Morgunblaðið - 16.04.2014, Síða 40

Morgunblaðið - 16.04.2014, Síða 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2014 Victor Wainwright var í fyrra út- nefndur besti blúspíanóleikari Bandaríkjanna, hlaut verðlaun kennd við Pinetop heitinn Perkins. Wainwright kemur víða við í blúsn- um, jafnvígur á trega, boogie woog- ie, honky tonk og rokk og ról og fjör- mikill á sviði. Því fá gestir Blúshátíðar í Reykjavík að kynnast í kvöld þegar Wainwright treður upp á Reykjavík Hilton Nordica kl. 20 með samstarfsmanni sínum og landa, blúsgítarleikaranum Nick Black, Blússveit Jonna Ólafs, Spott- unum, Johnny and the Rest og úr- vali efnilegra íslenskra blúsmanna. Lærði af föður sínum og afa Wainwright er ekki gamall í hett- unni, fæddur árið 1981, og segist hann hafa lært að spila og syngja af föður sínum og afa sem báðir eru tónlistarmenn. „Það var boogie woogie-, honky tonk- og rokk og ról- píanóleikur og seinna fékk ég áhuga á mönnum á borð við Pinetop Perk- ins og BB King,“ segir Wainwright um tónlistaruppeldið og blús- áhugann. – Það hlýtur þá að vera mikill heiður fyrir þig að hljóta Pinetop Perkins-verðlaunin? „Jú, maður minn, það er mikill heiður og forréttindi og því fylgir mikil ábyrgð,“ segir Wainwright. – Ertu yngsti maðurinn sem hefur hlotið þessi verðlaun, aðeins 32 ára? „Ég veit það ekki, kannski,“ segir Wainwright og hlær rámum hlátri. Wainwright segist afar spenntur fyrir því að troða upp með íslensk- um blúsmönnum í fyrsta sinn og segist hafa heyrt af því að þeir séu frábærir, enda hafi þeir leikið með Pinetop Perkins. Wainwright er mikill orkubolti, eins og sjá má af tónleikaupptökum á YouTube og spurður að því hvaðan þessi orka komi segist hann sækja hana í tón- leikagesti. „Það er eins gott að ég taki vítamínin mín,“ bætir hann svo við kíminn. – Hvað á að spila, einhverjir standardar sem allir ættu að kann- ast við? „Já, kannski „Minnie the Mooch- er“,“ segir Wainwright og hlær, enn og aftur. Frekari upplýsingar um hátíðina má finna á blues.is. helgisnaer@mbl.is „Það er eins gott að ég taki vítamínin mín“ Morgunblaðið/Kristinn Kraftmiklir Victor Wainwright og Nick Black tóku lagið á Reykjavík Hilton Nordica í gær og var það mikið stuð.  Victor Wainwright leikur á Blúshátíð í Reykjavík í kvöld Fyrirfram hljómaði hug-myndin að Hamlet litlasem brilljant, enda frá-bært framtak af hálfu Borgarleikhússins að kynna Hamlet fyrir unglingum í styttri og að- gengilegri útgáfu. Að sýningu lok- inni gat maður hins vegar haft ákveðnar efasemdir um að flókinn söguþráðurinn og heimspekilegar pælingar kæmust nægilega vel til skila til markhópsins, þrátt fyrir til- raunir leikstjóra og leikhópsins til að gera framvindunni skýr og skemmtileg skil. Sýningin hófst af miklum krafti þar sem Kristjana Stefánsdóttir þandi raddböndin í flottu frum- sömdu rokklagi meðan Kristín Þóra Haraldsdóttir og Sigurður Þór Ósk- arsson skylmdust með flottum danstöktum þess á milli sem þau notuðu sverð sín sem gæðinga. Leikarar sýningarinnar notuðu óspart eintöl sín til að tala beint til áhorfenda og fór vel á því. Bergur Þór Ingólfsson leikstjóri og höfundur handrits hefur valið að fækka persónum verksins og ein- falda söguna. Þannig var vel til fundið að færa eintal Kládíusar í skriftarstólnum