Morgunblaðið - 22.05.2014, Side 20
ÚR BÆJARLÍFINU
Skapti Hallgrímsson
Akureyri
Oddur Helgason, ættfræðingur og
fyrrverandi sjómaður, hefur mikinn
áhuga á að koma upp safni á Ak-
ureyri um ferðir fólks af Norður-
landi til Brasilíu á síðari hluta 19.
aldar. Hann hefur augastað á plássi í
hluta gömlu Gránufélagshúsanna á
Oddeyri, þar sem veitingastaðurinn
Bryggjan er nú til húsa. Oddur segir
eigendur staðarins hafa tekið hug-
myndinni vel.
Oddur hefur í áratugi gegnt við-
urnefninu Spekingur, og er kunnur
vegna starfa sinna hjá ættfræðiþjón-
ustunni ORG. Þar á bæ hafa menn
verið í góðu sambandi við Bras-
ilíumenn og vegna þess samstarfs
komst í fyrra á vinabæjarsamband á
milli Akureyrar og bæjarins Curi-
tiba í hinu mikla fótboltalandi.
Spekingnum finnst ekki nægi-
lega vel haldið utan um þennan þátt
sögu þjóðarinnar. „Fyrsta hópferð
Íslendinga vestur um haf var þegar
Norðlendingar fóru frá Akureyri til
Brasilíu,“ segir hann við Morg-
unblaðið. „Við erum með fullt af
myndum og fleiri muni um þessi mál
og langar að útbúa fallega sýningu,“
segir hann.
Brasilíumaðurinn Luciano
Dutra notaði efni um umrædda ferð í
ritgerð í íslensku við Háskóla Ís-
lands fyrir nokkrum árum; fékk m.a.
upplýsingar hjá Oddi og í framhaldi
þess komst málið á skrið.
Oddur segir þessa skemmtilegu
sögu, sem er að finna í formála að
ritgerð Dutra: „Skömmu eftir að
ferðir hófust frá Íslandi til Brasilíu,
voru kerlingar tvær í Þingeyj-
arsýslu, sem heyrðu sagt frá því,
hvað gott væri að vera í Brasilíu; þar
sprytti t.d. kaffi og sykur. Kerling-
unum þótti kaffi fjarska gott og
töldu paradísarsælu að vera þar,
sem nóg væri af því. Vildu þær nú
fyrir hvern mun fara til Brasilíu.
Þær afréðu því, segir Oddur, að
fara utan og tóku að afla sér upplýs-
inga um leiðina. Var þeim þá sagt að
þær þyrftu fyrst til Akureyrar. Þá
þótti kerlingunum óvænkast ráð sitt,
því að þær vissu að þá gátu þær
ómögulega komist hjá því að fara yf-
ir Fnjóská, og við svo erfiðum far-
artálma höfðu þær ekki búist á veg-
inum til Brasilíu. „Nei, það er svo
fyrirkvíðanlegt að fara yfir hana
Fnjóská, að við verðum að hætta við
ferðalagið,“ sögðu kerlingarnar, og
þar með var áætluninni um Bras-
ilíuferðina lokið!
Norðanmenn komast í beinu
flugi til Danmerkur í sumar kjósi
þeir svo. Flugfélagið Greenland Ex-
press hyggst bjóða upp á flug milli
Akureyrar og Kaupmannahafnar og
þaðan áfram til Álaborgar. Frá
þessu var greint á fundi um ferða-
mál í höfuðstað Norðurlands í vik-
unni.
Stefnt er að því að fyrsta beina
flugið til Köben og Álaborgar frá
Akureyri verði 11. júní og mögulegt
verður að bóka ferðir í næstu viku ef
að líkum lætur.
Forráðamenn Greenland Ex-
press stefna að því að í framtíðinni
verði flogið beint úr innbænum á
Akureyri til móts við gömlu herra-
þjóðina allt árið um kring en nú, í
fyrsta atrennu, verður flogið reglu-
lega til loka nóvember.
Talsmaður GE sagði í vikunni að
miðaverð yrði sambærilegt og far-
gjald frá Keflavík til Danmerkur.
Það verður hollenskt flugfélag sem
sér um að flytja farþega frá Ak-
ureyri til Danaveldis fyrir græn-
lenska félagið í 100 sæta Fokker vél.
Síðasti fundur bæjarstjórnar
Akureyrar á kjörtímabilinu fór fram
á þriðjudaginn. Ljóst er að sjö af 11
bæjarfulltrúum hætta að loknum
kosningum; hafa sem sagt ákveðið
að gefa ekki kost á sér áfram. Haft
var á orði við upphaf fundar, í léttum
dúr, að síðar kæmi í ljós hvort fleiri
hyrfu á braut í vor …
Þess verður að geta að sex af
þessum sjö eru áfram á lista – allir
nema Halla Björk Reynisdóttir – og
tveir fráfarandi bæjarfulltrúa gönt-
uðust með það á fundinum að þeir
væru í baráttusætinu: Geir Kristinn
Aðalsteinsson L-lista og Andrea
Hjálmsdóttir, VG. Bæði skipa 11.
sæti. Þá eru Oddur Helgi Hall-
dórsson, L-lista, og Ólafur Jónsson,
Sjálfstæðisflokki, báðir í heið-
urssætum framboðanna.
