Morgunblaðið - 25.04.2014, Page 44
FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 115. DAGUR ÁRSINS 2014
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
„Maður missir ekki af leik nema þegar maður er á sjó,“
segir Steinar Berg Hermannsson, sjómaður og eldheitur
stuðningsmaður knattspyrnuliðs Liverpool. Hann hefur
leigt íbúð í Liverpool-borg helgina sem lokaumferð ensku
úrvalsdeildarinnar fer fram 11. maí. Steinar á þó ekki
miða á leikinn en hann segir það engu breyta. Nóg sé fyrir
hann að vera í borginni og drekka í sig stemninguna á
þessum degi. Væntingarnar eru miklar enda er Liverpool
með fimm stiga forystu í deildinni þegar þrjár umferðir
eru eftir en Liverpool hefur ekki hampað enska meist-
aratitlinum frá árinu 1990.
„Það á að reisa risastórt tjald nærri vellinum og leikn-
um verður varpað á það. Væntanlega verður allt stappað
og mér skilst að það sé ekki hægt að fá hótelherbergi í
borginni á þessum tíma,“ segir Steinar.
Öfgakennd hjátrú
Hann stefnir að því að fara til borgarinnar ásamt fimm
vinum. Fyrir íbúðina greiðir hann sem nemur tæpum 100
þúsund krónum. „Ég pantaði mér íbúðina eftir leik á móti
Tottenham sem Liverpool vann 4-0,“ segir Steinar en sá
leikur fór fram 30. mars.
Steinar á ekki langt að sækja stuðning sinn við Liver-
pool enda er faðir hans einnig stuðningsmaður félagsins.
Knattspyrnuáhuginn er ríkjandi í fjölskyldunni. Hálf-
bróðir hans Jón Guðni Fjóluson leikur knattspyrnu í Sví-
þjóð með Sundsvall. „Maður er á nálum þegar Liverpool
er að spila spennandi leik,“ segir Steinar. Líkt og svo
margir sem fylgjast með íþróttinni fögru er Steinar ekki
laus við hjátrú og hefur hann horft á alla leiki liðsins á
leiktímabilinu í sama búningnum.
Ívið öfgakenndari er hjátrú Péturs Magnússonar,
kynnis rokkhátíðarinnar Aldrei fór ég suður og vinar
Steinars, sem tekur ekki í mál að horfa á leiki liðsins
nema klósettsetan sé uppi. Þá reykir hann hálfa sígar-
ettu um miðjan fyrri hálfleik og hinn helminginn í síð-
ari hálfleik að sögn Steinars.
„Þetta er búið að vera erfitt síðustu ár og maður er
yfirleitt búinn að segja upp áskriftinni að enska bolt-
anum í október. En þetta er það skemmtilegasta sem
maður veit um þegar vel gengur,“ segir Steinar.
Miði á
leikinn
aukaatriði
Verður í Liverpool þegar
lokaleikurinn fer fram
This is Steinfield Steinar er með þennan platta uppi á vegg á heimili sínu í Bolungarvík.
Hörður Hilmarsson hjá ÍT ferðum segir
að gríðarleg eftirspurn sé eftir mið-
um á lokaleik Liverpool og New-
castle. Á leikinn sé hins vegar
löngu uppselt og hefur heyrst að
miðaverð á leikinn sé allt að
einni milljón króna á svörtum
markaði.
„Eftirspurnin er umtals-
vert meiri en fram-
boðið. Það er löngu uppselt. Þegar við vorum
komnir með 30-40 manna biðlista hættum
við að skrifa menn niður á lista.
Að sögn Harðar er ekki gott að segja
hversu margir Íslendingar verða á leiknum.
Áætla megi þó að í það minnsta 100 Íslend-
ingar verði þar. ,,Þetta er spurning um það
hversu mikið menn eru tilbúnir að borga fyrir
miða. Fyrir tveimur vikum var miðinn kominn
upp í 2.000 pund,“ segir Hörður.
