Morgunblaðið - 22.05.2014, Page 12
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Nú er rétti tíminn til að takmarka að-
gengi að 40 ára verðtryggðum jafn-
greiðslulánum enda eru þau að lík-
indum farin að ýta undir hækkun
fasteignaverðs og auka líkur á bólu-
myndun. Slík lán gefa tekjulágum
kost á að kaupa eignir sem þeir hefðu
ella ekki ráð á og ýta þannig undir
hækkanir, en svonefnd staðganga
gæti verið milli eftirspurnar á leigu-
markaði og 40 ára lána. Þannig
kunna margir nú að velja 40 ára
íbúðalán vegna hás leiguverðs. Lán-
takar sætta sig því við litla sem enga
eignamyndun á fyrri hluta lánstíma.
Þetta er mat Magnúsar Árna
Skúlasonar, sérfræðings hjá Reykja-
vík Economics, sem telur að Seðla-
bankinn eigi að grípa inn í lánsfjár-
hlutfall, frekar en að hækka
stýrivexti og slá þannig á eftirspurn.
„Íbúðamarkaðurinn er kominn úr
kreppu og við sjáum fyrir endurreisn
á honum. Við sjáum ekki fast-
eignabólu enn þá. Ef hækkanir á
fasteignamarkaði næstu mánuði
verða eins miklar og undanfarna tvo
mánuði er ástæða fyrir peningamála-
yfirvöld að fylgjast með,“ segir
Magnús en íbúðaverð hefur hækkað
um 11,2% síðustu 12 mánuði.
Eins og gröfin hér til hliðar sýna
spáir Seðlabankinn meiri verðbólgu á
næstu árum. Er tekið fram í nýjum
Peningamálum „að heldur meiri líkur
séu á að verðbólgu sé vanspáð á
seinni hluta spátímans en að henni sé
ofspáð“. Þá sýnir hitt grafið að verð-
tryggð lán eru að sækja í sig veðrið.
Veita nú allt að 90% lán
– Telurðu að bankar muni draga úr
útlánum á íbúðamarkaði til að sporna
við spennu á markaði?
„Það er ekki víst. Það getur vel
verið að það séu samkeppnishvetj-
andi þættir til þess að veita jafnvel
hærri lán, 90% lán, eins og dæmi eru
um þessa dagana. Þar er um að ræða
eignir þar sem seljandalán er á eign
líka. Það er frekar að Seðlabankinn
beiti þeim þjóðhagsvarúðartækjum
sem getið var um í síðustu fjármála-
stöðugleikaskýrslu, en þar var rætt
um að lækka lánshlutfall verð-
tryggðra lána, eða láta draga úr 40
ára jafngreiðslulánum.
Greiðslubyrði slíkra lána er lægri
en svo virðist sem fólk horfi frekar til
greiðslubyrði en íbúðaverðs og eigna-
myndunar.
Við gætum séð 40 ára verðtryggð
jafngreiðslulán fara niður í 65% eða
70% af kaupverði eignar en að af-
gangurinn þyrfti að vera óverð-
tryggður til þess að draga úr hækk-
unum, ef sú tilgáta mín stenst að
aukning í 40 ára verðtryggðum jafn-
greiðslulánum sé að hækka íbúða-
verð. Það gæti leitt til þess að hækk-
un á fasteignaverði stöðvist. Slík
ráðstöfun myndi að minnsta kosti
kæla niður íbúðamarkaðinn.“
–Hvaða tæki hefur Seðlabankinn
til þess að stýra útlánum?
„Hann gæti í samvinnu við Fjár-
málaeftirlitið bannað ákveðin láns-
veðhlutföll á löngum, verðtryggðum
íbúðalánum, þannig að 80% lán yrðu
ekki í boði, færu niður í 70%.“
Þá segir Magnús aðspurður að
meiri eftirspurn en framboð á fast-
eignamarkaði geti ýtt undir meiri
áhættu í útlánum bankanna, enda sé
nú virkur markaður fyrir eignir ef
lántaki getur ekki staðið í skilum.
Oddgeir Á. Ottesen, aðalhagfræð-
ingur IFS Greiningar, telur ekki að
bann við 40 ára verðtryggðum jafn-
greiðslulánum muni hafa mikil áhrif á
þróun fasteignaverðs.
Ýti tekjulágum af markaði
„Það eru horfur á að fasteignaverð
muni hækka. Ég er hins vegar þeirrar
skoðunar að 40 ára verðtryggð lán séu
ekki aðalorsökin fyrir hækkunum …
Ég get ekki séð að bann við verð-
tryggðum jafngreiðslulánum bæti hag
almennings. Ef slík lán verða bönnuð
þá mun það ekki leiða til mikillar verð-
lækkunar á húsnæði. Bannið mun
hafa áhrif á hverjir kaupa húsnæði.
Lágtekjufólk mun síður hafa efni á að
kaupa íbúðir. Í stað þess að lág-
tekjufólk kaupi íbúðir verða það leigu-
félög, sem leigja svo út íbúðirnar.
Leigumarkaðurinn gæti stækkað.“
Ásgeir Jónsson, lektor í hagfræði
við Háskóla Íslands, telur að nú sé
rétti tíminn til að afleggja 40 ára
verðtryggð jafngreiðslulán, að
minnsta kosti hætta að veita þau með
ríkisábyrgð af Íbúðalánasjóði.
