Morgunblaðið - 22.05.2014, Side 1
F I M M T U D A G U R 2 2. M A Í 2 0 1 4
Stofnað 1913 120. tölublað 102. árgangur
HÖGNI FLYTUR
NÝTT VERK VIÐ
OPNUNINA
HAGVÖXTUR
Í HÆSTU
HÆÐUM
TAKA ÞÁTT Í HEIMS-
MEISTARAKEPPNI Í
RÚNINGI Á ÍRLANDI
VIÐSKIPTABLAÐ LAGNI SKIPTIR ÖLLU 10LISTAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK 42
Morgunblaðið/Golli
Allsherjarverkfall Boðað kl. 8 í dag.
Samningafundur í kjaradeilu
sjúkraliða og félagsmanna í SFR
sem vinna hjá Samtökum fyrir-
tækja í velferðarþjónustu (SFV)
stóð enn þegar blaðið fór í prentun.
Kristín Á. Guðmundsdóttir, for-
maður Félags sjúkraliða, og Árni
St. Jónsson, formaður SFR, sögðu
ómögulegt að segja hvort samn-
ingar næðust. Launaliðir voru langt
komnir og margt annað frá en erf-
iðir þættir voru ófrágengnir. Að-
allega bætur vegna svonefnds
launaátaks og réttindamál. Unnið
var í þessum málum í gærkvöld.
Allsherjarverkfall var boðað kl.
8.00 í dag. Það nær til um 500
starfsmanna á 26 hjúkrunarheim-
ilum og stofnunum. gudni@mbl.is
Fundað í deilu
sjúkraliða og SFR
við SFV fram á nótt
Sendibílar í sókn
» Sala á sendibílum af stærri
gerð á fyrsta ársfjórðungi var
nærri tvöfalt meiri en sömu
mánuði í fyrra.
» Það þykir merki um bjart-
sýni meðal fyrirtækja.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Sala á dýrum bílum eykst mikið milli
ára og nemur aukningin tugum pró-
senta í sumum stærðarflokkum.
Á fyrstu fjórum mánuðum ársins
voru seldir lúxusbílar fyrir tæpa 2
milljarða á Íslandi og er það 43%
aukning milli ára. Þá jókst sala á
minni fjórhjóladrifnum ökutækjum
um 30% milli ára og er áætlað sölu-
verðmæti þeirra 3,1 milljarður.
Þetta má ráða af greiningu Brim-
borgar á sölu nýrra bíla á fyrstu fjór-
um mánuðum ársins sem tekin var
saman að beiðni Morgunblaðsins.
Sala á stærri fjórhjóladrifnum
ökutækjum minnkar hins vegar og
er verðmætið 2,55 milljarðar þessa
mánuði í ár. Það er 12% samdráttur.
Sé litið til markaðarins í heild var
verðmæti innfluttra bíla á fyrsta árs-
fjórðungi rúmlega 6,1 milljarður, en
var tæpir 4,3 milljarðar sömu mán-
uði í fyrra. Það er 43% aukning.
Er hér vísað til verðmætis bílanna
við afhendingu, að meðtöldum flutn-
ingskostnaði og flutningstryggingu.
Hin mikla söluaukning er vísbend-
ing um að kaupmáttur hafi styrkst.
MBílainnflutningur »6
Tveir milljarðar í lúxusbíla
Sala á lúxusbílum á fyrstu fjórum mánuðum ársins er 43% meiri en í fyrra
Verðmæti innfluttra bíla á fyrsta ársfjórðungi jókst einnig um 43% frá 2013
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Kannanir Félagsvísindastofnunar
fyrir Morgunblaðið á fylgi fram-
boðslista í tólf stærstu sveitarfélög-
unum í komandi kosningum benda
til þess að nýju flokkarnir, Björt
framtíð og Píratar, nái mjög góðum
árangri alls staðar þar sem þeir
bjóða fram. Björt framtíð vinnur
mikinn sigur, fær menn kjörna í sjö
sveitarfélögum; fjóra í Reykjavík,
tvo á Akureyri, Akranesi, Kópa-
vogi, Garðabæ og Hafnarfirði og
einn í Árborg. Píratar fá einn mann
kjörinn í þremur sveitarfélögum og
tvo fulltrúa í einu, Reykjanesbæ.