Hættu að setja á biðlista
GRÍÐARLEG EFTIRSPURN EFTIR MIÐUM Á LOKALEIKINN
Hörður
Hilmarsson
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470
1. „Mér brá við að sjá verðið“
2. Ofurhugi lést í fallhlífarslysi
3. Með fjögurra ára barn á brjósti
4. Þóra hinn fullkomni kandídat
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Menningarmiðstöðin Edinborg
stendur fyrir nýjum menningar-
viðburði 10. maí sem nefnist Opin
ljóðabók. Opin ljóðabók hefst í Ed-
inborgarhúsi með erindi Gerðar
Kristnýjar en ljóðasafn með verkum
hennar kom út fyrir stuttu. Að lokinni
dagskrá í Edinborg verður haldið til
Súðavíkur í Melrakkasetur þar sem
skúffuskáld koma fram og boðið
verður upp á góðan mat og tónlist.
Ljóð á Vestfjörðum
Tríó Reykjavíkur
heldur hádeg-
istónleika á Kjar-
valsstöðum í dag í
samstarfi við
Listasafn Reykja-
víkur. Tríóið flytur
Vorið úr Árstíðum
Vivaldis með að-
stoð fjögurra
nemenda úr Listaháskóla Íslands og
Tónlistarskólanum í Reykjavík og er
aðgangur ókeypis. Einnig verður leik-
ið píanótríó eftir Beethoven.Tríóið
skipa Guðný Guðmundsdóttir, Gunn-
ar Kvaran og Richard Simm.
Vor í safni Kjarvals
Leitin að geislasteininum nefnist
ný bók eftir einn ástsælasta barna-
bókahöfund þjóðarinnar, Iðunni
Steinsdóttur. Bókin segir af þremur
tólf ára krökkum sem kynntir voru til
sögunnar í bókinni Varið ykkur á
Valahelli og komast nú aftur
í hann krappan. Iðunn hef-
ur hlotið fjölda verðlauna
og viðurkenninga fyrir
skrif sín, m.a. Íslensku
barnabókaverðlaun-
in og heiðurslaun
Bókasafnssjóðs.
Ný bók eftir Iðunni
Á laugardag Hæg norðlæg eða breytileg átt. Skýjað norðantil á
landinu og hiti 2 til 6 stig. Bjart með köflum annars staðar og hiti 6
til 12 stig að deginum.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg breytileg átt og rigning með köflum
norðantil á landinu, en úrkomulítið annars staðar. Hiti 5 til 14 stig,
hlýjast á Austurlandi.
VEÐUR
FH vann deildarmeistarana
og granna sína í Haukum
öðru sinni í Kaplakrika í
gærkvöld, í undanúrslitum
Íslandsmóts karla í hand-
knattleik. Þar með geta FH-
ingar unnið einvígið 3:0
með sigri í þriðja leiknum á
Ásvöllum á sunnudaginn. Í
hinu undanúrslitaeinvíginu
jöfnuðu Valsmenn metin
gegn ÍBV, 1:1, með sigri
á heimavelli. »2-3
FH-ingar vopnaðir
sópnum á Ásvelli?
„Þetta er afar spennandi verkefni
enda mikill efniviður hjá félaginu,“
sagði Einar Andri Einarsson, núver-
andi þjálfari FH, sem tekur við þjálfun
Aftureldingar í sumar.
Samningur hans við FH
rennur út í lok leiktíð-
arinnar. Hann tekur við
þjálfun Aftureldingar af
Konráð Olavssyni sem
stýrði liðinu til
sigurs í 1. deild-
inni á þessari
leiktíð. »1
Einar Andri fer frá FH og
tekur við Aftureldingu
Varnarleikurinn var í fyrirrúmi þegar
Valur sigraði ÍBV, 21:17, í fyrsta leik
liðanna í undanúrslitum Íslandsmóts
kvenna í handknattleik á Hlíðarenda.
Að sama skapi er engin ástæða til að
hrósa sóknarleik liðanna neitt sér-
staklega. Þrjá sigurleiki þarf til að
komast í úrslitin og liðin mætast
næst í Vestmannaeyjum á sunnudag-
inn kemur. »4
Varnarleikurinn var í
fyrirrúmi á Hlíðarenda
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á