Morgunblaðið - 22.05.2014, Síða 25
FRÉTTIR 25Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2014
Þingmenn Efnahagsfrelsisbaráttumanna (EFF)
vöktu athygli þegar nýtt þing Suður-Afríku kom
saman í Höfðaborg í gær. Flokkurinn vann 25
þingsæti af 400 í þingkosningum fyrr í þessum
mánuði en hann var stofnaður til höfuðs Afríska
þjóðarráðinu, ANC, sem Julius Malema, leiðtogi
EFF, segir hafa brugðist trausti fátækra blökku-
manna. Þingmenn EFF klæddust því rauðum
göllum og húfum til stuðnings verkamönnum.
Rauðliðar sóru þingmannaeiða
AFP
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Flóðunum sem hafa átt sér stað á
Balkanskaga undanfarið hefur ekki
aðeins verið líkt við hörmungarnar
í borgarastríðinu á 10. áratug síð-
ustu aldar heldur hefur vatnið bók-
staflega fleytt gömlum draugum
þess upp á yfirborðið aftur.
Um það bil tveimur milljónum
jarðsprengna var komið fyrir í
jörðinni í Bosníustríðinu sem stóð
frá 1992 til 1995. Síðan þá hefur
verið unnið ötullega að því að fjar-
lægja þær en engu að síður hafa
jarðsprengjur grandað um 1.800
Bosníumönnum frá því að stríðinu
lauk. Talið var að um 120.000 væru
enn eftir á vel merktu svæði en
flóðin hafa sett stórt strik í reikn-
inginn.
„Við eyddum tíu árum í að
merkja svæðið með viðvörunar-
merkjum. Á örfáum dögum er það
allt á brott,“ segir Ahdin Oraho-
vac, aðstoðarforstöðumaður aðger-
ðamistöðvar gegn jarðsprengjum í
Bosníu og Hersegóvínu, við banda-
ríska ríkisútvarpið NPR.
Vandamálið breiðir úr sér
Fjöldi tilkynninga hefur þegar
borist frá fólki á flóðasvæðunum
sem hefur fundið ósprungnar
sprengjur, handsprengjur og önn-
ur sprengiefni. Sumar jarð-
sprengjurnar eru úr plasti og því
hafa þær getað flotið með vatns-
straumnum.
Starfsmenn aðgerðamistöðvar-
innar gera sitt besta til kortleggja
hverja tilkynningu um jarð-
sprengju en þeir segja að þörf sé á
meiri mannafla og fjármunum til
að taka á vandanum.
Einnig er óttast að vatnselgur-
inn og aurskriður hafi ýtt jarð-
sprengjum inn í nágrannalöndin
og hafa starfsmennirnir unnið með
yfirvöldum í Serbíu og Króatíu
vegna þessa.
„Þetta er orðið svæðisbundið
vandamál núna,“ segir Orahovac.
Flóðin ýfa upp gömul sár
Jarðsprengjur sem lagðar voru í Bosníustríðinu skjóta aftur upp kollinum eftir
flóðin á Balkanskaga Fjöldi tilkynninga um ósprungnar sprengjur á svæðunum
AFP
Hætta Sprengjusérfræðingur leitar
að landsprengjum eftir flóðin.
Hosni Mubarak, fyrrverandi forseti
Egyptalands, hefur verið dæmdur
til þriggja ára fangelsisvistar fyrir
fjárdrátt af dómstól í heimaland-
inu.
Tveir synir Mubaraks, Alaa og
Gamal, voru einnig sakfelldir fyrir
sömu sakir. Þeir hlutu fjögurra ára
fangelsisdóm hvor.
Þremenningarnir voru dæmdir
til að greiða sekt að jafnvirði tæpra
340 milljóna króna og til að end-
urgreiða tæpa tvo milljarða króna
sem þeir voru ákærðir fyrir að
stela úr opinberum sjóðum.
Átti að fara í forsetahallir
Mubarak, sem er 86 ára gamall,
er einnig ákærður fyrir valdamis-
notkun og að leggja á ráðin um
dráp á mótmælendum í uppreisn-
inni árið 2011 sem kom honum frá
völdum.
