Morgunblaðið - 16.04.2014, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2014
Sjáðu sjálfan þig
í nýju ljósi
Gler, gluggar, glerslípun & speglagerð frá 1922
Mörkinni 4 | 108 Reykjavík | Sími: 565 0000 | Fax: 555 3332 | glerborg@glerborg.is | www.glerborg.is
• Einangrunargler
• Gluggar (Ál og PVC-plast)
• Hurðir (Ál og PVC-plast)
• Speglar
• Gler
• Hert gler
• Lagskipt öryggisgler
• Litað gler
• Sandblástur
• Álprófílar
• Máltöku- og uppsetningaþjónusta
Við leggjum metnað okkar í að bjóða sérhæfðar
og vandaðar lausnir á baðherbergi. Við bjóðum
upp á sérsmíðaða spegla, sturtuklefa og sturtu-
skilrúm. Þá erum við komnir með nýja útgáfu af
ljósaspeglunum okkar vinsælu.
Á heimasíðu okkar glerborg.is er gott yfirlit
yfir það sem er í boði. Auk þess bjóðum við alla
velkomna í Mörkina þar sem fagfólk veitir góða
þjónustu og allar þær upplýsingar sem þarf.
Víkverji
21. mars - 19. apríl
Hrútur Í einörðum samræðum kunna að
koma upp mál sem ekki er þægilegt að ræða
en verður samt að leysa. Nú er tíminn til að
hugsa allt upp á nýtt.
20. apríl - 20. maí
Naut Hnökrótt sambönd sem reyna á þolrif-
in, halda manni að sama skapi lifandi. Gættu
þess að samskiptaleiðir þínar við aðra séu
opnar og ekkert hindri tjáskipti þín við aðra.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Reyndu að njóta samvista við vini
þína og kunningja í dag. Skráðu þig á nám-
skeið, lestu framandi bækur og tímarit og
gefðu þér tíma til að hlusta á ólík sjónarmið.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú einbeitir þér að stóru myndinni í
stað þess að tapa þér í smáatriðunum –
svona eins og þroskað fólk gerir. Um leið og
þú tekur hlutunum eins og þeir eru sættistu
við þá.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú eyðir meira púðri í sjálfan sig en
vinnuna eða ótilgreint verkefni. Berðu höf-
uðið hátt og vertu hvergi smeyk/ur. Gefðu
þér tíma til að njóta fegurðar náttúrunnar
með þínum nánustu.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú átt auðvelt með að verja þig fyrir
umheiminum og líta á menn og málefni hlut-
lausum augum. Haltu þig því að vinnu und-
anbragðalaust. Einhver þarfnast þín sárlega.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú býrð yfir mikilli einbeitingu og ættir
því að geta afrekað margt í starfi. Láttu vin-
áttuna ekki blinda þér sýn í þetta sinn. Spáðu
í það hvert þig langar að stefna.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Það hefur komið í þinn hlut að
tala fyrir þeim sjónarmiðum sem eiga að ráða
á vinnustað. Losaðu þig við skuldbindingar.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Það getur verið erfitt að gefa öðr-
um góð ráð. Reyndu að finna einhvers konar
jafnvægi á milli þess sem þú vilt og þess sem
aðrir krefjast af þér.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Það er nóg að gerast í kollinum á
þér og þú ert ánægð/ur með undirtektirnar
sem þú færð. Njóttu velgengninnar á meðan
þú hefur byr í seglin.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Gerðu þér far um að vera fé-
lagslynd/ur næstu vikurnar, og skipuleggðu
samveru með þínum nánustu.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú ert í veisluskapi og skalt nú láta
verða af því að halda veislu aldarinnar. Sveigj-
anleiki og samstarfsvilji kalla fram allt það
góða í þér.
Hjálmar Freysteinsson kastarfram undir yfirskriftinni
Vert að muna:
Um þetta blöðum þarf ekki að fletta;
þú skalt muna,
að kristilegust kærleiksblómin spretta
við Krossgötuna.
Sigurður Sigurðarson var einn
þeirra sem lögðu leið sína í Há-
skólabíó til að hlýða á „hin svo-
kölluðu skáld“ um helgina. Hann
segir glæsilegt og gott að halda á
lofti hefðbundna ljóðinu og vekja
athygli þeirra, sem eru að vaxa
upp, á kjarnanum og kraftinum í
stuðlanna þrískiptu grein. Svo rifj-
ar hann upp vísur eftir Jakob
Jónsson bónda á Varmalæk um
þetta efni:
Við eigum stöku og stuðluð ljóð
sterk í formi og línum.
Það sem engin önnur þjóð
á í fórum sínum.
Þegar sál mín frá þér flyst
fóstran aldna og góða,
kýs ég helst að hljóta vist
í heimi söngs og ljóða.
