Morgunblaðið - 25.04.2014, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2014
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Þau áformsem felast ínýju að-
alskipulagi
Reykjavíkur urðu
skýrari þegar
Morgunblaðið
sagði frá því í gær
hvernig meirihlutinn í um-
hverfis- og skipulagsráði borg-
arinnar, ásamt fulltrúa Vinstri
grænna, samþykkti nýtt hverf-
isskipulag fyrir átta af tíu
hverfum borgarinnar. Að-
alskipulagið hefur það meg-
inmarkmið að hindra frekari
vöxt borgarinnar og stöðva
uppbyggingu í úthverfunum –
jafnvel þó að það feli í sér að
þar standi eftir hálfbyggð
hverfi – ásamt því að þrengja
byggðina í eldri hverfum borg-
arinnar.
Stærsti liðurinn í þessum
þrengingaráformum er að ýta
flugvellinum úr Vatnsmýrinni,
en borgaryfirvöld ætla sér
ekki að láta staðar numið þar.
Í nýju hverfisskipulagi af
Vesturbænum, sem sýnt var í
Morgunblaðinu í gær, er gert
ráð fyrir gríðarlega miklum
nýbyggingum í þessu gróna og
þegar fullbyggða hverfi.
Vissulega má finna lóðir í
Vesturbænum, líkt og í öðrum
bæjarhlutum, sem enn hafa
ekki verið byggðar, en með
hverfisskipulaginu sést að ætl-
unin er að ganga miklu lengra.
Þar er raðað inn nýjum íbúð-
arhúsum alls staðar sem því
verður mögulega við komið, og
raunar víðar. Nái þessi áform
fram að ganga verða afleiðing-
arnar mikið tímabundið rask
og óþægindi fyrir þá íbúa sem
fyrir eru og varanleg skerðing
á lífsgæðum. Bílastæðavandi
er til að mynda þegar tölu-
verður á þessu svæði, en mun
aukast um allan helming við
þrengingarnar. Sömu sögu er
að segja af um-
ferðinni. Hún er
þegar allnokkur og
aðþrengd, ekki síst
vegna aðgerða
borgaryfirvalda til
að hindra umferð
akandi fólks, en
með þessari miklu fjölgun íbúa
er augljóst að borgaryfirvöld
stefna að viðvarandi umferð-
arteppum á álagstímum.
Aðalskipulaginu nýja var
laumað í gegnum kerfið án
þess að nokkur raunveruleg
umræða skapaðist í borginni
um breytingarnar sem það
fæli í sér. Á því bera bæði
meiri- og minnihluti í borg-
arstjórn ábyrgð þó að meiri-
hlutinn beri meiri ábyrgð á
endanlegri niðurstöðu skipu-
lagsins. Þessi tilhneiging, að
halda borgarbúum illa upp-
lýstum og slá ryki í augu
þeirra, heldur svo áfram með
hinum nýju hverfisskipulags-
hugmyndum. Þær koma fram
fáeinum vikum fyrir kosningar
og þegar pólitískur forystu-
maður meirihlutans, Dagur B.
Eggertsson, er spurður um
málið, gerir hann lítið úr hug-
myndunum og segir að ein-
ungis sé verið að kynna þær til
að fá fram viðbrögð, en málinu
verði ekki lokið fyrr en eftir
eitt til tvö ár. Með því er gefið
í skyn að borgarbúar muni
hafa eitthvað um þessa þreng-
ingarstefnu að segja á næsta
kjörtímabili, en reynslan sýnir
að lítið mark er á slíku tak-
andi. Borgaryfirvöld hafa á því
kjörtímabili sem nú er að líða
iðulega valtað yfir athuga-
semdir íbúanna og farið sínu
fram þrátt fyrir fjöldamót-
mæli. Borgarbúar ættu þess
vegna ekki að vænta þess að
hafa neitt um þessar þreng-
ingar að segja eftir kosningar,
nema ef til vill til málamynda.
Enn er ætlunin að
lauma framhjá borg-
arbúum byltingar-
kenndum skipu-
lagsáformum}
Þrengt að borgarbúum
Samkomulag,sem gert var
um Úkraínu á
dögunum, um að
horfið skyldi frá
hústöku opinberra bygginga í
austurhluta landsins, stóð
stutt. Þeir, sem sölsað höfðu
undir sig byggingarnar, sögð-
ust ekki hafa átt neina að-
komu að fyrrnefndu sam-
komulagi. Yfirvöld í Kiev
sendu því herinn á vettvang í
annað sinn, nú af meiri styrk
en í fyrra sinnið. Mannfall
varð þegar nokkurt, einkum í
andófshópnum, sem vill nán-
ari tengsl við Rússland og
segir hina raunverulegu
valdatökumenn vera í höf-
uðborginni.
Rússar hafa brugðist við
átökunum með því
að setja her sinn í
viðbragðstöðu og
færa mikið lið nær
landamærunum.
