Morgunblaðið - 22.05.2014, Qupperneq 27
27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2014
Kynning Verkið Fantastar verður frumsýnt í Brims-húsinu við Geirsgötu í dag og af því tilefni var „risakræklingi“ komið fyrir í sjónum við Suðurbugt í gær, en verkið er hluti af Listahátíð.
Árni Sæberg
Borgarstjórnarkosn-
ingarnar í Reykjavík í
lok þessa mánaðar eru
þýðingarmestu kosn-
ingar í borginni um
áratugaskeið. Aðeins
eitt framboð í borginni
berst af heilum hug
gegn því að SV/NA
braut, þ.e. neyðarbraut
Reykjavíkurflugvallar,
verði lögð niður, sem
mun án nokkurs vafa
kosta mannslíf í framtíðinni, ef af
verður. Hér á ég við sameiginlegt
framboð Framsóknar og flugvall-
arvina, þar sem fjórar konur úr ýms-
um stjórnmálaflokkum hafa komið til
liðs við flugvöllinn og þann yfirgnæf-
andi meirihluta Reykvíkinga og ann-
arra landsmanna, sem vill þá aug-
ljósu almanna- og öryggishagsmuni,
sem felast í núverandi Reykja-
flugvelli með þrem
brautum og yfir 98%
nothæfisstuðli. Ef
neyðarbrautin fer fellur
þetta hlutfall í 93,8%,
sem er undir öryggis-
viðmiði Alþjóðaflug-
málastofnunarinnar, og
þar með er flugvöll-
urinn lokaður í 23 daga
á ári, sem þýðir að hann
er kominn í ruslflokk og
orðinn ónothæfur. Það
er nánast óhugnanlegt,
að 12 núverandi borg-
arfulltrúar úr öllum
flokkum hafi greitt atkvæði með Að-
alskipulagi, sem gerir ráð fyrir
þessu, fyrr á þessu ári.
Reynslan er ólygnust
Sá sem þetta ritar þekkir sögu,
skipulagsmál, öryggisstaðla og stað-
reyndir flugvallarmálsins vel, allt frá
því að hann tók sæti í borgarstjórn
árið 1990. Það sama ár skipaði Stein-
grímur J. Sigfússon, þáverandi sam-
gönguráðherra Alþýðubandalagsins,
nefnd um staðsetningu Reykjavík-
urflugvallar undir forystu flokks-
systur sinnar, Álfheiðar Ingadóttur,
síðar heilbrigðisráðherra. Nefndin
skilaði fljótt áliti, enda enginn fagleg-
ur rökstuðningur fyrir því áliti henn-
ar, að flugvöllurinn ætti að fara úr
borginni. Síðan skall sú ógæfa yfir,
árið 1994, að R-listinn náði meiri-
hluta í borginni. Á hans forsendum
var kosið um framtíðarstaðsetningu
Reykjavíkurflugvallar árið 2001. Svo
illa vildi til að oddviti sjálfstæð-
ismanna, Inga Jóna Þórðardóttir,
hvatti fólk til að hundsa flugvall-
arkosninguna, með þeim árangri að
aðeins 37% borgarbúa tóku þátt í
kosningunni, sem gaf minnihluta
flugvallarandstæðinga tækifæri á að
vinna kosninguna með 19% atkvæð-
isbærra Reykvíkinga gegn 18%. Við
þessa niðurstöðu hafa vinstri menn í
borginni haldið sig og kolfellt allar
tillögur mínar um nýjar flugvall-
arkosningar með atfylgi Hönnu
Birnu Kristjánsdóttur, nú innanrík-
isráðherra, og félaga hennar í Sjálf-
stæðisflokknum og loks á kjör-
tímabilinu 2006-2010 felldu allir 14
kjörnir fulltrúar í borgarstjórn
Reykjavíkur, endurtekið, tillögur
mínar til stuðnings Reykjavík-
urflugvelli. Það hefur verið sárt að
horfa upp á framgöngu borgarfull-
trúa í þessu máli á því kjörtímabili,
sem senn er á enda. Sem fyrrverandi
landsbyggðarlæknir þekki ég það af
reynslu, að sekúndurnar skipta öllu
máli, þegar lífshættulega neyð ber að
höndum og brýnt er að koma sjúk-
lingi eða slösuðum á skurðstofu eða
hátæknisjúkrahús sem allra fyrst. Í
því sambandi er vert að minnast
þess, að greiðar og öruggar sam-
göngur á láði, legi og í lofti eru stoð-
kerfi öryggismála og atvinnulífs á Ís-
landi.
