Morgunblaðið - 25.04.2014, Qupperneq 35
Úr frændgarði Jóhönnu Ingibjargar Sigmarsdóttur
Jóhanna Ingibjörg
Sigmarsdóttir
Guðríður Eyjólfsdóttir
vinnuk. á Sóleyjarbakka
Brynjólfur
Einarsson
hreppstj.
og dbrm. á
Sóleyjarbakka
í Hruna-
mannahreppi
Matthías
Einarsson b. á
Miðfelli
Steinunn
Matthíasd.
húsfr. á
Skarði í
Gnúp-
verjahr.
Matthías
Jónsson
b. á Fossi
Haraldur Matthíass.
kennari og ferða-
garpur á Laugarvatni
Steinunn Matthíasd.
húsfr. á Hæli
Gestur
Steinþórsson
skattstjóri
Ólafur
Haraldsson
fyrrv. alþm.
Marta Brynjólfsdóttir
húsfr. í Kolsholtshelli
Guðrún
Brynjólfsd.
húsfr. í
Hólakoti
Margrét
Guðmundsd.
húsfr. í Dalbæ
í Hruna-
mannahr.
Jóhann Hall-
dór Pálsson
b. í Dalbæ
Sigurður Ingi
Jóhannsson
sjávarút-
vegs- og
landbúnaðar-
ráðherra
Gísli
Brynjólfsson
smiður á
Haugi
Gísli Gíslason
verslunarm.
í Rvík
Ingibjörg
Sólrún
Gísladóttir
fyrrv. borgar-
stj., alþm. og
ráðherra
Guðmundur Kristinn Sigurjónsson
b. í Kolsholtshelli
Guðríður Guðmundsdóttir
kennari, skólastj. og oddviti
á Skeggjastöðum
Jóhanna Jóhannesdóttir
húsfr. í Moldartungu
Sigurjón Daníelsson
b. í Moldartungu í Holtum
Marín Guðbjörg Sigurðardóttir
húsfr. á Víðastöðum
Sigurður Bjarnason
b. á Víðastöðum
Jóhanna Ingibjörg Sigurðardóttir
húsfr. á Hrafnabjörgum og
á Skeggjastöðum
Torfi Hermannsson
b. á Hrafnabjörgum og á Skeggjastöðum
Þorgerður Hermannsdóttir
frá Skuggahlíð
Aðalheiður Aðalsteins-
dóttir Malmquist
húsfr. í Neskaupstað
Björn Malmquist
fréttamaður á RÚV
Sigmar Ingi Torfason
pr. og b. á Skeggjastöðum og
prófastur í Múlaprófastsdæmi
Valgerður Torfadóttir
húsfr. í Skuggahlíð
Guðríður
Torfadóttir
húsfr. í
GrænanesiKristín Árnad.
húsfr. í Nesi í
Norðfirði
Valgerður
Árnad. húsfr. í
Laufási
Stefán
Jóhann
Guðmundsson
húsasmíðam.
í Hveragerði
Unnar
Stefánsson
fyrrv. ritstj.
Sveitar-
stjórnarmála
Kristján Már
Unnarsson
fréttam. á
Stöð 2
Bjarni Vilhjálmss.
cand.mag. og
þjóðskjalavörður
Vilhjálmur Bjarnas.
alþm.
Hermann Davíðsson
b. í Skuggahlíð í Norðfirði
1995-96, sat í stjórn Soroptim-
istaklúbbs Reykjavíkur 1997-99, var
stofnformaður Soroptimistaklúbbs
Austurlands 2003-2005, sat í vara-
stjórn Prestafélags Íslands frá 2000-
2001 og var varaformaður félagsins
2001-2003.
Jóhanna fékk ung áhuga á fjall-
göngum og lengri gönguferðum um
óbyggðar og fáfarnar slóðir: „Ég
gekk mikið hér áður fyrr og auðvitað
er fjöldinn allur af spennandi göngu-
leiðum hér á Austurlandi. En slíkum
ferðum hefur fækkað mikið hjá mér í
seinni tíð, enda er alltaf meira en
nóg að gera og ekki síst um helgar
og hátíðir. Nú gríp ég helst í góða
bók þegar tími gefst til og svo hlusta
ég gjarnan á góða tónlist til að slaka
á eftir eril dagsins.“
Fjölskylda
Eiginmaður Jóhönnu var Krist-
mundur Magnús Skarphéðinsson, f.
23.5. 1955, yfirmaður viðhalds-
deildar á Hótel Sögu, búsettur í
Reykjavík.
Börn Jóhönnu og Kristmundar
Magnúsar eru María Ósk, f. 30.5.
