Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.04.2014, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.04.2014, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.4. 2014 Heilsa og hreyfing Streita sem fylgir daglegu lífi flestra getur haft ýmsa fylgikvilla. Svefnleysi, óeirð og jafnvel kvíði hrjáir marga en sumir taka streituna og gremjuna út á tönn- unum. Komið hefur í ljós að nærri því 1 af hverjum 10 Bret- um gnístir tönnum í tíma og ótíma með þeim afleiðingum að þær geta skemmst. Tannskurðlæknirinn dr. Nigel Carter, yfirmaður British Dental Health Foundation, segir þetta vera vaxandi vandamál meðal Breta. „Það leikur enginn vafi á því að streita í daglegu lífi fólks hefur áhrif á þessa hegðun með- an fólk er vakandi,“ segir Carter en meiri hætta er að hans sögn á skemmdum hjá þeim sem gnísta saman tönnum yfir daginn. Eðlileg hreyfing kjálkans Karl Örn Karlsson, tannlæknir og lektor við tannlæknadeild Há- skóla Íslands, segir gnístran tanna vera eðlilega hreyfingu á kjálkanum þegar fólk rumskar í svefni. „Ég reikna með að margir gnísti tönnum í svefni. Almennt er það ekki vandamál en þessir fáu sem gnísta meira en góðu hófi gegnir geta þá fengið góm til að koma í veg fyrir skemmdir,“ segir Karl en hann segir eðlilega líffræðilega ástæðu fyrir því að fólk gnísti tönnum í svefni. „Ver- ið er að koma af stað munn- vatnsflæði svo munnurinn þorni ekki meðan við sofum.“ Mikilvægt er að greina á milli þeirra sem gnísta tönnum í svefni og þeirra sem gnísta tönn- um saman yfir daginn. Karl segir það alls ekki útilokað að þeir sem gnísti tönnum yfir daginn geri það vegna streitu eða stress. Margir gnísta tönnum í svefni Gera verður greinarmun á þeim sem gnísta tönnum í svefni og þeim sem gera það vakandi en streita og stress getur valdið því að fólk gnísti vakndi. Morgunblaðið/Arnaldur STRESS SEM FYLGIR DAGLEGU LÍFI GETUR HAFT ÁHRIF Á TANNHEILSU OKKAR R annsóknir lækna og fræðimanna sýna að kynin upplifa gjarnan aðdraganda hjarta- áfalla og kransæðastíflna með ólíkum hætti. Einkennin virðast vera nokkuð ólík eftir því hvort um karla eða konur er að ræða. Dæmigert er að þyngsli fyrir brjósti og verkur í vinstri handlegg tengist hjartakvilla eða þrengslum í æðakerfinu. Sú er hins vegar fyrst og fremst raun- in í tilfelli karla en ekki kvenna. Þær upplifa miklu frekar erfiðleika varðandi öndun, svita og kviðverki. Gera þarf greinarmun á konum og körlum Dr. Johnson er sérfræðingur í hjartasjúkdómum við Brigham and Women’s Hospital í Boston-ríki í Bandaríkjunum. Hún hefur í störfum sínum sérstaklega beitt sér fyrir bættri heilsu kvenna. Hún er þeirrar skoðunar að bein- línis sé hættulegt að meðhöndla kynin eins þegar kemur að heilsufari og seg- ir afleitt að steypa kynin í sama mót. Slíkt sé hættulegt heilsu kvenna og hún kallar eftir hugafarsbreytingu í vinnu- brögðum í heilbrigðisgeiranum hvað þetta varðar. Dr. Johnson hélt athyglisverðan fyrirlestur í lok síðasta árs á TED-ráðstefnunni í San Franc- isco-ríki í Bandaríkjunum. Í máli hennar kom til að mynda fram að konur væru 70% lík- legri til þess að finna fyrir