Oddur Helgi, stofnandi L-
listans, hefur setið langlengst allra í
þessum hópi; hefur verið viðloðandi
bæjarstjórn Akureyrar í 20 ár. Hann
hefur verið bæjarfulltrúi L-listans
frá stofnun, í 16 ár. Þar á undan var
hann þrjú ár varabæjarfulltrúi
Framsóknarflokksins og eitt ár bæj-
arfulltrúi flokksins.
Myndin af þeim sem hætta í vor
var tekin rétt áður en forseti bæj-
arstjórnar sló hamri sínum í borðið í
og setti fund. Frá vinstri: Inda
Björk Gunnarsdóttir, Oddur Helgi
Halldórsson, Halla Björk Reyn-
isdóttir, Geir Kristinn Aðalsteins-
son, öll af L-lista, Sigurður Guð-
mundsson, Bæjarlistanum, Ólafur
Jónsson, Sjálfstæðisflokki, og Andr-
ea Hjálmsdóttir, VG.
Aðeins fjórir af sitjandi bæj-
arfulltrúum gefa kost á sér til endur-
kjörs: Guðmundur B. Guðmundsson,
Framsóknarflokki, Logi Már Ein-
arsson, Samfylkingu, Tryggvi Gunn-
arsson, L-lista, og Hlín Bolladóttir,
sem er í bæjarstjórn fyrir L-lista en
skipar fyrsta sæti á lista Dögunar
við kosningarnar í vor.
Dúndurfréttir blása enn til tón-
leika á Græna hattinum og verða nú
bæði föstudags- og laugardagskvöld.
Fyrri hluta tónleikanna tileinka
þeir bestu verkum Pink Floyd en
eftir hlé leikur sveitin lög með Led
Zeppelin, Uriah Heep, Deep Purple,
Kansas og fleiri slíkum.
Af bæjarstjórn
og Brasilíuferð
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Sjö á förum Þau hætta í bæjarstjórn í vor. Frá vinstri: Inda Björk Gunnarsdóttir, Oddur Helgi Halldórsson, Halla
Björk Reynisdóttir, Geir Kristinn Aðalsteinsson, Sigurður Guðmundsson, Ólafur Jónsson og Andrea Hjálmsdóttir.
Brasilía Oddur Helgason, ættfræðingur og fyrrverandi sjómaður, skoðaði
aðstæður í gömlu Gránufélagshúsunum á Oddeyri á dögunum.
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2014
Áþreifanleg vellíðan EDDA
HEILDVERSLUN
Stofnsett 1932
Höfðabakka 9, 110 Reykjavík • Sími: 525 8210
eddaehf@eddaehf.is • www.eddaehf.is
82
ÁRA
EDDA Heildverslun
Draumur um góða nótt
Heildverslun með lín fyrir:
• hótelið
• gistiheimilið
• bændagistinguna
• veitingasalinn
• heilsulindina
• hjúkrunarheimilið
• þvottahúsið
• sérverslunina
Gæði og glæsileiki
Heildverslunin Edda hefur um áratuga
skeið sérhæft sig sem innflytjandi á líni.
Mörg af stærstu hótelum landsins jafnt
sem minni nota allt lín frá okkur.
Bjóðum einnig upp á lífrænt lín.
Biskup Íslands hefur auglýst þrjú
prestsembætti laus til umsóknar,
eitt í Reykjavík og tvö í Eyjafirði.
Embætti prests í Glerárpresta-
kalli á Akureyri er laust til umsókn-
ar og veitist það frá 1. september
næstkomandi. Í Glerárprestakalli er
ein sókn, Lögmannshlíðarsókn, með
rúmlega sjö þúsund íbúa og tvær
kirkjur, Glerárkirkju og Lögmanns-
hlíðarkirkju. Umsóknarfrestur
rennur út 10. júní næstkomandi.
Þá hefur biskup auglýst laust til
umsóknar embætti prests í Dalvík-
urprestakalli frá 1. júlí 2014. Sam-
kvæmt samþykkt kirkjuþings sem
tók gildi 8. mars s.l. sameinast Hrís-
eyjar-, Möðruvalla- og Dalvík-
urprestakall frá sama tíma. Heiti
prestakallsins verður Dalvík-
urprestakall. Prestssetrið og skrif-
stofa prests verður á Möðruvöllum.
Í Dalvíkurprestakalli eru átta
sóknir, þær eru: Miðgarðasókn,
Grímsey, Tjarnarsókn, Upsasókn,
Urðasókn, Vallasókn, Hríseyj-
arsókn, Stærra-Árskógssókn og
Möðruvallaklausturssókn og mynd-
ar prestakallið eitt samstarfssvæði.
Íbúar prestakallsins eru tæplega
þrjú þúsund. Umsóknarfrestur
rennur út 3. júní n.k.
Loks hefur biskup aulýst laust til
umsóknar embætti prest í Graf-
arvogsprestakalli í Reykjavík. Þar
er ein sókn, Grafarvogssókn, með
um átján þúsund íbúa og eina kirkju,
Grafarvogskirkju. Grafarvogs-
prestakall er á samstarfssvæði með
Grafarholtsprestakalli og Árbæj-
arprestakalli. Umsóknarfrestur
rennur út 5. júní n.k. Biskup Íslands
skipar í embætti presta til fimm ára.
sisi@mbl.is
Þrjú prestembætti
laus til umsóknar
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Glerárkirkja Embætti prests við kirkjuna hefur verið auglýst.