Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.04.2014, Síða 59

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.04.2014, Síða 59
13.4. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59 Ný útgáfa af Þjóðsögum Jóns Árnasonar er að slá rækilega í gegn og trónir nú á toppi met- sölulistans. Hér er komin einkar falleg bók, ríkulega myndskreytt og vel úr garði gerð á allan hátt. Bók sem þarf að bætast í bókaskápinn. Þjóðsögur eru mikilvægur hluti af menningararfinum og auk þess hin besta lestrarupp- lifun. Rifjið endilega upp æv- intýralegar sögur af Sæmundi fróða og Fjalla-Eyvindi. Skemmtið ykkur yfir heimsku- legum uppátækjum Bakka- bræðra. Látið draugana óg- urlegu hræða ykkur og skelfist yfir tröllunum. Og endurnýið kynnin af Grýlu og jólasvein- unum. Endurnýjuð kynni Bangsinn Paddington nýt- ur vinsælda meðal barna víðs vegar um heim, enda hafa bækurnar um hann ver- ið þýddar á rúmlega 40 tungumál og selst í um 35 milljónum eintaka. Fyrsta bókin um bangsann vinsæla kom út árið 1958, en bangs- inn heitir eftir Paddington- lestarstöðinni þar sem Brown-fjölskyldan fann hann. Höfundur Paddington- bókanna, Michael Bond, er orðinn 88 ára gamall en hann tilkynnti á dögunum að von værri á nýrri bók um bangsann. Bókin byggist á bréfum Paddingtons til Lucy frænku sinnar. „Það er kannski ekki almenn vitneskja en bangsar eru mjög færir bréfritarar,“ segir Bond. Von er á nýrri teiknimynd um Paddington seinna á þessu ári og þar verður Colin Firth rödd Paddingtons. Aðrir leikarar sem ljá þar raddir sínar eru Hugh Bonneville (úr Downton Abbey) og Nicole Kidman. BRÉF FRÁ PADDINGTON BANGSA Hinn sívinsæli bangsi Padd- ington snýr aftur í bók og teiknimynd. Á næstum vikum er von á nýrri ljóðabók eftir verðlaunaskáldið Anton Helga Jónsson sem ber hið áhugaverða nafn Tvífari gerir sig heimakominn. Sviðið er höf- uðborgin og í bókinni er að finna ljóð tengd ákveðnum stöðum í Reykjavík svo sem Borgartúni, Miklubraut og Rauðavatni en einn- ig „óskáldlegri“ stöðum á borð við elliheimili, stúku á íþróttavelli og verslunarmiðstöð. Í bókinni birtast augnabliksmyndir af fólki sem oftar en ekki er að leita eftir sambandi við aðra en nær því ekki alltaf og situr eftir spyrjandi. Fyrr á þessu ári bar Anton Helgi Jónsson sigur úr býtum í hinni árlegu samkeppni um Ljóð- staf Jóns úr Vör. Verðlaunaljóðið og annað ljóð sem komst í úrslit keppninnar er að finna í nýju bók- inni. TVÍFARI ANTONS HELGA Anton Helgi Jónsson er af- ar skemmtilegt ljóðskáld og á næstu vikum er von á nýrri bók eftir hann. Ljóðasafn Gerðar Kristnýjar er komið út en það geymir fimm ljóðabækur hennar; Ísfrétt, Launkofa, Höggstað, Blóðhófni og Strandir. Guðrún Nordal skrifar stuttan formála að safn- inu. Alexandra Buhl gerði kápu og teikningar. Gerður Kristný er eitt af okkar bestu núlifandi skáldum og á fjölmennan aðdáendahóp sem fagnar því örugglega að fá ljóð hennar í eina mjög svo veglega bók. Ljóðasafn Gerðar Kristnýjar Gömul snilld og ný NÝJAR BÆKUR ÍSLENSKAR ÞJÓÐSÖGUR ERU KOMNAR ÚT Í NÝRRI OG FALLEGRI ÚGÁFU OG PASSÍUSÁLMAR HALLGRÍMS PÉTURSSONAR SÖMULEIÐIS. LITLI PRINSINN ÓDAUÐLEGI HEFUR VERIÐ ENDUR- ÚTGEFINN. LJÓÐASAFN GERÐAR KRISTNÝJAR ER SVO KOMIÐ ÚT OG ER ÞAÐ MÖRGUM EFLAUST FAGNAÐAREFNI. Nú er komið að því að ná í Passíu- sálma Hallgríms Péturssonar upp í hillu og lesa sér til andlegrar heilsu- bótar. Þeir sem eiga bara gamalt og snjáð eintak geta nú náð sér í nýja og fallega útgáfu. Passíusálmarnir hljóta að gera þá sem lesa að að- eins betri manneskjum – nokkuð sem við hljótum að sækjast eftir. Hreint magnaður trúarskáldskapur sem hefur heillað kynslóðir. Trúarhiti og skáldleg snilld Hin ástsæla bók Litli prinsinn eftir Antoine de Sa- int-Exupéry hefur verið endurútgefin. Þessi undra- góða bók hefur heillað kynslóðir sem taka undir með þeim fallega boðskap að maður sjái ekki vel nema með hjartanu. Litmyndir höfundar auka svo mjög á ánægju lesandans. Leikgerð eftir sögunni er sýnd um þessar mundir í Þjóðleikhúsinu og hefur sú sýning fengið mjög góða dóma. Tímalaus klassík endurútgefin * Það er svo tæpt að trúa heimsinsglaumi. Jónas Hallgrímsson BÓKSALA 2.-8. APRÍL Allar bækur Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Íslenskar þjóðsögurBenedikt Jóhannesson /Jóhannes Benediktsson önnuðust útgáfu 2 AndófVeronica Roth 3 Hljóðin í nóttinniBjörg Guðrún Gísladóttir 4 Iceland Small World - lítilSigurgeir Sigurjónsson 5 Sannleikurinn um mál HarrysQuebert Joël Dicker 6 Gæfuspor - Gildin í lífinuGunnar Hersveinn 7 Ljóðasafn Gerðar KristnýjarGerður Kristný 8 Kroppurinn er kraftaverkSigrún Daníelsdóttir 9 Verjandi JakobsWillam Landay 10 Áður en flóðið kemurHelena Thorfin Kiljur 1 Sannleikurinn um mál HarrysQuebert Joël Dicker 2 Verjandi JakobsWillam Landay 3 Áður en flóðið kemurHelena Thorfin 4 Marco áhrifinJussi Adler Olsen 5 Hinumegin við fallegt að eilífuKatherine Boo 6 Stelpa fer á barHelena S. Paige 7 HHhHLaurent Binet 8 Stúlka með magaÞórunn Erlu-ogValdimarsdóttir 9 KonungsmorðiðHanne-Vibeke Holst 10 Sverðagnýr 1 Stál og snjórGeorge R.R. Martin MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR Hver er sinnar gæfu smiður.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.