Morgunblaðið - 25.04.2014, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 25.04.2014, Qupperneq 31
Mín fyrsta minning um afa, eft- ir að hann kom í fjölskylduna, er mér enn fersk í minni. Það var ein jólin sem ég bjó á Egilsstöðum sem ég fékk gjöf frá „jólasvein- inum“ stílaða á „prinsessuna“. Ég átti erfitt með að skilja einhverja fullorðinsskrift en sá að þetta nafn átti ekki við neitt okkar. Ég fór pínulítið hjá mér þegar mér var sagt að þetta væri gjöf handa mér. Þessi jólasveinn var auðvitað afi Þorsteinn. Ég man eftir því þegar við frænka mín, Katrín, vorum í heim- sókn hjá afa og ömmu. Við gerð- um stundum ekkert nema að hlæja saman. Afi sagði þá við okk- ur: „Passið nú að pissa ekki á ykk- ur af hlátri.“ Þetta fannst okkur auðvitað ennþá fyndnara og gát- um ekki hætt og enduðum báðar á því að pissa rækilega á okkur af hlátri. Þegar kom að mat var afi alltaf með það á hreinu hvað skyldi vera á boðstólum. Það skipti svo sem ekki máli hvort það var sérstakt tilefni eða ekki, afi passaði alltaf að nóg væri til af öllu þegar hann bauð fólki til borðs. Veislurnar hans eru sérstaklega eftirminni- legar þar sem hann lagði allan metnað sinn í að hafa þær sem glæsilegastar og var aldrei neitt til sparað. Afi mundi líka alltaf hvað mér þótti best í eftirrétt, en það voru sykruð jarðarber með rjóma. Þegar þau voru í boði sagði hann sérstaklega: „Heiðrós! Það er eftirmatur!“ með væmni í rödd- inni sinni. Alltaf var hægt að gera ráð fyrir að það væri „brunch“ heima hjá ömmu og afa á laug- ardagsmorgnum með öllu tilheyr- andi. Þangað voru allir velkomnir og auðvitað, eins og áður, alltaf nóg til af öllu. Svona mætti lengi halda áfram. Afa var rosalega annt um að vita hvernig mér gengi í mínu námi og ræddi það oft við mig og fór ekki leynt með hversu stoltur hann var af mér þegar mér hafði gengið vel. Hann bað ömmu mína alltaf um að hringja í mig eftir próf, en þau voru alltaf með það á hreinu hvenær ég færi næst í próf. Þegar við göngum í gegnum þá sorg að missa svona frábæran mann sem afi Þorsteinn var, þá fannst mér fyrstu dagana að ég mætti ekki brosa eða hafa gaman. Þegar ég glími við þessar hugs- anir þá rifja ég upp þá tíma þegar ég var að ganga í gegnum mitt gelgjuskeið. Þá brosti ég kannski ekkert oft og var ekkert mikið að sýna eldra fólkinu athygli. Þá heyrðist alltaf í afa á meðan hann horfði á mig: „Brooostu!“ Og svo brosti hann sjálfur til mín þar til ég brosti til hans. Þó að þetta hafi að sjálfsögðu farið aðeins í taug- arnar á gelgjunni þá fór ég með tímanum að vera meðvituð um þetta og að ég skyldi gjöra svo vel að brosa þegar ég væri nálægt honum afa mínum. Þessi minning minnir mig bara á að hann myndi ekki vilja að ég gerði neitt annað en að vera brosandi og glöð núna þrátt fyrir að hann sé farinn. Ég á margar góðar minning- arnar um þig. Þú varst alltaf fullur af gleði og húmor og hefur alltaf verið okkur eins og afi og passaðir alltaf fullkomlega inn í fjölskyld- una. Hvíldu í friði, elsku afi, bestu kveðjur. Heiðrós Tinna Hannesdóttir. MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2014 ✝ RögnvaldurGíslason fædd- ist í Eyhildarholti í Hegranesi í Skaga- firði 16. desember 1923. Hann and- aðist á Heilbrigð- isstofnuninni á Sauðárkróki mánu- daginn 7. apríl 2014. Foreldrar hans voru hjónin Gísli Magnússon, f. 25. mars 1893, d. 17. júlí 1981, og Guðrún Sveins- dóttir, f. 29. júlí 1895, d. 13. ágúst 1977. Rögnvaldur var fjórði í röð ellefu systkina sem