Morgunblaðið - 16.04.2014, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 16.04.2014, Qupperneq 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2014 Halldór og Val- gerður vildu ganga í ESB til að komast að borðinu og taka þátt í ákvörðunum um mál- efni Evrópu. Með 5% atkvæðavægi! Hefði þeim tekist það þá hefðum við ekki fengið að veiða neinn makríl, þegar verst stóð á eftir hrun. Með ESB- bröltinu minnkaði fylgi Fram- sóknar, sem endaði með því að Ingi- björg Sólrún tók við keflinu af Hall- dóri. Það fór eins og það fór. Í kosningunum 2009 voru tveir sigurvegarar. Össur lofaði fyrir kosningar að koma þjóðinni í skjól ESB og Steingrímur að halda þjóð- inni utan ESB. Steingrímur sveik strax loforðið og myndaði með Sam- fylkingunni stjórn sem hafði það að markmiði að ganga í ESB. Sveik allt fyrir ráðherrastól. Þau svik verða seint toppuð. Össur beitti öllum brögðum til að standa við sitt. Laug að þjóðin ætti von á pakka frá Brussel, sem borgaði sig að kíkja í. Það gekk þar til Jón og Gunna fött- uðu, að ESB myndi ekki aðlaga regluverkið að hags- munum Íslands. Þá sagði Össur að Ísland þyrfti engar und- anþágur. Jóhanna sást varla í stjórnarsamstarfinu. Steingrímur vann myrkranna á milli – að eigin sögn – jós út skattpeningum til að rétta af þjóðarskútuna. Össur tók við þar sem Halldór hætti og var mest í ESB sendiferð- um. Icesave og stjórnarskráin stóðu í vegi fyrir ESB inngöngu. Í þrí- gang samdi Steingrímur um Icesave við þá, sem skipuðu okkur á bekk hryðjuverkamanna. Fyrsti samning- urinn var svo góður, að hann krafð- ist þess að þingmenn samþykktu hann óséðan. Jóhanna birtist og tuktaði til þingmenn, sem hún kall- aði villiketti. Ef þau frömdu ekki landráð þá veit ég ekki hvað landráð eru. Stjórnarskráin var það góð að ekki var hægt að framselja vald til ESB án þess að breyta henni. Eftir miklar æfingar gafst almenningi kostur að svara nokkrum spurn- ingum um stjórnarskrá. Valdar voru spurningar, sem flestir gátu svarað játandi. Ekki var spurt um full- veldið. Samfylkingin kallaði svo skoðanakönnunina kosningu, sem hefði samþykkt breytta stjórn- arskrá. Allt kjörtímabilið fékk ESB for- gang. Björgun heimila sat á hak- anum. Í Brussel voru kaflar opnaðir hraðar eftir því sem á leið kjör- tímabilið. Mér skilst, að það að opna kafla sé að samþykkja og und- irgangast lög og reglugerðir ESB. Oft mörg hundruð eða þúsundir blaðsíðna í einu. Ýmislegt höfum við fengið, sem bendir til að kaflarnir séu ekki vel lesnir. Pósturinn bað mig t.d. að hækka bréfalúgu á úti- dyrahurð. Hún var of lágt skv. ESB reglugerð. Gefinn var frestur, að öðrum kosti yrði hætt að bera póst til mín. Ég hefi ekki heyrt frá póst- inum eftir að ég lét álit mitt í ljós í Morgunblaðspistli. Við höfum líka samþykkt að nota dýrari mengandi Euro perur. Ný byggingasamþykkt eykur byggingakostnað um 10-15%. Guð einn veit hvað mikil vitleysa leynist í köflunum, sem búið er að opna og samþykkja. Næst verðum við kannski skikkuð til að kaupa „Euro-banana“ framleidda á Kan- arí. Í seinustu kosningum unnu þeir yfirburðasigur, sem lofuðu að ekki yrði gengið í ESB án þjóðar- atkvæðagreiðslu. Því loforði treysti ég og trúi að sé meira virði en loforð Steingríms forðum. Nú hafa þeir báðir skrifað bækur til réttlætinga eigin gjörða. Hvor- uga bókina hefi ég lesið, en gæti trúað að bók Össurar sé skemmti- leg. Steingrímur