Morgunblaðið - 16.04.2014, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 16.04.2014, Qupperneq 35
HSÞ á Laugum á vorin. Freydís er félagi í Ungmenna- félagi Eflingar í Reykjadal, hefur setið í frjálsíþróttaráði HSÞ um árabil og í íþróttanefnd Eflingar, er formaður leikdeildar Eflingar, er í Kvenfélagi Reykdæla, syngur í kirkjukór Einarsstaðakirkju og hef- ur starfað ötullega að félagsstörfum í sveitinni, enda segist hún fyrst og síðast hafa áhuga á íþróttum, hestamennsku og leiklist ef hún er ekki að sinna fjölskyldunni. Fjölskylda Eiginmaður Freydísar er Hörður Þór Benónýsson, f. 25.6. 1963, bóndi og múrari, og leikritahöf- undur og skáld í hjáverkum. For- eldrar hans: Valgerður Jónsdóttir, f. 1.12. 1929, húsfreyja á Hömrum í Reykjadal, og Benóný Arnórsson, f. 25.9. 1927, d. 15.6. 2007, oddviti á Hömrum. Stjúpdætur Freydísar eru Guð- rún Sædís Harðardóttir, f. 10.7. 1982, kennari á Laugum, í sambúð með Daníel Smára Magnússyni og er dóttir hennar Elva Rut Birkis- dóttir, f. 6.2. 2007, og Sandra Hrafnhildur Harðardóttir, f. 9.8. 1985, leikskólastarfsmaður í Reykjavík, í sambúð með Guð- mundi Atla Péturssyni, tæknimanni á RÚV, og eru börn hennar Amelía Rún Arnþórsdóttir, f. 7.8. 2008, og Aron Berg Guðmundsson, f. 5.11. 2012. Börn Freydísar og Harðar eru Arna Benný Harðardóttir, f. 28.3. 1988, íþróttafræðingur á Akureyri, en hennar sambýlismaður er Jónas Stefánsson margmiðlunarfræð- ingur; Gígja Valgerður Harðar- dóttir, f. 17.12. 1991, nemi, búsett á Hömrum, en sambýlismaður henn- ar er Atli Sigurjónsson knattspyrnumaður; Freyþór Hrafn Harðarson, f. 15.8. 1997, nemi. Systkini Freydísar eru Þórhallur Geir Arngrímsson, f. 16.7. 1962 verkfræðingur í Álftagerði III; Sigurbjörn Árni Arngrímsson, f. 31.8. 1973, dósent við HÍ, búsettur í Heimakletti á Laugarvatni; Sig- urður Örn Arngrímsson, f. 6.12. 1975, vélfræðingur í Reykjavík; Arnfríður Gígja Arngrímsdóttir, f. 11.1. 1978, lögreglumaður og lög- fræðingur í Kópavogi. Foreldrar Freydísar: Gígja Ester Sigurbjörnsdóttir, f. 11.6. 1940, kennari og bóndi, og Arngrímur Geirsson, f. 29.5. 1937, kennari og bóndi. Þau eru búsett í Álftagerði III í Mývatnssveit. Íslandsmeistarar 2012 Hér eru stelpurnar nýbakaðir meistarar með KA/ Þór. f.v. Guðrún Sædís, Freyþór Hrafn, Gígja Valgerður, Elva Rut, Freydís Anna, Arna Benný og Hörður Þór. Úr frændgarði Freydísar Önnu Arngrímsdóttur Freydís Anna Arngrímsdóttir Ingibjörg Björnsdóttir húsfr. á Drithóli Jón Eyjólfsson b. á Drithóli í Skagafirði Jónanna Jónsdóttir húsfr. á Grófargili Kristmundur Sigurbjörn Tryggvason b. á Grófargili í Skagafirði Gígja Ester Sigurbjörnsdóttir kennari og b. í Álftagerði III Hallbera Guðmundsdóttir Guðmundur