Morgunblaðið - 16.04.2014, Síða 26

Morgunblaðið - 16.04.2014, Síða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2014 ✝ Steinunn M.Stephensen fæddist á Auðnum á Vatnsleysuströnd 2. október 1934. Hún andaðist á Hrafnistu í Hafn- arfirði 2. apríl 2014. Foreldrar henn- ar voru Sigurbjörg Björnsdóttir, f. 9. ágúst 1896, d. 21. ágúst 1986, og Magnús Ó. Stephensen, f. 4. nóvember 1891, d. 6. júlí 1976. Systkini Steinunnar eru: 1) Sigríður M. Stephensen, f. 20. maí 1925, d. 24. maí 2006. 2) Guðrún Magn- úsdóttir Stephensen, f. 26. mars 1928, maki Haraldur Bergþórsson, f. 31. júlí 1926, d. 25. október 2011. 3) Uppeld- isbróðir, Magnús Þorleifsson, f. 19. september 1914, d. 19. febr- úar 1999, maki Ída Sigríður Daníelsdóttir, f. 17. september 1917. Þriggja ára flutti Steinunn með foreldrum sínum að Jórvík í Árnes- sýslu og bjó þar þangað til þau fluttu til Reykja- víkur 1943. Í Reykjavík gekk hún í Miðbæjar- barnaskólann og lauk síðan gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Reykjavíkur. Eftir það, frá 17 ára aldri, starfaði Steinunn við Reykja- víkurapótek alveg þar til hún veiktist árið 1989 þannig að hún varð að hætta vinnu. En lyfjatæknifræðingur varð hún 1977. Útför Steinunnar verður gerð frá Langholtskirkju í dag, 16. apríl 2014, og hefst athöfn- in klukkan 13. Enn mylst úr frændgarði okkar Stephánunga, en nú er Steinunn Ólafía frænka mín sofnuð. Ég minnist heimsókna til systranna Steinunnar og Sig- ríðar allt frá því ég var barn og eru þær meðal elstu minninga minna. En minningarnar frá þeim heimsóknum eru þeirrar gerðar sem maður man ávallt, því þær heimsóknir voru mér ávallt ánægjulegar. Á heimili þeirra var tekið á móti okkur með brosi og hlýjum faðmi auk þess sem postulínið var dregið fram og hið besta meðlæti á boðstólum. Þarna var gott andrúmsloft og fullorðna fólkið skrafaði og hló á meðan börn sem fullorðn- ir muldu meðlæti og ljúfan drykk. Mér fannst heimilið fal- legt hjá þeim og glaðværðin sem þarna ríkti þótti mér eft- irsóknarverð og hefur vafalaust átt sinn þátt í frændrækni minni sem ávallt hefur verið framarlega í lyndiseinkunn minni. Á þessu heimili hitti maður auðvitað yfirleitt foreldra þeirra Magnús og Sigurbjörgu á meðan þeirra naut enn við og sýndu þau mér ávallt mikla at- hygli og hlýju. Í þeim sá maður að systrahópurinn átti glæsi- legt útlit sitt og háttvísi sem og gott lundarfar og glaðværð ekki langt að sækja. Ég er kannski hlutdrægur en mér fannst þessar systur auðvitað gullfallegar, eins og allar frænkur mínar vissulega eru, tígulegar og með höfðinglegt yfirbragð og báru þær af meðal jafningja. Sigurbjörg móðir þeirra var lítillega skyld mér en Magnús faðir þeirra mér náskyldur. Mér eru heimsóknir og um- gangur sá við ættingja mína sem ég hef verið að reyna að koma orðum að hér að ofan mjög dýrmæt, ekki síst rifjast þetta allt upp fyrir mér þegar að tímamótum sem þessum kemur. Það rifjast upp fyrir manni allar ánægjulegu stund- irnar sem maður naut í faðmi þessa fallega heimilis og þess góða andrúmslofts sem þar ríkti og ótakmarkaðrar gest- risni og ekki síst er það í minningunni hversu barngóðar þær systur voru, en slíkt var ekki á öllum heimilum að finna. Ég vil því á tímamótum þeim sem nú eru þakka allar þær góðu stundir sem ég átti með Steinunni frænku minni um tíð- ina og þá hlýju og gæsku sem ég naut á þeim stundum frá henni. Mér finnst ég ríkur mað- ur að hafa