Morgunblaðið - 25.04.2014, Side 11
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Bjórinn Að sögn Eyvindar hefur orðið mikil sprenging í framleiðslu á bjór hér á landi á undanförnum árum.
en keppnin hefur vaxið ár frá ári.
Fyrst var þetta bara pínulítið og
meðlimir örfáir en nú hefur þetta
verið að vaxa og eru einnig alltaf
fleiri og fleiri gestir að koma. Við
munum örugglega sprengja utan af
okkur húsið á laugardaginn.“
Hráefnið mikilvægt
Aðspurður segir Eyvindur að
áhugi sinn á bjórgerð hafi byrjað
með almennum áhuga á sjálfsþurfta-
búskap og heimaframleiðslu. „Árið
2008 byrjaði ég síðan að prófa að
gera eigin bjór. Þá var alveg von-
laust að fá hráefni í það og þekkingin
hérna var mjög lítil þannig að maður
þurfti að leita til útlanda með allt.
Fágun varð til að miklu leyti út frá
einstaklingum sem höfðu áhuga á
bjórgerð en þar sem það var svo erf-
itt að ná í hluti var betra að vinna
saman.“ Bætir Eyvindur þó við að í
dag sé mjög auðvelt að nálgast hrá-
efni í bjórgerð og nefnir hann þá
meðal annars vefsíðuna www.brew-
.is, Vínkjallarann og Ámuna í því
samhengi. Að sögn Eyvindar er það
mismunandi hveru langt ferli það er
að brugga bjór. „Það fer eftir því
hvað verið er að brugga. Ég hef gert
bjóra sem eru í tvö til þrjú ár að
verða til en einnig bjóra þar sem
ferlið er aðeins tvær vikur.“ Eyvind-
ur segir að þegar hann byrjaði að
brugga hafi verið miklu minna úrval
í vínbúðum landsins heldur en núna.
„Ég var búinn að smakka bjóra er-
lendis og langaði að hafa eitthvað
svipað hér á landi sem var ekki til. Í
dag getur maður þó fengið dýrindis
bjóra í ríkinu. Það er alveg ótrúlegt
úrval núna en íslensku brugghúsin
eru bæði orðin fleiri og ævintýra-
gjarnari.
Eyvindur segir að hægt sé að
gera gífurlega góðan bjór heima hjá
sér hafi maður metnað til þess. „Það
er reyndar ótrúlegt hvað það er mik-
ill metnaður í starfinu. Sumir eru
meira að segja farnir að þroska bjór
í eikartunnum heima hjá sér.“
Að sögn Eyvindar eru konur
ekki áberandi í starfi Fágunar. „Þær
hafa oftast verið svona ein til tvær í
gegnum tíðina. Þetta eru að miklu
leyti karlmenn en ég myndi vilja sjá
það breytast. Ef hlutirnir eru skoð-
aðir í sögulegu samhengi gefur það
augaleið að konur ættu að vera áber-
andi í bruggheiminum. Áður en
brugghúsin urðu til var bjór brugg-
aður á heimilum og þá var það alltaf
miklu frekar húsmóðirin sem bjó til
bjórinn heldur en karlinn. Við í Fág-
un værum mikið til í að sjá fleiri kon-
ur í starfi okkar og vona ég að þetta
breytist á komandi árum.“ segir Ey-
vindur að lokum.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2014
Hyundai / BL ehf.
Hyundai – Kauptúni 1– 210 Garðabæ – Sími: 575 1200
www.hyundai.is – www.facebook.com/hyundai.is
GE bílar / Reykjanesbæ / 420 0400 – Bílasalan Bílás / Akranesi / 431 2622 – Bílasala Akureyrar / Akureyri / 461 2533 – Bílaverkstæði Austurlands / Egilsstöðum / 470 5070 – IB ehf. / Selfossi / 480 8080
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
6
2
5
14
Nýi bíllinn er Hyundai
*M
ið
að
vi
ð
up
pg
ef
na
rt
öl
ur
fra
m
le
ið
an
da
Hyundai i30
Sparneytinn með dísilvél
Hyundai i30 dísil, beinskiptur – Verð: 3.290.000 kr.