upp komust. Af þeim lifa Gísli Sigurður, Árni, María Kristín Sigríður og Þorbjörg Eyhildur, en látnir eru Magnús Halldór, Sveinn Þorbjörn, Konráð, Frosti, Kolbeinn og Bjarni. Rögnvaldur kvæntist 16. des- ember 1954 Sigríði Jónsdóttur frá Djúpadal, f. 30. nóvember 1928, d. 18. október 2012. For- eldrar hennar voru hjónin Jón Eiríksson, f. 1. maí 1898, d. 8. júní 1988, og Nanna Þorbergs- dóttir, f. 1. júní 1906, d. 31. maí 1930. Börn Rögnvaldar og Sig- ríðar eru: 1) Eiríkur, f. 1. júní 1955. Eiginkona hans er Guðrún Ingólfsdóttir, f. 1959. Sonur Reykjavík, annan í Héraðsskól- anum á Laugarvatni og þann þriðja í Bændaskólanum á Hól- um og varð búfræðingur 1945. Aðra vetur var hann við bústörf heima í Eyhildarholti, en á sumrin oftast í vega- og brúar- vinnu víða um Norður- og Norðausturland. Þegar þau Sig- ríður giftust hófu þau búskap í Djúpadal og stóð til að þau tækju þar að fullu við búi en snöggur endi var bundinn á þau áform þegar Rögnvaldur fékk lömunarveiki vorið 1956. Hann lamaðist ekki en varð óvinnufær um nokkurra ára skeið og gat ekki unnið erfiðisvinnu eftir það. Um tíma vann Rögnvaldur íhlaupavinnu á skrifstofu Bún- aðarsambands Skagafjarðar, en í ársbyrjun 1961 hóf hann störf á sýsluskrifstofunni á Sauð- árkróki og vann þar til starfs- loka um sjötugt, lengst af sem aðalbókari. Fyrstu árin átti fjöl- skyldan áfram heimili í Djúpa- dal ásamt föður og föður- bræðrum Sigríðar, en Rögnvaldur leigði herbergi á Sauðárkróki og kom heim um helgar. Haustið 1967 fluttist fjölskyldan til Sauðárkróks og áttu þau hjón þar heima síðan, lengst af á Smáragrund 17 en frá 2004 í Sauðármýri 3. Eftir að Sigríður lést 2012 fluttist Rögn- valdur á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki og dvaldist þar síðasta árið. Útför Rögnvaldar fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag, 25. apríl 2014, kl. 14. þeirra er Ingólfur, f. 1994. 2) Nanna Valgerður, f. 20. mars 1957. Börn hennar eru: a) María Ásdís Stef- ánsdóttir, f. 1974, sem ólst að hluta til upp hjá afa sínum og ömmu. Hún er gift Árna Ragn- arssyni. Börn þeirra eru Hekla Irene Sigríður McKenzie, f. 1993, og Úlfur, f. 2001. b) Rögn- valdur Hjalti Nönnuson, f. 1981, sambýliskona Þorbjörg Ágústs- dóttir. 3) Guðrún, f. 5. júní 1958. Eiginmaður hennar er Bjarni Þór Björnsson, f. 1959. Dætur þeirra eru: a) Helga Kristjana, f. 1987, sambýliskona Ásta Kristín Benediktsdóttir. b) Ragna Sig- ríður, f. 1989, sambýlismaður Þráinn Halldór Halldórsson. c) Svava Hildur, f. 1993, unnusti Elmar Helgi Ólafsson. 4) Sigríð- ur Kristín, f. 4. janúar 1964. Eig- inmaður hennar er Þórir Már Einarsson, f. 1964. Synir þeirra eru: a) Bergur, f. 1993. b) Odd- ur, f. 1999. c) Dagur, f. 2003. Rögnvaldur ólst upp í Eyhildarholti og gekk í farskóla í Rípurhreppi en var síðan einn vetur í Gagnfræðaskólanum í Eftir níutíu ára lífshlaup er margt sem rifja má upp, gleðj- ast yfir og trega. Um fyrri hluta langrar ævi föður míns vissi ég lengst af fátt, og minnst um það sem erfitt var og ekki fór eins og vonir stóðu til. Pabbi var ekki þeirrar gerð- ar að horfa til baka með eft- irsjá eða velta sér upp úr því sem hefði getað orðið. Hann var glaðlyndur að eðlisfari, spaugsamur og stríðinn, tilfinn- ingaríkur undir niðri en jafn- framt gætinn maður og hóg- vær, yfirmáta samviskusamur og með ríka réttlætiskennd, alla tíð ástríkur heimilisfaðir og sífellt með hugann við velferð fjölskyldunnar. Hann var kröfuharður við sjálfan sig og sitt fólk, spar