notið þessa alls sem ég hef hér nefnt og þakklæti er mér því ofarlega í huga. Sömu- leiðis votta ég Guðrúnu frænku minni og fjölskyldu hennar innilega samúð mína og hlut- tekningu. Skarð er nú fyrir skildi okk- ar Stephánunga við þessi tíma- mót. Steinunn Ólafía er sofnuð svefninum langa, en það er óþarfi að örvænta því Drottinn segir um efsta dag í fimmta kafla Guðspjalls Jóhannesar: „… þegar allir þeir, sem í gröfunum eru, munu heyra raust Hans og ganga fram, þeir, sem gjört hafa hið góða, munu rísa upp til lífsins“ Í trausti þessa fyrirheitis frelsarans geta eftirlifandi ást- vinir og ættingjar Steinunnar Ólafíu vonast til að hitta hana á ný í himneskum heimkynnum í fyllingu tímans. Þangað til verða eftirlifendur að minnast góðrar og yndislegrar konu, þakka allar góðu stundirnar og þreyja þorrann með Guðs styrk. Megi Steinunn Ólafía hvíla í Guðs blessaða friði. Þorsteinn Halldórsson. Steinunn M. Stephensen ✝ Guðjón Guð-jónsson húsa- smíðameistari fæddist í Reykja- vík 19. nóvember 1928. Hann lést á heimili sínu 8. apríl 2014. Foreldar Guð- jóns voru Guðjón Jóhannsson, f. 2.6. 1906, d. 3.2. 1966, verkamaður í Reykjavík, og Sigríður Gunn- arsdóttir húsfreyja, f. 28.6. 1906, d. 9.12. 1990. Alsystkin Guðjóns eru Gyða, f. 29.9. 1926, d. 3.1. 2012; Ragnheiður, f. 1930, d. 1939; Haukur, f. og d. 1935; Ragnar Jóhann, f. 12.11. 1940, d. 2.2. 2011; Sig- urður, f. 31.5. 1945. Hálfsystir Guðjóns er Erna Guðjóns- dóttir, f. 3.2. 1931. Guðjón kvæntist 12.4. 1959 Sigrúnu Sigurjónsdóttur svæf- ingahjúkrunarfræðingi, f. 27.3. 1940, d. 18.5. 1990. For- eldrar hennar voru Sigurjón Jónsson garðyrkjumaður, f. 29.5. 1904, d. 27.5. 1985, og Guðmundína Halldóra Sig- urlaug Sveinsdóttir, f. 22.8. 1903, d. 31.12. 1996, húsfreyja. Börn Guðjóns og Sigrúnar eru: 1) Tómas Óskar líffræð- ingur, f. 19.8. 1959, kvæntur 1987. Maki: Þórarinn Ágúst Pálsson málari. Börn: Þór Davíðsson, f. 7.6. 2005, Ronja Margrét, f. 11.5. 2009, Katrín Una, f. 24.5. 2012, b) Sigrún Katrínardóttir, leiðbeinandi, f. 14.3. 1989, c) Hrefna Sigurð- ardóttir þjónn, f. 15.7. 1990, d) Jónas Guðmundsson, f. 25.11. 2002. Barn Guðjóns og Krist- ensu (Stellu) Andrésdóttur, f. 25.3. 1926, d. 14.1. 1996: Björgvin Andri pípulagn- ingameistari, f. 7.6. 1954, kvæntur Sigrúnu Öldu Júlíus- dóttur, f. 8.12. 1956. Börn: a) Guðrún Stella dagmóðir, f. 20.2. 1977. Fyrri maki: Albert Sævarsson, f. 26.5. 1975. Börn: Íris Björg, f. 26.5. 1999, Hilm- ar Freyr, f. 4.7. 2001, Bjarni Gunnar, f. 2.1. 2004, Bryndís Stella, f. 13.8. 2008, b) Ásgeir Freyr málarameistari, f. 17.9. 1980. Barn: Elísabet, f. 13.9. 2007, c) Andrea Björg við- skiptafræðinemi, f. 25.6. 1990. Barn Guðjóns og Klöru Sjafn- ar Kristjánsdóttur, f. 23.3. 1935: Bergljót Jóhannsdóttir leikskólastjóri, f. 15.5. 1956, gift Einari Þórðarsyni kerf- isfræðingi, f. 22.8. 1954. Börn: a) Sigrún Björk ljósmyndari, f. 16.8. 1977, b) Ragnhildur við- skiptafræðingur, f. 20.7. 1980, c) Tómas Gauti tölvunarfræð- ingur, f. 19.6. 1989. Útför Guðjóns fer fram frá Seljakirkju í dag, 16. apríl 2014, kl. 13. Ástu Melittu Ur- bancic landfræð- ingi, f. 9.10. 1958. Börn: a) Pétur Marteinn laga- nemi, f. 9.8. 1991, b) Jóhannes Bjarki nemi, f. 6.6. 1993, c) Sigrún Ebba nemi, f. 5.3. 1995, d) Guðjón Páll, f. 19.11. 2000. 2) Sigríður skurð- hjúkrunarfræðingur, f. 23.9. 1960, gift Gunnari Birni Gunn- björnssyni blikksmíðameist- ara, f. 19.3. 