Brekkuhemlun (HAS) / ESP stöðugleikastýring / iPod, AUX og USP tengi / Aksturstölva
þokuljós / Aðgerðahnappar í stýri / Hiti í sætum / Reyklitað gler.
Eldsneytisnotkun frá einungis 3,5 l/100 km í langkeyrslu og 4,1 l/100 km í blönduðum akstri*
5 ára ábyrgð
Ótakmarkaður akstur
Römm er sú taug, segir íkvæðinu. Undanfarnaviku hefur þessi taug ver-ið mér hugleikin. Þessa
viku hef ég flakkað milli borga og
bæja á meginlandi Evrópu, frá hinni
dásemlegu Vín til Zürich, Brussel,
Salzburg og víðar. Eyjabúa er mjög
framandi að geta einfaldlega keyrt
yfir til annarra landa.
Ferðalagið sóttist ágætlega því
bíllinn var góður og vegirnir breiðir
og auðir, ólíkt vegunum á plánetunni
Hoth, sem virðist hafa opnað útibú á
litlu eyjunni.
Ég settist við bakka Zürichvatns
og pantaði mér dýrasta bjór megin-
landsdvalar minnar hingað til. Það
var allt í lagi, því: a) ég sat í 25 stiga
hita og sól við bakka Zürichvatns, b)
það var næstum komið hádegi og c)
stelpan sem þjónaði til borðs var
frekar sæt. Það er kannski ekki að
undra að íslensk stjórnvöld hafi
haldið bjór frá Íslendingum þangað
til eftir að ég fæddist, því eftir
þennan hálfa bjór (og tölu-
verðan hita og sveimhugahátt
sökum sætu stelpunnar) þá
fer maður að hugsa. Og það
er stórhættulegt að hugsa.
Ísland er frábært. Þar eru
allir mínir vinir, fjöl-
skylda, stórskemmti-
legt starf og sér-
trúarsöfnuðurinn
minn, Mjölnir. Hvað
meira er hægt að
biðja um?
Eins og gefur að
skilja: töluvert
meira. Þegar öllu er á
botninn hvolft er það ekki
annað en þessi taug sem
togar mann til eyjunnar.
Eins og leiðarahöf-
undur Kjarnans benti á
fyrir nokkru eru það
ekki skynsemisrökin eins og gott at-
vinnuástand, hagstæðir skattar,
spennandi atvinnuhorfur eða mann-
vænt loftslag. Það er eingöngu
hjartað.
Það virðist sitja í allra aftur-
haldssömustu mönnum að Reykja-
vík sé með einhverjum hætti í sam-
keppni við Ísafjörð eða Stykkishólm
eða Akureyri eða Neskaupstað um
fólk og hugvit. Sú hugmynd er í
besta falli fáfræði og þröngsýni.
Þegar menntaður og metnaðarfullur
Íslendingur gerir upp við sig hvar
hann vill lifa og starfa horfir hann til
New York, Lundúna, Berlínar,
Kaupmannahafnar eða Vínar
annars vegar, eða Reykjavíkur
hins vegar. Þess vegna þarf
Reykjavík, og sjálfstæðu út-
hverfin hennar, að vera eins að-
laðandi kostur og hægt er ætli
hún að standast alþjóð-
lega samkeppni um hug-
vit. Hriflu-Jónasi mis-
tókst að þvinga fólkið í
sveitirnar með héraðs-
skólum, sem nú
standa auðir. Ef Ís-
land ætlar ekki að
verða tómur sveita-
skóli í Evrópu þarf
Reykjavík að dafna
með sama hætti og
samkeppnisborgirnar.
»Það er kannski ekki aðundra að íslensk
stjórnvöld hafi haldið bjór
frá Íslendingum þangað til
eftir að ég fæddist.
Heimur Gunnars Dofra
Gunnar Dofri Ólafsson
gunnardofri@mbl.is