Morgunblaðið - 25.04.2014, Síða 16

Morgunblaðið - 25.04.2014, Síða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2014 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Mér finnst mesti heiðurinn fólginn í því að fá Morgunblaðsskeifuna. Ég hefði ekki getað hugsað mér að ljúka vetrinum á betri hátt,“ segir Elísabet Thorsteinson, nemandi á Hvanneyri, sem fékk verðlaunagripinn Morg- unblaðsskeifuna afhentan í gær. Skeifan er afhent fyrir besta árangur nemenda í hrossaræktaráfanga. Elísabet er frá Syðri-Gróf í Flóa. „Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á hestum og fannst gott að geta bætt við fræðilega hlutann með því að fara í skeifuáfangann,“ segir Elísabet. Hún er að ljúka búfræðinámi á Hvanneyri í vor ásamt manni sínum, Axel Páli Einarssyni. „Við ætlum að reyna að hefja bú- skap, með kýr, kindur og hesta,“ seg- ir Elísabet. Hún telur að bú- fræðinámið nýtist þeim vel í búskapnum. Það sé fjölbreytt. „Ef maður vill sérhæfa sig fer maður í búvísindanám,“ segir Elísabet og segir aðspurð að vel komi til greina að bæta við sig þar. Þau Axel eiga von á sínu öðru barni í haust og seg- ist Elísabet vel geta hugsað sér að byrja á fjarnámi í búvísindum næsta vetur. Fór hlaðinn verðlaunum Jósef Gunnar Magnússon varð í öðru sæti í skeifukeppninni. Hann yfirgaf hátíðina hlaðinn verðlaunum. Hann sigraði í keppninni um Gunn- arsbikarinn. Fékk ásetuverðlaun Fé- lags tamningamanna og Eiðfaxabik- arinn sem er veittur fyrir besta árangur í bóklegu námi í hrossa- rækt. Jósef var ánægður með daginn. „Þetta er miklu meira en ég bjóst við.“ Hann segist hafa mikinn áhuga á hestum og kindum og þótt hann búi á Sauðárkróki er hann öllum stund- um í sveitinni, í Steinnesi í Austur- Húnavatnssýslu. Jósef stefnir að því að fara í iðnskóla til að læra smíðar. Einnig er á dagskrá hjá honum að mennta sig betur í hrossaræktinni. Skafti Vignisson fékk framfara- verðlaun Reynis Aðalsteinssonar. Ír- is Björg Sigmarsdóttir sigraði í keppni reiðmanna um Reynisbikar- inn. Skeifudagur Grana er ávallt hald- inn sumardaginn fyrsta en Grani er hestamannafélag skólans. Morg- unblaðsskeifan hefur verið veitt ár- lega í 57 ár. Nemendur sýndu af- rakstur vetrarstarfsins í reið- mennsku og frumtamningum í hestamiðstöðinni á Mið-Fossum og keppt var til úrslita í nokkrum grein- um. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Árangur Þau fengu verðlaunin á skeifudaginn, Björgvin Búi Jónasson, Jósef Gunnar Magnússon, Elísabet Thor- steinson skeifuhafi og Skafti Vignisson sem fékk framfaraverðlaun Reynis Aðalsteinssonar. Ekki hægt að hugsa sér betri endi á vetrinum  Elísabet Thorsteinson fékk Morgunblaðsskeifuna Mikil ásókn er í „reiðmanninn“, námskeiðaröð í reiðmennsku sem Endurmenntun Landbún- aðarháskóla Íslands stendur fyr- ir. Í vetur voru tæplega hundrað nemendur við nám í átta hópum víðsvegar um landið. Í gær út- skrifuðust um sextíu reiðmenn við athöfn á Hvanneyri og að auki þrettán úr framhalds- námskeiði „reiðmannsins“. „Reiðmaðurinn“ er áfanga- skipt tveggja ára nám í reið- mennsku, hrossarækt og al- mennu hestahaldi. Námið er byggt upp sem röð af helgar- námskeiðum þar sem nemendur koma einu sinni í mánuði með eigin hest og taka fyrir ákveðinn hluta af reiðmennskunni. Einnig er farið yfir bóklegt efni í fyrir- lestrum og með fjarnámi. Námið getur hentað hestaáhugafólki á öllum aldri því það er stundað með vinnu. Heimir Gunnarsson reiðkenn- ari segir að enn sé töluverð ásókn í þetta nám um allt land. Umsóknarfrestur er ekki liðinn en útlit fyrir að næg þátttaka fá- ist í hópum um allt land. Sextíu reiðmenn útskrifast NÁMSKEIÐARÖÐ ENDURMENNTUNAR LANDBÚNAÐARHÁSKÓLA Útreiðartúr Hestaáhugafólk á öllum aldri tekur þátt í námskeiðaröðinni Reiðmanninum á Hvanneyri. Morgunblaðið/Ómar PI PA R\ TB W A • SÍ A • 14 06 29 Flottar fermingargjafir - okkar hönnun og smíði jonogoskar.is Sími 5524910 Laugavegi 61 Kringlan Smáralind Ársalir ehf fasteignamiðlun 533 4200 og 892 0667 arsalir@arsalir.is Engjateigi 5, 105 Rvk Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali ÁRSALIR FASTEIGNAMIÐLUN 533 4200 Glæsileg 200 m² hæð Mánaðarleiga kr. 180 þús. Við bjóðum öll afmælisbörn velkomin og gefum þeim fría n eftirrétt í tilefni dagsins. afmaeli? Attu´ Til hamingju!!! H ug sa sé r!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.