Morgunblaðið - 25.04.2014, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 25.04.2014, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2014 N Ý PR EN T eh f. www.heimir.is Karlakórinn Heimir & Kristinn Sigmundsson Tónleikar í EldborgarsalHörpu sunnudaginn 4.maí kl. 16.00 Miðasala á harpa.is, midi.is eða í síma 528 5050 STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Veiði hófst í Elliðavatni í gærmorg- un, sumardaginn fyrsta, og strax klukkan sjö voru þeir fyrstu mættir að vatninu, enda skilyrðin góð, sjö stiga hiti. Fljótlega fóru menn að setja í einn og einn fisk. Einn mesti kunnáttumaðurinn í veiðum í vatn- inu, Geir Thorsteinsson, óð út á Engjar eins og svo oft áður, og kom aftur í land um tíuleytið og var þá búinn að fá átta urriða á fluguna. Veiði hefur annars verið upp og ofan í þeim ám og vötnum sem voru opnuð um síðustu mánaðamót. Sums staðar hefur veiðst vel, verr á öðrum stöðum, eins og gengur. Eitt hinna gjöfulu veiðivatna er Litlaá í Kelduhverfi. Að sögn Báru Siguróladóttur í Keldunesi hafa yfir 400 silungar verið færðir þar til bók- ar en íslenskir og erlendir veiði- menn hafa kastað flugum sínum í ána og Skjálftavatn alla daga síðan opnað var. Margir með mjög góðum árangri. Til marks um það hafa þeg- ar veiðst sex urriðar yfir 80 cm lang- ir, auk margra um og yfir 70 cm. Þórarinn Blöndal myndlist- armaður veiddi í tvo daga í Litluá í vikunni ásamt Pálma Gunnarssyni en þeir eru vel kunnugir ánni. Hann segir þá Pálma hafa veitt vel og var sá stærsti 78 cm langur staðbundinn urriði. „Það er mikið af fiski í ánni, og stórum fiski, sem virðist mega veiða nánast að vild á ákveðnum stöðum á þessum tíma,“ segir Þórarinn sem veiddi aðallega með litlum straum- flugum. „Urriðinn getur verið mjög grimmur á vorin. Mér finnst mik- ilvægt að veiðimenn gangi vel um, gangi hægt um gleðinnar dyr, og veiði hóflega, þegar þeir eru að ná úr sér hrollinum á þessum tíma. Fiskurinn er að koma sér í form og óþarfi að fara í einhverja mokveiði. En það var mjög gaman, í blíðskap- arveðri.“ Myndarlegur Norskur veiðimaður með sterkan og stóran urriða, sem hann veiddi í Litluá í vikunni, en mikið er af fiski í ánni, að sögn veiðimanns. „Mikið af fiski í ánni, og stórum fiski“  Góð veiði hefur verið í Litluá  Veiði hafin í Elliðavatni „Menn hafa verið að fá hann í Tungulæk. Í gær var búið að bóka 632 fiska síðan við opn- uðum 1. apríl,“ segir Þórarinn Kristinsson, eigandi þessa magnaða veiðisvæðis í Land- brotinu. „Menn geta verið ánægðir með slíka veiði. Það er nóg af fiski í læknum. Mikið til er þetta geldfiskur, en einnig einn og einn niður- göngubirtingur og hoplax,“ seg- ir Þórarinn og bætir við að áin sé alltaf hvíld á milli og hafi allir hópar veitt vel. 632 bókaðir frá opnun GOTT Í TUNGULÆK Birkikemba hefur verið áberandi víða í görðum á höfuðborgarsvæð- inu síðustu daga. Erling Ólafsson, skordýrafræðingur hjá Nátt- úrufræðistofnun Íslands, segir að það sé ekki óvænt því nú sé hátími flugs birkikembunnar, sem er fiðr- ildi. Nokkuð hafi verið um fyr- irspurnir fólks sem hafi spurt hvaða kvikindi sé að fljúga í kring- um brum birkitrjáa. Birkikemba veldur skemmdum á laufi birkitrjáa og segir Erling erf- itt að segja fyrir um hvort meira verði af henni í ár heldur en í fyrra. Þá hafi hún verið fyrirferðarmikil á ákveðnum svæðum, eins og í Foss- voginum, en hún geti hugsanlega breiðst út á nýjum stöðum. Fiðrildið er snemma á ferðinni á vorin og sest á brumin og verpir á þau. Þegar trén síðan laufgast klekjast eggin, lirfurnar skríða inn í blöðin og éta þau innan frá. Birkið fer illa fyrri hluta sumars og lætur þá verulega á sjá, en jafnar sig síð- an er líður á sumar. Erling setti upp ljósagildrur á fjórum stöðum fyrir páska; á Mó- gilsá í Kollafirði, Tumastöðum í Fljótshlíð og Rauðafelli og Skógum undir Eyjafjöllum. Vitjað var um þær í fyrsta skipti í fyrradag og var aflinn hefðbundinn miðað við und- anfarin ár, þ.e. að í gildrunum fundust dílamölur, birkivefari og birkikemba. Erling segir að hann hafi ekki orðið var við húshumlu í vor, en nokkurn veginn hafi verið árvisst að hún hafi farið á kreik 19. apríl. Húshumlan hafi verið áberandi síð- ustu ár og segist Erling ekki efast um að hún hafi borist fyrir augu einhverra. Rauðhumla sé hins veg- ar komin á kreik, en hún barst til landsins fyrir nokkrum árum og hefur verið í sókn. aij@mbl.is Birkikemba minnir á sig Síðustu tíu daga hefur gengið ágæt- lega á kolmunnaveiðum í færeyskri lögsögu. Tólf íslensk skip mega vera þar að veiðum samtímis og eftir að veiðin fór almennilega í gang hafa skipin lítið þurft að bíða eftir að kom- ast að. Vinnsla á kolmunna hófst um síð- ustu helgi hjá fiskmjölsverksmiðju HB Granda á Vopnafirði. Þá lönduðu skip félagsins þar rúmlega 5.000 tonna afla og er unnið á tólf tíma vöktum. Áður hafði rúmlega 4.000 tonnum verið landað til vinnslu hjá verksmiðju HB Granda á Akranesi. Kolmunni hefur einnig farið í vinnslu hjá fiskimjölsverksmiðju Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði. Þá hafa færeysk skip m.a. landað kol- munna á Fáskrúðsfirði og Seyðis- firði. Góður gangur í kolmunnaveiðum Ljósmynd/Börkur Kjartansson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.