1981, tölvunarfræðingur og verk-
efnastjóri hjá Alcoa Fjarðaáli, bú-
sett á Egilsstöðum en maður hennar
er Þórir Björn Guðmundsson véliðn-
fræðingur og eru börn þeirra Hanna
Sólveig, f. 2009, og Kristmundur
Karl, f. 2012, og Sigmar Ingi, f. 12.6.
1985, tölvunarfræðingur hjá Lands-
banka Íslands, búsettur í Kópavogi
en kona hans er Helena Rós Hrafn-
kelsdóttir, skrifstofumaður hjá Sím-
anum, og er sonur hennar Hjörtur
Hilmar Benediktsson Kjerúlf, f.
2003, en sonur Sigmars og Helenu
er Magnús Ingi, f. 2012.
Systkini Jóhönnu: Stefanía Sig-
marsdóttir, f. 21.11. 1945, fyrrv.
skrifstofumaður, búsett í Kópavogi;
Valgerður Sigmarsdóttir, f. 2.9.
1947, handavinnukennari í Reykja-
vík; Marta Kristín Sigmarsdóttir, f.
10.2. 1949, sérkennari í Reykjavík;
Aðalbjörg Sigmarsdóttir, f. 16.5.
1952, bókasafnsfræðingur og for-
stöðumaður Héraðsskjalasafnsins á
Akureyri, og Guðmundur Sigmars-
son, f. 8.12. 1957, verkefnastjóri hjá
Reykjavikurborg.
Foreldrar Jóhönnu voru Sigmar
Ingi Torfason, fæddur á Hofi í Norð-
firði 15.8. 1918, d. 4.2. 1997, prestur
og bóndi á Skeggjastöðum og pró-
fastur Norður-Múlaprófastsdæmis
og síðar Múlaprófastsdæmis, og
k.h., Guðríður Guðmundsdóttir, f.
8.4. 1921, d. 26.4. 2002, skólastjóri og
oddviti á Skeggjastöðum.
ÍSLENDINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2014
Jón J. Aðils, sagnfræðingur ogalþingismaður, fæddist í Mýr-arhúsum á Seltjarnarnesi 25.4.
1869. Foreldrar Jóns voru Jón Sig-
urðsson, bóndi í Mýrarhúsum, og
Guðfinna Björnsdóttir húsfreyja.
Eiginkona Jóns var Ingileif, dóttir
Snæbjörns Þorvaldssonar og k.h.
Guðrúnar Teitsdóttur Bergmann.
Jón lauk stúdentsprófi frá Lærða
skólanum 1889, stundaði nám í
læknisfræði og síðan sagnfræði við
Kaupmannahafnarháskóla án þess
að ljúka prófum. Hann sinnti síðan
rannsóknum á íslenskri sögu 18. ald-
ar í ríkisskjalasafni Dana til 1897.
Eftir heimkomuna stundaði Jón
kennslu og flutti fyrirlestra um ís-
lenska sögu og íslenskt þjóðerni.
Fyrirlestrarnir komu út í þremur
ritum undir titlunum Íslenskt þjóð-
erni, Gullöld Íslendinga og Dag-
renning. Þá má skoða sem viðleitni
til að skapa heilsteypt, sögulegt hug-
myndakerfi fyrir íslenska þjóðern-
ishyggju, byggt á forsendum sem
sóttar voru til þýska heimspekings-
ins, Johanns Gottfried Herder
(1744-1803).
Sigríður Matthíasdóttir fjallar um
þetta hugmyndafræðilega hlutverk
Jóns í athyglisverðri doktorsritgerð
sinni frá 2004: Hinn sanni Íslend-
ingur – þjóðerni, kyngervi og vald á
Íslandi 1900-1930.
Boðskapur Jóns naut óneitanlega
velþóknunar íslenskra yfirvalda.
Hann var á styrk frá Alþingi til að
semja og flytja fyrirlestrana, varð
fyrsti kennarinn í sagnfræði við Há-
skóla Íslands, dósent þar, prófessor
og loks heiðursdoktor. Enginn
skyldi þó ætla að Íslendingum þyki
vænt um land sitt og þjóð – sögu,
tungu og bókmenntaarf, vegna fyr-
irlestra Jóns, eða kenninga þýska
átjándu aldar heimspekingsins Jo-
hanns Gottfrieds Herder, sem fæstir
hafa heyrt nefndan.
Jón var bókavörður við Lands-
bókasafnið, alþm. Reykvíkinga fyrir
Heimastjórnarflokkinn og Sam-
bandsflokkinn 1911-13 og sat í fána-
nefndinni 1912-13. Þekktustu rit
hans eru Íslandssaga, útg. 1915, og
Einokunarverslun Dana á Íslandi,
útg. 1917. Jón lést 5.7. 1920.
