Morgunblaðið - 22.05.2014, Síða 19
FRÉTTIR 19Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2014
Íbúar þriggja sveitarfélaga geta
varið kjördeginum til annars en að
fara á kjörstað. Aðeins einn listi
barst og var sjálfkjörið í sveit-
arstjórnirnar.
Vesturbyggð er stærsta sveitar-
félagið sem ekki þarf að kjósa í. Þar
barst aðeins einn framboðslisti, D-
listi sjálfstæðismanna og óháðra.
Þar er Friðborg Matthíasdóttir, nú-
verandi forseti bæjarstjórnar, í
efsta sæti. Ásthildur Sturludóttir er
bæjarstjóraefni listans og verður
því áfram bæjarstjóri.
Fulltrúar af H-listanum í Skútu-
staðahreppi eru sjálfkjörnir því
enginn annar listi er boðinn fram.
Yngvi Ragnar Kristjánsson fram-
kvæmdastjóri er efsti maður. Sömu
sögu er að segja úr Tjörneshreppi.
Óhlutbundnar persónukosningar
fara fram í átján sveitarfélögum,
meðal annars víðar þar sem lista-
kosningar hafa verið viðhafðar.
Nefna má Dalabyggð, Hvalfjarð-
arsveit, Grenivík, Tálknafjörð og
Reykhólasveit. helgi@mbl.is
Sjálfkjörið
í þrjár sveit-
arstjórnir
Sjálfkjörinn bæjar-
stjóri í Vesturbyggð
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Patreksfjörður 950 búa í Vest-
urbyggð. Þar verður ekki kosið.
„Utangarðsfólk í borginni er hópur
sem við viljum koma betur til móts
við. Þessu fólki hefur Hjálpræð-
isherinn sinnt ágætlega með Dag-
setrinu, en starfsemi þess er hins
vegar þröngur stakkur sniðinn,“
segir Björk Vilhelmsdóttir, borg-
arfulltrúi og formaður velferðarráðs
Reykjavíkur. Á fundi ráðsins í síð-
ustu viku var samþykkt að fela
starfsfólki velferðarsviðs að taka
upp viðræður við Hjálpræðisherinn
um rekstur Dagsetursins við Eyja-
slóð í Örfirisey.
Dagsetrið hefur verið starfrækt í
nokkur ár og þar getur fólk sem er
á götunni fengið hjálp. Setrið er op-
ið frá morgni til síðdegis og þar fær
fólk sem er á götunni og hugs-
anlega í vímuefnaneyslu mat, getur
þrifið sig og fleira. Borgin hefur
styrkt þessa starfsemi um fimm
milljónir króna á ári – auk þess
sem nokkrir starfsmenn hennar
einbeita sér að þjónustu við ut-
angarðsfólkið.
Hvað Dagsetrið áhrærir vantar
nú peninga svo því megi halda opnu
í júlí næstkomandi og um helgar út
árið. „Hjá borginni er vilji til þess
að tryggja að þetta gangi eftir,“
segir Björk Vilhelmsdóttir. Tillaga
um framansagt var samþykkt sam-
hljóða á fundi velferðarráðsins en
nákvæmari tillaga og kostnaðar-
áætlun á að liggja fyrir á næsta
fundi þess. Á fundinum í sl. viku lét
Elín Oddný Sigurðardóttir, fulltrúi
Vinstri grænna, bóka að undirbúa
ætti dagúrræði fyrir útigangsfólk
sem rekið yrði af borginni sjálfri.
sbs@mbl.is
Herinn fái meiri peninga
Morgunblaðið/Golli
Hjálparsetur Dagsetur Hjálpræðishersins við Eyjaslóð í Örfirisey.
Utangarðs fái hjálp í Dagsetri VG vill opinberan rekstur
Hægt verður í
næstu viku að
sækja um að fá að
ráðstafa séreign-
arsparnaði inn á
lán sem tekin
voru vegna kaupa
á íbúðarhúsnæði.
Um er að ræða
hluta af aðgerð-
um ríkisstjórn-
arinnar í skulda-
málum heimilanna sem samþykktar
voru á lokadegi þingsins.
Tugir þúsunda hafa sótt um leið-
réttingu fasteignaveðlána á vefnum
leidretting.is frá því að hann fór í
loftið seinasta sunnudag. Tryggvi
Þór Herbertsson, verkefnisstjóri í
fjármálaráðuneytinu, segir að flókn-
ara verði að sækja um ráðstöfun sér-
eignarsparnaðar. Ekki sé nóg að
sækja um heldur þurfi hver og einn
að benda á tiltekin atriði sjálfur.
Hægt að
sækja um í
næstu viku
Tryggvi Þór
Herbertsson