Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.04.2014, Page 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.04.2014, Page 49
13.4. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49 praktísk í námi. Þegar ég var hjá McKinsey var ég alltaf að hugsa um hvernig ég kæmist inn í tískuheiminn. Þá var fólk með MBA ekkert sérstaklega vel metið í tískuheiminum en það hefur breyst rosalega á síðustu 15 ár- um.“ Áslaug segir fleiri viðskiptamenntaða einstaklinga sækja í tískuheiminn, sér- staklega vegna þess að núna hafi svo mörg netfyrirtæki náð miklum frama. „Ég fékk loksins tækifæri til að fara óbeint í tísku með því að hefja störf hjá Baugi í London. Baug- ur var náttúrlega mikið að vinna í fjárfest- ingum í tísku og ég var að vinna í sumum af þessum stóru fjárfestingum, ég fékk síðan meiri og meiri áhuga á aðeins smærri tísku- merkjum. Mér fannst svo gaman þegar ég gat verið að vinna beint með hönnuðinum og leiðbeint meira.“ Áslaug giftist núverandi eiginmanni sínum Gabriel Levy árið 2005, á meðan hún var búsett í London. Gabriel er bandarískur en þau höfðu kynnst í Harvard. Áslaug á einnig son, Gunnar Ágúst Thorodd- sen, úr fyrra hjónabandi. „Við ákváðum að fara til New York árið 2006, en þá hafði ég verið í sex ár í London.“ Áslaug komst snemma í samband við Mar- vin Traub, í gegnum gamlan skólafélaga úr Harvard. Marvin hafði verið forstjóri Bloom- ingdales í 22 ár en hafði stofnað ráðgjaf- arfyrirtæki árið 1990 með áherslu á að að- stoða tískuhús. „Ég hitti Marvin í fyrstu vikunni minni í New York og hann réð mig á staðnum. Þetta var lítið ráðagjafarfyrirtæki, þar starfaði ég ásamt Marvin, Mortimer Sin- ger og aðstoðarfólki. Hið týpíska verkefni fyrirtækisins snérist um að færa merki inn á Bandaríkjamarkað og hjálpa svo bandarísk- um merkjum að fara til annarra landa. Mar- vin var „The ultimate networker“. Á hverjum degi hélt hann einn eða tvo morgunverð- arfundi og einn eða tvo hádegisverðarfundi þar sem hann var alltaf að hitta forstjóra, hönnuð eða einhvern í bransanum, og ég fór yfirleitt með honum. Í gegnum það kynntist ég alveg ótrúlega mörgum.“ Áslaug, Marvin og Mortimer stofnuðu síðan saman fjárfest- ingafyrirtækið TSM Capital og fjárfestu í Rachel Roy og Matthew Williamson en eftir hrunið ákváðu þau að fjárfesta ekki meira í bili. Áslaug á enn hlut sinn í fyrirtækinu en sagði upp störfum og hóf að starfa fyrir vef- síðuna Gilt. Áslaug sá um sérstakan hluta síðunnar sem ætlaður var helstu kúnnunum. Þar var seldur sérstakur lúxusvarningur „Á meðan ég var hjá Gilt byrjaði ég að hanna hugtakið fyrir Moda Operandi.“ Kúnninn veit hvað hann vill Á þessum tíma var Áslaug í miklum sam- skiptum við marga hönnuði. „Markaðurinn hafði verið erfiður á þessum tíma og hönn- uðunum fannst að stóru búðirnar, Barneys og Bergdorf, væru að kaupa mjög „örugg,“ söluvænleg föt úr línunum þeirra. Hönn- uðirnir sýndu kannski um 70 mismunandi flíkur á tískusýningunum og svo keyptu búð- irnar kannski 20 til 30 flíkur. Hönnuðirnir voru mikið að kvarta yfir þessu við mig og hafði ég upplifað það sjálf að sjá eitthvað á sýningum eða á style.com sem mig langaði í og komast síðan að því að flíkin yrði ekki framleidd því búðirnar pöntuðu hana ekki.“ Áslaug segir þetta hafa verið óhentugt fyr- irkomulag. Hönnuðurinn vildi selja flíkurnar og kúnninn vildi kaupa þær. „Þetta kerfi virkaði kannski fyrir 15 árum þegar kúnninn sá almennt ekki hvað sýnt var á tískusýning- unum en núna með tilkomu Style.com eru línurnar komnar á netið klukkutíma eftir sýningu, það sjá allir allt sem fer á sýning- arpallana þannig að kúnninn hefur miklu meiri þekkingu á tísku og veit meira hvað hann vill. Kúnninn sér flík sem honum líst á og vill ekki bíða í sex mánuði til að komast að því hvort hún verður til í Bergdorf eða ekki og hvort að hún verður í réttri stærð.