Morgunblaðið - 22.05.2014, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 22.05.2014, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2014 SVIÐSLJÓS Una Sighvatsdóttir una@mbl.is Samningafundi í kjaradeilu flug- manna og Icelandair lauk um kl. 20 í gærkvöldi. Ekki náðist í formann samninganefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna í gær en boðað var til fundar í dag. Hafi fólk haldið að röskun á flug- áætlun Icelandair heyrði sögunni til þegar stjórnvöld settu lög á verkfall flugmanna, var það misskilningur. Alls hafa 90 ferðir verið felldar nið- ur, auk alls flugs til Pétursborgar í júní, og Guðjón Arngrímsson, upp- lýsingafulltrúi Icelandair, segir vax- andi óróa gæta meðal viðskiptavina. Í gær voru þrjár ferðir felldar niður, til og frá New York, og frá Vancouver til Keflavíkur. Margir hafa tjáð óánægju sína gagnvart Icelandair á samfélagsmiðlunum Facebook og Twitter og má gera því skóna að orðspor flugfélagsins bíði verulegan hnekki vegna ástandsins. Óskiljanlegt ástand í augum margra ferðamanna Gríðarlegt álag er á starfsfólki Icelandair, að sögn Guðjóns og hef- ur það síst minnkað eftir að lög voru sett á verkfallið, enda er óvissan í raun meiri. Verkfallsdagarnir voru ákveðnir fyrirfram en flugferðirnar sem nú falla niður, vegna þess að flugmenn neita að vinna yfirvinnu, gera það oft með stuttum fyrirvara. Á Facebook-síðu Icelandair má m.a. sjá skilaboð frá kanadískri konu, Ann Prins, þar sem hún spyr með hversu miklum fyrirvara hún megi eiga von á tilkynningu, falli flugið hennar niður. Icelandair svar- ar að það sé mjög erfitt að segja, vegna þess að félagið glími nú við vöntun á flugmönnum, sem komi oft í ljós á síðustu stundu. „Við reynum okkar besta til að láta vita eins snemma og hægt er.“ Af athugasemdum á samfélags- miðlum að dæma þykir mörgum er- lendum ferðamönnum, sem eru meirihluti viðskiptavina Icelandair, ástandið óskiljanlegt en mbl.is birti nokkrar færslur vonsvikinna ferða- langa í gær. Hvert flug sem fellur niður hefur keðjuverkandi áhrif, því koma þarf farþegum í annað flug, og jafnvel tengiflug áfram og í einhverjum til- fellum hýsa þá og fæða á meðan greitt er úr málum. „Til að geta leyst úr svona vandamálum þarf töluverða þekkingu á bókunarkerf- um og leiðum til að koma fólki í önnur flugfélög. Við höfum kallað til allt það fólk sem við höfum yfir að ráða, bæði erlendis frá og úr öðrum deildum fyrirtækisins,“ segir Guð- jón. Óvíst hvenær óvissan endar Lög á verkfallsaðgerðir flug- manna Icelandair tóku gildi hinn 15. maí. Þau ná til vinnustöðvanna, verkbanna, verkfalla og annarra að- gerða sem ætlað er að knýja fram aðra skipan kjaramála en lögin ákveða. Hinsvegar er ekki hægt að þvinga menn til að vinna yfirvinnu og flugmenn Icelandair vísa í það. Þá hefur mbl.is sagt frá því að Icelandair getur ekki brúað bilið með því að ráða erlendar áhafnir til að fylla í skarð íslenskra flugmanna sem neita að vinna, vegna þess að samkvæmt kjarasamningi eiga þeir forgang á alla vinnu hjá Icelandair Group. Nái aðilar ekki saman fyrir 1. júní verður skipaður gerðardómur sem hefur mánuð til að ákveða kaup og kjör flugmanna. En jafnvel þótt kjaradeilan fari fyrir gerðardóm gætu flugmenn haldið áfram þeirri stefnu að vinna ekki yfirvinnu og því gæti allt eins farið svo að flug- áætlun yrði áfram í uppnámi langt fram á sumar. Miðað við að 90 flug- ferðir féllu niður á 12 dögum gætu aflýstar ferðir Icelandair skipt hundruðum áður en yfir lýkur.  Enn ósamið  Farþegar kvarta á samskiptamiðlum Vaxandi órói og óvissan algjör Morgunblaðið/Sigurgeir S. Í loftið? Farþegar hafa m.a. kvartað yfir því að fá lítinn fyrirvara. