Morgunblaðið - 25.04.2014, Síða 25
UMRÆÐAN 25
Bréf til blaðsins
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2014
Önnur
þjónusta
Dekk Púst Smurning Bremsur Fjöðrun Rafgeymar
Gott grip
allt árið
Dekk vinna með fjöðrunarkerfi bílsins, það er mikilvægt að
dekkin séu í réttum hlutföllum og útfærslu til að tryggja
góða rásfestu og grip. Vertu öruggari í umferðinni.
Þú færð réttu dekkin hjá BJB.
BJB | Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is | Opið: mánud. til fimmtudaga kl. 8:00 - 18.00, föstudaga kl. 8:00 - 16:30
Fólksbíla
dekk
Jeppadek
k Sendibíla
dekk
Keppnisd
ekk
Sportbíla
dekk
Sportjep
padekk
Opið
laugardaginn
26. apríl
frá 9-14
Við í Ungmenn-
aráði Hafnarfjarðar
vorum gestgjafar
dagana 11.-16. apríl
sl. fyrir þrjú
ungmennaráð frá
Austrheim og Radøy
í Noreg og Gulbene,
Lettlandi. Ástæðan
fyrir því að við vorum
gestgjafar fyrir þessi
ungmennaráð hér á
Íslandi var sú að við
erum að vinna að sameiginlegu
lýðræðisverkefni. Norski hópurinn
og Ungmennaráð Hafnarfjarðar
fóru til Lettlands í október á síð-
asta ári og lögðu grunninn að lýð-
ræðisverkefninu þar. Eftir þá ferð
fóru öll ungmennaráðin að vinna í
aðferðum, sem við lærðum hjá hin-
um ráðunum í sínum heimalönd-
um.
Verkefnið okkar ber heitið Yo-
uth: your voice og er styrkt af
Evrópu unga fólksins (EUF). Meg-
inatriði í verkefninu er að gera
ungmenni að virkum þátttak-
endum í sínu nærumhverfi ásamt
því að læra hvert af öðru mismun-
andi aðferðir til þess að ná því
markmiði. Okkur finnst vanta að
ungt fólk láti rödd sína heyrast,
þess vegna sóttum við um þennan
styrk til þess að geta lært af öðr-
um ungmennaráðum hvernig skal
fara að því. Einnig var þetta frá-
bær lífsreynsla að hitta fólk frá
öðrum ungmennaráðum og kynn-
ast öðruvísi menningarheimum.
Þegar við vorum í Lettlandi
gerðum við mörg verkefni sem
tengdust lýðræði og hvernig ungt
fólk skal láta í sér
heyra, einnig fórum
við í margar vett-
vangsferðir. Við fórum
á fund með bæj-
arstjóranum í Gul-
bene, Nikolajs Step-
anovs, og ræddum við
hann um þátttöku
ungs fólks. Þegar heim
var svo komið þá fór-
um við í Ungmenn-
aráði Hafnarfjarðar
strax að vinna í að-
ferðunum sem við
lærðum að hinum, sem
voru meðal annars að halda súpu-
hitting með bæjarstjórninni í
Hafnarfirði. Það var þannig að við
hittum bæjarstjórnina, borðuðum
súpu og töluðum um málefni sem
tengjast ungmennum í Hafnarfirði.
Þegar ungmennaráðin frá Lett-
landi og Noregi komu hingað til
lands vorum við öll búin að prófa
þær aðferðir sem við völdum í
Lettlandi. Kynningar fóru fram og
kom margt mjög athyglisvert
fram. Eftir kynningarnar fórum
við að hitta forsetann, Ólaf Ragnar
Grímsson, fengum að skoða Bessa-
staði og töluðum síðan við forset-
ann í smátíma, um lýðræði að-
allega. Við hittum einnig
bæjarstjórann í Hafnarfirði, Guð-
rúnu Ágústu Guðmundsdóttur.
