Morgunblaðið - 22.05.2014, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 22.05.2014, Qupperneq 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2014 Húseignir til sölu Íslandsbanki auglýsir til sölu húsin við Lækjargötu 12 og Vonarstræti 4b (bakhús) í Reykjavík. Óskað er eftir tilboðum í húsin fyrir kl. 12.00 fimmtudaginn 5. júní 2014. Lækjargata 12 Hýsir í dag útibú Íslandsbanka auk annarrar starfsemi. Húsið er á fimm hæðum auk kjallara og er birt stærð þess 2.272 m². Bílastæði fylgja á báða vegu. Vonarstræti 4b Bakhús aftan við Lækjargötu 12 og hýsir í dag Hönnunarmiðstöð Íslands. Húsið er á tveimur hæðum og er birt stærð þess 293 m². Lóðin sem húsin standa á er á besta stað í miðbænum, á horni Lækjargötu og Vonarstrætis. Stærð lóðarinnar er 2.062 m² og samkvæmt gildandi deiliskipulagi er heimilt byggingamagn á lóðinni 7.340 m² ofanjarðar auk 814 m² bílakjallara. islandsbanki.is Netspjall Sími 440 4000 Facebook E N N E M M / S ÍA / N M 6 2 4 0 1 Hægt er að bóka skoðun hjá Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka: Narfi Snorrason, s. 440-4541 Sigrún Hjartardóttir, s. 440-4748 Húsið verður sýnt miðvikudaginn 28. maí nk. kl. 10.00-15.30. Brettaskip sem sækja frosnar af- urðir í Ísbjörninn, frystigeymslu HB Granda, eru einu flutn- ingaskipin sem koma í gömlu höfn- ina í Reykjavík, fyrir utan olíu- flutninga um Eyjagarð. Brettaskipin koma nokkrum sinn- um á ári og minna á umsvif fyrri ára í höfninni. Brettin fara laus um borð í skip- in, ekki fyrst í gáma. Síðan er siglt með fiskinn beint á markað. Smári Einarsson, sölustjóri hjá HB Granda, segir að oftast séu þessi skip notuð til að flytja fisk á mark- að í Austur-Evrópu en einnig sé mögulegt að láta þau sigla til Rot- terdam og á aðrar hafnir í Evrópu. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxa- flóahafna, segir að með byggingu frystigeymslunnar hafi útgerð og fiskvinnslu verið sköpuð aðstaða í vesturhöfninni. Jákvætt sé að brettaskipin taki afurðirnar beint því það dragi úr gámaflutningum af hafnarsvæðinu í gegn um miðborgina. helgi@mbl.is Brettaskip sækja afurðir í Ísbjörninn Morgunblaðið/Árni Sæberg Bannað að leggja Brettaskipið Belbek siglir til hafnar í Reykjavík til að taka afurðir úr Ísbirninum. Fundur stjórnar Varðar, fulltrúa- ráðs sjálfstæðis- félaganna í Reykjavík, í há- deginu í gær var ekki boðaður sér- staklega til að meta stöðu Hall- dórs Halldórs- sonar, oddvita sjálfstæðismanna í Reykjavík. Þær fréttir bárust fyrir fundinn að ræða ætti stöðu flokksins í borginni og hvort Halldór ætti að stíga til hliðar vegna lélegs gengis flokksins í skoðanakönnunum. Óttarr Guðlaugsson, formaður Varðar, sagði í samtali við mbl.is að um hefði verið að ræða vikulegan fund stjórnar Varðar og rætt hefði verið um væntanlegar kosningar og verkefnin framundan á fundinum. Stjórn Varðar sendi frá sér yfir- lýsingu eftir fundinn í gær þar sem stjórnin ítrekar „einróma fullan stuðning við framboðslista Sjálf- stæðisflokksins og oddvita hans, Halldór Halldórsson“. Stjórnin lýsti jafnframt ánægju sinni með þann baráttuanda sem ríkti meðal fram- bjóðenda flokksins. „Okkar megin- verkefni í dag er að koma málefnum okkar betur á framfæri. Það eru verkefni númer eitt, tvö og þrjú,“ sagði Óttarr. „Við erum klárlega með bestu stefnu stjórnmálaflokka í Reykja- vík,“ sagði Halldór Halldórsson, oddviti lista Sjálfstæðisflokksins. „Við ætlum að laga húsnæðismálin en viljum ekki að þau verði niður- greidd af borgarbúum eins og núver- andi meirihluti boðar. Við viljum að foreldrar ungra barna fái greitt til að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og hefðbundins leikskóla. Við viljum einnig laga rekstur borgarsjóðs og lækka kostnað borgarbúa af að búa í Reykjavík,“ segir Halldór. Ítreka stuðning við Halldór Halldór Halldórsson  Stjórn Varðar með vikulegan fund Kynbundið of- beldi gagnvart fötluðum konum er umfjöllunar- efni fyrirlestrar Kerstin Krist- ensen frá Svíþjóð sem fer fram hjá Stígamótum í dag. Kristensen fjallar um rann- sóknir og eigin reynslu af því að veita fötluðum konum stuðning sem hafa orðið fyr- ir kynbundnu ofbeldi. Hún vinnur nú að doktorsritgerð á þessu sviði. Fyrirlesturinn fer fram í húsnæði Sígamóta að Laugavegi 170 og stendur frá kl. 14 til 16. Fyrir- lesturinn er á ensku. Ofbeldi gagnvart fötluðum konum Rætt um ofbeldi gagnvart fötluðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.