Merkir Íslendingar
Jón J. Aðils
90 ára
Pétur Þorláksson
Þorgrímur Jónsson
85 ára
Ari Guðjónsson
Guðmundur Frímannsson
Guðrún Sigurjónsdóttir
Þórarinn Guðmundsson
80 ára
Elsa Auðbjörg Unnarsdóttir
Guðrún Rafnkelsdóttir
Jóhanna Davíðsdóttir
75 ára
Auður Bjarnadóttir
Bára Erna Ólafsdóttir
Birgir Eyfjörð Tryggvason
Kristín Valdimarsdóttir
Kristján Ólafsson
70 ára
Bára Björg Kjartansdóttir
Kolfinna Sigurvinsdóttir
Valgerður Guðmundsdóttir
Victor Schenkman
60 ára
Baldur Óskar Þórarinsson
Guðrún Ásgerður
Jensdóttir
Guðrún P. Valgarðsdóttir
Guðrún S. Matthíasdóttir
Gunnar Páll Ólason
Jenný Lind Bragadóttir
Jensína U. Kristjánsdóttir
Kári Hólm Sigurðsson
Kristinn G. Þormar
Þorleifur Rúnar
Sigvaldason
50 ára
Bergur Guðgeirsson
Björn Bjarnason
Brynjar Viðarsson
Daníel Eyþórsson
Edda Heiðarsdóttir
Guðrún Erla Gunnarsdóttir
Halldór Jörgen Jörgensson
Hans-Wilhelm Wilkens
Hermann Drengsson
Hrefna Rósinbergsdóttir
Hulda Björk Pálsdóttir
Jóhann Ingason
Konráð Jón Sigurðsson
Valgeir Berg Steindórsson
Vordís Þorvaldsdóttir
40 ára
Björn Árni Ólafsson
Davíð Nikulásson
Indiana Hrönn Arnardóttir
Inna Tkachuk
Jóhanna Hjartardóttir
Jóhannes Baldur
Guðmundsson
Sigrún Þorsteinsdóttir
Thiamsaeng
Tangrodjanakajorn
Þórunn Marinósdóttir
30 ára
Arnar Sigurðsson
Eydís Rós Eyglóardóttir
Helgi Már Valdimarsson
Hrafnhildur Ingunn
Thoroddsen
Lilja Erlendsdóttir
Lukasz Pachucki
Marian Edward Grochol
Mónika Elísabet
Kjartansdóttir
Óskar Arnórsson
Róbert Freyr Michelsen
Wojciech Jaroslaw Buda
Til hamingju með daginn
30 ára Sara ólst upp í
Hafnarfirði, er nú búsett í
Reykjavík, lauk sjúkraliða-
prófi frá FB og stundar nú
nám í iðjuþjálfunarfræði
við HA.
Maki: Bjarni Þór Jónsson,
f. 1982, nemi í flugvirkjun.
Dóttir: Ylfa Rún, f. 2012.
Foreldrar: Hafdís Sigurð-
ardóttir, f. 1954, skrif-
stofumaður hjá Toyota-
umboðinu, og Pálmi
Helgason, f. 1953, starfs-
maður hjá Marel.
Sara
Pálmadóttir
30 ára Magnús ólst upp í
Reykjanesbæ, býr þar,
lauk sveinsprófi í bifvéla-
virkjun frá Borgarholts-
skóla og einkaflugmanns-
prófi 2012 og er í
atvinnuflugmannsnámi.
Maki: Þórdís Gunnlaugs-
dóttir, f. 1986, nuddari.
Foreldrar: Kristinn G.
Þormar, f. 1954, skip-
stjóri, og Jónína G,. Sam-
úelsdóttir, f. 1955, starfs-
maður við sundlaugina í
Reykjanesbæ.
Magnús
Þormar
30 ára Margrét ólst upp í
Þingholtunum í Reykjavík
og býr þar. Hún lauk stúd-
entsprófi frá MR, kennir
við Kramhúsið og vinnur
hjá Sirkus Ísland.
Systir: Vigdís Perla Ma-
ack, f. 1993, í Berlín.
Foreldrar: Pjetur Þor-
steinn Maack, f. 1950,
prestur og enskukennari,
og Ragnheiður Ólafs-
dóttir, f. 1957, miða-
sölukona við Þjóðleik-
húsið og blómarós.
Margrét Erla
Maack
Hægt er að
sendamynd og texta
af nýjum borgara eða
brúðhjónum af slóðinni
mbl.is/islendingar
eða á netfangið
islendingar@mbl.is
56 10 000
TAXI
BSR
Góð þjónusta í 90 ár