Morgunblaðið - 25.04.2014, Blaðsíða 15
afla skipt á milli skipaflokka. Fyr-
irkomulag veiðanna verður í flestu
sambærilegt við það sem var í
fyrra.
Mest kemur í hlut uppsjávar-
skipa sem byggja á aflareynslu,
eða 103 þúsund tonn. Frystiskip
mega veiða tæplega 31 þúsund
tonn. Takmarkanir eru á flutningi
á milli skipaflokka og heyra má á
útgerðarmönnum gagnrýni á að
ekki sé heimilt að flytja óheft á
milli skipa í eigu sömu útgerðar.
Í ár mega krókabátar veiða sex
þúsund tonn á makríl og er það
talsverð aukning frá því fyrra. Þá
var miðað við 3.200 tonn í upp-
haflegri reglugerð, en þegar leið á
sumar og útgefið aflamagn var að
fullu veitt ákvað ráðherra að
heimila áframhaldandi veiðar til
20. september. Uppbótartímabilið
skilaði tæplega 1.500 tonnum.
Landssamband smábátaeigenda
gerir ráð fyrir að yfir 100 bátar
stundi makrílveiðar í sumar. Þeir
voru 98 í fyrra, en aðeins 17 árið á
undan. Útbúnaður til veiðanna er
kostnaðarsamur og hleypur á
milljónum króna.
Aukið framboð hefur áhrif
Makrílveiðar í Norðaustur-Atl-
antshafi hafa aukist flest árin frá
2006 og útlit er fyrir hressilega
aukningu á þessu ári eða úr um
900 þúsund tonnum í yfir 1300
þúsund tonn í ár. Í samningi ESB,
Noregs og Færeyja er miðað við
1.240 þúsund tonn. Þar er afli
Grænlendinga ekki talinn með, en
þeir hafa sett sér 100 þúsund
tonna kvóta.
Líklegt er að aukið framboð hafi
áhrif á verð á mörkuðum og einnig
spilar þar inn í óvissa í Rússlandi
og Úkraínu, en í báðum þessum
löndum eru sterkir markaðir fyrir
makríl frá Íslandi.
Alþjóða hafrannsóknaráðið,
ICES, lagði fyrir síðasta ár til að
veiðin færi ekki yfir 542 þúsund
tonn, en hún varð um 900 þúsund
tonn. Fyrir árið í ár var ákveðið að
styðjast ekki við stofnmatslíkan í
veiðiráðgjöf. Meginástæða þess
var að aflagögn fram til ársins
2006 voru metin óáreiðanleg.
Stofninn enn stærri
Gagnagreining benti til þess að
stofnstærðin hefði verið vanmetin
og ekki væri verjandi að byggja
ráðgjöf áfram á þessum gögnum.
„Þetta bendir til þess að þrátt fyr-
ir veiðar umfram ráðgjöf undan-
farin ár sé stofninn ekki ofveidd-
ur,“ sagði í tilkynningu ICES
síðasta haust.
Ráðlagt aflamark fyrir árið 2014
var því ákvarðað út frá meðaltali
heildarafla síðustu þrjú ár. Jafn-
framt hófst í vetur rýnivinna við
nýtt stofnmat og er niðurstöðu
þeirrar vinnu að vænta 9. maí
næstkomandi. Búist er við að
stofninn verði þar metinn talsvert
stærri en áður.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2014
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Það er mat Hafnarfjarðarkaupstað-
ar að flutningur aflaheimilda frysti-
togarans Þórs HF-4 úr sveitarfé-
laginu hefði verulega neikvæð áhrif
fyrir bæjarfélagið. Ljóst sé að for-
kaupsréttur sé til staðar því meðal
annars yrðu möguleikar á fjölmörg-
um störfum í fiskvinnslu og á bátum
ekki til staðar. Þetta er meðal þess
sem fram kemur í svari Hafnar-
fjarðar til sjávarútvegsráðherra, en
ráðuneytið fór fram á rökstuðning
fyrir verulega neikvæðum áhrifum í
atvinnu- og byggðalegu tilliti af því
að umræddar heimildir hyrfu úr
byggðarlaginu.
Í svarinu segir að miðað við 4.800
þorskígildistonn megi áætla að afla-
verðmætið gæti numið 1.152 millj-
ónum kr., miðað við kílóverð 240).
Gera megi ráð fyrir að um 65 manns
geti haft atvinnu af fiskvinnslunni
og einnig myndu sjómenn á einu
línuskipi og þremur til fjórum minni
bátum hafa umtalsverðar tekjur.
Gera megi ráð fyrir að um 40% af
aflaverðmæti kæmu í hlut sjó-
manna.
Áætlað er að afleidd störf vegna
útgerðar og fiskvinnslu myndu
nema um 15% af tekjum fiskvinnsl-
unnar. Þá megi ætla að tekjur
Hafnarfjarðarhafnar yrðu um 14
milljónir. Miðað við þessar forsend-
ur yrðu árlegar tekjur sveitarfé-
lagsins varlega álætlaðar um 140
milljónir, segir í svarinu.
Umtalsverðar tekjur
Þar segir ennfremur: „Með því að
aflaheimildirnar hverfa burt úr
sveitarfélaginu er ljóst að sveitarfé-
lagið er að verða af umtalsverðum
tekjum. Þetta varðar ekki síst þá
möguleika sem tengjast þeim breyt-
ingum, sem nú eru að verða í
sjávarútvegi, þ.e mun meiri land-
vinnsla í stað þeirrar framleiðslu
sem farið hefur fram úti á sjó í
stórum frystitogurum síðustu árin.
Það er ljóst að þessi þróun mun
hafa í för með sér mun meiri umsvif
en verið hefur. Með því að aflaheim-
ildirnar eru seldar burt lokast á
þessa möguleika.“
Möguleikar
á 65 störfum
í landi hverfa
Hafnarfjarðarbær rökstyður kröfur um
forkaupsrétt á aflaheimildum Þórs HF
Morgunblaðið/Ómar
Til Rússlands Frystitogarinn Þór HF 4 við bryggju í Hafnarfirði.