Tryggvi Ingólfsson Málfríður Sigurðardóttir húsfr. á Arnarvatni Sigurður Jónsson b. og skáld á Arnarvatni Freydís Sigurðardóttir húsfr. í Álftagerði III Geir Kristjánsson b. í Álftagerði III Arngrímur Geirsson kennari og b. í Álftagerði III í Mývatnssveit Arnfríður Björnsdóttir síðast vinnuk. á Gautlöndum Kristján Hólmsteinn Þorsteinsson b. í Reykjadal ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2014 HVERNÆTLAR ÞÚAÐ GLEÐJA Í DAG? PÁSKABLÓMIN Guðmundur Sæmundsson varði dokt- orsritgerð við Menntavísindasvið HÍ í hátíðarsal skólans 28.3. sl. Heiti rann- sóknarinnar er „Það er næsta víst …“ eftir frægu orðatiltæki Bjarna Fel- ixsonar. Leiðbeinendur við rannsóknina voru prófessorarnir Sigurður Konráðsson og Ingólfur Ásgeir Jóhannesson en sá þriðji í doktorsnefnd var Sigurbjörn Árni Arngrímsson prófessor. Andmæl- endur voru Ásgrímur Angantýsson, lektor við HA, og Ingólfur V. Gíslason, dósent við HÍ. Markmið rannsóknarinnar er að draga saman þekkingu á íþrótta- umfjöllun í íslenskum bókmenntum og fjölmiðlum. Ritgerðin byggist á fimm vísindagreinum hans sem birst hafa í tímaritum. Við rannsóknina er beitt ýmsum afbrigðum orðræðu- og texta- greiningar. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur m.a. fram að gera megi ráð fyr- ir því að innan íslenskra íþrótta ríki svipuð sjálflægni og einstaklings- hyggja og annars staðar á Vest- urlöndum. Þessa sjáist þó lítt merki í íslenskum nútímasagnaskáldskap. Þar ráði ríkjum rómantísk siðferðisafstaða til íþrótta í anda fornrita, ungmenna- félagshugsjóna og ólympíuhugsjónar. Í íslenskri íþróttaorðræðu fjölmiðlanna ber hins vegar mest á þjóðernisstolti og afrekshrifningu. Þöggun eða veru- lega skert umfjöllun ríkir gagnvart flestum íþróttagreinum öðrum en knattspyrnu og handbolta, gagnvart íþróttakonum og gagnvart fötluðum íþróttamönnum. Loks einkennist ís- lenskt íþróttamálfar í fjölmiðlum af gáska og gamansemi, ýktu orðafari, nýjungum í málfari og ríku skáldmáli. Lokaniðurstaða rannsóknarinnar er að íþróttaumfjöllun á Íslandi einkenn- ist af sterkum tilfinningum og geðs- hræringum sem lýsa sér í siðrænni af- stöðu til íþrótta, í íþróttaorðræðu bókmennta og fjölmiðla og í íþrótta- málfari fjölmiðlanna. Tíunduð eru fjöl- mörg dæmi sem styðja þessa nið- urstöðu. Guðmundur fæddist í Reykjavík 3.11. 1946. Hann lauk BA-prófi í íslensku og norsku við HÍ 1971, cand. mag.-prófi í íslensku, norsku og málvísindum frá Há- skólanum í Osló 1975 og MEd.