., telur augljósa fram- tíðarstaðsetningu fyrir fyrirtæki hans og fyrirtæki í skyldri starfsemi eiga að vera í Gufunesi. Umsókn fyrirtækisins um undan- þágu fyrir framhald starfsleyfis við Sævarhöfða hefur ekki verið af- greidd í umhverfisráðuneytinu. Gunnlaugur sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að óskastaða þeirra hjá Björgun væri að sjá ein- hverja lausn til framtíðar, ekki bara fyrir starfsemi Björgunar, heldur einnig aðra starfsemi sem til stæði að hyrfi af Höfðanum, Hringrás, Malbikunarstöðina og steypustöðv- arnar. Boltinn hjá borginni „Ef við færum á Sundabakkann með starfsemi okkar, þá væri þar bara um bráðabirgðalausn að ræða, því það væri bara hægt að koma okk- ar starfsemi þar fyrir. Fyrst var okk- ur boðin lóð til 10 ára, en eftir að þeir buðu okkur lóðina í Sundahöfn til 20 ára horfum við á mun jákvæðari hátt til flutnings. 10 ára afskriftatími er einfaldlega allt of stuttur, en þegar um 20 ár er að ræða, horfir málið öðru vísi við. Við hefðum að vísu vilj- að sá lengra fram í tímann. Boltinn er hjá borginni núna því við erum búnir að leggja fram ákveðnar tillögur sem ég veit ekki betur en Reykjavíkurborg og Faxa- flóahafnir séu að skoða,“ segir Gunn- laugur. Gunnlaugur bendir á að á síðasta kjörtímabili hafi verið rætt um fram- tíðaraðstöðu í Álfsnesinu en sú hug- mynd svo verið slegin út af borðinu í upphafi þessa kjörtímabils. Ein- hvern tíma hafi verið rætt um Gufu- nes og Geldinganes án þess að þess- ar hugmyndir yrðu nokkurn tíma að veruleika. „Við og borgin erum búin að vera að tala um það í 22 ár að flytja starf- semina burtu af Sævarhöfðanum en aldrei höfum við fengið lóð sem hent- aði til framtíðar. Það hafa allir flokk- ar með einum eða öðrum hætti kom- ið að þessu máli. Við höfum ekki verið að draga lappirnar í þessum efnum. Við getum ekki bara ákveðið að flytja eitthvað án þess að það sé gert með þeim hætti að við getum haldið áfram starfsemi,“ segir hann. Gunnlaugur reiknar fastlega með því að heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur taki málið upp aftur og framlengi starfsleyfi fyrirtækisins á meðan verið er að finna varanlega lausn. Rökin sem heilbrigðiseftirlitið hafi notað, þegar ákveðið var að fram- lengja ekki starfsleyfið séu ekki lengur gild, vegna þess að Hæsti- réttur hafi fyrir skemmstu snúið við dómi í Héraðsdómi Reykjavíkur, vegna landsins í Álfsnesi, og þar með sé röksemdafærsla eftirlitsins fallin um sjálfa sig. Hann bendir á hversu gífurleg áhrif það myndi hafa á þungaflutn- inga í og kringum borgina, ef starf- semi Björgunar legðist af. „Við erum að keyra efnið í Malbikunarstöðin, Steypustöðina og BM Vallá, svona einn kílómetra eða svo, sem er mest- ur hluti þess sem við erum að selja,“ segir Gunnlaugur. „Næsti kostur til þess að sækja efnið, ef það kemur ekki úr sjó, væri upp í Melasveit, austur fyrir fall, eða suður á Reykja- nes, með gífurlegri aukningu þunga- flutninga um Reykjavík og ná- grannabyggðir. Hringur flutninga- bílanna yrði á bilinu 120 til 150 kílómetrar, í stað þessa tveggja kíló- metra hrings, sem bílarnir okkar aka nú. Þetta myndi kosta gífurlega auk- inn umferðarþunga, með tilheyrandi mengun, auknu svifryki, sliti á veg- um og svo framvegis.“ Vil sjá starfsemina í Gufunesi til framtíðar  Gunnlaugur Kristjánsson, forstjóri Björgunar, segir að þrefið um framtíðarstaðsetningu Björgunar hafi staðið í 22 ár Morgunblaðið/Þorkell Gufunes Forstjóri Björgunar telur Gufunes vera ákjósanlegt framtíð- arsvæði fyrir starfsemi Björgunar og skyldrar starfsemi. Gunnlaugur Kristjánsson segir að nú sé verið að ræða að flytja starf- semi Björgunar til næstu tuttugu ára niður á Sundabakka. „Mér skilst að tilvonandi ná- grannar okkar þar séu ekkert yf- ir sig ánægðir. Í sjálfu sér er þetta allt hálfskrýtið. Björgun hóf starfsemi á sínum tíma inni í Vatna- görðum. Var svo flutt að Sævar- höfða, þar sem starfsemi okkar í Vatnagörðum þótti ekki lengur við hæfi. Nú stend- ur til að flytja okkur aftur til baka.“ Draga mætti úr mengun Gunnlaugur bendir á að ef Björg- un byggi fyrirtækið upp frá grunni á nýjum stað verði hægt að gera ým- islegt til þess að draga úr ryk- og sjónmengun, sem sé mjög erfitt, jafnvel útilokað, að gera á núverandi stað. Hann segir að í því felist gífurleg tækifæri fyrir borgina að finna starfsemi Björgunar, Malbikunar- stöðvarinnar, Hringrásar og steypu- stöðvarinnar einhvern stað og lyk- ilatriðið sé að þar sé þokkaleg hafnaraðstaða. „Í mínum huga blas- ir algjörlega við hvar framtíðar- starfsemi þessara fyrirtækja getur verið, en því miður er Reykjavík- urborg ekki sammála því. Þar á ég við Gufunes.“ Hann bendir á að í Gufunesi sé nóg pláss fyrir starfsemi allra fyr- irtækjanna. Þar sé ódýrt að bæta bryggju- og hafnaraðstöðuna. „Það er erfitt að nota þetta svæði í eitt- hvað annað en þungan iðnað eins og okkar á næstu árum og áratugum, því þarna hefur verið fargað svo miklu af efnum og sorpi. Auk þess er tiltölulega auðvelt að afmarka starf- semi þessara fyrirtækja í Gufunesi, vegna landfræðilegra aðstæðna. Það yrði ekki mikið mál að forma landið þannig að ekki yrði mikil sjón- mengun af starfseminni. Það væri ekkert tiltökumál að koma upp mön- um, sem skyggðu á þá starfsemi sem kæmi til með að fara þarna fram. Við vitum að starfsemi sem okkar er mengandi, aðallega ryk og drulla. En þetta er ekki einhver hættuleg mengun og allt saman afturkræft. Þegar starfsemin flyst er landið jafngott og áður,“ segir Gunnlaugur að lokum. Hægt að byggja öðruvísi frá grunni  Nægt pláss fyrir alla starfsemina Gunnlaugur Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.