Morgunblaðið - 22.05.2014, Síða 21
FRÉTTIR 21Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2014
Eldhús • Álfelgur • Aðeins 250 kg
Áratuga reynsla á Íslandi
Umboðsaðili Camp-let á Íslandi
tjaldast ásamt fortjaldi
með einu handtaki
TjaldvagnarHeitt ákönnunni
og veiting
ar
fyrir börn
in
um helginaStórsýning
100.000 kr. af öllum vögnum
og 15% afsláttur af aukahlutum út maí
Kynningarafsláttur
Þverholt 6 - 270 Mosfellsbæ
Sími 534 4433 - www.isband.is
OPIÐ laugardag og sunnudag 11-15
Opið virka daga 10-18
Birgðir af Appelsín, Pepsi, Pepsi Max, Kit Kat og
Chupa sleikjó fylgja með seldum vagni í maí
Ef horft er samantekið til allra sex
dreifiveitna raforku á Íslandi er
meirihluti kerfisins á lágri spennu
nú þegar í formi jarðstrengja, eða
um 54%. Nær allar nýframkvæmdir
og viðhald á kerfinu er lagt í jarð-
strengjum. Þetta kom fram á vor-
fundi Samorku, samtaka orku- og
veitufyrirtækja, nýverið.
Ef horft er til kerfisins í heild,
sem er um 14.483 km, er meirihlut-
inn í loftlínu eða um 57%. Allur þorri
kerfisins á hærri spennu er í loftlín-
um eða 96%.
Mikill kostnaður við að leggja
streng með hærri spennu í jörð
Ástæðan fyrir þessu háa hlutfalli
hærri spennu í loftlínu er m.a. kostn-
aður. „Enn í dag er kostnaðurinn
meiri við að leggja streng með hærri
spennu í jörð; því fylgja oft tækni-
legar áskoranir og stundum veldur
það meira umhverfisraski en það er
þó ekki algilt,“ sagði Gústaf Adolf
Skúlason, framkvæmdastjóri Sam-
orku.
Hann segir kerfið stefna allt í jörð
þar sem það er tæknilega fýsilegt og
hagkvæmt. Þá telur Gústaf að það
verði eflaust hagkvæmara með ár-
unum að koma háspennu í jarð-
strengi en eins og staða sé núna þá
sé það miklu dýrara. Jafnframt
benti hann á að ef þau fyrirtæki sem
eru í sérleyfisrekstri tækju ákvörð-
un um dýrara lausn þá tækju þau
ákvörðun um hækkun gjaldskrár
fyrir alla sína viðskiptavini.
Þessar sex dreifiveitur raforku á
Íslandi eru: Rarik, Orkuveita
Reykjavíkur, HS veitur, Orkubú
Vestfjarða, Norðurorka og Rafveita
Reyðarfjarðar. thorunn@mbl.is
Morgunblaðið/ÞÖK
Loftlínur Meirihluti raforkukerf-
isins er í loftlínu eða um 57%.
Meirihluti raflína á
lágri spennu í jörðu
Flestar nýframkvæmdir í jarðstreng
með ásættanlegum hætti því ann-
ars væri hætta á að mikilvæg
grunnvinna fyrir vernd og sjálf-
bæra nýtingu náttúru Íslands færi
forgörðum og þjóðhagslegum
ávinningi af verkefninu yrði fórn-
að. Áætlað var að frá Evrópusam-
bandinu kæmu yfir 600 milljónir
króna, en sú tala lækkar um 200
milljónir króna.
Reiknað með 17 ársverkum
Jón Gunnar segir að margir hafi
komið að þessu starfi, innan stofn-
unar og utan hennar. Reiknað hafi
verið með 17 ársverkum starfs-
manna stofnunarinnar á þessu ári
og það verði nálægt lagi þrátt fyrir
breytingar.
Um 90% verkþátta á vettvangi
hafi verið lokið og það sem eftir
var hafi verið skorið niður eins og
mögulegt hafi verið.
Ríkið hleypur undir bagga
Náttúrufræðistofnun nær að ljúka Natura Island-verkefninu ESB sagði upp
samningum um IPA-styrk Niðurskurður og hagræðing án uppsagna
Ljósmynd/Sigurður H. Magnússon
Á vettvangi Mikil vinna hefur verið lögð í kortlagningu á vettvangi í náttúru Íslands. Samkomulag við umhverfis-
og auðlindaráðuneyti gerir Náttúrufræðistofnun kleift að ljúka verkefni þar sem vistgerðir landsins eru flokkaðar.
BAKSVIÐ
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Samkomulag hefur tekist á milli
Náttúrufræðistofnunar Íslands og
umhverfis- og auðlindaráðuneytis-
ins um aðgerðir sem gera NÍ kleift
að ljúka verkefninu Natura Island.
