Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.04.2014, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.04.2014, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.4. 2014 Sýning á verkum úr dánarbúi Jóns Gunnars Árnasonar (1931-1989) myndlistarmanns verður opnuð í Gallerí Listamönnum, Skúla- götu 32, á laugardag klukkan 17. Verkin á sýningunni eru í eigu dætra Jóns Gunnars, bæði tvívíð verk og þrívíð. Elsta verkið á sýningunni er höggmyndin „Hjarta“ frá 1968 en meðal annarra þrívíðra verka má nefna „Homage á Knut Hamsun“ frá 1983, „Gravity“ frá 1982 og „Sólbörur“ frá 1978, börur til að bera sólina á inn í hús. Einnig er sýnt áritað módel að verkinu. Sum þessara verka hafa verið á safnasýningum með verk- um Jóns Gunnars á liðnum árum. Þá eru sýnd nokkur tvívíð verk, til að mynda tvö úr stórri seríu frá 1971 er kallast „Lesbian Dreams“. SÝNA VERK JÓNS GUNNARS ÚRVAL VERKA Sólbörur Jóns Gunnars, frá árinu 1978, er eitt verkanna á sýningunni í Listamönnum. Verk eftir Jóhönnu Helgu Þorkelsdóttur. Hún sýnir ljósinnsetningu á veggjunum í Þoku. „Glit“ kallar Jóhanna Helga Þorkelsdóttir myndlistarkona sýningu sem hún opnar í Þoku, sýningarsalnum í kjallara Hríms á Laugavegi 25, á laugardag klukkan 16. Tilraunir með samspil ljóss og rýmis hafa verið henni hugleiknar og heldur hún slíkum tilraunum áfram hér. Jóhanna skoðar tengsl manna við ljós og náttúru og miðlar þeirri at- hugun á sinn hátt, í ljósinnsetningu þar sem margir fletir gallerísins hafa verið gerðir að einum stórum skjá. Sýndarsólarljós ferðast um í rýminu líkt og inn um glugga. Með því að líkja eftir sólarljósinu er listakonan að gera tilraun til að njóta þess lengur. JÓHANNA HELGA Í ÞOKU GLIT OG LJÓS Djasspíanistinn Ástvaldur Traustason kemur fram á tvennum tónleikum fyrir norðan um helgina, í Dal- víkurkirkju klukkan 17 á laugardag og klukkan 16 á sunnudag í Akureyrar- kirkju. Ástvaldur hefur út- sett bæði gamla og nýrri sálma fyrir djasstríó, og komu þeir út á geisla- disknum Hymnasýn. Hann vinnur með þann sálmaheim á tónleikunum. „Með Hymnasýn vil ég freista þess að opna nýja sýn á sálmana og jafnframt að fanga þá fegurð sem felst í einfaldleika þeirra og einlægni,“ segir Ástvaldur. „Sálmar eru í senn lofgjörð og fögnuður yfir fegurð lífsins og miskunnsemi Guðs, huggun í harmi og dauða, hvatning í dagsins önn, ákall til skaparans og notaleg sam- verustund á sunnudagsmorgni.“ ÁSTVALDUR DJASSAR Í KIRKJUM HYMNASÝN Ástvaldur Traustason Sýningar á verkum myndlistarmannanna Önnu Jóelsdóttur ogGuðmundar Thoroddsen verða opnaðar í Listasafni ASÍ ídag, laugardag, kl. 15. Sýning Önnu er í Ásmundarsal og nefnist „Brot/fragment, fract- ure, fold, violation“. Anna býr og starfar í Chicago í Bandaríkj- unum, hefur verið virk þar í listalífinu um árabil og sýnt víða. Á sýningunni gefur að líta stórar hálfgegnsæjar arkir málaðar á báð- ar hliðar, sveigðar og beygðar og mótaðar í skúlptúra, málverk á striga og harmonikkubækur sem umbreyta Ásmundarsal í rými, þar sem hugmyndir, reynsla og saga flæða, belgjast og brotna á vírum, rekast á veggi, eru stundum