á hrós og stund- um óspar á gagnrýni, en um- burðarlyndur, víðsýnn og fram- farasinnaður þegar á hólminn var komið. Hann var bókhneigður og vel lesinn, nam búfræði og var vel búinn undir það sem hann ætl- aði að yrði sitt ævistarf þegar þau mamma hófu sambúð og búskap í Djúpadal upp úr miðri síðustu öld. Eflaust hafa þau verið vonglöð og bjartsýn í upphafi, þó að bæði hefðu kannski viljað eiga kost á meiri menntun. En bændabörn voru þau, rótföst í sveit, og bændur skyldu þau verða. Heilsubrest- ur pabba varð þó til þess að framtíðaráformin urðu snögg- lega að engu og við tóku erfið ár. Veikindi, óvissa, bágur fjár- hagur, áhyggjur og kvíði. Þrjú lítil börn og fátt til ráða. Eftir nokkurra ára basl fékk pabbi vinnu sem hentaði á Króknum og árum saman kom hann bara heim í sveitina um helgar, með dönsk Andrésblöð handa krökkunum og Femínu handa mömmu. Á þessum árum fædd- ist ég, yngsta barnið, en um það leyti sem ég fer að muna eftir mér gat fjölskyldan loks sameinast á ný þegar flutt var í hálfbyggt hús á Króknum. Því hlýtur að hafa fylgt gleði þó að erfitt væri að yfirgefa sveitina. Pabbi vann í rúm þrjátíu ár á sýsluskrifstofunni og oft mæddi mikið á honum þar, auk þess var hann lengi heilsuveill. En eftir miðjan aldur, þegar við systkinin vorum öll farin að heiman, áttu þau mamma sín bestu ár. Heilsan nokkuð góð og þau frí og frjáls. Þau ferð- uðust innanlands og utan, heimsóttu börn og barnabörn í lengri fríum en um helgar var iðulega skroppið fram í sveit. Fyrir tuttugu árum hættu þau bæði að vinna en voru áfram á faraldsfæti, óku um landið, komu suður í heimsókn, sinntu félagslífinu fyrir norðan. Það er útilokað að minnast pabba án þess að minnast mömmu. Að leiðarlokum er óhætt að segja að þau hafi bæði átt góða ævi, langa og gæfu- ríka. Og blessunarlega voru þau laus við beiskju og æðr- uðust ekki yfir nokkrum hlut. Þau voru saman í sextíu ár og enginn vissi til að þeim yrði nokkru sinni sundurorða þótt ólík væru um margt; þau bættu hvort annað upp og voru sem eitt. Það varð pabba óbærilegt áfall þegar mamma lést fyrir hálfu öðru ári. Eftir það lang- aði hann ekki til að lifa lengur og dó saddur lífdaga. Við Þórir og synir okkar erum innilega þakklát fyrir kærleik og um- hyggju þessa góða fólks og fjöldamargar ljúfar og gefandi samverustundir. Sigríður Kristín. Ég er með augun hans afa. Það er svo margt sem kemur upp í hugann. Allir neftóbaksk- lútarnir sem ég hjálpaði til við að brjóta saman og fékk að launum að eiga einn sem ég notaði óspart sem skuplu allt það sumar. Sólböð úti í garð- inum á Smáragrund, afi alltaf í jakkafatabuxum og nærbol, helst hvítum með bláum dopp- um. Þegar bíllinn rann „stjórn- laus“ niður brekkurnar út um allan Skagafjörðinn. Allir ótelj- andi fimmtíukallarnir og hundraðkallarnir sem birtust allt í einu í skálinni á skenkn- um og við fengum að eiga. Það tók mig mörg ár að skilja hvað afi meinti þegar hann sagði mér að loka fyrir útvarpið. Spenningurinn við það að rífa af dagatalinu. Þegar við amma náðum að plata afa í sund í fyrsta skipti í mörg mörg ár. Að koma seint norður en fara aldrei í rúmið fyrr en búið var að skella í okkur vöfflum, skúffuköku og mjólk. Páska- eggin sem voru geymd inni í búri. Sagan af því þegar afi lærði á þvottavélina og horfði á hana þvo frekar en á sjónvarp- ið. Þegar við sungum „Ó, María, mig langar heim“ fram á nótt á síðasta ættarmóti. Allir hádegislúrarnir og skrímsla- teppið. Ég hélt alltaf að setn- ingin: „Afi þinn er rugludallur!