Þunginn í yfirlýsingum Pút-
íns forseta fer vaxandi. Hann
notar að vísu vel þekkt orð-
færi Obama forseta um að
þeir atburðir sem orðið hafa
„kunni að hafa alvarlegar af-
leiðingar“. Umheimurinn ótt-
ast hins vegar að yfirlýsingar
Pútíns séu ekki endilega
innantómar eins og frasar
Obama hafa jafnan reynst.
Almenningur óskar sjaldan
eftir innihaldslausum yfirlýs-
ingum stjórnmálamanna. Þær
koma óumbeðnar á færibandi.
En nú væru slíkar sannarlega
vel þegnar frá Moskvu.
Vont ástand í Úkra-
ínu versnar enn}Hnúturinn herðist G
jaldeyrishöftin brjóta ekki gegn
samningnum um Evrópska efna-
hagssvæðið (EES). Þetta stað-
festi Catherine Ashton, utanrík-
ismálastjóri
Evrópusambandsins, á dögunum fyrir hönd
framkvæmdastjórnar sambandsins í skriflegu
svari til dansks Evrópuþingmanns. Áður hafði
EFTA-dómstóllinn komizt að sömu nið-
urstöðu í desember 2011 líkt og rifjað er upp í
svari hennar.
Þetta þarf ekki að koma á óvart enda skýr-
ar heimildir fyrir slíkum ráðstöfunum í EES-
samningnum við tilteknar aðstæður líkt og
þær sem sköpuðust hér á landi í kjölfar falls
þriggja stærstu banka landsins haustið 2008.
Nánar tiltekið í 43. grein samningsins. Á það
hefur margoft verið bent í pólitískum um-
ræðum hér á landi. Framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins hefur hins vegar núna staðfest það sem vitað
var fyrir að gjaldeyrishöftin samrýmast samningnum
enda sé unnið að afnámi þeirra.
En þrátt fyrir skýr ákvæði EES-samningsins og stað-
festingu EFTA-dómstólsins hefur ítrekað verið fullyrt
að með gjaldeyrishöftunum væri Ísland að brjóta gegn
samningnum. Góðvild Evrópusambandsins væri það eina
sem kæmi í veg fyrir að Íslendingum væri hreinlega vís-
að út af Evrópska efnahagssvæðinu. Slíkar fullyrðingar
heyrðust raunar strax eftir fall bankanna. Ekki sízt hjá
einstaklingum sem kallaðir hafa verið sérfræðingar í
Evrópumálum. En voru hraktar þá.
Eftir að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og
Framsóknarflokksins ákvað að draga um-
sóknina um inngöngu í Evrópusambandið til
baka fyrr á þessu ári heyrðust slíkar fullyrð-
ingar á nýjan leik. Meðal annars frá áð-
urnefndum sérfræðingum en einnig formanni
Samfylkingarinnar. Hefur því verið haldið
fram að Evrópusambandið hafi horft í gegn-
um fingur sér með gjaldeyrishöftin vegna
þess að Ísland væri umsóknarríki að sam-
bandinu. Ef umsóknin væri dregin til baka
setti það aðild Íslands að EES-samningnum
fyrir vikið í uppnám.
Skemmst er hins vegar frá því að segja að
ekkert er minnzt á umsóknina um inngöngu í
Evrópusambandið í svari utanríkismálastjóra
sambandsins til danska Evrópuþingmanns-
ins. Ekkert bendir til þess að tengsl séu á
milli hennar, gjaldeyrishaftanna og EES-samningsins.
Fullyrðingar um annað eiga einfaldlega ekki við rök að
styðjast. Enda hafa þær aðeins verið liður í að reyna að
koma í veg fyrir að ríkisstjórnin dragi umsóknina til
baka. Málflutningur sem þessi bendir ekki beinlínis til
góðrar málefnastöðu.
Ekkert er einfaldlega því til fyrirstöðu að ríkisstjórnin
dragi umsóknina um inngöngu í Evrópusambandið til
baka. Það liggur beinast við. Ríkisstjórnin er andvíg inn-
göngu í Evrópusambandið, ekki er meirihluti fyrir inn-
göngu á Alþingi og meirihluti þjóðarinnar vill ekki í sam-
bandið. Taka þarf málið af dagskrá og það verður
einungis gert með þeim hætti. hjortur@mbl.is
Hjörtur J.
Guðmundsson
Pistill
Tökum málið af dagskrá
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Óraunhæft er að raungengikrónunnar styrkist umtals-vert á næstu 18 mánuðum.Gengið kann að styrkjast
tímabundið með auknum ferða-
mannastraumi í sumar en þörfin fyrir
jákvæðan viðskiptaafgang mun hins
vegar þrýsta genginu niður. Þetta er
mat Jóns Bjarka Bentssonar, hag-
fræðings hjá Íslandsbanka, sem telur
þó ekki hægt að útiloka að nafngengi
krónu gagnvart evru fari í 140 krónur
í sumar, en það er nú tæpar 155 krón-
ur.
