Morgunblaðið - 25.04.2014, Side 21
FRÉTTIR 21Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2014
ára
ábyrgð
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - ofnasmidja@ofnasmidja.is - simi 577 5177
Óskum öllum landsmönnum gleðilegs sumars...
6.990,-
Fituhreinsir 1 ltr.
4899,-4899,-
Home Swim pakki,
hreinsiefni án klórs
999,-
Síuhreinsir
2 fyrir 1
Úrval fylgihluta fyrir heita potta
á tilboði í tilefni sumarsins...
COMB 50x120 cm
• Ryðfrítt stál
114.999,-
Handklæðaofn
mánaðarins
Fullt verð 124.999,-
*Tilboðin gilda út maí á meðan birgðir endast.
10-20% afsláttur
m i ð s t ö ð v a r o f n a r
Froðueyðir 1 ltr.
Fullt verð 5.443,-Fullt verð 5.443,- Fullt verð 1.249,-
Mark Shand, bróðir Camillu Parker
Bowles, eiginkonu Karls Breta-
prins, var úrskurðaður látinn í gær
á sjúkrahúsi í New York í Banda-
ríkjunum í kjölfar þess að hann féll
og rak höfuðið í gangstétt fyrir ut-
an barinn Rose Bar við Gramercy
Park á Manhattan.
Fram kemur í frétt AFP að Mark
Shand, sem var ötull umhverf-
isverndarsinni, hafi verið úti á líf-
inu þegar slysið átti sér stað. Haft
er eftir talsmanni Karls Bretaprins
að Camilla sé niðurbrotin vegna
frétta af dauða bróður síns. Shand
var 62 ára að aldri og skilur eftir
sig 19 ára dóttur.
Bróðir Camillu Par-
ker Bowels látinn
BRETLAND
Abdullah Abdullah, fyrrverandi ut-
anríkisráðherra Afganistans, hefur
enn forystu þegar búið er að telja
80% atkvæðanna
í forsetakosning-
unum sem fram
fóru í landinu í
byrjun aprílmán-
aðar.
Abdullah er
með 43,8% at-
kvæða en hans
helsti andstæð-
ingar, Ashraf
Ghani, kemur
næst á eftir með 32,9%, að því er
segir í frétt AFP.
Fái enginn frambjóðandi hreinan
meirihluta atkvæða verður kosið
aftur milli tveggja efstu í maí-
mánuði. Endanleg úrslit þessara
kosninga eiga að liggja fyrir eftir
helgi.
Líklega kosið aftur
í Afganistan
Abdullah Abdullah
AFGANISTAN
Skattayfirvöld á Ítalíu hafa verið á
eftir Giorgio Armani um nokkurt
skeið en hann var sagður skulda
ítalska skattinum
töluverðar fjár-
hæðir sem hann
kom undan í
skattaskjól. Nú
hefur hönnuður-
inn hins vegar
fallist á að greiða
ítalska ríkinu 270
milljónir evra
eða sem nemur
nærri 41 millj-
arði íslenskra króna. Skattskuldina
má rekja til áranna 2002 -2009 þeg-
ar dótturfélög í eigu Giorgio Arm-
ani voru skráð í skattaskjólum utan
Ítalíu. Armani mótmælti í fyrstu
kröfum ríkisins harðlega en málið
endaði með samningum og fór ekki
fyrir dómstóla. Samkvæmt Forbes-
tímaritinu veltir fyrirtæki Armani
1,2 milljörðum evra árlega, eða því
sem nemur 186 milljörðum ís-
lenskra króna.
Borgar skattinum
sem nemur
41 milljarði króna
Giorgio Armani
ÍTALÍA
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Þrír bandarískir læknar voru drepnir
í skotárás í Kabúl, höfuðborg Afgan-
istans, á þriðjudaginn. Öryggisvörður
sem gæta átti öryggis heilbrigð-
isstarfsfólksins á spítala í borginni
snéri vopni sínu að starfsfólki og
sjúklingum spítalans og hóf skothríð.
Auk læknanna þriggja sem létu lífið
dó lítill drengur og faðir hans en þeir
voru að sækja þjónustu spítalans. Þá
særðist einn hjúkrunarfræðingur og
læknir í skothríðinni.
Barna- og fæðingarspítali
Árásamaðurinn er í haldi lögregl-
unnar í Kabúl en ekki er vitað hvaða
ástæða liggur á bak við árás hans á
lækna og sjúklinga spítalans sem er
barna- og fæðingarspítali sem rekinn
er af alþjóðlegum góðgerða-
samtökum. Spítalinn sem nefnist
Cure International Hospital er enn
ein erlenda heilbrigðisstofnunin í
Afganistan sem verður fyrir árás af
þessu tagi.
Cure-spítalinn í Kabúl tekur við
hátt í 37 þúsund sjúklingum á ári og
hefur um 100 sjúkrarúm og því starfa
við hann tugir erlendra lækna og
hjúkrunarfræðinga.
Ráðist á lækna og hjúkrunarfólk í Kabúl
Þrír bandarískir læknar og tveir sjúklingar voru drepnir
í skotárás á Cure-spítalann í Kabúl á þriðjudaginn
AFP
Skotárás Ráðist á erlent heilbrigðisstarfsfólk í Afganistan.