Ormur Ólafsson í Reykjavík,
formaður Iðunnar um langt árabil,
orti um það sem eitt sinn var og
sækir vonandi í sig veðrið eftir
þennan skáldaviðburð:
Hagmælskan er hugarmáttur,
heillar þjóðar náðargjöf
einkennandi eðlisþáttur
Íslendings frá vöggu að gröf.
Friðrik Steingrímsson sýtti það
mjög að komast ekki, en hann lá í
ælupest og þar að auki heima í
Mývatnssveit:
Ykkur vil ég óska góðs
í andans vopna skaki,
svo að stuðla línur ljóðs
lifi og völdin taki.
Kristbjörg Freydís Steingríms-
dóttir sendi einnig kveðju að norð-
an:
Þjóðarstoltið stakan var
styrk og fegurð málsnilldar
áfram grýttar götur bar
gegnum myrkar aldirnar.
Höskuldur Jónsson bregður á
leik í léttum og skemmtilegum
brag:
Sólin blessuð svífur fjöllum ofar.
Eins og meyjan leggjalöng
ljósu skýin klofar.
Klakaböndin kreista úr sér safa.
Dropar niður detta ört
dansa létt og skrafa.
Pétur Blöndal
p.blondal@gmail.com
Vísnahorn
Af kærleiksblómum og
hinum svokölluðu skáldum
Í klípu
„ÞETTA ER EKKI FLÓKIÐ, KLIPPTU BARA
HÁRIÐ Á MANNINUM. ÞETTA ERU ENGAR
HEILASKURÐLÆKNINGAR.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÞESSI SJÓNAUKI ER ÓSKÝR.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að vera enn heilluð
hvort af öðru.
BRÚÐKAUPSAFMÆLI
KVA
RTA
NIR
OG
VÖR
USK
IL
LOKAÐ
STRÆTÓ
MENNIRNIR ERU
HÁLFÞREYTULEGIR
Í DAG ...
ÉG HEFÐI KANNSKI EKKI ÁTT AÐ
HALDA ÞEIM VAKANDI Í NÓTT MEÐ ÞVÍ
AÐ SEGJA DRAUGASÖGUR!
JÁ, MAMMA, SAMAND OKKAR
LÍSU ER EIGINLEGA ORÐIÐ
FREKAR ALVARLEGT.
HVERSU
ALVARLEGT?
HÚN LÆTUR MIG
ÞRÍFA HÚSIÐ MITT.
FLJÓTT,
BÓKIÐ
KIRKJUNA!
Neysla er drifkraftur samfélags-ins. Neyslan býr til hagvöxt og
vinnu. Eftir því sem við neytum
meira þeim mun meira höfum við að
gera við að halda neyslunni gang-
andi. Ef allir myndu hætta að neyta
hefðum við ekkert að gera. Neysla
getur því ekki verið slæm í sjálfu
sér. En hvað ef við sönkum meira að
okkur en við neytum, kaupum meiri
mat en við borðum, kaupum meira af
fötum en við getum hugsanlega slit-
ið? Erum við þá á villigötum eða er
það hið besta mál af því að þá höfum
við einfaldlega meira að gera við að
búa til meira en við þurfum og afla
okkur peninga til að geta keypt
meira en við þurfum? Víkverji verð-
ur að viðurkenna að svona spurn-
ingar gera hann dálítið ringlaðan og
var ekki á það bætandi.
x x x
Víkverji rakst um daginn á greinum fólk í uppreisn við neysluna.
Einn ákvað að hann skyldi ekki eiga
meira en hundrað hluti. Annar fór í
ruslatunnur matvörubúða og hirti
mat, sem var kominn fram yfir síð-
asta söludag. Þessir menn voru þó
ekki í neinni uppreisn. Sá sem átti
bara hundrað hluti notaði peningana
sem hann hefði eytt í hundrað hluti
til viðbótar til að ferðast. Sá sem
hirti matinn fyrir aftan matvörubúð-
irnar notaði rýmri fjárráð til að
kaupa miklu dýrari mat í verslunum
með lífrænan mat. Hér voru sem
sagt ekki á ferð menn, sem höfðu
sagt skilið við neysluna. Þeir bjuggu
ekki í kommúnu. Þeir aðhylltust
ekki herskáa hugmyndafræði. Þeir
breyttu bara neysluvenjum sínum
og höfðu allt í einu meira fé umleikis
til að gera vel við sig með öðrum
hætti.
x x x
Eftir lesturinn var Víkverji ekkiviss um hver lexían væri. Hann
var ekki einu sinni viss um að fólkið,
sem hann hafði lesið um, skildi eftir
sig minna mark í umhverfinu en
hann gerir sjálfur. En hann velti
engu að síður fyrir sér öllu draslinu
sem hann sankar að sér í gríð og erg
(aðallega þó erg) og veit að einn góð-
an veðurdag endar á haugunum án
þess að hafa verið notað til fulls. vík-
verji@mbl.is
Víkverji
Orð dagsins: Vertu ekki hrædd, litla
hjörð, því að föður yðar hefur þóknast
að gefa yður ríkið.
(Lk. 12, 32.)