“ hefði verið búin til um afa á Króknum. Við afi áttum líka raulið sam- eiginlegt, raulum og syngjum án þess að taka eftir því sjálf. Ég á aldrei eftir að gleyma lag- línunni sem ég heyrði oft á dag þegar afi rölti um húsið. Þegar ég hitti afa síðast núna í febrúar var hann dauð- þreyttur því hann hafði verið á þorrablóti á dvalarheimilinu kvöldið áður, syngjandi fram á nótt. Hann var samt í fullu fjöri og vildi vita um allt sem ég var að gera. Hvernig gengi í skól- anum og hvort ég væri byrjuð að fljúga. Hann skildi held ég ekkert hvað ég er að læra, enda frekar nýstárlegt allt saman, en það skipti engu máli, það að ég stæði mig vel í því var númer eitt, tvö og þrjú, og spurning- arnar endalausar um framtíð- ina. Ég er handviss um að afa líð- ur miklu betur núna. Hann átti gott og langt líf og er búinn að finna Diddu sína aftur. Takk fyrir allt, elsku amma og afi. Ragna Sigríður. Góður vinur og frændi, Rögnvaldur Gíslason, er látinn, 90 ára að aldri eins og hann vildi verða. Ég kynntist Rögna þegar móðir mín var með mig, barn að aldri, til lækninga í Reykjavík. Hann var þá þar unglingur í skóla. Við vorum til húsa hjá frænku okkar Elín- borgu Lárusdóttur. Ekki var mikið aukapláss á Vitastíg 8a en þó alltaf pláss. Rögni svaf á harmónikubedda í borðstof- unni. Og einhver besta skemmtun mín var að laumast þangað á morgnana og reyna að ýta beddanum saman. Alltaf tók Rögni þessu vel og var alltaf tilbúinn að leika við krakkann. Hann var alla tíð ákaflega barngóður. Næstu kynni okkar sem ég minnist sérstaklega urðu aftur á Vita- stígnum hjá frænku okkar. Rögni fór þá að tala um að sig vantaði stúlku til að fara með sér til London með son sinn sem þangað þurfti í skurð- aðgerð, sem á þeim tíma var ekki hægt að framkvæma hér á landi. Drengurinn var þá þriggja ára. Ég var orðin ljós- móðir á Landspítalanum og sagði: „Ég skal fara með ykk- ur.“ Ég fékk frí úr vinnunni og fór með þeim. Þegar út kom var farið beint á stærsta barna- spítalann í London. Drengurinn fór síðan í aðgerð og ég var hjá honum alla daga en Rögni kom í heimsókn á heimsóknartímum en þannig átti það að vera. Eft- ir ár átti svo aftur að koma með drenginn. Þá var ég við nám í London og gat komið því þann- ig við að geta aftur verið þeim feðgum til aðstoðar. Eftir þetta fór ég, og síðan við Máni, að koma oftar í Skagafjörðinn og þá lá leiðin oft í Djúpadal og síðan á Sauðárkrók eftir að fjölskyldan flutti þangað. Alltaf tóku þessi elskuleg hjón, Rögn- valdur og Sigríður kona hans, sem lést 2012, jafn vel á móti okkur og alltaf var pláss til gistingar ef á þurfti að halda. Það sama má segja um gest- risni systkina hans. Þessar lín- ur eru til að þakka allar þær góðu stundir sem við Máni höf- um notið á heimili þeirra Diddu og Rögna. Þau eru kvödd með kærri þökk fyrir sína elskusemi í okkar garð. Við Máni vottum börnum þeirra og fjölskyldum innilega samúð. Blessuð sé minning Sigríðar og Rögnvald- ar. Kristín Ingibjörg Tómasdóttir (Dídí). Rögnvaldur Gíslason Lokað er mánudaginn 28. apríl vegna útfarar GUÐNÝJAR GUÐRÚNAR JÓNSDÓTTUR. ✝ Útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐNÝJAR GUÐRÚNAR JÓNSDÓTTUR, fer fram frá Laugarneskirkju mánudaginn 28. apríl kl. 13.00. Guðrún Rósa Michelsen, Ulf Löndahl, Lilja Dóra Michelsen, Sigurður Þorsteinsson, Frank Úlfar Michelsen, Inga Sigríður Magnúsdóttir, Hlynur Jón Michelsen, Anna Birna Michelsen, barnabörn og langömmubörn.  