Morgunblaðið - 22.05.2014, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2014
Sveitarfélögin hafa á seinni árumaukið mjög umsvif sín. Ekki er
langt síðan borgarfulltrúar í
Reykjavík gegndu slíku starfi sam-
hliða fullri vinnu en nú væri það
tæpast möguleiki.
Og jafnvel í Kópa-
vogi hafa komið
fram þau sjón-
armið að bæjarfull-
trúastarfið eigi að
vera fullt starf.
Þá hefur fjölgaðvíða í bæjarstjórnum og sam-
kvæmt gildandi lögum er hætta á
holskeflu í þeim efnum eftir fjögur
ár verði ekki að gert.
Þessi þróun í umfangi starfs ogfjölda sveitarstjórnarmanna er
afleiðing af því að sveitarstjórnir
sinna mun fleiri verkefnum en áð-
ur, auk þess sem regluverk allt og
eftirlit er umfangsmeira. Þetta er
að hluta til vegna ákvarðana sveit-
arstjórnarmannanna sjálfra en að
hluta til vegna ákvarðana annarra.
Ein alvarlegasta afleiðing þess-arar þróunar er að skattar á
íbúana hafa hækkað umtalsvert.
Útsvarið er víðast hvar í hæstulögleyfðu hæðum og fátítt er
að fregnir berist af lækkun útsvars
eða annarrar skattlagningar og
gjalda.
Þessi neikvæða þróun hefurmestmegnis gerst hægum
skrefum sem er sennilega skýr-
ingin á að almenningur hefur ekki
veitt henni mikla athygli og þar
með að frambjóðendur ræða lítið
um hana í þeirri kosningabaráttu
sem nú stendur yfir.
Full ástæða er fyrir einhverjaþeirra að gera útþensluna og
skattahækkanirnar að umtalsefni.
Hægfara þróun
í öfuga átt
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 21.5., kl. 18.00
Reykjavík 11 heiðskírt
Bolungarvík 8 skýjað
Akureyri 5 léttskýjað
Nuuk 2 skýjað
Þórshöfn 5 skúrir
Ósló 17 heiðskírt
Kaupmannahöfn 21 heiðskírt
Stokkhólmur 22 heiðskírt
Helsinki 16 skúrir
Lúxemborg 23 heiðskírt
Brussel 20 heiðskírt
Dublin 17 léttskýjað
Glasgow 17 léttskýjað
London 17 léttskýjað
París 20 þrumuveður
Amsterdam 20 heiðskírt
Hamborg 27 heiðskírt
Berlín 27 heiðskírt
Vín 25 skýjað
Moskva 27 heiðskírt
Algarve 17 léttskýjað
Madríd 17 skýjað
Barcelona 21 léttskýjað
Mallorca 22 léttskýjað
Róm 23 léttskýjað
Aþena 23 heiðskírt
Winnipeg 7 skýjað
Montreal 18 léttskýjað
New York 21 léttskýjað
Chicago 25 léttskýjað
Orlando 27 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
22. maí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 3:50 22:59
ÍSAFJÖRÐUR 3:24 23:36
SIGLUFJÖRÐUR 3:05 23:20
DJÚPIVOGUR 3:12 22:36
Aflífa þurfti snæugluna sem hlúð
var að á Náttúrufræðistofnun, eftir
að hún fannst særð á væng í apríl
síðastliðnum. „Vel gekk í fyrstu að
hlúa að sárinu og hún fóðraðist
einnig vel en hún náði umbúðunum
af sér og komst í sárið. Eftir það
var ekki annað í stöðunni en að af-
lífa hana. Því miður,“ sagði Guð-
mundur A. Guðmundsson, dýravist-
fræðingur á Náttúrufræðistofnun.
Snæuglan féll í manna hendur
því hún var ófleyg með sár og sýk-
ingu í öðrum vængnum. Starfs-
menn fiskeldisstöðvar á Tálknafirði
fundu hana flækta í net og komu
starfsmenn Náttúrustofu Vest-
fjarða með hana til Reykjavíkur um
miðjan apríl. Snæuglan var því í
tæpan mánuð á stofnuninni. Talið
var að hún væri um tveggja ára
gömul kvenugla. thorunn@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Snæugla Vel gekk í fyrstu að hlúa að
sárinu og fóðraðist hún einnig vel.
Snæuglan aflífuð
eftir að hún tók
umbúðir af sárinu
Umfjöllun um ásakanir á hendur
Gunnari Þorsteinssyni, sem jafnan er
kenndur við Krossinn, um kynferð-
isbrot var í góðri trú og byggð á um-
mælum nafngreindra kvenna sem
stigu fram og báru hann sömu eða
sambærilegum sökum. Miðlunin átti
fullt erindi til almennings. Þetta sagði
lögmaður fyrrverandi ritstjóra Press-
unnar, Steingríms Sævars Ólafs-
sonar, í gær en þá lauk aðalmeðferð í
meiðyrðamáli Gunnars gegn Stein-
grími, útgáfufélagi Pressunnar og
tveimur talskonum þeirra kvenna sem
sökuðu Gunnar um kynferðisbrot.
Lögmaður Steingríms, Bjarki H.
Diego, sagði að Pressan hefði dregið
gríðarlega mikið úr þegar fjallað var
um ásakanir kvennanna, umfjöllunin
hefði verið fagleg og Gunnari ávallt
gefinn kostur á að svara þeim ásök-
unum sem bornar voru á hann. Þá
benti lögmaður talskvennanna, þeirra
Ástu Sigríðar H. Knútsdóttur og
Sesselju Engilráðar Barðdal, m.a. á
að Gunnar hefði veitt mörg viðtöl eft-
ir að málið komst í fjölmiðla og að
konurnar hefðu ekki átt annarra
kosta völ en að grípa til varna.
Sagði Pressuna hafa dregið mikið úr
Gunnar fékk ávallt kost á að svara
Morgunblaðið/Þórður
Meiðyrði Dómur í málinu verður
kveðinn upp innan fjögurra vikna.
Skannaðu kóðann
til að lesa meira
um dómsmálið.