klippt niður og sett saman aft- ur, ofin eða heft. Verkin og myndmálið eiga rætur í persónulegri reynslu, listasögu, sem og túlkun á uppbrotinni og tættri tilveru. Sýning Guðmundar Thoroddsen í Gryfju og Arinstofu nefnist „Hlutir“. Guðmundur lauk árið 2011 framhaldsnámi við School of Visual Arts í New York. Hann sýnir nú hluti sem þjóna engum öðrum tilgangi en að örva sjónskyn þess sem þá skoðar. Þeir eru afurð undanlátssemi við efnislegar fýsnir og beygja sig aðeins und- ir reglur fagurfræðinnar. Notagildi hlutanna er illsjáanlegt auk þess sem þeir víkja sér undan því að líkjast fígúrum af nokkru tagi. TVÆR SÝNINGAR OPNAÐAR Í LISTASAFNI ASÍ Myndverk sem flæða og hlutir Málverk Önnu Jóelsdóttur taka á sig óvæntar myndir þar sem verkin flæða um Ásmundarsal. Hún vinnur hér að uppsetningu sýningarinnar. Morgunblaðið/Einar Falur Guðmundur Thoroddsen kemur nokkrum hlutum sínum fyrir í Gryfju Listasafns ASÍ. Erfitt er að átta sig á notagildi þeirra eða uppruna. Morgunblaðið/Einar Falur ANNA JÓELSDÓTTIR OG GUÐMUNDUR THORODD- SEN OPNA ÓLÍKA EN PERSÓNULEGA MYNDHEIMA. Menning Þetta er þáttur í leikhúsuppeldi,“ segirSigríður Sunna Reynisdóttir um Ham-let litla, leikverk sem er frumsýnt á litla sviði Borgarleikhússins á laugardag. Hún hannar leikmynd, búninga og leikbrúður fyrir þessa líflegu og bráðskemmtilegu klukku- stundar löngu sýningu. Leikstjóri er Bergur Ingólfsson og leikarar þau Sigurður Þór Ósk- arsson, Kristín Þóra Haraldsdóttir og Krist- jana Stefánsdóttir söngkona, sem einnig er tónlistarstjóri sýningarinnar. Leikritið byggist á hinni sígildu harmsögu um Hamlet prins Dana og gerir hana skiljanlega fyrir börn sem fullorðna. Sýningin er hugsuð fyrir fimmtu- bekkinga, eða tíu ára börn, og eldri. „Í haust var leikskólabörnum boðið hingað í Borgarleikhúsið, unglingum var nýverið boðið að sjá Pörupilta en nú verður fimmtubekk- ingum boðið að sjá Hamlet litla,“ segir Sigríð- ur Sunna. „Við notum tækifærið til að nálgast ýmislegt gegnum verkið, svo sem tilfinningar sem börn geta tengt sig við en fullorðnir treysta sér ekki alltaf til að ræða við þau. Pabbi Hamlets deyr og börn á þessum aldri geta hafa upplifað sorgarferli í tengslum við dauða eða skilnað. Þá er líka verið að kynna klassískar leik- húsbókmenntir og verk Shakespeares þótt ýmsum nýjum hlutum sé stungið inn í text- ann. Bergur segir verkið skrifað með tilfinn- ingagreind tíu ára barna í huga en vitaskuld er aldur afstæður og börn misþroskuð.“ Hún segir að þótt börn þekki ekki sögu Hamlets sé notast við fleygar setningar á borð við „að vera eða ekki vera“ og hina íkon- ísku mynd af Hamlet með hauskúpuna. „Það eru orðin sammannleg minni fyrir löngu. En það er búið að læða Ljónakonung- inum og fleiri sögum sem byggjast á Hamlet inn í leikritið og krakkar geta tengt sig við þær. Þá er vísað í Batman, Súperman og aðr- ar föðurlausar ofurhetjur sem fara að berjast við hið illa afl sem drap föður þeirra. Það er frábær lítill hópur sem kemur að verkinu. Við byrjuðum á að tala mikið saman, til að mynda um hvað það væri að vera tíu ára og hvað maður hafi þá verið að hugsa. Hamlet segist hafa verið með kvíðasting í maganum síðan pabbi hans dó. Það kannast börn við, þótt þau geti ekki nefnt þessar til- finningar. Eins er verið að skoða vináttuna og samband við foreldra. Hvernig á að takast á við það ef mamma manns er allt í einu komin með nýjan mann?