Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.04.2014, Qupperneq 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.04.2014, Qupperneq 17
*Hlátur er tímalaus.Ímyndunarafl hefur engan aldur. Draumar lifa að eilífu. Mína mús. 13.4. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17 Hvar og hvenær? Menningarmiðstöðinni Gerðu- bergi, laugardag kl. 14. Nánar: Fjölskyldan hefur kost á því að föndra saman páskaskraut. Allt efni á staðnum. Páskaföndur Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, er þriggja barna faðir og mikill fjölskyldumaður. Hann er giftur Írisi Ösp Bergþórsdóttur. Þátturinn sem allir geta horft á? Þátturinn sem allir geta horft á eins og staðan er núna er Ísland got talent. Það er gríðarspenna á heimilinu og hver á sinn uppáhalds- keppanda. Svo er Simp- son alltaf fínn fyrir alla í fjölskyldunni. Maturinn sem er í uppá- haldi hjá öllum? Maturinn sem enginn á heim- ilinu kvartar yfir er líklega hakk og spag- ettí. Það eru allir voða sáttir þegar það er á borðum. Svo er heimagerða pítsan á föstudögum að sjálfsögðu fastur liður. Skemmtilegast að gera saman? Okkur finnst voða gaman að fara í bústað með vin- um og vandamönnum og svo eru börnin okkar orðin ansi kaffihúsavön. Þar er oft sest niður, drukkið kaffi og kakó og málin rædd, blöð og bækur lesin. Borðið þið morgunmat saman? Við borðum yfirleitt saman morgunmat; það er í svolitlum flýti á virkum morgnum en meiri rólegheit um helgar. Um helgar er oftast hent í smábei- kon og klaki settur í djúsinn. Hvað gerið þið saman heima ykkur til dægrastyttingar? Til dægrastyttingar heima er mikið púslað og klippt út blöð og annað í þeim dúr. Auk þess skellum við okkur oft á hjól og tætum eitthvað út í bláinn, enda nauðsynlegt að viðra þessi kvikindi. EFTIRLÆTI FJÖLSKYLDUNNAR Hent í beikon um helgar Sverrir Þór Sverrisson Verslunin Spilavinir hefur verið starfrækt um sjö ára bil og hefur notið mikilla vinsælda. „Við höfum frá upp- hafi lagt mikla áherslu á að efla jákvæða spilamenn- ingu með því að kenna spil í búðinni, í skólum, á frí- stundaheimilum, bókasöfnum og elliheimilum,“ segir Svanhildur Eva Stefánsdóttir en hún og Linda Rós Ragnarsdóttir stofnuðu verslunina árið 2007. Verslunin er til húsa í bláu húsunum í Faxafeni. „Við eigum mikið úrval spila sem henta börnum jafnt sem fullorðnum. Spilastund er skemmtileg afþreying sem eflir samskipti fólks. Sjálfar spilum við ekki aðeins í vinnunni heldur líka heima enda er það svo gefandi stund.“ Ókeypis á spilakvöld Spilavinir efna reglulega til spilakvölda í versluninni fyrir fullorðna og unglinga en aðgangur að þeim er ókeypis. Spilavinir hafa líka verið samstarfi við Gerðu- berg og Borgarbókasafnið um að halda spilastundir fyrir almenning innan þeirra veggja. Þá er mikil eft- irspurn eftir Spilavinum á bekkjarkvöld, en það er rukkað ákveðið gjald fyrir þau. „Við leggjum mikið upp úr því að foreldrar séu með í spilum og þess vegna er það skilyrði hjá okkar að foreldrar og börn séu saman í spilum á bekkjarkvöldum. Það kemur mörgum á óvart en við leggjum mikla áherslu á það. Það breytir engu þó að krakkarnir séu í 10. bekk. Þau halda oft að þau geti verið án foreldra en við gefum ekkert eftir með það því það er einmitt á þessum aldri sem það er svo mikilvægt að fjölskyldan geri eitthvað skemmtilegt saman.“ Svanhildur segir kosti við að spila vera margskonar. Augljósi kosturinn sé samveran en auk þess fléttast inn í það ýmsir bónusar. „Spilin byggjast á samveru en það er margskonar nám og þjálfun sem á sér stað í spilum. Stærðfræði er til að mynda í öllum spilum, samlagning, margföldun, líkindareikningur og bara heilmikil rökhugsun. Í spilum erum við að þjálfa hug- arreikning. Einnig erum við að þjálfa atriði sem er mikilvægt í spilum og í lífinu og það er tillitssemi. Ef spiluð eru þyngri spil þar sem nota þarf útsjónarsemi og rökhugsun er mikilvægt að vera tillitssöm svo ánægjan hjá öðrum sé ekki eyðilögð.“ Svanhildur segir þó stærsta þáttinn byggjast á samveru. gunnthorunn@mbl.is SPIL HAFA ÝMSA KOSTI OG ÞJÁLFA HUGARREIKNING OG RÖKHUGSUN Spilavinir efna reglulega til spilakvölda í versluninni fyrir fullorðna og unglinga en aðgangur að þeim er ókeypis. Morgunblaðið/Golli Fjölskyldur sameinast í spili Um páskana nýta eflaust margar fjölskyldur fríið í ferðalög. Sumir fara á skíði, aðrir upp í sumarbústað og sumir eru jafnvel svo heppnir að hverfa út fyrir landsteina. Ein- hverjir halda sig við einfaldleikann og hjúfra sig heima í notalegheitum. Í Vísindabók Villa má finna ým- islegt sniðugt og margt þar fyrir fjölskylduna að dunda við um páskana, eins og til dæmis tilraunir. Hér kemur sniðug tilraun sem auðveldlega er hægt að framkvæma heima og ekki fyrirferðarmikil fyrir foreldrana. Athugið að um er að ræða alvöru- tilraunir og því þurfa allir að fara varlega! Draugaleg sápukúla Efni í tilraun  Vatn í stórri skál eða glasi  Skeið eða hanski  Nokkrir kubbar af þurrís, en aðeins einn ef um er að ræða glas.  Nauðsynlegt að nota hanska þegar þurrís er með- höndlaður  Sápuvatn til að gera sápukúlur, uppþvottalögur og vatn hentar vel  Bútur úr tusku eða efni Framkvæmd Þurrísinn er settur í skálina og örlitlu vatni hellt yfir. Skálin verður eins og nornapottur fullur af galdraseiði. Tuskunni er dýft ofan í sápuvatnið sem er í sér- skál þar til hún verður blaut í gegn. Tuskan er síðan dregið eftir barm- inum á skálinni með þurrísnum í og svo yfir vökvann í skálinni til að setja sápulag efst. Ótrú- legir hlutir gerast þá og sápukúla myndast sem stækkar og stækkar. HVAÐ ÆTLAR FJÖLSKYLDAN AÐ BAUKA UM PÁSKANA? Heimatilbúnar tilraunir Morgunblaðið/Eggert 4 vikna vornámskeið hefst 26. apríl Upplagt til kynningar fyrir byrjendur. Upplýsingar í síma 561 56 20. Vilhelm Anton Jónsson eða Villi sýnir hér börnum í Austurbæjarskóla ýmislegt snjallt og skrítið úr heimi vísindanna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.