Árið 2012 var forsetinn fyrrver-
andi dæmdur í lífstíðarfangelsi fyr-
ir þær sakir en áfrýjunardómstóll
fyrirskipaði að réttað yrði yfir hon-
um að nýju af tæknilegum ástæð-
um. Honum hefur verið haldið í
stofufangelsi á hersjúkrahúsi í
Kaíró frá því í ágúst í fyrra.
Feðgarnir voru ákærðir fyrir að
hafa notað tæpa tvo milljarða
króna sem átti að verja í viðhald á
forsetahöllum til þess að gera upp
þeirra eigið persónulega húsnæði.
Þeir hafa neitað öllum sökum og
sagt málatilbúnað ákæruvaldsins
byggjast á sandi þar sem fjárdrátt-
urinn hafi aldrei átt sér stað.
Ekki liggur fyrir hvort þau þrjú
ár sem Mubarak og synir hans hafa
þegar setið í haldi verða dregin frá
fangelsisdómunum yfir þeim. Eins
er óvíst hvort Mubarak verður
sendur aftur á hersjúkrahúsið þar
sem hann hefur dvalist eða hvort
hann verður sendur í fangelsi.
Mubarak og synir
dæmdir í fangelsi
Drógu sér tæpa tvo milljarða króna
AFP
Dæmdur Mubarak veifar úr búri
sínu við réttarhöldin í Kaíró í gær.
Rússneski orku-
risinn Gazprom
skrifaði í gær
undir risasamn-
ing við kínverska
ríkisolíufyr-
irtækið um sölu á
rússnesku jarð-
gasi til þrjátíu ára. Áætlað er að
heildarverðmæti samningsins nemi
um 400 milljörðum dollara.
Viðræður um samninginn hafa
staðið yfir í meira en áratug. Salan
á gasinu hefst árið 2018 og sam-
kvæmt samningnum verða 38 millj-
arðar rúmmetra af gasi fluttir til
Kína á ári hverju. Í honum er einn-
ig að finna ákvæði um möguleikann
á aukningu upp í 61 milljarð rúm-
metra. Gasið verður flutt með nýrri
gasleiðslu sem tengir löndin tvö.
Samningurinn skiptir Rússa
miklu enda er jarðgas um 60% af
útflutningsafurðum þeirra. Hingað
til hafa Evrópuríki verið stærstu
kaupendur gassins. Spenna út af at-
burðum í Úkraínu hefur verið rúss-
neskum stjórnvöldum hvati til að
leita á fleiri mið til að vera ekki eins
háð Evrópu.
RÚSSLAND
Skrifuðu undir
risasamning við
Kínverja
Samkynhneigð pör í
Pennsylvaníuríki í
Bandaríkjunum flýta
sér nú að gifta sig
eftir að alrík-
isdómstóll ógilti lög
ríkisins sem bönn-
uðu hjónabönd
þeirra.
Skrifstofur sýslumanna í Fíla-
delfíu sem gefa út giftingarvott-
orð hafa verið opnar fram eftir og
í Pittsburg hefur verið tekið við
umsóknum rafrænt. Flýtirinn or-
sakast af því að hugsanlegt er að
ríkisstjórinn, repúblikaninn Tom
Corbett, áfrýi niðurstöðu dóm-
stólsins og það myndi fresta rétt-
aráhrifum hans. Það gerðist í
Idaho í síðustu viku þar sem sams-
konar lög höfðu verið ógilt.
BANDARÍKIN
Nýta tækifæri til að
ganga í hjónaband
...sem þola álagið!
TRAUSTAR VÖRUR...
Raftæknivörur
Mótorvarrofar
og spólurofar
Það borgar sig að nota það besta!
E
i
n
n
t
v
e
i
r
o
g
þ
r
í
r
3
1
.3
0
1
Skynjarar Töfluskápar
Hraðabreytar Öryggisliðar
Aflrofar Iðntölvur
Sími: 540 7000 • www.falkinn.is