Morgunblaðið - 25.04.2014, Síða 26

Morgunblaðið - 25.04.2014, Síða 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2014 Í Fluggörðum við Reykjavík- urflugvöll er grasrót almannaflugs á Íslandi. Þegar talað er um al- mannaflug þá er það flugkennsla, æfinga- og einkaflug. Í Flug- görðum má finna flugskóla, flug- klúbba, flugrekstraraðila, flug- virkja, hagsmunafélög og einnig Flugsögufélag Íslands. Allt þetta er á rúmum átta hekturum, 55 fastanúmer sem geyma rúmlega 80 flugvélar eru á eignum á þessu svæði sem allflestar eru búnar að standa þarna í yfir 20 ár og hafa verið greidd af þeim öll gjöld og skattar öll þessi ár. Í flugskólum í Reykjavík stunda á sjötta hundrað nemar nám sitt sem S. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar, telur vera plássfreka nemendur og ætlar ásamt Degi B. Egg- ertssyni, oddvita Sam- fylkingarinnar, að út- hýsa á næsta ári ef þeir ná áfram að stýra höfuðborginni. Á dögunum áttu fulltrúar Félags einkaflugmanna og eigendafélag þeirra, sem byggingar eiga á Reykjavíkurflugvelli, fund með Jóni Gnarr borgarstjóra og arf- taka hans, S. Birni Blöndal, nýjum odd- vita Bjartrar fram- tíðar, varðandi Flug- garða. Ástæðan fyrir þessum fundi var að ræða nýtt deiliskipulag sem ný- lega hefur verið samþykkt í Reykjavík en þar stendur til að úthýsa öllu almannaflugi strax á næsta ári án þess að ný aðstaða fáist í staðinn og bótalaust. Ósk- uðum við eftir því að ekki yrði hróflað við Fluggörðum á meðan Reykjavíkurflugvöllur væri í Vatnsmýrinni enda væri Rögnu- nefndin svokallaða enn að störfum til að finna innanlandsfluginu framtíðarstaðsetningu og væri einn kostur klárlega að hafa flug- völlinn áfram í Vatnsmýrinni. S. Björn Blöndal tjáði okkur að það skipti ekki máli, flugvöllurinn væri ekki á aðalskipulagi og væri þar af leiðandi ekki einn kostur borg- arstjórnar að hafa hann áfram í Vatnsmýrinni eftir 2022 þegar hann væri farinn með öllu. Búið er að auglýsa hugmynda- samkeppni um hönnun Fluggarða til að byggja þar aðstöðu fyrir aðra nema á vegum Háskóla Ís- lands á meðan flugnemum verður úthýst af Reykjavíkurflugvelli. Eru það virkilega eðlileg vinnu- brögð af borgarstjórn Reykjavíkur að draga nemendur í dilka og segja að þeir geti staðið við bakið á ákveðnum nemendum en flug- nemar verði að nema erlendis? En S. Björn Blöndal vissi nú ekki meira um flugkennslu á Íslandi en það að hann hélt að flugkennsla færi að mestu fram erlendis. Flugkennsla verður alltaf að vera stunduð frá flugvelli með stjórnuðu loftrými og aðflugsbún- aði, það er enginn flugvöllur í ná- grenni höfuðborgarinnar og ekki er grundvöllur til að flytja al- mannaflugið til Keflavíkur þar sem umferð þar hefur aukist það mikið að sá völlur gæti aldrei tek- ið við öllu kennsluflugi. Það er því ljóst að eins og staðan er í dag kemur enginn annar kostur til greina en að halda Reykjavík- urflugvelli í Vatnsmýrinni og þá þeirri aðstöðu sem grasrótin hefur í Fluggörðum. Drögum ekki unga nemendur í dilka, þeir eiga allir rétt á því að mennta sig, flugnemar eiga ekki að vera annars flokks nemar frek- ar en aðrir nemar. Borgarstjórn- arkosningarnar í maí koma til með að snúast mest um framtíð Reykjavíkurflugvallar sem að sjálfsögðu á ekki að hrófla við. Eftir Val Stefánsson » S. Björn Blöndal oddviti Bjartrar framtíðar telur flug- nema plássfreka og vill úthýsa þeim úr höf- uðborginni. Valur