Í því felst m.a. að flokka land frá
fjöru til fjalla í vistgerðir.
Lok verkefnisins voru í uppnámi
eftir að Evrópusambandið sagði
upp samningi um það í lok mars,
en með vilyrði fyrir auknu fjár-
magni frá ríkinu, niðurskurði og
hagræðingu, án þess að til upp-
sagna komi, reiknar Jón Gunnar
Ottósson, forstjóri NÍ, með að
verkefninu ljúki með ásættanleg-
um hætti í árslok 2015 eða byrjun
árs 2016. Það er tæpu ári síðar en
upphaflega var ráðgert að ljúka
verkefninu.
Sambland af mörgum þáttum
„Við náum að ljúka þessu með
samblandi af mörgum þáttum,“
segir Jón Gunnar. „Verkefnið hef-
ur verið endurskoðað og skorið
niður um 45 milljónir króna. Einn-
ig hefur verið skorið niður í öðrum
rekstri hjá stofnuninni eins og
hægt er til að fjármagna verkefnið.
Síðast en ekki síst höfum við
fengið vilyrði fyrir auknu fjár-
magni frá ríkinu á þessu ári og því
næsta, sem gerir okkur kleift að
ljúka þessu og ný rekstraráætlun
sem byggist á þessu hefur verið
samþykkt.“ Jón Gunnar vill að svo
stöddu ekki nefna tölur sem felast
í auknu framlagi ríkisins.
Lækkar um 200 milljónir
Á ársfundi Náttúrufræðistofnun-
ar fyrir mánuði greindi Jón Gunn-
ar frá uppsögn Evrópusambands-
ins á IPA-samningi vegna Natura
Ísland verkefnisins. Hann sagði að
uppsögin setti rekstraráætlun
2014-2015 úr skorðum því hún
byggðist að verulegu leyti á verk-
efninu. Leggja þyrfti áherslu á að
finna leið til að ljúka verkefninu
Evrópusambandið sagði samn-
ingnum formlega upp í lok mars-
mánaðar með tveggja mánaða
fyrirvara þannig að styrktíma-
bilinu lýkur 25. maí og verður þá
gengið frá lokauppgjöri við ESB.
Jón Gunnar segir að Náttúru-
fræðistofnun fái í ár um 80 millj-
ónir frá ESB, en ef samningur
hefði verið í gildi allt árið hefði
upphæðin verið nær 200 millj-
ónum.
Aðspurður hvort málinu ljúki
með þessum hætti gagnvart Evr-
ópusambandinu eða hvort hugs-
anlega verði
farið í skaða-
bótamál segir
Jón Gunnar það
ólíklegt. „Við
höfum í sjálfu
sér ekki lokað á
eitt eða neitt.
Samtök at-
vinnulífsins eru
að skoða mögu-
leika sína vegna
fræðslumiðstöðvar samtakanna
og við fylgjumst vel með því
máli.“
Fylgjast náið með SA
SKAÐABÓTAMÁL EKKI LÍKLEGT
Jón Gunnar
Ottósson
100. Íslandsmótið í skák fer fram í
Stúkunni við Kópavogsvöll dagana
23. maí - 1. júní. Fyrsta Íslands-
mótið var reyndar haldið fyrir 101
ári (1913) en mótið hefur fallið nið-
ur tvisvar og því er mótið það
hundraðasta sem fram fer.
Landsliðsflokkurinn er sá sterk-
asti í sögunni þar sem sjö stórmeist-
arar eru skráðir til leiks.
Eftirtaldir taka þátt í landsliðs-
flokki: Hannes Hlífar Stefánsson
(2548 elo-stig), Héðinn Stein-
grímsson (2537), Hjörvar Steinn
Grétarsson (2530), Stefán Krist-
jánsson (2494), Henrik Danielsen
(2483), Helgi Áss Grétarsson (2462),
Bragi Þorfinnsson (2459), Guð-
mundur Kjartansson (2439), Þröst-
ur Þórhallsson (2437) og Björn Þor-
finnsson (2389).
Meðalstigin eru 2478. Hvorki
hafa meðalstig verið hærri né hafa
fleiri stórmeistarar tekið þátt í Ís-
landsmótinu í skák. Í fyrstu umferð
mætast meðal annars Hjörvar og
Héðinn en umferðin hefst kl. 16 á
föstudag. Ármann Kr. Ólafsson,
bæjarstjóri Kópavogs, setur mótið
og leikur fyrsta leik þess.
Íslandsmót kvenna og áskor-
endaflokkur fara fram á sama tíma
og þar er skráning í fullum gangi.
Sterkasta
Íslands-
mótið
Meistari Hannes Hlífar Stefánsson
hefur oftast orðið Íslandsmeistari.
Morgunblaðið/Ómar