Morgunblaðið - 25.04.2014, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.04.2014, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2014 ✝ Erna Smith,fyrrverandi kaupmaður, fædd- ist þann 4. mars 1937. Hún lést að Sóltúni, Reykjavík, 19. apríl 2014. Foreldrar Ernu voru Axel Smith, f. 12. febrúar 1910, d. 20. nóvember 1974, pípulagn- ingameistari í Reykjavík, og Svanhvít Smith, f. 18. október 1915, d. 13. nóv- ember 1993. Foreldrar Axels voru Kristján Olufsen Smith og Karólína Smith, bæði ættuð frá Noregi. Foreldrar Svanhvítar voru Helgi Bachmann, ættaður frá Miðey í Landeyjum, og Jóna Guðrún Jónsdóttir, ættuð úr Loðmundarfirði. Systkini Ernu eru: Kristján, f. 8. júlí 1942, 28. febrúar 2007, hennar eig- inmaður var Þór Tómas Bjarnason, f. 18. júlí 1949, dótt- ir Svanhvítar er Erna Stefanía, f. 11. desember 1971. Eig- inmaður hennar er Björgvin Hansson, f. 19. desember 1973. Dætur þeirra eru Thelma Rós, f. 15. október 1993 og Stefanía Ósk, f. 27. janúar 2002. Synir Björgvins eru Jón Gísli og Ant- on. Erna fæddist í Reykjavík, ólst þar upp og bjó lengst af á Eiríksgötu 11, eða í 60 ár alls. Hún fór snemma út á vinnu- markaðinn. Hún hóf störf í Al- þýðubrauðgerðinni við Lauga- veg, síðan lá leiðin í söluturninn á Miklatorgi, þang- að til hún hóf störf hjá Mjólk- ursamsölu Reykjavíkur, en þar starfaði hún um árabil. Eftir það rak hún mjólkurbúð og matvöruverslun við Njálsgötu, Reykjavík. Útför Ernu fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 25. apríl 2014, og hefst athöfnin kl. 13. kvæntur Hrefnu Ólafíu Arnkels- dóttur og á hann þrjú börn, Sig- urbjörg, f. 10. nóv- ember 1944, gift Ólafi S. Guðmunds- syni og á hún þrjú börn og Axel, f. 1. október 1949, d. 30. apríl 1988, hann var kvæntur Ástu Egilsdóttur og átti hann þrjú börn. Erna giftist 5. mars 1955 Stefáni Skagfjörð Sigurjónssyni pípu- lagningamanni, f. 8. júlí 1931, d. 29. september 1991, hann var sonur Sigurjóns Kjartanssonar, f. 10. október 1900, d. 12. apríl 1983, og Gunnlaugar Gísladótt- ur, f. 9. júlí 1905, d. 25. júní 1983. Dóttir Ernu og Stefáns var Svanhvít, f. 27. júlí 1954, d. Mig langar að minnast systur minnar Ernu Smith. Erna var eldri systir mín, svo hún hefur ávallt verið til staðar í mínu lífi. Þegar ég fór í sveit í fyrsta sinn tæplega fimm ára þá fór ég til Ernu en hún var í sveit hjá Brandi í Presthúsum, Mýrdal, þannig að fyrstu árin mín í sveit- inni var Erna með mér eða ég með Ernu. Síðan liðu árin, hún giftist Stefáni S. Sigurjónssyni og eignaðist dótturina Svanhvíti sem lést langt fyrir aldur fram árið 2007. Erna fór að búa í kjall- ara hjá foreldrum okkar og kom ég við í hádeginu hjá Ernu ef ég borðaði ekki hjá mömmu. Erna var ávallt til staðar fyrir okkur yngri systkinin, maka okkar og börn, hún bjó í sama húsi og mamma. Það rifjast upp ýmsar minningar, í ferðalögum var hún í tjaldvagninum með svuntuna að matreiða eða ganga frá. Erna var mikil matmóðir og hafði gaman af að bjóða í mat og þá sannkallað veisluborð, yngri sonur minn taldi sem lítið barn að það væru alltaf veislur hjá Ernu frænku og spurði út í það einn daginn af hverju hún væri alltaf með