Morgunblaðið - 16.04.2014, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 16.04.2014, Qupperneq 44
MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 106. DAGUR ÁRSINS 2014 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. 1 páskaegg = baðkar … 2. Yfir 100 stúlkum rænt 3. „Það eru ekki til gafflar og diskar“ 4. „Þú drapst Reevu“ »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Hljómsveitin Sigur Rós lék í öðrum þætti fjórðu þáttaraðar Game of Thrones sem frumsýndur var í Bandaríkjunum 13. apríl. Brugðu þeir Jónsi, Orri og Georg sér í hlutverk tónlistarmanna sem leika í kon- unglegu brúðkaupi. Leiddist illa inn- rættum kóngi svo mjög leikur Sigur Rósar að hann grýtti í þá smápen- ingum og rak á brott eftir nokkurra sekúndna leik. Lagið sem Sigur Rós flutti, „The Rains Of Castamere“, samdi hún fyrir Game of Thrones og var það leikið í heild sinni í þáttarlok. Kóngi leiddist mjög leikur Sigur Rósar  Valgerður Rún- arsdóttir, dansari og danshöfundur, dansar í verkinu Puz/zle sem hlaut Olivier-leiklistar- verðlaunin sem besta nýja dans- verkið 13. apríl sl. Valgerður tók þátt í gerð verksins með hópi listamanna undir handleiðslu danshöfundarins Sidi Larbi Cherkaoui. Dansar í Olivier- verðlaunaverki  Jóhann Sigmarsson hlaut í fyrra- dag verðlaun í alþjóðlegu hönnunar- keppninni A’ Design Competition 2014 í Mílanó, í flokki hús- gagna, fyrir skrif- borðið Eitthvað- Yfir sem hann vann úr yfir 100 ára gömlum viði úr Reykjavík- urhöfn. Hlaut hönnunarverð- laun fyrir skrifborð Á fimmtudag (skírdagur) Gengur í suðlæga átt, 15-23 m/s seinni partinn með talsverðri rigningu eða slyddu, en snjókomu inn til landsins. Hægari NA-lands og úrkomulaust fram á kvöld. Hlýnar. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vestan og síðar norðvestan 5-13 m/s og dregur úr éljum V-til þegar líður á daginn, en stöku él norðantil síð- degis. Hiti 0 til 5 stig. VEÐUR Afturelding úr Mosfellsbæ tryggði sér í gærkvöld sæti í úrvalsdeild karla í handknattleik með því að bera sigurorð af Selfyss- ingum í lokaumferð deild- arinnar. Mosfellingar stöldruðu þar með stutt við í 1. deildinni en þeir féllu úr úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Aftureld- ing vann 19 leiki í deild- inni en tapaði að- eins einum. »2 Afturelding upp í úrvalsdeildina „Mér bauðst að fara út, en ég tók þá ákvörðun að vera áfram í FH. Ég taldi mig eiga meira inni til að sýna í úr- valsdeildinni hérna heima og að ég gæti spilað betur. Eftir að ég gekk í raðir FH hef ég því miður mikið verið meiddur. En þetta er vonandi á réttri leið núna – og ég stefni á að spila í Evrópu í sterkri deild ef tækifæri gefst,“ segir Ragnar Jó- hannsson, leikmaður FH, sem tryggði sér sæti í undanúrslitum úrvals- deildar karla í loka- umferðinni. »4 Ragnar vonast til að vera á réttri leið Stjörnumenn neita að gefast upp í baráttunni um Íslandsmeist- aratitilinn í blaki karla. Stjarnan hafði betur í þriðja úrslitaleiknum gegn HK í Fagralundi í gær, 3:2, eftir að HK hafði unnið tvær fyrstu hrinurnar. HK hefði með sigri tryggt sér Íslandsmeist- aratitilinn en nú er staðan 2:1 í einvíginu. »1 Stjarnan minnkaði muninn gegn HK ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Samhent fjölskylda frá Litla-Hálsi í Árnessýslu, fjórar systur og for- eldrar þeirra, keypti Þrastarlund í Grímsnesi. Veitingarekstur er hafinn þar að nýju og tjaldsvæðið verður opnað í sumar. Veitingastaðurinn var opnaður á laugardaginn var og voru viðtökurnar fádæma góðar. „Þetta er einstakur staður og margir eiga góðar minningar um rauða sandinn og skóginn. Við höfum fulla trú á verkefninu og þegar stór fjölskylda kemur að þessu er það auðveldara og að sjálfsögðu skemmtilegra,“ sagði Guðbjörg Hannesdóttir, ein af systrunum fjór- um. Skógurinn vinsæll til göngu Guðbjörg segist hvergi bangin við að koma upp rekstri á staðnum að nýju, þrátt fyrir að síðustu ár hafi verið nokkuð tíð skipti rekstraraðila. „Staðurinn býður upp á ótal mögu- leika, umhverfið er fallegt og skóg- urinn er vel nýttur til gönguferða, þá er tjaldsvæðið rúmgott.“ Guðbjörg segir viðtökurnar hafa verið mjög góðar um helgina og fólk ánægt að sjá aftur rekstur á staðn- um. „Ég rifjaði upp gamla takta frá því í sjoppunni í gamla daga þar sem við gáfum ís úr vél um helgina,“ sagði Guðbjörg. Fyrst um sinn verður opið frá tíu til tíu alla daga. Afgreiðslutíminn verður eflaust lengdur þegar fram í sækir. Boðið verður upp á fjöl- breyttan heimilismat í hádeginu og á kvöldin. Hefðbundinn sjoppumatur í bland við vöfflur og pönnukökur með rjóma verður þá á boðstólum. Kunna að borða góðan mat „Við kunnum allavega að borða góðan mat,“ sagði Guðbjörg hlæjandi spurð út í önnur störf fjölskyldunnar. Fjölskyldumeðlimir búa að fjöl- breyttum bakgrunni og hafa margir hverjir komið að rekstri fyrirtækja. Foreldrarnir á Litla-Hálsi, þau Hannes Gísli Ingólfsson og Gréta Björg Erlendsdóttir, hafa rekið byggingarfyrirtæki í áratugi. Sjálf hefur Guðbjörg rekið hár- greiðslustofu. Hólmfríður hefur starfað sem leikskólastjóri, Sigríður er menntaður afbrotafræðingur og Steinunn, sem búsett er í Malasíu, hefur starfað að ferðamálum. Stein- unn stefnir á að flytja heim í haust og þá verður öll fjölskyldan sameinuð. Guðbjörg býst fastlega við því að flytja aftur í sveitina enda þykir henni hvergi betra að vera, en sem stendur er hún búsett í Kópavogi. Hún segir samkomulagið og verka- skiptingu á milli allra fjölskyldu- meðlima gott, en dygg aðstoð maka og barna hafi haft mikið að segja. Hún hlakkar til að taka á móti öllum gestum sumarsins. Samhentar systur í rekstri  Fjölskyldan frá Litla-Hálsi keypti Þrastarlund Morgunblaðið/RAX Systur Guðbjörg og Hólmfríður Hannesdætur, þær standa vaktina ásamt foreldrum og tveimur systrum að auki. Þrastarlundur Nú er hægt að fá sér hressingu á ný í gróðursældinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.