“ Nýtt netfyrirtæki í bígerð Hlutverk vefsíðunnar Moda Operandi var að tengja kúnnann við tískuhúsið nógu snemma eða áður en tískuhúsið gerði pöntunina sína hjá verksmiðjunni. Fyrirtækið gekk út á það að sýna allan fatnaðinn sem birtist á sýning- arpallinum. „Þannig gat fólk bara pantað það sem það vildi af sýningunni og tryggt það í sinni stærð og verið visst um að vera meðal þeirra fyrstu til þess að fá vöruna,“ segir Ás- laug sem stofnaði Moda Operandi ásamt Lauren Santo Domingo sem starfaði áður hjá Vogue. Moda Operandi fór af stað í febrúar 2011, á tískuvikunni í New York og naut strax mikillar velgengni. „Við unnum með 300 tískuhúsum um allan heim og við gerðum svolítið af því að fara til útlanda og leita að flottum merkjum. Það hefur alltaf verið spennandi og við urðum svolítið þekkt í Am- eríku fyrir að vera staðurinn til þess að finna nýju merkin. Við heyrðum það meira að segja að sumar búðirnar, samkeppnisaðilar okkar, færu á hverjum morgni á síðuna til þess að skoða merkin okkar,“ segir Áslaug og hlær en hún hætti sem forstjóri Moda Operandi í maí í fyrra og er síðan búin að vera að vinna að nýju netfyrirtæki sem verð- ur opnað fljótlega og heitir Tinkertailor.com. Áslaug segist alltaf hafa verið metn- aðargjörn, bæði í námi og starfi. „Ég myndi ekki segja að ég væri mikið að miða mig við annað fólk, ég hef frekar verið að keppa við sjálfa mig. Ég hef alltaf vilja gera vel og standa mig vel en með tískuna finnst mér það ekkert alltaf vera vinna. Auðvitað er það stundum vinna og maður er oft uppgefinn en almennt séð þá hef ég svo rosalega gaman af þessu. Það sem gerir mig hamingjusama er samskiptin við hönnuðina, það er alveg uppá- haldsparturinn af þessu en einnig að byggja eitthvað frá grunni. Að stofna Moda Oper- andi er það skemmtilegasta sem ég hafði gert fram að þessu og að sjá fólk vinna fyrir mig sem hefur ástríðu fyrir hugtakinu. Ég horfði stundum yfir herbergið þegar 80 manns unnu þarna, þetta var ótrúlegt að allt þetta fólk vildi vinna hérna í fyrirtækinu mínu,“ segir Áslaug og hlær og bætir við að það sé mikil væntumþykja í fyrirtækinu sem hún byggði upp frá grunni. Lykilatriði þess að vera góður í tísku og starfa í tískuheiminum segir Áslaug að hafa ágætis vit á tísku. „Ég þarf auðvitað að geta skoðað myndir og dæmt hvort þær séu nógu góðar eða ekki og skoðað merki og metið hvort þau séu nógu góð. Það eru auðvitað aðrir sem eru miklu betri í því sem ég ræð í störf hjá mér en ég held að það sé ómögu- legt að vera góður í tískutengdu starfi nema að nota bæði hægra og vinstra heilahvel. En ég veit að minn styrkleiki er á viðskipta- hliðinni.“ Gott fyrir konur að vera frumkvöðlar Spurð hvernig það sé að vera kona í for- stjórastöðu segir Áslaug það að vissu leyti erfitt en þó séu konur orðnar mun virtari en áður í fyrirtækjum í Bandaríkjunum. „Það er örugglega þægilegra í tískubransanum en mörgum öðrum að vera kona. Að vera for- stjóri sem kona held ég að geti verið erfitt, í tísku er auðvitað ofsalega mikið af konum, það hefur verið svolítið skemmtilegt að síð- ustu árin hafa margir af frumkvöðlum sem hafa verið að stofan tískufyrirtækin verið konur,“ segir Áslaug en fyrirtæki á borð við Guilt, Rent-a-Runway og Net-a-porter voru öll stofnuð af konum. „Ég segi að það sé gott fyrir konur að vera frumkvöðlar, en ég veit að það er erfiðara fyrir þær tölfræðilega að afla fjármagns heldur en karla. Það er við- urkennt að karlmenn fjárfesta frekar í ung- um karlmönnum heldur en konum. Aðal- atriðið er að hafa ástríðu fyrir því sem maður er að gera og vera góður í því, þá nær maður langt. Ég held þó að þetta sé allt að breytast rosalega hratt og eftir fimm ár verður örugglega miklu auðveldara að vera kona. Maður horfir á unga fólkið á vinnu- staðnum og það er miklu meiri viðurkenning á konum og körlum á jafnan hátt. Auðvitað er það öðruvísi í smærri borgum en í stór- borgunum í Ameríku finnst mér konur vera komnar ansi langt.