“ Talandi hauskúpa og leikföng Aðkoma Sigríðar Sunnu að verkinu er að miklu leyti út frá forsendum brúðuleikhússins en þetta er í fyrsta skipti sem hún vinnur í Borgarleikhúsinu. Sigríður Sunna nam fyrst bókmenntafræði og leikhúsfræði við Háskóla Íslands og við Karlova-háskólann í Prag, þar sem hún tók meðal annars kúrsa í tékknesku brúðuleikhúsi og sá mikið af brúðuleikhús- sýningum. Árið 2009 hóf hún nám við Central School of Speech and Drama í London, lærði leikbrúðu- og sviðslistir, og útskrifaðist árið 2012. Í Hamlet litla nær hún að steypa saman mörgum þeim þáttum sem hún lagði stund á í náminu. „Þetta hefur verið draumaverkefni,“ segir hún. „Þegar ég fór að lesa Hamlet í undir- búningnum að sýningunni sá ég strax hvað margt í sögunni hentar fyrir brúðuleikhús. Draugar eru á sveimi, riddarabrynjur og ým- iskonar annað dót að leika sér með. Þá setur Hamlet leikrit á svið og við höfum það brúðu- leikhússýningu, notum í það leikföng sem krakkar kannast við. Þá er Kládíus brúða hjá okkur, í fullri stærð, og Pólóníus er leikinn af Shakespeare sjálfum. Ekki má gleyma talandi hauskúpunni. Það var mjög gaman að vinna leikmyndina og við pældum líka mikið í hljóðheiminum. Allir hafa stungið inn hugmyndum.“ Sjónrænt leikhús og leikhúsgaldur Þær Sigríður Sunna og Sara Marti kynntust í London, þar sem þær voru í sama skóla, og árið 2011 stofnuðu þær sviðslistahópinn VaVa- Voom. Fyrsta stóra verkefni þeirra, Nýjustu fréttir, vakti verðskuldaða athygli þegar það var sýnt í Þjóðleikhúsinu, og nú vinna þær ásamt Bedroom Community að tónleik- húsverkinu Wide Slumber sem verður frum- sýnt í Tjarnarbíói á Listahátíð í vor. „Við Sara höfum verið að fikra okkur áfram með VaVaVoom,“ segir Sigríður Sunna. „Við höfum svipaðar hugmyndir um sjónrænt leik- hús og leikhúsgaldur. Í fyrrasumar fórum við með Nýjustu fréttir á Edinborgarhátíðina, sem var mikið ævintýri. Við sýndum 22 sinn- um á 24 dögum, það gekk mjög vel og við fengum góðar viðtökur. Wide Slumber hefur síðan mallað hjá okkur í mörg ár. Valgeir Sig- urðsson, maðurinn minn, semur tónlistina, og það er verkefni með ótal spennandi þáttum sem heldur áfram að gefa og gefa; tónleikhús með þremur söngkonum sem sameinar til dæmis fiðrildafræði og svefnrannsóknir.“ HAMLET LITLI ER HARMSAGA FYRIR FULLORÐNA OG BÖRN ELDRI EN TÍU ÁRA „Þetta hefur verið draumaverkefni“ SIGRÍÐUR SUNNA REYNISDÓTTIR HANNAR LEIKBRÚÐUR, BÚNINGA OG SVIÐSMYND Í LÍFLEGRI SÝNINGU UM HAMLET. BYGGT ER Á VERKI SHAKESPEARES EN VÍSAÐ Í ÝMSAR ÁTTIR OG KOMA OFURHETJUR VIÐ SÖGU. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Leikararnir Kristín Þóra Haraldsdóttir, Krist- jana Stefánsdóttir og Sigurður Þór Ósk- arsson, ásamt Kládíusi, æfa Hamlet litla. Morgunblaðið/Einar Falur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.