veisl- ur. Eftir að Erna var komin í Sól- tún leið ekki sá dagur að ég kæmi ekki við til að fá mér kaffi eða ég hringdi í Ernu til að vita hvernig hún hefði það og var alltaf sama svarið, að hún hefði það gott. Erna mín, ég á eftir að sakna þín mikið og munu minningarnar um þig verða í hjarta mínu. Megi Guð vera með þér. Þinn bróðir, Kristján Smith. Nú er hún Erna, föðursystir mín, fallin frá. Þegar ég var yngri átti ég það til að vera svolítið ódæll og fýlugjarn stundum og ef eitthvað var hægt að reiða sig á var það að Erna var ekki að lengi að koma til mín til að þerra tárin og breyta skeifunni í bros. Eftir á að hyggja held ég að ég hafi nú ansi oft gert meira úr skapvonsk- unni en efni voru til en hvað gerir lítill drengur ekki til að komast í faðm jafn yndislegrar frænku og Erna var. Alltaf var maður velkominn í þann faðm, líka þegar maður varð eldri, og alltaf var jafngott að komast í þann faðm. Hvort sem það var þegar veislur voru haldnar á Eiríksgötunni, þegar kíkt var í heimsókn í mjólkurbúð- ina sem Erna rak eða þegar stór- fjölskyldan hittist, í Miklagarði eða á Hard Rock í Kringlunni, nær hvern einasta laugardag um nokkurra ára skeið. Þegar ég sem unglingur vann eitt sumarið í miðbænum mætti ég í hverjum einasta hádegismat í búðina á Njálsgötunni því þang- að var maður alltaf velkominn og þar var alltaf tekið á móti manni með hlýju og bros á vör. Þegar ég fullorðnaðist urðu samveru- stundirnar færri eins og gengur en jafnvel þótt Erna flytti úr höf- uðborginni gaf hún sér tíma til að kíkja til mín í apótekið í Mjódd- inni til að sjá hvernig „litli“ frændinn hefði það, hvort ekki væri allt gott að frétta. Mig grunar að flestir sem minnast Ernu muni minnast gestrisninnar og hlýjunnar sem geislaði af henni þegar hún tók á móti vinum og vandamönnum. Nú er hún komin á nýjan stað en ef ég þekki hana frænku mína rétt er hún strax komin á fullt við að undirbúa veislu og taka á móti gestum. Svo vill til að gestirnir verða ansi margir í þeirri veislu en eitt er þó víst að þar verður glatt á hjalla. Axel Ólafur Smith. Nú þegar ég sest niður til að minnast elskulegrar vinkonu minnar til margra ára, koma margar minningar upp í hugann, þær minningar ætla ég að eiga fyrir mig og varðveita en ég þakka mikið fyrir að hafa átt jafn yndislega konu og hana Ernu Smith sem vin, kona sem hafði stóran faðm sem gott var að leita til, kona sem var dugleg og ósér- hlífin, kona sem kenndi mér að það þyrftu ekki allir að vera eins jafnvel þó menn hefðu misjafnar skoðannir á hlutunum, kona sem kenndi mér að meta hlutina og sjá þá í víðari samhengi. Mér er það alltaf minnistætt þegar þessi vinkona mín bað mig um að að- stoða sig við að færa til hluti í geymslu sem hún hafði í fjölbýlis- húsinu í Fífumóa í Reykjanesbæ, þar sem til gamans má geta að kynni okkar hófust í upphafi, nú þegar inn í geymsluna var komið rak ég strax upp stór augu, ég hafði aldrei áður séð jafnmikið af sultukrukkum, kökum og mat af ýmsum toga og þar inni. Halda mátti að hér væri um vistir stór- fjölskyldu að ræða. Erna mín hafði alltaf lag á því að eiga nóg af kræsingum ef einhvern gest bar að