Morgunblaðið - 25.04.2014, Síða 6
BAKSVIÐ
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Ný aðferðafræði verður notuð við út-
reikning veiðigjalda í frumvarpi um
stjórn fiskveiða sem leggja á fram í
haust. Útgerðarmenn gagnrýna að
álagning veiðigjalda á næsta fisk-
veiðiári sé miðuð við tölur frá Hag-
stofunni um afkomu veiða og vinnslu
2012. Aðstæður þá hafi verið mun
betri en nú og í fyrra.
Daði Már Kristófersson, hagfræð-
ingur við HÍ, á sæti í veiðigjalds-
nefnd. Hann hefur ásamt fleirum
gagnrýnt núgildandi aðferð við út-
reikning veiðigjalda. Daði sagði að
frá því veiðigjöld voru kynnt til sög-
unnar í núverandi mynd hefði þurft
að styðjast við gömul gögn um af-
komu sjávarútvegsins við álagningu
gjaldanna. Nýrri gögn hefðu ekki
legið fyrir.
„Við í veiðigjaldsnefnd höfum
skoðað hvernig hægt væri að komast
fyrir þetta vandamál og gerðum til-
lögu um aðferð þar sem stuðst væri
við nýrri gögn en nú eru notuð,“
sagði Daði. Hann sagði að eðli máls-
ins samkvæmt yrðu gögnin aldrei
glæný sem stuðst væri við en reynt
hefði verið að komast nær nútíman-
um. Tillaga veiðigjaldsnefndar um
nýja aðferð við útreikninginn varð
ekki ofan á að þessu sinni. Daði sagði
að vinnu við að finna aðferð til að
reikna út veiðigjöld væri ekki lokið.
Hann kvaðst hafa trú á að fundin yrði
betri leið sem byggðist á nýrri gögn-
um en nú væri við útreikning veiði-
gjalda.
Breytt álagning til skoðunar
Fram kemur í athugasemdum við
nýtt veiðigjaldafrumvarp að sjávar-
útvegsráðherra hefði falið veiði-
gjaldsnefnd að skoða „með hvaða
hætti væri hægt að breyta álagningu
veiðigjalda þannig að þau tækju bet-
ur mið af afkomu við veiðar einstakra
nytjastofna“. Veiðigjaldsnefnd lagði
til að mat á afkomu veiða á einstökum
nytjastofnum yrði
byggt á aflaverð-
mæti, launakostn-
aði og öðrum
breytilegum
kostnaði við út-
hald fiskiskipa.
Þar yrði stuðst
við mat á meðal-
kostnaði mismun-
andi skipaflokka.
Þarna er fylgt að
nokkru leyti svipaðri nálgun og var í
eldri útfærslu veiðigjalds, í lögum frá
2002, og stuðst við nýjustu upplýs-
ingar um aflaverðmæti auk þess sem
gjaldaliðir eru uppreiknaðir miðað
við verðlagsþróun.
Reiknuð framlegð
Veiðigjaldsnefndin lagði einnig til
að reiknuð yrði framlegð við veiði-
úthald á hverjum nytjastofni. Aðferð-
in er byggð á samkeyrslu gagna um
úthaldsdaga, aflamagn og aflaverð-
mæti eftir tegundum. Þá eru tekjur á
úthaldsdag reiknaðar eftir fiskteg-
undum samkvæmt skráðu aflaverð-
mæti þeirra. Breytilegur úthalds-
kostnaður eftir skipaflokkum er
dreginn frá tekjunum. Þá verði
kostnaði á úthaldsdag hverrar veiði-
ferðar skipt í samræmi við hlutfalls-
legt verðmæti fisktegunda sem land-
að er úr hverri veiðiferð.
Þessi aðferð þykir nokkuð nýstár-
leg en hún byggist á þeirri forsendu
að fyrir liggi mjög nákvæm og ítarleg
gögn sem geri útreikningana mögu-
lega. Aðferðin er nánar útskýrð í at-
hugasemdum við frumvarpið.