og hafa það fram- arlega í verkinu til að útskýra hik Hamlets litla og einnig kom það vel út að láta Hamlet litla ekki hafna Ófelíu fyrr en að loknu leikritinu í leikritinu. Aðrar textalegar ákvarð- anir og umskrif voru hins vegar ekki eins vel heppnuð. Sem dæmi varð endurskrifuð einræða Ófelíu dálítið melódramatísk og löng og draga hefði mátt úr predikunartón- inum í lokaeintali Hamlets litla. Aðeins þrír leikarar túlkuðu allar persónur verksins, en vel var til fundið að notast við brúður í lyk- ilhlutverkum. Þannig vakti það kát- ínu að sjá málverk af William Shakespeare fara með hlutverk Pó- loníusar og góð hugmynd að láta vofu Hamlets eldri, þ.e. myrta kon- ungsins, vera túlkaða með haus- kúpu. Kládíus var brúða í fullri mannsstærð sem leikararnir skipt- ust á að stjórna með áhrifaríkum hætti, en Sigríður Sunna Reyn- isdóttir á heiðurinn af bæði öllum brúðum og sjónrænni umgjörð. Leikmyndin samanstóð af rörum sem minntu helst á pípur í orgeli sem geymdu hina ólíku leikmuni, en píanó öðrum megin á sviðinu og orgel hinum megin rammaði sviðið inn. Búningar voru smekklegir og gáfu persónur skýrt til kynna. Skemmtilegust var samt brynja La- ertesar. Sigurður Þór var flottur í tit- ilhlutverkinu og kom örvæntingu og reiði Hamlets litla vel til skila. Söngatriðið eftir fund Hamlets litla með vofunni var geysilega flott og engu líkara en að sviðshreyfingar í bland við ljósin blekktu áhorfendur til að halda að leiksviðið væri hring- svið á ferð. Kristín Þóra brá sér í hlutverk systkinanna Ófelíu og La- ertesar sem og Póloníusar föður þeirra auk þess sem hún stjórnaði hauskúpunni. Hún hefði mátt draga aðeins úr grátstöfunum í einræðu Ófelíu, en sýndi skemmtilega takta í hlutverki Laertesar. Kristjana brast reglulega í söng með áhrifa- ríkum hætti auk þess sem hún túlk- aði bæði Geirþrúði og Kládíus sem upplifði sig sem „brúðu örlaganna“ við mikla kátínu áhorfenda. Orkustigið í sýningunni var hátt, en á stundum hefði leikstjórinn þurft að beisla þessa orku betur og koma í veg fyrir að hún yrði að of miklum æsingi og hamagangi, eins og t.d. var raunin í brúðuleikritinu sem Hamlet litli notaði til að svið- setja leikritið í leikritinu í því skyni að sanna sekt Kládíusar. Hamlet litli var fyrir vikið svolítið brokk- geng sýning þar sem bestu sen- urnar risu hátt yfir meðalmennsk- una en datt þess á milli niður í senum sem hefði þurft að vinna markvissar með dramatúrgískum gleraugum. Brokkgengur Hamlet Ljósmynd/Grímur Bjarnason Orkumikil „Hamlet litli var fyrir vikið svolítið brokkgeng sýning þar sem bestu senurnar risu hátt yfir meðalmennsk- una en datt þess á milli niður í senum sem hefði þurft að vinna markvissar með dramatúrgískum gleraugum.“ Borgarleikhúsið Hamlet litli bbbmn Handrit eftir Berg Þór Ingólfsson, en byggt á Hamlet eftir William Shake- speare. Leikstjórn: Bergur Þór Ingólfs- son. Leikmynd, leikbrúður og búningar: Sigríður Sunna Reynisdóttir. Lýsing: Garðar Borgþórsson. Tónlist: Kristjana Stefánsdóttir. Leikarar: Kristín Þóra Haraldsdóttir, Kristjana Stefánsdóttir og Sigurður Þór Óskarsson. Frumsýning 12. apríl 2014 á Litla sviði Borgarleik- hússins. SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR LEIKLIST

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.