“ Netið er framtíðin Áslaug segir netið hafa breytt miklu varð- andi rekstur verslana. „Þegar við vorum að byrja að vinna í Moda var ennþá slatti af tískuhúsum sem seldu ekki vörur sínar á netinu, en ef þetta er skoðað í dag þá selja eiginlega allir á netinu. Chanel, Tom Ford og Céline eru eiginlega þau einu af stóru merkj- unum sem selja ekki á netinu. Það eru ekk- ert allir með sína eigin vefsíðu en flestallir selja hjá einhverjum netverslunum. Þannig að það hefur gjörbreyst, 50-60% tískuhúsa seldu á netinu árið 2010 en núna eru það um 90-95%.“ Áslaug segir jafnframt fólk orðið öruggara að versla á netinu. „Það er engin spurning að þetta er framtíðin og maður heyrir að sumar af stóru búðunum í Bandaríkjunum hafa haft það frekar erfitt síðasta árið, vegna þess að netverslunin er yfirleitt orðin stærri heldur en búðirnar þeirra. Ég ætla að halda áfram á þeirri hlið,“ segir Áslaug og hlær. Ostwald Helgason í uppáhaldi Áslaug festi nýverið kaup á húsi í Reykjavík og á meðan á síðustu dvöl hennar hér stóð kynnti hún sér það helsta sem er að gerast á Íslandi í sambandi við tísku. Spurð hverjir séu efnilegastir á Íslandi segist Áslaug halda meðal annars upp á Ostwald Helgason, Far- mers Market og Jör. „Ostwald Helgason er auðvitað í miklu uppáhaldi hjá mér. Bæði merkið sjálft og hönnuðirnir. Það er voða spennandi að sjá ís- lenskan hönnuð ná svona mikilli velgengni úti. Við unnum með Ostwald Helgason hjá Moda Operandi og höldum alltaf góðu sam- bandi. Þau eru orðin ákveðið afl í tískubrans- anum. Það er auðvitað erfiðara að byggja upp merki búsett á Íslandi. Varðandi sköpun er gott að vera hérna en viðskiptalega er erf- iðara að flytja varning út og heimamarkaður- inn er svo lítill. Margir hönnuðir byggja á heimamarkaðinum til þess að byrja með og vaxa svo, það er ekkert hægt á Íslandi eða er mjög erfitt,“ segir Áslaug. „Mér fannst Jör rosalega flott sýning, bæði fatnaðurinn mjög skemmtilegur og sýningin skemmtilega upp sett, förðunin flott og tónlistin. Svo þyk- ir mér Farmers Market merki sem er ekki hátíska heldur mjög seljanlegt, ég held að það gæti gert vel í Ameríku, og það er ro- samargt spennandi að gerast hérna. Hildur Yeoman finnst mér rosaflott.“ Áslaug vonast til þess að verja meiri tíma á Íslandi. „Sonur minn er búsettur á Íslandi. Hann er tvítugur og er í Háskólanum í Reykjavík núna. Við viljum eyða meiri tíma á íslandi, enda býr stórfjölskyldan mín þar, sonur minn, foreldrar, bróðir og tugir frænkna og frænda sem við viljum verja meiri tíma með.“ * „Ég segi að það sé gott fyrir konur að verafrumkvöðlar, en ég veit að það er erfiðara fyr-ir þær tölfræðilega að afla fjármagns heldur en karla. Það er viðurkennt að karlmenn fjárfesta frekar í ungum karlmönnum heldur en konum.“ www.rekstrarland.isRekstrarland | Skeifunni 11 | 108 Reykjavík | Sími 515 1100 Rekstrarland býður mikið úrval af borðbúnaði og veisluvörum, s.s. dúkum, servíettum, diskum, glösum og kertum. Kíktu við og fáðu aðstoð við að strika af verkefnalistanum á hagkvæman máta. Ertu að plana brúðkaup?

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.