-prófi frá KHÍ 2004 og er aðjunkt við íþrótta- og heilsubraut á Menntavísindasviði HÍ. Doktor Guðmundur Sæmundsson 95 ára Ingibjörg Karlsdóttir 90 ára Arndís Eyjólfsdóttir Björg Einarsdóttir 85 ára Guðfinnur H. Pétursson Þorvaldur Tryggvason 80 ára Úlfar Þorláksson 75 ára Áslaug Halldórsdóttir Guðmundur Gestsson Sigurður Gunnar Bogason Þóra Þórðardóttir 70 ára Finnur Viðar Magnússon Guðmundur Kristjánsson Hannesína Rut Guðbjarnadóttir Haraldur Hjartarson Holger Markus Hansen Magnús Björnsson Magnús Sigsteinsson Marek Benedykt Józefik María Jóhannsdóttir María Þorgrímsdóttir Sigrún Hlín Sigurðardóttir Sigurbjörg Dan Pálmadóttir Stella S. Sigurðardóttir Þórólfur Ingvarsson Þórunn Héðinsdóttir 60 ára Anna Haraldsdóttir Árni Aðalsteinsson Eva Hallvarðsdóttir Gunnar Már Karlsson Ingigerður Sigurgeirsdóttir Kristjana Helgadóttir Kristján Kristjánsson Rúrik Kjartan Scheving Snæbjörn Þór Ingvarsson Þorsteinn Ómar Gunnarsson Þór Engilbertsson 50 ára Anna Margrét Valgeirsdóttir Berglaug Skúladóttir Eggert Gestsson Egill Össurarson Eiríkur Þ. Davíðsson Gunnar Jóhannesson Hólmfríður Ásgeirsdóttir Ingibjörg R. Auðunsdóttir Ivan Kay Frandsen Mikael Þorsteinsson 40 ára Aðalheiður P. Davíðsdóttir Alda Pálsdóttir Amalía V. Sörensdóttir Atli Örn Guðmundsson Bjarki Björgúlfsson Björk Bjarnadóttir Carlito Cabaluna Adlawan Dagmar Blöndal Guðmundur Þ. Magnússon Hrund Guðmundsdóttir Ingvaldur Mar Ingvaldsson Jana Björk Ingadóttir Llejlla Kolica Margrét Kristín Guðmundsdóttir Oddný Anna Björnsdóttir Rúnar Örn Olsen Þuríður Hrund Hjartardóttir 30 ára Anna Birna Guðlaugsdóttir Gunnar Jóhannsson Harpa Ragnarsdóttir Karolina Magdalena Fijolek Raphael G.J. Alexandre Rebekka Hilmarsdóttir Stefán H. Berg Petersen Til hamingju með daginn 30 ára Þórarinn ólst upp í Reykjavík, býr þar, lauk MS-prófi í lyfjafræði frá Hafnarháskóla og er lyfja- fræðingur í Garðsapóteki. Maki: Valgerður Lilja Jónsdóttir, f. 1988, að ljúka MA-prófi í mat- vælafræði. Foreldrar: Haukur Inga- son, f. 1957, lyfjafræð- ingur í Garðsapóteki, og Katrín Þórarinsdóttir, f. 1958, verslunarstjóri í Garðsapóteki. Þórarinn Hauksson 30 ára Bryndís ólst upp í Hafnarfirði, býr á Álfta- nesi, er að ljúka BA-prófi í viðskiptafræði á Bifröst og er í fæðingarorlofi. Maki: Tómas Garðarsson, f. 1985, gröfumaður. Synir: Benedikt Emil, f. 2005; Tómas Ingi, f. 2012, og Hinrik Steinn, f. 2013. Foreldrar: Sigurður Æv- arsson, f. 1962, starfs- maður hjá Sólningu, og Halldóra Hinriksdóttir, f. 1958, deildarstjóri. Bryndís K. Sigurðardóttir 30 ára Kristján ólst upp á Akranesi, býr þar og starfar hjá Bílabúð Benna í Reykjavík. Maki: Eva Ósk Gísladóttir, f. 1984, starfsmaður hjá Norðuráli. Dóttir: Sara Ósk Krist- jánsdóttir, f. 2010. Foreldrar: Páll Jónsson, f. 1944, fyrrv. starfs- maður hjá Elkem á Grundartanga, og Jóna Ágústa Adolfsdóttir, f. 1950, skólaliði og bakari. Kristján Ágúst Pálsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.