hefur gengið í lið með lýðskrumaranum Árna Páli og lýst yfir að Bjarni sé mesti svika- hrappur sem um getur á alþingi. Saman hafa þeir komið af stað múg- æsingu með undirskriftasöfnun um að fá pakkann frá Brussel til að kíkja í. Það er kristaltært að við fáum engar varanlegar sérlausnir og því tilgangslaust að eyða meir í þessar aðlögunarviðræður. Það er tilefni þessa pistils og tel mér rétt og skylt að benda á að líklega er fjöldi kafla tilbúinn til opnunar í ein- um hvelli verði haldið áfram. Póst- lúgan og byggingasamþykktin eru smámál miðað við flutning stjórn- unar fiskveiða til Brussel og skert viðskiptafrelsi. Í dag er mikið hag- stæðara að kaupa hvers kyns tæki og framleiðsluvélar frá Asíu en Evr- ópu. Ekki er spurning hvort, heldur hvenær ESB setur verndartolla á vörur frá Asíu. Þeir hafa gert það áður t.d. með undirboðstolli á jap- anskar vogir. Með stjórnun fisk- veiða frá Brussel er hætt við að kvóti og fullvinnsla flytjist úr landi meir en orðið er. Hvort sem það verða Íslendingar eða útlendingar, sem eiga verksmiðjurnar, þá er þjóðarauðlindin komin úr landi. Eigandi hennar (þjóðin) fær hvorki vinnu né arð af fullvinnslu fisks og á fiskveiðiskipum verða mest sjómenn „ódýrari“ en íslenskir. Hliðstætt gerðist á Spáni með flutningi vín- kvóta frá Norður-Spáni til Frakk- lands. Þeir misstu vinnuna, sem áð- ur störfuðu við víniðnað á Norður-Spáni. Já, það er hættulegt að leika sér með fjöregg þjóðarinnar í Brussel. Við gætum fest innan múra ESB á sama tíma og við eigum kost á frjálsum viðskiptum um allan heim. Þar með talið við ESB, sem stöðugt hefur minna vægi í alþjóða- viðskiptum. Örlagavaldurinn ESB Eftir Sigurður Oddsson »…sem lofuðu að ekkiyrði gengið í ESB án þjóðaratkvæðagreiðslu. Því loforði treysti ég og trúi að sé meira virði en loforð Steingríms forðum. Sigurður Oddsson Höfundur er verkfræðingur. Grundvöllur aðild- arviðræðna milli Evr- ópusambandsins og ríkja sem sótt hafa um aðild eru réttarreglur sambandsins sem hafa verið til síðan 1958 og telja nú yfir 90.000 blaðsíður af reglu- gerðum (acquis communautaire). Þær greinast í tvo hluta. Annars vegar í frum- löggjöf, svo sem sáttmálann um Evrópusambandið (ESB) og sátt- málann um starfshætti þess sem og aðildarsamninga annarra ríkja og hins vegar í afleidda löggjöf, það er tilskipanir, reglugerðir og ákvarð- anir. Að meginreglu þarf sérhvert ríki sem vill verða aðili að ESB að inn- leiða sameiginlegt regluverk í heild sinni í eigin löggjöf. Skilmálar að- ildar og sú aðlögun að sáttmálum sem fylgir aðild byggjast á svoköll- uðum samningi milli aðildarríkj- anna og umsóknarríkisins. Þessir samningar miðast þó við það að umsóknarríkið innleiði á endanum allar reglur ESB til að sem mest lagalegt samræmi ríki. Þess vegna er það ekki örlátt á undanþágur frá réttarreglum sínum eða sérlausnir fyrir umsóknarríki. Má því vel ætla að um aðlögun að sambandinu sé að ræða frekar en um hefðbundnar samningaviðræður milli tveggja að- ila. Aldrei hægt að byrja upp á nýtt? Sumir hafa haldið því fram að ef við hættum aðildarviðræðum núna munum við aldrei geta sótt um aft- ur vegna þess að við vorum langt komin í ferlinu og það væri of stórt verkefni að „byrja upp á nýtt“. Þegar litið er á ferlið sjálft hefur komið fram að ellefu samningsköflum af þeim þrjátíu og þrem- ur sem klára þurfti hafði verið lokað til