„Mér sýnist tímasetningin vera
góð nú þegar fasteignamarkaðurinn
er byrjaður að hitna. Hin svonefndu
Íslandslán sem eru 40 ára verðtryggð
lán með jafngreiðslum eiga að mínu
mati stóran þátt í þeirri bólu sem
varð á fasteignamarkaði 2004-8 þar
sem einkenni slíkra lána er mjög lág
upphafsgreiðsla sem hafi gefið hvata
til of mikillar skuldsetningar. Það er
einkenni þessara lána að ekkert er
greitt af höfuðstól á fyrri hluta láns-
tíma og lánin hækka þótt greitt sé af
þeim. Það virðast margir lántakar
eiga erfitt með að skilja.“
Blönduð lán heppilegri
Ásgeir telur að heppilegt væri að
beina lántökum að blöndu verð-
tryggðra og óverðtryggðra íbúða-
lána. Verðtryggði hlutinn geti verið
að hámarki til 25 ára. Þá telur hann
aðspurður að það gæti reynst
bjarnargreiði að veita tekjulágum 40
ára verðtryggð fasteignalán þar sem
höfuðstóll slíkra lána hækki verulega
með verðbólgu og geti mjög hæglega
leitt til neikvæðrar eiginfjárstöðu,
líkt og gerðist á árunum 2008-2010.
Þórarinn G. Pétursson, aðal-
hagfræðingur Seðlabanka Íslands,
segir það skoðun bankans að ekki séu
rök fyrir því að banna tiltekin form
íbúðalána. Þá vísar hann á síðustu út-
gáfu Fjármálastöðugleika.
Þar er rætt um þá tillögu starfs-
hóps um afnám verðtryggingar af
neytendalánum að jafngreiðslulán til
lengri tíma en 25 ára verði bönnuð.
Segir í Fjármálastöðugleika að ef
ekki verði hægt að veita slík lán til
lengri tíma en 25 ára muni léttasta
greiðslubyrði íbúðalána sem standa
til boða aukast um 25-30%.
„Íslandslán“ sögð ýta á hækkanir
Sérfræðingur telur að nú sé rétti tíminn til að takmarka 40 ára verðtryggð íbúðalán Slík aðgerð
kæli niður markaðinn og dragi úr líkum á bólumyndun næstu mánuði Spáð er meiri verðbólgu
Verðbólguspá og óvissumat
Grunnspá PM 2014/2
Verðbólgumarkmið
50% líkindabil
75% líkindabil
90% líkindabil
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
2012 2013 2014 2015 2016 2017
8
7
6
5
4
3
2
1
0
Þróun nýrra íbúðalána
að frádregnum uppgreiðslum
Í milljónum króna tímabilið 2013-2014*
Ný óverðtryggð íbúðalán, samtals
Ný verðtryggð íbúðalán, samtals
Ný íbúðalán, samtals
Hlutdeild óverðtryggðra íbúðalána
Hlutdeild verðtryggðra íbúðalána
34.545 1.964 903 1.546
21.939 406 816 1.728
56.484 2.370 1.719 3.274
61,2% 82,9% 52,5% 47,2%
38,8% 17,1% 47,5% 52,8%
Jan. 14 Feb. 14 Mars. 14
Samtals
2013
*Frá 1.1. 2013-31.3. 2014.
Heimild: Seðlabanki Íslands
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2014
Stjórnendur Landspítala hafa tekið
við ákæru ríkissaksóknara á hendur
spítalanum og starfsmanni á gjör-
gæsludeild spítalans, vegna atviks á
árinu 2012, þar sem maður lést.
Þetta kemur fram í tilkynningu sem
Landspítalinn sendi frá sér í gær.
Segir þar jafnframt að þetta sé í
fyrsta sinn sem Landspítali og
starfsmaður hans séu ákærð fyrir
atvik af þessu tagi og standi íslensk
heilbrigðisþjónusta því á kross-
götum.
„Það er nýr veruleiki fyrir bæði
starfsmenn og stofnunina að standa
frammi fyrir því í störfum sínum að
atvik sem þessi fari í farveg refsi-
máls sem rekið er fyrir dómstólum.
Þetta eru straumhvörf sem skapa
óvissu í störfum heilbrigðisstarfs-
manna,“ segir í tilkynningunni.
Þar segir einnig að Landspítali
muni á næstu dögum fara frekar yfir
efni ákærunnar með lögmönnum
sínum. Harmað sé að þetta atvik hafi
átt sér stað og hugur stjórnenda
spítalans sé hjá aðstandendum
mannsins.
Hvorki fengust frekari upplýs-
ingar um ákæruna hjá spítalanum
né embætti ríkissaksóknara. En
fram kom í fjölmiðlum í fyrra, að
andlát manns, sem lá á gjörgæslu-
deild spítalans í október árið 2012,
var rakið til mistaka hjúkrunarfræð-
ings á deildinni.
Morgunblaðið/Júlíus
Landspítali Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur spítalanum og
starfsmanni á gjörgæsludeild vegna andláts manns þar í október 2012.
Starfsmaður Land-
spítala ákærður