Þar segir einnig að auðvelt sé að
ákvarða afkomustuðla nytjastofna á
grundvelli reiknaðrar framlegðar við
veiðiúthald hvers nytjastofns. Tekið
er dæmi af minnisblaði veiðigjalds-
nefndar til sjávarútvegs- og landbún-
aðarráðherra frá 3. apríl 2014. Þar er
sýnd niðurstaða samkvæmt reikniað-
ferðinni um mat á afkomu helstu fisk-
tegunda fyrir fiskveiðiárið 2012/2013.
afkomu. Afkomustuðlar sem lagðir
eru til grundvallar niðurjöfnun veiði-
gjalda samkvæmt frumvarpinu eru
byggðir á því tímabili. Af 66 tegund-
um sem reiknaðar voru samkvæmt
aðferðinni voru átta með neikvæða
afkomu.
Enn byggt á gömlum gögnum
Núgildandi aðferð við útreikning veiðigjalda hefur verið
gagnrýnd Unnið að breytingum á útreikningi veiðigjalda
Morgunblaðið/RAX
Sjávarútvegur Árum saman hefur verið tekist á um það hvernig sjávar-
útvegurinn eigi að greiða fyrir afnotin af auðlindum hafsins.
Daði Már
Kristófersson
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2014
UPPGJÖR & BÓKHALD
Við elskum
ársreikninga
Einblíndu á það sem skiptir
máli í þínum rekstri og láttu
gerð ársreikningsins í hendur
fagfólks sem hefur unun af
verkinu.
Hafðu samband við
Birnu í síma 545 6082
og fáðu fast verð í
gerð ársreikningsins.
kpmg.is
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Tollayfirvöld settu eftirlíkingu af
geimbúningi sem verður til sýnis á
Könnunarsögusafninu á Húsavík í
sama tollflokk og tískuvarning þeg-
ar hann kom til landsins. Eigandi
safnsins þurfti því að greiða um
100.000 krónur til að leysa búning-
inn úr tollinum.
Til stendur að opna Könnunar-
sögusafnið að Héðinsbraut 3, þar
sem Reðasafnið var áður til húsa, í
bænum 10. maí. Aðalsýningarrými
safnsins er helgað geimferðum og
æfingum bandarískra geimfara fyr-
ir Apollo-tunglleiðangrana í Þing-
eyjarsýslu á 7. áratug síðustu ald-
ar.
Þess vegna hefur Örlygur
Hnefill Örlygsson, safnstjóri safns-
ins, undanfarið flutt inn ýmsa muni
sem verða þar til sýnis, þar á meðal
geimbúninginn.
„Þetta er eftirlíking af búningi
sem var notaður í Apollo-leiðöngr-
unum og er gerður af fyrirtæki sem
býr til svona búninga fyrir kvik-
myndir. Það er nú vissulega hægt
að klæðast honum en fólk myndi
aldrei nokkurn tímann kaupa hann
til að nota sem fatnað. Þetta er
bara sýningargripur. Þetta er
flokkað eins og ég hefði keypt mér
minkaskinnskápu eða eitthvað
þannig,“ segir Örlygur Hnefill.
Aðra muni sem verða á safninu
eins og stórt sýningarlíkan af geim-
flaug hefur tollurinn flokkað sem
leikföng, meðal annars. Örlygur
Hnefill telur þó lítið við starfsmenn
tollsins að sakast. Það sé kerfið
sjálft sem þurfi að endurskoða
enda eigi það erfitt með að höndla
nýja hluti.
Samkvæmt upplýsingum frá
embætti tollstjóra eru safnmunir
sem fengnir eru hingað til lands til
varanlegrar sýningar ekki und-
anþegnir tolli. Það fari eftir eðli
hlutarins hvernig hann sé flokk-
aður eftir tollskrá. Upphæðin mið-
ist við verðmæti vörunnar ásamt
flutningsgjaldi og kostnaði við að
flytja hann til landsins.
Geimbúningur
talinn tíska
Sýningargripur um tunglferðir toll-
flokkaður sem fatnaður Fullur tollur
greiddur af munum sem fara á söfn
„Við höfum borgað fáránlega há
veiðigjöld síðustu tvö árin. Þeir
peningar verða ekki notaðir í
neitt annað,“ sagði Guðmundur
Smári Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Guðmundar Run-
ólfssonar hf. í Grundarfirði. Fyr-
irtækið er með útgerð, fisk-
vinnslu og netagerð. Starfsmenn
eru um 80 talsins.