bráðabirgða þegar gert var hlé á viðræð- unum. Flestir þeirra heyra undir EES- samninginn og efni þeirra þegar verið tek- ið upp í íslensk lög. Þar sem við höfum nú þegar EES-samninginn þá voru þetta augljóslega þeir kaflar sem lítið sem ekkert var samið um og myndu sennilega verða afgreiddir jafn fljótt síðar. Auk þess komust Ísland og Evrópusambandið að samkomulagi tiltölulega snemma í samningaviðræðunum um að Ísland myndi ekki ráðast í breytingar á stofnunum og þær lagabreytingar sem af aðild kynnu að leiða, fyrr en að afstaðinni þjóðaratkvæða- greiðslu um aðild að ESB og breið samstaða væri meðal þjóðarinnar að vilja fara þar inn. Þrátt fyrir að vera matsatriði á margan hátt vor- um við kannski komin enn styttra í ferlinu en marga grunaði. Sér- staklega þar sem erfiðustu kafl- arnir voru eftir um landbúnaðar- og sjávarútvegsmál og í ljósi þess að við erum enn langt frá því að uppfylla skilyrði um að taka upp evru (Maastricht-skilyrðin). Um þá fullyrðingu margra að hér sé verið að „taka eina tækifærið frá Íslendingum til þess að ganga í ESB“ Á Evrópuvef Háskóla Íslands er eftirfarandi texti sem beint er sér- staklega til þeirra sem halda úti hræðsluáróðri um það að við miss- um allt samstarf við Evrópu eða eigum aldrei séns á að ganga inn síðar: „Ekki er við öðru að búast en að aðildarríki ESB myndu bera virðingu fyrir ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að slíta viðræðun- um, ef til þess kæmi, enda er það pólitísk ákvörðun hvers umsókn- arríkis fyrir sig hvort það gerist aðili að sambandinu eður ei.“ Ísland ætti að geta átt gott sam- starf við Evrópusambandsríkin þó að við slítum viðræðunum og hvergi finnast þær upplýsingar um að við myndum ekki geta sótt um að nýju ef aðstæður breytast. Af hverju ættu aðildarríki ESB ekki að samþykkja það að hefja við- ræður við Ísland á ný, miðað við stækkunarstefnu sambandsins? Hvað þá ef ríkisfjármál okkar væru á betri stað en þau eru í dag og við í heildina betur til þess fallin að taka upp evru. Hitt er annað mál að ef við náum að viðhalda stöð- ugleika og aga í ríkisfjármálum til lengri tíma erum við líklega á góð- um stað til þess að halda áfram að hafa fulla stjórn á okkar málum á Alþingi og sem fullvalda ríki. Hvað ef? Ef ESB hinsvegar kýs að fara fram með hótunum og þvingunum við ríki sem ekki ganga inn eða hætta í ferlinu, spyr ég mig hvert sambandið í raun ætlar með frið- arstefnu sinni. En um gildi ESB í sáttmálanum um Evrópusambandið kemur fram að gildin sem liggja til grundvallar eru virðing fyrir mann- legri reisn, frelsi, lýðræði, jafnrétti, réttarríkið og virðing fyrir mann- réttindum. Væru þessi gildi þá bara fyrir ríki sem ganga inn eða gilda þau almennt um sambandið þegar kemur að alþjóðasam- skiptum? Eru þessi gildi ekki fyrir ríki sem ákveða að hætta við- ræðum, koma þannig hreint fram um sína stefnu og stöðu að vilja einbeita sér að því að taka til í fjár- málastjórn sinni? Gilda þau ekki um ríki sem vilja ekki fara í Evr- ópusambandið? Það er ekki hægt að ætla sam- bandinu óheiðarleg eða þvingandi alþjóðasamskipti fyrirfram og ég trúi því ekki að viðræðuslit verði til þess að við eigum slæm samskipti við Evrópusambandsríki í framtíð- inni. Tíminn mun þó leiða það í ljós og leiða þá af sér nýjar og krefj- andi spurningar, ekki aðeins um stöðu okkar á alþjóðavettvangi heldur einnig um stöðu