1960. Börn: a) Erna Sigrún viðskiptafræð- ingur, f. 17.5. 1982. Maki: Björgvin Mýrdal Þóroddsson matreiðslumeistari. Börn: Unnur Eva Ernudóttir, f. 18.4. 2000, Rakel Sif, f. 13.4. 2009, Katrín Lea, f. 1.4. 2011, Sig- ríður Sara, f. 11.11. 2013, b) Guðjón, íþróttafræðingur og nemi í sjúkraþjálfun, f. 23.3. 1987, c) Ásta María, nemi í heilbrigðisverkfræði, f. 27.1. 1989. Barn: Alexander Jarl Aronsson, f. 10.8. 2007, d) Gunnar nemi, f. 26.3. 1991. 3) Katrín kennari, f. 7.7. 1964, gift Guðmundi Jónassyni, verkamanni og nema í söðla- smíði. Börn: a) Sunna Sigurð- ardóttir hársnyrtir, f. 26.5. Ég kynntist Guðjóni fyrst ár- ið 1977 þegar ég kom á heimili hans og Sigrúnar konu hans á Hringbraut 54 að hitta Tómas, son þeirra. Guðjón tók mér strax vel og alla tíð síðan. Þegar við Tommi vorum að byrja að vera saman var ósjaldan hringt í mig og ég boðin í sunnudags- mat með fjölskyldunni. Þá gant- aðist Guðjón og stríddi syni sín- um á þessari vinkonu en notaði mig líka sem afsökun fyrir að kaupa ís, sem við kunnum bæði vel að meta. Á þessum árum vann Guðjón við húsasmíðar en Sigrún var hjúkrunarfræðingur á Landakotsspítala. Eftir vinnu fóru þau Sigrún gjarnan í sund í Vesturbæjarlaugina. Guðjón lét draum sinn rætast um að byggja eigið hús, og fluttu þau Sigrún í Melsel 4 árið 1985. Sigríður (Didda) dóttir þeirra og fjölskylda hennar bjó líka í húsinu. Eftir að Guðjón flutti í Seljahverfið fór hann að venja komur sínar í sundlaugina í Breiðholti, þar sem hann var tíður gestur á meðan heilsan leyfði. Þar vann hann um skamma hríð sem laugarvörður. Guðjón bar hag fjölskyldu sinnar mjög fyrir brjósti. Hann gerði það sem hann gat til að búa í haginn fyrir afkomendur sína og lagði áherslu á mik- ilvægi menntunar fyrir börn sín og barnabörn. Honum fannst líka gaman að spilla barnabörn- unum. Þau þekktu það að þegar komið var í Melselið kallaði afi þau inn til sín og gaf þeim sæt- indi og jafnvel aukaskammt til að taka með heim í nesti. Guðjón fékk hjartaáfall árið 1987 og hætti að mestu störfum eftir það. Fljótlega eftir það greindist Sigrún, kona Guðjóns, með krabbamein, sem dró hana til dauða árið 1990. Þessi ár voru Guðjóni mjög erfið, því þau höfðu verið samhent hjón. Eftir lát Sigrúnar fór hann smám saman að fara aftur út á meðal fólks, tók þátt í félagslífi aldraðra, spilaði bridge og var í gönguhópi. Hann var ótrúlega duglegur að drífa sig út að hreyfa sig og hélt lengur heilsu vegna þess. Um tíma fór hann til dæmis út snemma á morgn- ana með barnabörnunum að bera út dagblöð. Jákvætt skap og dugnaður hjálpaði honum líka að halda sér gangandi. Að lokum var þó heilsan farin og hann var hvíldinni feginn. Að lokum vil ég þakka Guð- jóni samfylgdina þessi ár. Ég vil líka þakka Diddu, mágkonu minni, Gunnari manni hennar og börnum þeirra alla þá um- hyggju og aðstoð sem þau veittu Guðjóni. Það var ómet- anlegt fyrir hann að hafa fjöl- skyldu þeirra í húsinu og að geta leitað til þeirra hvenær sem á þurfti að halda. Guð blessi Guðjón Guðjóns- son. Ásta M. Urbancic. Þegar við fréttum að elsku afi okkar væri dáinn fylgdi sár stingur í kjölfarið. Það er erfitt að reyna að líta á björtu hlið- arnar þegar einhver svo nákom- inn manni fellur frá. Það var auðvelt að dást að afa. Það dreymir ekki alla um að byggja eigið hús og enn færri láta af því verða, hvað þá að geta það. Slík elja og vinnusemi er gott veganesti út í lífið fyrir okkur barnabörnin. Hlýjan og