„Heildarlaunagreiðslur fyrir-
tækisins á síðasta ári voru 550
milljónir. Við borguðum 70 millj-
ónir í auðlindagjald, tæpa milljón
á hvern starfsmann í þessu sam-
félagi,“ sagði Guðmundur. Hann
sagði að árin 2011 og 2012 hefðu
verið einhver bestu ár sem fisk-
iðnaður hefði séð. Því skyti
skökku við að miða veiðigjöldin á
næsta ári við metárið 2012.
„Síðasta ár og það sem af er
þessu ári höfum við verið að fást
við miklu erfiðari markaði og
lægra verð. Það er mjög sér-
kennilegt að eiga að borga skatt
miðað við afkomuna í hitt-
iðfyrra,“ sagði Guðmundur.
Skipafloti Guðmundar Runólfs-
sonar hf. er orðinn gamall og
ekkert svigrúm til endurnýjunar
vegna hárra gjalda, að sögn Guð-
mundar. Hann sagði að sem betur
færi hefði slysum til sjós fækkað.
En það að gera endalaust út sí-
fellt eldri skip byði heim þeirri
hættu að slysum til sjós fjölgaði á
ný. Guðmundur kvaðst varpa
ábyrgðinni á þeirri þróun á
stjórnmálamenn.
Veiðigjöldin eru tæp millj-
ón á hvern starfsmann
„Mér líst mjög illa á þetta,“ sagði
Þorsteinn Kristjánsson, forstjóri
Eskju hf. á Eskifirði, um nýja veiði-
gjaldafrumvarpið. Hann sagði það
ekki standast nein rök að skatt-
leggja eina atvinnugrein, sjávar-
útveginn, um allt að 50%. „Það neit-
ar enginn að borga eðlilega skatta
en þarna er skotið yfir markið,“
sagði Þorsteinn. „Sjávarútvegur er
eini atvinnureksturinn sem þarf að
borga svona mikið. Á sama tíma fær
stóriðjan afslátt!“
Eskja er eitt stærsta fyrirtæki
landsins í kolmunnaveiðum. „Er það
eðlilegt að leggja svo mikil veiði-
gjöld á þessa fisktegund að það
borgi sig ekki að sækja hana?“
spurði Þorsteinn. Hann sagði að kol-
munnaveiðin stæði ekki undir sér
vegna of hárra veiðigjalda.
Eskja er í blönduðum rekstri,
veiðir og vinnur bæði uppsjávarfisk
og bolfisk. „Okkur þykir vegið
harkalega að uppsjávarfélögunum
til að létta á bolfiskfélögunum,“
sagði Þorsteinn og taldi veiðum og
vinnslu mismunað í gjöldum.
„Við höfðum það mjög gott á ár-
unum 2011 og 2012. Nú er miðað við
2012 í álagningu veiðigjaldanna,“
sagði Þorsteinn. „Framlegðin hjá
mér er að lækka svona um helming
miðað við þessi ár. Okkur sýnist að
við tórum, en við megum ekki við
meiru. Rekstrarumhverfið er gjör-
breytt.“ Þorsteinn sagði að verð á
fiskimjöli hefði t.d. lækkað um
a.m.k. 25% og lýsi um 30%. Því væri
erfitt að fá á sig skatta nú miðaða
við besta rekstrarárið í sögu sjáv-
arútvegsins.
Þorsteinn sagði að þegar sjávar-
útvegurinn hefði verið kominn á
hnén vegna sterks gengis krón-
unnar hefði enginn viljað af honum
vita. Gríðarmikil uppsöfnuð fjár-
festingarþörf hefði verið í greininni.
Þegar birti til hefðu menn farið í
nauðsynlegar fjárfestingar til að
gera greinina rekstrarhæfa á ný í
stað þess að sanka að sér peningum.
Skotið yfir markið í skatt-
lagningu á sjávarútveg