Evrópu- sambandsins og virðingu þess gagnvart öðrum ríkjum. Að slíta aðildarviðræðum Eftir Huldu Rós Sigurðardóttur » Gildi Evrópusam-bandsins eru frelsi, lýðræði, jafnrétti, rétt- arríkið og mannréttindi. Gilda þau einnig þegar kemur að alþjóða- samskiptum? Hulda Rós Sigurðardóttir Höfundur er meistaranemi í al- þjóðastjórnun í háskólanum í Gauta- borg. Vegna viðtals við Ragnar Frank Kristjánsson, forseta sveitar- stjórnar Borgarbyggðar, í Morg- unblaðinu 13. mars 2014 og erindis hans á Fagráðstefnu skógræktar á Selfossi 12. mars langar mig að setja fram nokkrar spurningar til Ragn- ars og annars sveitarstjórnarfólks í Borgarbyggð. Það að í aðalskipulagi Borgar- byggðar sé eitt form landnýtingar tekið út fyrir sviga og gert skipu- lagsskylt umfram annars konar landnýtingu verður að teljast merki- legt og í raun undarlegt. Að skóg- rækt sé skipulagsskyld frekar en annars konar landbúnaður er ein- kennilegt að mínu mati. Þýðir það að skógrækt sé verra eða óæskilegra form landnýtingar en annar land- búnaður, eins og t.d. sauðjárrækt, kornrækt, hrossabúskapur o.s.frv.? Ég skil ekki hvaða rök liggja þarna að baki og þætti fróðlegt að heyra þau frá sveitarstjórnarfólki í Borg- arbyggð. Einnig þykir mér hæpið að það standist skoðun að sveitarfélag- ið geti með þessum hætti heft mögu- leika landeigenda um hvernig þeir nýti sitt land, vegur það ekki að ein- hverju leyti að eignar- og ráðstöf- unarrétti þeirra á eigin landi? Það eru lög í landinu sem tryggja að votlendi sé ekki fórnað með skóg- rækt, að fornminjum sé ekki spillt, að friðuð náttúruvætti séu virt o.s.frv. Og að því sögðu sé ég ekki af hverju sveitarstjórnir þurfa að taka sér ákvörðunarvald með þessum hætti yfir einu formi landnýtingar. Einnig skal tekið fram að skógrækt er afturkræf landnýting, þótt land sé tekið undir skógrækt þýðir það ekki að ekki sé hægt að stunda ann- ars konar ræktun þar síðar. Hver er því þörfin á að gera skógrækt skipu- lagsskylda umfram aðra landnýt- ingu? Annað sem mér þótti sérstakt að heyra í erindi Ragnars og grein hans er að í aðalskipulaginu felist að ekki megi planta skógi nær árbökk- um og vötnum en 30 metrum. Þetta er alveg á skjön við það sem unnið er eftir í vistheimtar- og nátt- úrufræðum. Þar eru þessir hlutir nánast undantekningarlaust með öf- ugum formerkjum, mælt er eindreg- ið gegn því að skógur eða kjarr sé fjarlægt af árbökkum vegna óæski- legra áhrifa á vatnsbúskap og lífríki viðkomandi vatnavistkerfa. Slíkur gróður á bökkum áa og vatna dregur úr hættu á að mengun berist í árnar og vötnin og skapar einnig betri skil- yrði fyrir þær lífverur sem þar búa, bæði fiska og önnur smærri dýr. Annað sem slíkur gróður gerir fyrir árnar er að tempra allar sveiflur í vatnsbúskap, bæði dregur hann úr flóðum sem og þurrkum í ánum, sem aftur bætir lífsskilyrði þeirra lífvera sem þar eiga búsvæði. Hver eru rökin bak við bann við trjágróðri nærri árbökkum og bökk- um vatna? ÍVAR ÖRN ÞRASTARSON, nemandi við Landbúnaðar- háskóla Íslands. Furðulegt aðalskipulag í Borgarbyggð og einkennileg vistfræði Frá Ívari Erni Þrastarsyni Bréf til blaðsins Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og trygg- ir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráning- arferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. – með morgunkaffinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.