Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.04.2014, Side 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.04.2014, Side 38
Síminn tók við og ræður nú för Walkman frá Sony var fyrsta skerfið í átt að auknu frelsi fyrir tónlistarunenndur. F ermingargjafir fylgja tækniþróun eins og skugginn og um leið og ný tækni leysir gamla af hólmi breytast óskalistar fermingarbarna. Foreldrar sem eru að ferma börnin sín í dag muna eflaust eftirvæntinguna sem fylgdi því að fá nýjan plötuspilara, kasettutæki, hljómflutningsgræjur eða jafnvel ferðageislaspilara. Nú bíða fermingarbörn spennt eftir iPad, iPhone eða öðrum sambærilegum snjalltækjum. Öll þessi tæki eiga það sameiginlegt að gera okkur kleift að hlusta á tónlist og því má segja að tónlistin sé það sem sameini allar kyn- slóðir fermingarbarna. Draumurinn hefur þó alltaf verið að geta tekið tónlistina með sér hvert sem er og haft hana í eyrunum að vild, óháð lagalistum útvarpsstöðva eða bundin heima við hljómflutningstækin. Ný tækni gerði þann draum að veruleika og smátt og smátt hurfu stóru hljómflutningstækin og nú sækjast fermingarbörn eftir litlum og handhægum tækjum sem sameina hljómflutningstækin, tölvuna og síman í eitt. Fyrsti vísbendingin af því sem koma skyldi var Walkman-ferðakasettutækið frá Sony. Hand- tækt lítið vasadiskó sem gerði fólki kleift að hluta á tónlist óháð lagalistum útvarpstöðva og ekki takmarkaði við hljómflutningsgræjurnar heima. Kassalaga tækið með innstungu fyrir tvö heyrn- artól seldist eins og heitar lummur en 200 milljónir Walkman-tækja voru seldar á líftíma þess. Ferðageislaspilarinn tók við keflinu af vasadiskóinu og gat enginn fermingardrengur eða stúlka látið sjá sig í skólaferðalögum eða unglingavinnu öðruvísi en að vera með ferðageislaspil- ara. Hvorki vasadiskóið né ferðageislaspilarinn leistu hljómflutnignsgræjurnar af hólmi það gerðist ekki fyrr en starfræna tæknin kom til sögunnar og lítil tæki eins og snjallsímar og spjaldtölvur fóru að kosta meira en stóara hljómflutningsstæður. Ætli flest fermingarbörn óski sér ekki nýjasta snjallsíman í fermingarpakkan í ár frekar en stóra hljómflutningssamstæðu. Síminn getur gert svo miklu meira og þeir sem vilja spila tónlist hátt geta alltaf tengt símann sinn við nýjustu hátalarasettinn eða jafnvel útvarps- og sjónvarpstæki. HVERNIG HLUSTA FERMINGARBÖRN Á TÓNLIST? ÖLL FERMINGARBÖRN EIGA ÞAÐ SAMEIGINLEGT AÐ HLUSTA Á TÓNLIST OG ÞÁ SKIPTIR ENGU MÁLI HVORT FERMINGIN ER Í ÁR EÐA VAR FYRIR 20 ÁRUM. ÞAÐ EINA SEM ER BREYTT ER TÆKNIN OG KANNSKI TÓNLISTIN. Fermingargræjan árið 1987 þeg- ar kassettur voru enn notaðar. Hljómflutningsgræjan sem fermingar- börn vildu fá í fermingargjöf árið 1999. Ferðageislaspilarinn náði aldrei sömu vinsældum og vasa- diskóið eða síðar snjallsíminn. Nýjasta hljómflutningstækið frá Sony nýtir sér stafræna tækni. * Draumurinn hefurþó alltaf verið aðgeta tekið tónlistina með sér hvert sem er og haft hana í eyrunum. Snjallsíminn sam- einar tölvuna, sím- an og tónlistarspil- arann í eitt öflugt tæki sem fæstir geta verið án í dag. Ipod var fyrsti stafræni tónlistarspilarinn sem náði verulegum vinsæld- um um allan heim. 58 milljón tíst eru send út á Twitter á hverjum einasta degi eða 9.100 á hverri einustu sekúndu. Samt eru 222 milljónir notenda óvirkar og lesa bara annarra manna tíst. Sekúndutíst Árið 2009 var Chris Hoffman beðinn að smíða einhjól líkt og sást í teiknimyndinni Dragon- ball. Dóttir Hoffmans var mik- ill aðdáandi teiknimyndanna og sérstaklega karakterins Bulma sem ók einhjólinu. Hún bað föður sinn að smíða slíkt hjól. Hoffman segir á heimasíðu sinni að hann sé sjálflærður verkfræðingur og láti ekkert stoppa sig. Síðan í byrjun desember á síðasta ári hefur verið hægt að forpanta hjólið en Hoffman og fé- lagar sem standa á bak við hjólið búast við að það komi á götur og göngustíga vestanhafs í byrjun maí. Verðið er 5.295 dollarar eða rúmlega 600 þúsund. Hægt er að bæta við þann kostnað með stærra batteríi, betri ljósum og fleiri aukahlutum. Líkt og með Segway-hjólin hallar öku- maðurinn sér fram til að fara áfram. Hjólið kemst á 10 mílna hraða sem er 16 kílómetra hraði á klukkustund og gengur fyrir rafmagni. Innblásið af teiknimynd RYNO-EINHJÓLIÐ KEMUR SENN Á GÖTUR OG GÖNGUSTÍGA VESTANHAFS. Dýrt: Sennheiser HD 800. Há- gæðaheyrnartól frá Sennheiser sem setja ný viðmið í hljómburði. Eini gallinn er að þau koma ekki með 3,5 mm jack-tengi. Verð: 179.900. Fást í Pfaff. Miðlungs Noontec Zoro þráðlaus heyrnartól. Með Bluetooth- tækninni losnar þú við snúruna. Lágmark 20 tíma spilun og 1.000 tímar í bið. Einnig hægt að nota snúru og þá er engin rafhlöðu- notkun. Verð: 19.990 Fæst í Tölvu- listanum. Ódýr Pioneer-heyrnartól. Ódýr en góð heyrnartól sem vega aðeins 225 grömm. Stillanlegt hausband. Verð: 7.990. Fást í Ormsson. ÓDÝRT, MIÐLUNGS OG DÝRT Heyrnartól 38 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.4. 2014 Græjur og tækni

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.