Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.04.2014, Síða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.04.2014, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.4. 2014 Matur og drykkir É g hafði alltaf verið meðvituð um hollar venjur og reynt svona að vanda aðeins það sem ég lét ofan í mig. Fyrir um átta árum fór ég að gera þetta markvissara og í janúar síðastliðnum tók ég þetta síðan skrefinu lengra og tók sykurinn og glútenið út,“ segir Valdís spurð út í áhuga hennar á mat og matargerð. Bætir hún létt í bragði við að fjölskyldan sé öll til í að smakka tilraunir hennar án fyrrnefndra hráefna, þótt börnin þrjú séu mishrifin af afrakstrinum. „Þau eru öll alveg til í smakka en ég vil að þau séu alveg hreinskilin um hvað þeim finnst. Það er helst að eldri dóttirin kunni að meta þetta holla en hin vilja stundum bara kanilsnúð,“ segir hún kankvís. Instagram við upplýsingaleit Valdís segir breytinguna í mataræðinu ekki hafa komið mjög auðveld- lega enda leynist sem dæmi sykurinn í svo mörgum matvælum. „Það er í raun ekki fyrr en maður tekur sykur út sem maður áttar sig á hversu mikið af honum maður hefur verið að borða, þótt maður hafi talið sig borða nokkuð hollt. Sykurinn er í nánast öllu, bara í mismun- andi formi,“ segir Valdís. Hún segist nýta sér vefinn óspart til að leita sér fróðleiks, bæði um ný hráefni og uppskriftir, auk þess sem hún hefur miklar mætur á In- stagram-myndaforritinu. „Ég nota það mjög mikið og finnst það frá- bært til að afla fróðleiks. Þarna getur maður fylgst með fólki með sömu áhugamál, úti um allan heim, sem bendir líka oft á flottar vefsíð- ur, bloggara og aðra sem eru að gera eitthvað áhugavert í þessum efnum,“ bætir hún við. Heilari kveikjan að blogginu Sjálf hóf Valdís að blogga fyrir nokkru, þar sem hún vildi geta nálgast uppskriftir og upplýsingar sem hún hafði viðað að sér, og kunni að meta, á einum miðlægum stað. Heldur hún úti vefsíðunni ljomandi.is þar sem nálgast má mikið af hollum og girnilegum uppskriftum, auk ýmiskonar fróðleiks. „Það var eiginlega vinkona mín sem hvatti mig til að byrja á þessu en ég hafði svolítið verið að nota vini mína sem til- raunadýr. Hún er heilari og var svolítið gaman að fá þetta frá henni,“ segir Valdís. Spurð að því hvar henni finnist best að versla segist hún hrifin af vörunum frá Sollu á Gló, enda handhægt að geta nálgast þær í stór- mörkuðum. „Mér finnst líka frábært úrval af glútenlausu mjöli í Kosti,“ bætir hún við og segist m.a. nota mikið bókhveiti, maísmjöl og fleiri tegundir svo sem teff-mjöl, sem hún hefur þó enn ekki fundið hér á landi. „Síðan elska ég auðvitað mest að versla í Whole Foods er- lendis en ég vegna starfsins kemst ég þangað reglulega. Það er allt svo fallegt þar og skemmtilegt að skoða,“ bætir hún við. Valdís gefur hér uppskrift að ljúffengri súkkulaðiköku án hveitis og heimagerð hrökkbrauðs sem er afar einfalt að gera. Viðurkennir hún að henni hafi tæplega litist á blikuna þegar hún bakaði kökuna í fyrstu en í hana er m.a. notað kínóa í stað hveitis. „Síðan kom þetta svona líka rosalega vel út – það var svo gaman að sjá hvað hægt er að búatil úr svona óhefðbundnu hráefni í kökubakstri,“ segir hún að endingu. Morgunblaðið/Kristinn SKEMMTILEGAST AÐ VERSLA Í WHOLE FOODS Sykurinn leynist víða Í UPPHAFI ÁRS ÁKVAÐ VALDÍS SIGURGEIRSDÓTTIR FLUGFREYJA AÐ TAKA GLÚTEN OG SYKUR ÚT ÚR MATARÆÐI SÍNU. HÚN SEGIR BREYTINGUNA EKKI HAFA KOMIÐ AUÐVELDLEGA, ENDA LEYNIST SYKURINN VÍÐA. FANN HÚN STRAX MIKINN MUN, EKKI SÍST Í LJÓSI VANVIRKS SKJALDKIRTILS SEM HÚN HEFUR LENGI GLÍMT VIÐ. Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is Valdís segir eiginmanni og börn alveg til í að prófa tilraunir hennar. Hér er hún ásamt þeim Eddu Berglindi, Bjarka Viðari og Hönnu Birnu. 1 dl maísmjöl 1 dl bókhveitimjöl 1 dl sesamfræ ½ dl mulin hörfræ (í kaffikvörn) ½ dl sólblómafræ ½ dl hampfræ 1⁄4 dl chia-fræ 21⁄4 msk. kókosolía 2½ dl soðið vatn smálaukduft birkifræ smásalt í deigið og til að strá yfir Aðferð: Hrærið saman þurrefnunum. Sjóðið vatn og setjið fljótandi kókosolíuna út í og hrærið saman við deigið. Setjið bökunarpappír á plötu, síðan deigið, annan bökunarpappír þar ofan á og dreifið um plötuna með höndunum. Þannig klístrast ekki hendurnar og mun auðveldara að eiga við. Stráið smá birkifræjum og salti yfir og setjið bökunarpappírinn aftur yfir og þrýstið létt. Skerið í kex með pitsuskera. Bakið við 175° C í 25-35 mínútur. Þetta hrökkbrauð er svo gott og svakalega einfalt að gera. og svo miklu betra og hollara en margt af því sem fæst úti í búð. Það er meðal annars ótrúlega gott með t.d. hummus, rauðrófumauki eða bara smjöri og osti. Hrökkbrauð með laukbragði

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.