Sjálfstæðisflokkurinn heldur hrein-
um meirihluta á fjórum stöðum,
Garðabæ, Mosfellsbæ, Seltjarnar-
nesi og Vestmannaeyjum. Flokk-
urinn tapar aftur á móti meirihluta
í tveimur, Árborg og Reykjanesbæ.
Í Reykjavík er fylgi flokksins í
sögulegu lágmarki. Fylgi í síðustu
könnun dugar aðeins fyrir þremur
borgarfulltrúum. Sjálfstæðismenn
bæta við sig fylgi á Akureyri, Akra-
nesi og í Kópavogi.
Samfylkingin tapar fylgi eða
stendur í stað víðast hvar á land-
inu. Í Hafnarfirði, þar sem flokk-
urinn er nú í meirihlutasamstarfi
við Vinstri græn,
stefnir í mikinn
ósigur. Fylgið í
Reykjavík er
undantekning.
Þar er flokkur-
inn í mikilli sókn
og bætir við sig
tveimur borgarfulltrúum.
Vinstri græn og Framsóknar-
flokkurinn fara nær alls staðar
halloka. Flokkarnir ná hvergi ár-
angri í stóru sveitarfélögunum.
Íbúalistar eins og Fólkið í bæn-
um í Garðabæ og Íbúahreyfingin í
Mosfellsbæ, sem fengu menn
kjörna síðast, þurrkast út. Þá blas-
ir afhroð við L-listanum á Akureyri
sem þar er núna einn í meirihluta.
Fjarðalistinn í Fjarðabyggð eykur
hins vegar fylgi sitt. Dögun sem
býður fram í Reykjavík og á Ak-
ureyri hefur nær ekkert fylgi.
Sama er að segja um Alþýðufylk-
inguna í Reykjavík.
Greining á svörum þátttakenda
sýnir að Sjálfstæðisflokkurinn hef-
ur hlutfallslega lítinn stuðning
meðal ungra kjósenda, háskóla-
menntaðra og kvenna. Til þessara
hópa sækir Björt framtíð einkum
fylgi sitt. Píratar eiga mestan
hljómgrunn meðal ungra karl-
manna. »22-23
Björt framtíð og Píratar eru sterk
Gömlu flokkarnir tapa víða Söguleg kosning í Reykjavík Íbúalistar hverfa
Þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði
í Hafnarfjarðarhöfn um kvöldmatarleytið í gær
fann hann þar fyrir nokkur ungmenni sem voru
að búa sig undir að stökkva fram af bryggjunni.
Voru þau að taka Facebook-áskorun sem fer nú
eins og eldur um sinu en hún gengur út á að
hlaupa eða stökkva út í sjó, taka mynd eða vídeó
og skora síðan á næsta mann að gera slíkt hið
sama.
Tóku Facebook-áskorun í Hafnarfjarðarhöfn
Morgunblaðið/Eggert
Bandaríkjamönnum sem þykir
Ísland mjög heillandi ferðamanna-
staður hefur fjölgað í 49% í ár úr
37% árið 2012, samkvæmt könnun
bandaríska rannsóknarfyrirtæk-
isins Fluent fyrir Iceland Naturally.
Á sama tíma hefur þeim fækkað
sem þykir landið lítið heillandi í
10% úr 18%.
Nellie Gregorian, stofnandi Flu-
ent, segir að fyrir 15 árum hafi
landið ekki verið á kortinu hjá
bandarískum ferðamönnum en nú
sé stór hluti landsmanna opinn fyr-
ir því að ferðast til Íslands.
»Viðskipti
Kanar eru áhuga-
samari um Ísland
Nú er heppi-
legur tími til þess
að takmarka 40
ára verðtryggð
jafngreiðslulán
til íbúðakaupa.
Það eru enda vís-
bendingar um að
slík lán ýti undir
verðhækkanir,
nú þegar skilyrði
til bólumyndunar
á fasteignamarkaði kunna að vera
að skapast í náinni framtíð.
Þetta er mat Magnúsar Árna
Skúlasonar, sérfræðings hjá
Reykjavík Economics, sem telur
rétt að Seðlabankinn beiti sér gegn
slíkum lánum. »12
Vill takmarka 40
ára verðtryggð
jafngreiðslulán
Magnús Árni
Skúlason