Einnig fórum við á Alþingi og
fengum afar góða leiðsögn um
starfshætti og sögu hússins. Við
löbbuðum síðan yfir í Hitt húsið,
fengum kynningu á starfsemi
þeirra og hvað er í boði fyrir ungt
fólk í Reykjavík. Umboðsmaður
barna, Margrét María, heimsótti
okkur einnig. Seinasta daginn unn-
um við í stuttmynd sem á að vera
um verkefnið okkar og verður hún
síðar frumsýnd á Björtum dögum í
Bæjarbíói. Stuttmyndin verður
einnig aðgengileg á heimasíðu
Evrópu unga fólksins. Síðari hlut-
inn í verkefninu var svo að meta
verkefnið. Það er mjög lærdóms-
ríkt að fara í gegnum hvernig
tókst til með verkefnið, verkefni
sem við stóðum að saman sem hóp-
ur frá mismunandi löndum. Það
má þó segja að okkur þótti öllum
sú reynsla sem við gengum í gegn-
um ómissandi lífsreynsla.
Verkefnið gekk að mestu leyti
að vonum og við lærðum mikið
hvert af öðru. Við teljum verkefnið
vera ágætlega heppnað, náðum
helstu markmiðum okkar og eign-
uðumst vini fyrir lífstíð. Mér
fannst hápunktur þessa verkefnis
vera að kynnast þessum frábæru
krökkum og að læra allar þessar
góðu aðferðir sem hafa virkað svo
vel. Ég hvet öll ungmenni á Íslandi
til þess að finna leiðir til þess að
láta rödd sína heyrast, ekki bara
innanlands heldur einnig út fyrir
landsteinana – því við erum fram-
tíðin í samfélaginu!
Ungt fólk er framtíðin
Eftir Elínu Láru
Baldursdóttur
Elín Lára
Baldursdóttir
» Það er mjög lær-
dómsríkt að fara í
gegnum hvernig tókst
til með verkefnið, verk-
efni sem við stóðum að
saman sem hópur frá
mismunandi löndum.
Höfundur er fulltrúi í Ungmennaráði
Hafnarfjarðar.
Ísland og hafið þeir bjóða
til umhverfissóða.
Allt mun uppúr sjóða,
því Kínatíkin er lóða.
Kína landið sá,
verður það að fá.
Landinn má það sjá
að Kína koma má.
Leyfi fyrir olíubora,
fyllist allt af sora.
Allt mun niðurtroða,
ekki mun sjást til sólroða.
Lofthelgi Kína kannar
með norðurljósaskanna.
Enginn þeim það bannar,
getuleysi stjórnvalda það sannar.
Með skipum koma rottur,
víða brotinn pottur.
Líða mun fyrir fagur grastoppur
og grábröndóttar kattarloppur.
Dýrin mín stór og smá
Kína ei éta má.
Þurfum því að vera kná,
til í slaginn og að slá.
Árnar mínar renna tært,
fæ það ekki nógu mært.
En Kína hefur í þær nælt,
að misnota þeir hafa lært.
Land og dýr munu gráta,
af engu verður að státa.
Kína mun ei láta
á nokkurn hátt sig máta.
Grátur minn frá fjöru að fjalli,
hlustaðu, hvíti jökulskalli.
Sittu kyrr á þínum stalli
þó Kína valdi falli.
Drepast mun norðurhafið.
Ekkert fær það tafið.
Á því verður barið,
allan ís skal kramið.
Skjálfa mun jörð,
rifna rofabörð.
Slegið of nálægt svörð
hjá þreyttri móður jörð.
Alþingi brást.
Ei munu sættir nást.
Það fyrir sást,
að stjórnvöld eiga bágt.
Harmþrungin hljóð
heyrast frá móður jörð.
Ansi er orðin móð,
því slegið er niðri við svörð.
Unga fólk, verjið landið.
Slítið ei bandið,
er ykkur bindur,
föðurlandið við.
Þegar síðasti fiskur veiðist úr
súru hafi, síðasti fugl fellur vegna
hungurs, er síðustu misþyrmdu dýr-
in falla, ár þorna og tré falla. Þá
fyrst mun maðurinn skilja að hann
étur ekki peningaseðla.
STEFANÍA JÓNASDÓTTIR
Sauðárkróki.
.
Skilaboð, mín sýn
Frá Stefaníu Jónasdóttur
mbl.is
alltaf - allstaðar