Stefánsson Höfundur er einkaflugmaður og for- maður Félags íslenskra einkaflug- manna. Eru flugnemar annars flokks nemar? Í hádegisfréttum RÚV sl. föstudag (föstudaginn langa) mátti heyra frétt um fátækt á Íslandi. Í fréttinni sagði að um tólf þúsund íslensk börn byggju við fá- tækt, og sum við sára fátækt. Þetta eru öm- urleg og sorgleg tíð- indi. Síðar mátti heyra í annarri frétt RÚV talað um að Ísland væri ríkt land. Foreldrar þessara tólf þúsund barna sem heyrðu þessa frétt spyrja: Hvar er þetta ríkidæmi að finna? Aldraðir og sjúkir spyrja einnig, þegar þeir eru að tína upp úr buddunni sinni og þurfa að velja á milli þess að kaupa mat eða leysa út nauðsynlegu lyfin sín. Þeir spyrja einnig hvar ríkidæmið sé að finna. Hvar er ríkidæmið? Þegar launaflóra þjóðarinnar er skoðuð kemur í ljós að rangt er gef- ið. Ísland er ríkt af auðlindum sem útvaldir fá að njóta. Þeim var veitt fjöregg þjóðarinnar. Sjávarauð- lindina. Um leið var björgin tekin frá fólki vítt um land sem sat eftir, atvinnutækifærin farin, komin í hendur hinna útvöldu. Eignir íbúa verulega verðskertar. Auðlindir landsins settar í hendur fárra, þorp og kaupstaðir eftir í sárum. Misræmi Eldri borgarar sem hafa beðið eftir leiðréttingu eftir allar skerð- ingarnar sem fyrrverandi rík- isstjórn, Jóhönnu og Steingríms, gerði á afkomu þeirra, og einnig þeirra sem minnst máttu sín, fögn- uðu. Fagnaðarstundin var runnin upp. Ný ríkisstjórn. Ríkisstjórn sem gaf loforð. Þeir sem áttu fjár- hagslega bágast fengju nú lagfær- ingu strax og bágindin að baki. Nýju flokksleiðtogarnir sem nú fengu ráðin yfir ríkisbuddunni gáfu loforðin. En nú eftir kosningar segja þeir að strax þýði ekki strax. Sjúkir og aldraðir sem þurfa að lifa á bót- um, hvað fá þeir til þess að lifa á yfir árið? Skoðum það: Bætur geta verið um kr. 2,1 millj. eftir skatt yfir árið fyrir einstakling, eða kr. 5.753.42 á dag til alls lífsviðurværis. Ef svo er skoðað hvernig dæmið lítur út hjá hálaunamanninum, sem fær nokkuð há laun og ef til vill svolítinn kaup- auka. Hann fær samtals yfir árið kr. 10,5 millj. eftir skatt og hefur hann því kr. 28.767á dag fyrir sínu daglega brauði. Já, það er rangt gefið Fátækt orðin þjóðarskömm Fátækt fer illa með fólk, og ekki síst börn sem líða svo mikla fátækt sem fréttir RÚV segja frá. Börn sem eru vannærð. Börn sem líða fyrir fátæktina. Þau bera fátæktina utan á sér. Klæðaburður er fátæk- legur og skólataskan snjáð. Þessum börnum er hætt við að verða fyrir einelti. Og eflaust líður þeim ekki vel. Þá er stórt spurt: Geta þeir sem fæddir eru með silfurskeið í munni sett sig í spor þessara tólf þúsund fátækra og sárafátækra barna? Ef þeir vildu setja sig í spor þeirra minnstu og fátækustu hafa þeir tækifæri til lagfæringar og leiðréttingar, og um leið gefið þjóð- inni kost á að horfa með brosi fram á veg … þjóð sem einu sinni var sögð hamingjusömust allra þjóða … Ríkt land / fátækt fólk Eftir Eðvarð Lárus Árnason Eðvarð Árnason » Sorglegar fréttir af sárri fátækt ís- lenskra barna og það í landi sem er gott, auð- ugt og gjöfult. Það er rangt gefið. Stokkið upp og gefið aftur. Höfundur er fyrrverandi lögreglumaður. NÝTT www.nordicgames.is FJÖLSKYLDU- OG PARTÍSPILIÐ 2000 nýjar þrautir og spurningar Fæst í A4, Bónus, Elko, Hagkaup, Spilavinum og www.heimkaup.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.