garði, enda glæsilegur gest- gjafi heim að sækja og alltaf var það líka þannig, það mátti enginn út frá henni fara nema að vera búinn að fá sér gott kaffi og bakk- elsi með því. Kæra Erna mín, okkar vinátta var nokkuð sem aldrei skyggði á og má segja að mér hafi alltaf fundist ég vera að heimsækja ömmu mína þegar ég heimsótti hana Ernu. Erna var mjög fróð kona sem þekkti tím- ana tvenna, mikil félagsvera í alla staði og eitt besta dæmi þess er sá mikli góði vinkvennahópur sem hún átti. Hvíl í friði, kæri vinur, nú kveð ég þig með tár í augum en jafnframt þakklæti fyrir þann tíma sem ég fékk þess notið að eiga þig sem vin. Sorgin léttist, sárið grær, sólin gegnum skýin hlær, hreinni útsýn hugur fær, himinninn nær í dag en gær. (Örn Arnarson) Með vinarkveðju, þinn vinur Sigurjón Hafsteinsson. Elsku hjartans góða og trygga vinkona mín, Erna, er dáin. Margs er að minnast og sakna. Allar yndislegu ferðirnar okkar með góðum og glöðum vinkonum. Erna var frábær bílstjóri og alltaf til í allar ferðir. Við fórum þrisvar sinnum hringinn um landið og á hverju sumri til Akureyrar þar sem gist var í heila viku. Oft var líka skroppið austur fyrir fjall í bústaðinn til Sibbu systur Ernu eða til Lilju á Flúðum að kaupa glænýtt grænmeti og þá oftar en ekki endað í frábærum mat hjá Kristínu á Menam á Selfossi. Við áttum ógleymanlegar og góðar stundir á öllum þessum ferðalögum og þakka ég þessum góðu konum fyrir hönd okkar Ernu. Erna var góð kona að gæðum og bara öllu; hún átti fallegt heimili, var frábær kokkur og gestgjafi, hún var í einu orði ynd- isleg. Hún átti sérlega góða fjöl- skyldu þar sem allir hjálpuðust að og glöddust saman og fékk ég oft að njóta þess með þeim. Erna átti stóran hóp af góðum vinum sem öllum þótti vænt um hana og mér alveg sérstaklega. Við töluð- um saman daglega. Ég vil þakka allri hennar fjöl- skyldu fyrir góða og skemmtilega samveru og óska þeim alls hins besta um ókomin ár. Guð blessi þig, Erna mín, og hjartans þakkir fyrir ógleymanlega vináttu. Ég sakna þín. Elín. Erna Smith ✝ Gunnar SvavarGuðmundsson fæddist í Hafn- arfirði 25. apríl 1922. Hann lést á Landspítalanum 8. janúar 2014. Gunnar var son- ur hjónanna Guð- mundar Kristjáns Andréssonar, f. 5.11. 1885, d. 14.12. 1924 og Guðrúnar Sæunnar Kristjáns- dóttur, f. 11.6. 1889, d. 19.7. 1955. Systkini Gunnars eru 1) Kristján Ólafur Guðmundsson, f. 30.9. 1910, d. 29.10. 1980, 2) óskírt sveinbarn, f. 22.4. 1912, d. 2.6. 1912, 3) Haraldur Agn- Bryndís. 2) Gunný, gift Magn- úsi Hjartarssyni, börn: Rut og Bára. 3) Bjarni, í sambúð með Ólínu Magnýju Brynjólfsdóttur. Gunnar Svavar kvæntist Þor- gerði Ernu Friðriksdóttur 25. desember 1950. Börn þeirra eru 4) Friðrik, kvæntur Huldu R. Magnúsdóttur, börn: Elvar Þór, Arnar Ingi og Gunnar Svavar, sonur af fyrra hjóna- bandi. 5) Þorsteinn Ó. Gunn- arsson, kvæntur Fríðu Sæ- mundsdóttur, börn Þorsteins af fyrra hjónabandi eru Halldóra og Haukur. Gunnar Svavar stundaði verkamannavinnu alla ævi og var í verkstjórafélagi Hafn- arfjarðar, sat í stjórn Verka- lýðsfélagsins Hlífar og var virkur í kórstarfi Þrasta, bæði yngri og eldri. Útför Gunnars Svavars fór fram í kyrrþey frá Fríkirkj- unni í Hafnarfirði 20. janúar 2014. ar Guðmundsson, f. 29.7. 