einkennum þunglyndis á lífs- leiðinni heldur en karlar. Ýmis einkenni hjá kon- um á borð við kvíða séu þó ekki alltaf með- höndluð sem þunglyndi heldur fái konur ranga greiningu hjá læknum í 30-50% tilfella. Dr. Johnson tók þetta sem dæmi í fyrirlestri sínum og greindi frá því að um sextugt hefði móðir hennar orðið fyrir barðinu á þunglyndi og aldrei náð sér að fullu. Hún bendir á að munur á milli kynjanna sé talsverður í fjölmörgum algengum sjúkdómum. Frumur eru karl- og kvenkyns Dr. Johnson segir að frumurnar í mannslíkamanum séu kyngreindar. Mannskepnan sé því karl eða kona alveg inn að beini og flest líffæri séu ólík eftir kynj- um. Fyrir rúmum tuttugu árum var fyrst farið að horfa til þessa og á þeim áratugum sem liðnir eru hefur ýmislegt breyst að mati Johnson. Hún vill þó gera betur í því að fyrirbyggja alvarleg veikindi hjá konum. Mun betur. Johnson nefndi þrennt í fyrirlestri sínum. Í fyrsta lagi hjartasjúkdóma sem eru algengasta dánarorsök kvenna í Bandaríkjunum. Í öðru lagi lungnakrabba- mein sem dregur fleiri konur til dauða í Bandaríkj- unum en aðrar tegundir krabbameins. Í þriðja lagi þunglyndi sem er algengasta orsök örorku hjá kon- um í heiminum. BRAUTRYÐJANDINN DR. PAULA JOHNSON Sjúkdómar herja á kynin með ólíkum hætti * TED-samtökin standareglulega fyrir ráðstefnum og fyrirlestrum í hinum ýmsu málaflokkum og starfs- greinum. * TED er skammstöfunfyrir Technology, Entertain- ment and Design eða tækni, afþreyingu og hönnun á hinu ástkæra ylhýra. * Fyrirlestur dr. Johnsonfrá því í desember má nálgast á netmiðlinum Youtube.com undir heitinu: Paula Johnson: His and hers … healthcare. DR. PAULA JOHNSON HEFUR UNNIÐ BRAUTRYÐJENDASTARF MEÐ RANN- SÓKNUM SÍNUM. HÚN NÁLGAST HJARTASJÚKDÓMA ÚT FRÁ ÞVÍ HVORT KYNIÐ ER UM AÐ RÆÐA OG SEGIR VERA TALSVERÐAN MUN Á ÞVÍ HVERN- IG SJÚKDÓMAR HRELLA KARLA ANNARS VEGAR OG KONUR HINS VEGAR. Kristján Jónsson kris@mbl.is Áreitið sem fylgir snjalltækjum getur verið yfirþyrmandi. Leikir og smáforrit sem ætluð eru til dægrastyttingar geta jafnvel orðið til þess að auka á streitu og valda kvíða. Smáforritið Personal Zen, sem fáanlegt er í App Store fyrir iPhone, er þróað af vísindamönnum og hugsað sem vopn í baráttunni við kvíða og streitu, eins konar hvíldar- og hugleiðsluforrit. Forritið spilar tónlist sem róar hugann og miðar að því að fá notandann til að hugsa jákvætt. Smáforrit gegn streitu Paula A. Johnson fæddist árið 1959. Hún er í raun bæði starf- andi læknir og fræðimaður og býr í Massachusettsríki. Johnson lærði líffræði í Harvard og fór síðan í læknisfræði í sama skóla. Hún útskrifaðist bæði sem lækn- ir og með meistaragráðu í lýðheilsufræði árið 1985. Hún sérhæfði sig síðar í hjartasjúk- dómum en hún starfar sem deild- arstjóri hjá Brigham and Women’s Hosp- ital. Auk þess er hún prófessor í læknisfræði við Harward og stjórn- arformað- ur Mary Connors Center for Wo- men’s Health. Læknir og lýðheilsu- fræðingur Ekki er víst að karlar og konur finni fyrir sömu einkennum sjúkdóma. Morgunblaðið/Styrmir Kári Dr. Paula Johnson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.