hress- leikinn sem ávallt fylgdi afa gerðu okkur auðveldara fyrir. Hann var alltaf svo góður við okkur systkinin. Það var ómögulegt að vera í vondu skapi í kringum hann því hann fékk okkur alltaf til að hlæja. Sigrúnu er það sérstaklega minnisstætt þegar hún sat í stólnum hans inni í stofu daginn áður en hún fór í 10 mánaða skiptinám til Spánar og borðaði konfekt, í eitt skipti af mörgum. Eitt af því síðasta sem afi sagði við hana áður en hún fór út var að hún skyldi sko næla sér í einn spænskan! Það var alltaf stutt í grínið hjá afa. Þegar við systkinin og pabbi heimsóttum hann á spítalann vorum við vör- uð við því að hann gæti verið þreyttur og uppgefinn. Við hefðum þó átt að vita að aldrei væri hann of þreyttur fyrir grínið. Það var mikið hlegið og var þetta mjög notaleg stund, ein af þeim síðustu sem við átt- um saman. Við kveðjum afa með söknuði og sorg í hjarta. Það gerir okkur auðveldara fyr- ir að vita að hann var tilbúinn að fara og fá loksins að hitta ömmu aftur. Ef það er nokkur staður sem kallast Paradís, þá á afi leið þangað. Við sjáumst aft- ur seinna. Pétur Marteinn Tómasson, Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson, Sigrún Ebba Urbancic Tómasdóttir og Guðjón Páll Tómasson. Guðjón Guðjónsson ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, Haraldur Hermannsson frá Yzta-Mói, Fljótum, Sauðármýri 3, Sauðárkróki, lést á Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki fimmtudaginn 3. apríl. Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 19. apríl kl. 11.00. Jarðsett verður að Barði í Fljótum. Guðmunda Hermannsdóttir, Sigurhanna Ólafsdóttir, Jóhanna Petra Haraldsdóttir, Jónas Svavarsson, Linda Nína Haraldsdóttir, Jón Eðvald Friðriksson, Lára Gréta Haraldsdóttir, Magnús Sigfússon, Þröstur Georg Haraldsson, Guðrún Haraldsdóttir, Ellen Hrönn Haraldsdóttir, Gunnar Björn Ásgeirsson, Stefán Logi Haraldsson, Inga S. Baldursdóttir, Róbert Steinn Haraldsson, Erla Valgarðsdóttir, Haraldur Smári Haraldsson, Eydís Eysteinsdóttir, afabörn, langafabörn og langalangafabarn. ✝ Elskuleg móðir okkar, GUÐNÝ GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR, lést laugardaginn 12. apríl. Jarðarförin auglýst síðar. Guðrún Rósa Michelsen, Lilja Dóra Michelsen, Frank Úlfar Michelsen, Hlynur Jón Michelsen, Anna Birna Michelsen. ✝ AÐALHEIÐUR JÓNSDÓTTIR frá Þórshöfn á Langanesi hefur verið jarðsett í kyrrþey að eigin ósk. Bestu þakkir til starfsfólks Sóltúns fyrir frábæra umönnun. Sigríður Gunnarsdóttir, Gautur Gunnarsson og aðstandendur. ✝ Ástkæri, yndislegi sonur okkar, bróðir, frændi og mágur, ÓLAFUR FREYR HERVINSSON, lést á heimili sínu miðvikudaginn 9. apríl. Útför hans fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn 25. apríl kl. 14.00. Margrét Skarphéðinsdóttir, Þórður Ingimarsson, Sigurður S. Hervinsson, Ása Lára Þórisdóttir, Herdís K. Hervinsdóttir, Margrét Heiðrún Harðardóttir, Ólöf Erla Sigurðardóttir, Gabríel Þór Sigurðsson. ✝ Okkar ástkæra RAGNHEIÐUR JÓNSDÓTTIR frá Skörðum, til heimilis á Óðinsgötu 32b, Reykjavík, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 10. apríl. Hún verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 22. apríl kl. 13.00. Sigurður B. Markússon og aðstandendur hinnar látnu. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÍÐAR JÓNU INDRIÐADÓTTUR, sem lést á Landakoti þriðjudaginn 8. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.