1913, d. 6.5. 1989, 4) Sig- urrós Ásta Guð- mundsdóttir, f. 30.10. 1917, d. 14.12. 1979, 5) Guðbjörg Guð- mundsdóttir, f. 15.1. 1919, d. 21.4. 1920, 6) Ester Hera Guðmunds- dóttir, f. 20.2. 1920, d. 4.9.1920, 7) Guðmunda Kristín Guðmundsdóttir, f. 11.5. 1925. Gunnar eignaðist fimm börn. 1) Valdimar Víðir, kvæntur Dagrúnu Björnsdóttur, börn: Gunnar, Erna, Kristinn og Elsku pabbi hefði orðið 92 ára í dag. Hann hafði gaman af að vera innan um fólk og hefði svo sannarlega gert sér daga- mun í tilefni dagsins. Í upp- vexti mínum vann pabbi á Keflavíkurflugvelli og dvaldi oft fjarri heimilinu og finnst mér sem ég hafi ekki almennilega kynnst honum fyrr en á fullorð- insárum. Það fór vel á með okkur og áttum við margar góðar samverustundir og hitt- umst reglulega og alltaf gat hann komið manni á óvart með athugasemdum og tilsvörum sem oftast hittu beint í mark. Hraustur var hann alla tíð og fullur orku, hann söng í kór Þrasta í Hafnarfirði bæði eldri og yngri og sinnti félagsmálum. Um tíma var hann í stjórn Verkalýðsfélagsins Hlífar og var endurskoðandi hjá Verk- stjórafélagi Hafnarfjarðar. Pabbi var mjög pólitískur og sjálfstæðismaður fram í fing- urgóma. Hann var mjög trúað- ur og þreyttist aldrei á að rök- ræða trúmál eða pólitík ef svo bar undir. Áhugamálin voru mörg og hin seinni ár var hann mjög áhugasamur um útskurð og eftir hann liggja fallegir munir sem hann skar út og gaf bæði til fjölskyldunnar og ým- issa félaga og stofnana Hafna- fjarðarbæjar. Á góðum degi þótti pabba ekkert betra en að fá sér einn ískaldan, þá ljómaði gamli maðurinn út undir eyru. Mömmu var hann mikill stuðn- ingur og sérstaklega í veikind- um sem hafa hrjáð hana í gegn- um tíðina. Pabbi hafði haft á orði við mig hversu mikið hann langaði til Vestmannaeyja. Ég og strákarnir mínir ákváðum að láta verða af því að fara saman og buðum pabba með. Sú ferð var okkur öllum alveg ógleym- anleg þar sem pabbi var í aðal- hlutverki. Frá þessari ferð liggur nú myndarlegt myndaalbúm til minningar um ferðina og hann. Pabbi bar sig alltaf vel þrátt fyrir veikindin sem sóttu æ meira á hann og lét hann það ekki aftra sér frá að mæta í jólaboðið á aðfangadagskvöld, en þá var þegar farið að draga verulega af honum. Strax í upp- hafi nýs árs kom svo kallið og lést hann 8. janúar, á afmæl- isdegi Gunna míns. Samfylgdina þakka ég þér pabbi minn. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Þinn sonur, Friðrik Gunnarsson. Á þessum merkisdegi fædd- ist Gunnar, tengdafaðir minn, og hefði orðið 92 ára í dag. Gunnar var gaflari í húð og hár, félagslyndur og virkur á sínu æviskeiði. Hann hafði rík- ar skoðanir bæði á mönnum og málefnum, en hafði jafnframt sérstaka sýn á ýmsa hluti sem fékk okkur hin annaðhvort til að hlæja eða staldra við. Eftir að Gunnar komst á eftirlauna- aldur leið ekki sá dagur að hann gengi ekki niður í bæ í Hafnarfirði og fylgdist með framkvæmdum í bænum sínum enda með brennandi áhuga málefnum líðandi stundar. Hann var hraustur, vinnusamur og góður eiginmaður sem hugs- aði alltaf vel um Ernu