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Arnarlax hefur sett um 250 þúsund laxaseiði í þrjár sjókvíar í Arnarfirði. Þar með er hafið sjókvíaeldi hjá fyr- irtækinu. „Við höfum verið að búa okkur undir þetta. Það er frábært að vera kominn með sjóeldi í gang,“ segir Víkingur Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Arnarlax. Skipið Papey flutti laxaseiðin í þremur ferðum beint úr seiðaseld- isstöð fyrirtækisins á Gileyri í Tálknafirði yfir í sjókvíarnar sem eru við Otradal í Arnarfirði. Flutn- ingarnir gengu vel, að sögn Víkings. Segir hann að hægt hafi verið að sigla skipinu alveg upp að seiðastöð- inni og dæla beint um borð. Það leiði til þess að nánast engin afföll verði við flutningana. Seiðastöð byggð upp 250 þúsund seiði eru í fyrstu kynslóð laxa í sjókvíunum í Arn- arfirði. Í ágúst er áformað að setja út 300 þúsund seiði til viðbótar. Arnarlax hefur byggt upp góða klak- og seiðaeldisstöð á Gileyri í Tálknafirði. Þar var áður rekið bleikjueldi. Meðal annars hefur ver- ið byggt yfir öll kerin. Víkingur seg- ir að vel hafi tekist til við uppbygg- inguna. Stöðin sé orðin tæknivædd og seiðaeldið hafi skilað góðum ár- angri. Norskir ráðgjafar hafi gefið aðstöðunni og starfinu góða ein- kunn. Reiknað er með að byrjað verði að slátra laxi upp úr kvíunum á síð- ari hluta árs 2015. Sótt um lóð fyrir vinnslu Arnarlax hefur leyfi fyrir 3.400 tonna eldi samtals á fjórum stöðum í Arnarfirði. Að félaginu standa fyr- irtæki í Noregi og Danmörku, ásamt heimamönnum á Bíldudal. Markmið fyrirtækisins er að setja upp vinnslu á Bíldudal og full- vinna hráefnið úr eldinu í neyt- endapakkningar til útflutnings. Sótt hefur verið um lóð fyrir vinnslu á Bíldudal og er málið í vinnslu hjá Vesturbyggð. Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri segir að samkvæmt deiliskipulagi sem búið er að afgreiða sé gert ráð fyrir að byggt verði á landfyllingu við Bana- hlein sem er utan við þorpið á Bíldu- dal. Þar geti einnig tengd fyrirtæki byggt sig upp. Fjármögnun landfyll- ingarinnar er í vinnslu og frekari skoðun hjá sveitarfélaginu. 250 þúsund laxar í sjó hjá Arnarlaxi  Sjókvíaeldi hafið við Otradal í Arn- arfirði  Fyrsta slátrun haustið 2015 Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson Gileyri Flutningaskipið Papey tekur við laxaseiðum til flutnings að sjókvíunum í Arnarfirði. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Trúnaðarmönnum grunnskólakenn- ara var kynntur nýgerður kjara- samningur við sveitarfélögin í gær. Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, sagði samning- inn vera svipaðan að uppbyggingu og kjarasamningurinn sem fram- haldsskólakennarar gerðu við ríkið. „Í samningnum er kveðið á um vinnumat, eins og var hjá framhalds- skólakennurum. Verði samningurinn samþykktur fer það í vinnslu hjá samningsaðilum og verður borið undir atkvæði í febrúar 2015,“ sagði Ólafur. Verkefnisstjórn mun útbúa leiðarvísi um vinnumat. Verði hann samþykktur mun hann ramma inn vinnu hvers grunnskólakennara út frá mörgum þáttum. Í því sambandi verður m.a. litið til nemendafjölda, nemendasamsetningar, kennsluað- ferða og fleira. Ólafur sagði að yrði samningurinn samþykktur byðist kennurum að af- sala sér svonefndum kennsluafslætti gegn launahækkun. Fleira getur haft áhrif á laun kennara eins og til dæmis aldur, kennslureynsla og fleiri þættir. Ekki er hægt á þessu stigi að segja hver launahækkun kennara verður að meðaltali vegna samnings- ins á gildistíma hans, að sögn Ólafs. Samningurinn gildir til ársloka 2016. Það skiptir miklu hvort vinnumatið verður samþykkt á næsta ári. „Verði þetta samþykkt nú í maí og í febrúar verða launahækkanir ekki ósvipaðar og hjá framhaldsskólakennurum,“ sagði Ólafur. Leikskólakennarar af stað Leikskólakennarar ætla ekki að sætta sig við neitt annað „en sömu hækkanir og grunnskólakennarar fengu sem og tímasetta áætlun til að leiðrétta og jafna starfskjör eins og undirbúningstíma og fleira.“ Þetta kemur fram í bréfi sem Haraldur F. Gíslason, formaður Félags leikskóla- kennara (FL), sendi formanni samn- inganefndar sveitarfélaga og fulltrúa Reykjavíkurborgar í gær. Fjöl- miðlar fengu afrit af bréfinu. Haraldur segir að engin rök séu fyrir því að leik- og grunnskólakenn- arar eigi ekki að vera á sömu laun- um. „Vandinn er alvarlegur þar sem að nú vantar um 1300 leikskólakenn- ara til að uppfylla lög 87/2008 um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda.“ Haraldur segir að heyrist ekkert frá sveitarfélögunum verði deilunni vísað til ríkissátta- semjara 26. maí n.k. Kjarasamningur kennara kynntur  Leikskólakennarar vilja eins hækkun Morgunblaðið/Eggert Samið Grunnskólakennarar og sveitarfélög undirrituðu kjarasamning í fyrrakvöld. Kosið verður um samninginn í þessum mánuði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.