Fleiri minningargreinar um Þorstein Rínar Guð- laugsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Með trega og tárum kveð ég þig og ég veit að þú tekur skælbros- andi á móti mér hinum megin þeg- ar við hittumst aftur. Magnús Örn Tómasson. Svavar kom inn í líf systur minnar þegar hún átti erfitt, ein með Önnu Hlíf litlu 2 ára. Hann reyndist henni einstaklega vel, Anna Hlíf hefði ekki getað fengið betri pabba. Svavar og Ransý gift- ust og eignuðust yndisleg börn saman. Þau áttu yndislegan tíma saman og betra hjónaband var ekki til. Slysin gera ekki boð á undan sér og maður í blóma lífsins var tekinn frá fjölskyldunni sinni svona ótrúlega fljótt, þetta er svo ósanngjarnt. Svavar var aðalstjarnan í dans- inum með okkur, það verður eng- inn Travolta lengur, útilegurnar verða tómlegar án Svavars, það þýðir ekkert fyrir Aggý að kalla: Svavar, er ekki komið kaffi? Það verður að segja að hann skilji eftir sig svo mikið tómarúm enda var hann sá sem hélt uppi stuðinu í veislum og öðru skemmtilegu sem við gerðum saman. Svo er það fjöl- skyldan, hann var besti pabbi sem til var og besti eiginmaður sem til var, gríðarlega mikill vinur barna sinna og sá alltaf til þess að fjöl- skyldan hans væri hlæjandi eða að minnsta kosti brosandi. Þeirra missir er mestur. Við vitum að guð tekur vel á móti honum ásamt mömmu hans og ömmu. Elsku Tommi, Ester, Ransý systir, Anna Hlíf, Tommi, Áslaug og fjölskylda. Guð styrki ykkur í þessari miklu sorg. Að eignast vin getur tekið eitt andartak en að vera vinur tekur alla ævina. Ríta, Maggi og börn. Kæri vinur, það var okkur mik- ið áfall að fá fréttir af andláti þínu, en furða okkar þegar við fréttum hvernig slysið bar að var einnig mikil, því í gegnum öll okkar kynni hefur þú alltaf verið sá varkári bæði í leik og starfi. Andlát þitt á unga aldri sannfærir okkur enn betur um að lífið virðist fyrirfram ákveðið og við getum aðeins reynt að gera okkar besta með því að sýna heiðarleika, kærleik og vin- áttu á þeim stutta tíma sem við höfum. Það verður ekki annað sagt en að þér hefur tekist þetta allt, á þínum stutta tíma. Við vilj- um þakka þér, Ransí og börnun- um allar þær ánægjulegu stundir sem þið hafið veitt okkur frá fyrstu kynnum. Ransí mín, þér börnum og barnabörnum vottum við okkar innilegustu samúð. Megi almættið sem öllu ræður vernda ykkur og gefa ykkur styrk til að jafna ykkur eftir þetta mikla áfall. Ævinlega þakklátir vinir. Árni frændi og Kristín. Það er með sárum trega og söknuði sem ég kveð Svavar, starfsfélaga minn og vin í 28 ár. Það var ávallt gott að vinna með Svavari og hann skilur eftir sig stórt skarð. Hann var traustur, duglegur og hvers manns hugljúfi. Þekking hans og reynsla var fyr- irtækinu dýrmæt. Við hjónin erum óendanlega þakklát fyrir allar ljúfu minning- arnar sem við eigum frá ótalmörg- um ferðalögum og skemmtunum sem við tókum þátt í með þeim einstöku hjónum, Ransý og Svav- ari. Það var alltaf líf og fjör í kringum þau, enda stutt í brosið og grínið hjá þeim báðum. Sam- band þeirra einkenndist líka af mikilli hlýju og virðingu sem skap- aði góða nærveru. Þessar minn- ingar um skemmtilegar samveru- stundir og ljúfan dreng munu lifa í hjörtum okkar. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Elsku Ransý og fjölskylda. Við Guðrún vottum ykkur innilegustu samúð okkar og óskum þess að Guð veiti ykkur styrk í sorginni. Valdimar Einisson.  Fleiri minningargreinar um Svavar Sæmund Tóm- asson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.