eigin- konu sína. Hann var trúaður maður og síðustu árin eftir að fæturnir fóru að bila hlýddi hann á eða horfði á messu frá trúarstöðinni Omega. Gunnar hafði gaman af því að halda upp á afmælið sitt og hitta ættingja og vini og eigum við stórfjöl- skyldan góðar minningar frá 90 ára afmælinu hans. Söngelskur, var bæði í karlakór yngri og eldri Þrasta í Hafnarfirði og fannst honum sem það væri ein af stærstu stundum lífs síns að syngja með kórnum á 100 ára afmæli Þrasta í tónlistarhúsinu Hörpu. Tengdafaðir minn var okkur fjölskyldunni afar kær. Strák- unum okkar þótti mjög vænt um afa sinn, litu upp til hans og það kom blik í augu þeirra þeg- ar þeir sögðu sögur af honum og oft fylgdi í kjölfarið „mað- urinn er meistari“. Gunnar gat komið okkur svo oft skemmti- lega á óvart um ýmis eilífð- armál. Það fór enginn í graf- götur um hvar hann stóð í pólitík, stoltur og sannur sjálf- stæðismaður. Oft var gert gys að bláu hendinni sem við tengdapabbi skörtuðum sam- eiginlega. Gunnar fór sínar eig- in leiðir í lífinu og hélt því fram í andlátið. Sterkum vilja hans er best lýst þannig, að nú um nýliðin jól mætti hann til okkar í jólamatinn á aðfangadags- kvöld, en á leiðinni til okkar herti hann sig upp, þá orðinn fárveikur, til að koma við í hesthúsinu með sonarsyni sín- um til að sjá hrossin og ný- uppgert hesthús tengdafólks hans. Hann borðaði lítið og var orðinn afar slappur og lagði sig blessaður yfir matnum, ekki líkt honum. Eftir áramótin lagðist tengdapabbi inn á sjúkrahús og átti ekki þaðan afturkvæmt. Hann sofnaði sín- um hinsta svefni hinn 8. janúar síðastliðinn. Minningin um dug- mikinn, heiðarlegan og glettinn mann lifir í hjörtum okkar allra. Blessuð sé minning hans. Hulda R. Magnúsdóttir. Gunnar Svavar Guðmundsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, ammaog langamma, BENEDIKTA S. SIGMUNDSDÓTTIR, Árskógum 8, Reykjavík, lést á heimili sínu 23. apríl. Arndís Jónsdóttir, Arnaldur Valgarðsson, Ragnheiður Jónsdóttir, Sigurgeir Steingrímsson, Sigrún Jónsdóttir, Stefán Magnússon, Björk Jónsdóttir, Kjartan O. Jóhannsson, Jóhanna Jónsdóttir, Bo Hedegaard-Knudsen, Sturla Þór Jónsson, ömmu- og langömmubörn, Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN ÁSLAUG ÞÓRÐARDÓTTIR, Ísafold, Garðabæ, lést hinn 1. apríl síðastliðinn á hjúkrunarheimilinu Ísafold Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum hlýhug, kærar þakkir til allra sem önnuðust hana á Ísafold. Ásmundur Svanberg Jónsson, Vilborg Matthíasdóttir, Jón Viðar Ásmundsson, Sandra Hraunfjörð, Sigurður Rúnar Ásmundsson, Kristín Kristinsdóttir, Sigrún Áslaug Ásmundsdóttir, Óskar Róbertsson, Ásmundur Þór Ásmundsson og langömmubörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GÍSLI J. KJARTANSSON vélfræðingur, Breiðuvík 18, lést á líknardeild LSH að morgni páskadags. Útförin verður frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 30. apríl kl. 15. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Júlíana S. Aradóttir, Helgi Gíslason, Þórunn Arnardóttir, Sæunn Gísladóttir, Guðmundur Á. Björnsson, barnabörn og barnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.