Fram kemur í nýjustu útgáfu
Fjármálastöðugleika að síðustu þrjá
ársfjórðunga hafi raungengið haldist í
námunda við 85% af meðalgildi þess
frá árinu 1980. Jón Bjarki telur að-
spurður ólíklegt að raungengið nái
þessu meðalgildi á næstu 18 mán-
uðum. Slíkt „yrði enda áhyggjuefni“.
Samkvæmt því verður raungengið
áfram sögulega lágt. „Hafa ber í huga
að ekki er hægt að líta á meðalgildi
síðustu áratuga sem eðlilegt raun-
gengi. Það var enda of hátt og birtist
meðal annars í erlendri skuldasöfn-
un,“ segir Jón Bjarki um þróun síð-
ustu áratuga.
Viðskiptakjörin versnað
Til skýringar mæla viðskiptakjör
hlutfall milli þróunar útflutningsverðs
í samanburði við verð innfluttra vara
og þjónustu. Þau mæla hvað fæst af
innflutningi fyrir hverja einingu út-
flutnings.
Jón Bjarki tengir aðspurður spár
um gengisþróun við horfur um við-
skiptakjör, sem hafi dökknað frá því í
haust. Sérfræðingar Íslandsbanka
telji ekki heppilegt að gengið styrkist
mikið meira, enda geti þá við-
skiptaafangur minnkað.
„Raungengið er orðið eins hátt
og heppilegt er fyrir hagkerfið, utan-
ríkisviðskiptin og þörf þjóðarbúsins
fyrir gjaldeyrisinnflæði. Ef viðskipta-
kjörin taka ekki við sér og verð á sjáv-
arafurðum og álverð hækkar ekki,
eða verð á innfluttri hrávöru eins og
olíu lækkar, væri ekki heppilegt að
raungengið styrktist mikið meira. Það
sem hefur gerst síðan í október er að
útlitið fyrir sjávarafurðir er orðið
heldur lakara.
Verðið á botnfiski hefur ekki
komið til baka eins og vænst var. Verð
á lýsi og mjöli lækkaði einnig í fyrra.
Útlitið hefur því heldur versnað fyrir
þetta ár. Erlendir greinendur og Al-
þjóðastofnanir sem spá fyrir um þró-
un matvælaverðs telja hins vegar að
til lengri tíma muni verðið á sjávar-
afurðum fara hækkandi. Biðin eftir
því getur hins vegar orðið lengri en
maður áleit áður,“ segir Jón Bjarki.
Sigríður Benediktsdóttir, fram-
kvæmdastjóri fjármálastöðugleika
hjá Seðlabanka Íslands, segir
bankann spá frekari veikingu við-
skiptakjara á næstu mánuðum.
„Það yrði gríðarlega mikilvægt
ef viðskiptakjörin styrktust. Þau eru
nú 9% undir langtíma meðaltali. Ef
þau styrktust um 1% hefði það í för
með sér að viðskiptajöfnuður batnaði
um sem nemur 0,5% af vergri lands-
framleiðslu. Það hefur áhrif á lífskjör
okkar og getu til að greiða niður er-
lendar skuldir að viðskiptakjörin séu
jafn veik og raun ber vitni,“ segir Sig-
ríður.
Ólíklegt að raungengi
styrkist mikið á árinu
Raungengi og viðskiptakjör
1. ársfj. 1980 - 4. ársfj. 2013
Raungengi ViðskiptakjörVísitala
Heimildir: Seðlabanki Íslands, Hagstofa Íslands
130
120
110
100
90
80
70
1980 2013
84,80
84,23
110,90
97,00
Raungengi
» Raungengi er annað en
skráð nafngengi. Styrkist
raungengið eykst kaupmáttur í
erlendum vörum.
» Raungengi má skilgreina
sem hlutfallslega þróun verð-
lags í heimalandi annars vegar
og í viðskipalöndunum hins
vegar frá tilteknu grunnári.
Regína
Bjarnadóttir,
forstöðu-
maður grein-
ingardeildar
Arion banka,
segir bankann
ekki reikna
með mikilli
styrkingu
raungengis í
ár. „Við teljum að raungengi
muni haldast stöðugt eða hækka
lítillega, vegna þess að verðlag
hér er að hækka hraðar en í okk-
ar helstu viðskiptalöndum. Þrátt
fyrir að verðbólga á Íslandi sé nú
undir verðbólgumarkmiði Seðla-
bankans er verðbólgan ein-
staklega lítil víða, eins og á evru-
svæðinu, þar sem hún er undir
1%. Við gætum séð örlitla hækk-
un í raungenginu framundan.“
Regína kveðst aðspurð því
ekki eiga von á að nafngengi
krónu styrkist mikið í ár. „Ég
efast um að Seðlabankinn muni
leyfa því að styrkjast mikið. Ef
nafngengið myndi styrkjast mik-
ið myndi Seðlabankinn leggjast
á kauphliðina til að reyna að lág-
marka sveiflur í genginu.“
Stöðugt eða
lítil hækkun
SPÁ UM RAUNGENGI
Regína
Bjarnadóttir