Eini valkostur flugvallarvina
Ég hvet Reykvíkinga eindregið til
þess að kjósa nýtt framboð flugvall-
arvina, bæði í ljósi reynslunnar og
með tilliti til framgöngu innanrík-
isráðherra, Hönnu Birnu Kristjáns-
dóttur, og vinstri flokkanna, í flug-
vallarmálinu, fyrr og síðar. Framboð
B-lista Framsóknar og flugvallarvina
er vel skipað, með vaskar og hrein-
lyndar konur og einlæga flugvall-
arvini í öndvegi. Munum það á kjör-
dag, um leið og við björgum
mannslífum og öðrum almannahags-
munum.
Eftir Ólaf F.
Magnússon » ...þar með er flug-
völlurinn lokaður í
23 daga á ári, sem þýðir
að hann er kominn í
ruslflokk og orðinn
ónothæfur.
Ólafur F.
Magnússon
Höfundur er læknir og
fv. borgarstjóri.
Björgum neyðarbraut og mannslífum
Nýlega var hér í
blaðinu viðtal við
framkvæmdastjóra
Sinfóníuhljómsveitar
Íslands, þar sem því
var haldið fram að
hinn frábæri listamað-
ur Vladimir Ashke-
nazy hefði bæði stofn-
að Listahátíð í
Reykjavík og ýtt úr
vör að reisa tónlistar-
hús í Reykjavík. Hér
er um misskilning að ræða. Nú
þegar enn á ný er blásið til
Listahátíðar virðist því ástæða til
að rekja aðdraganda þessara mála
enn einu sinni.
Hugmyndin um listahátíð í
Reykjavík á eins eða tveggja ára
fresti var gamall draumur Banda-
lags ísl. listamanna sem nokkrum
sinnum hafði staðið að slíkum
listahátíðum, en ekki á föstum
reglubundnum grunni. Hafði sá
draumur oft verið viðraður við
stjórnvöld. Þegar svo
Norræna húsið varð
að veruleika opnaðist
nýr vettvangur, bæði
hvað fé og stað snerti
til að stofna til slíks
fyrirtækis. Stað-
reyndin er sú, að
þarna tóku sig saman
ríki og borg, fyrst og
fremst Gylfi Þ. Gísla-
son menntamálaráð-
herra og Geir Hall-
grímsson borgarstjóri,
og hétu viðbótarfé til
framkvæmda. Stofnað
var um 30 manna fulltrúaráð og
síðan valin fimm manna stjórn;
voru þar fulltrúar bæði borgar og
ríkis, forseti Bandalags ísl. lista-
mana, sem var Hannes Kr. Dav-
íðsson og tveir aðrir listamenn
kosnir af fulltúaráðinu; var sá sem
hér heldur á penna annar þeirra og
er sá eini sem nú er á lífi úr fyrstu
stjórninni. Fyrirtækið var til húsa í
Norræna húsinu og fyrsti forstjóri
þess, Ivar Eskeland, var fyrsti
framkvæmdastjóri Listahátíðar í
Reykjavík sem haldin var 1970.
Vel má vera að Vladimir Ashke-
nazy hafi viðrað svipaðar hug-
myndir við stjórnvöld, en hann
kom aldrei formlega að stofnun né
stjórnun Listahátíðar. Hins vegar
sat hann stundum sem gestur
fundi stjórnarinnar og gaf góð ráð;
framlag hans þar reyndist betra en
ekkert, því að hann hafði oft milli-
göngu um að fá hingað fyrsta
flokks listafólk sem jók til muna
bæði orðstír og gæði þess sem í
boði var á upphafsárunum.
Í annan stað er rétt að rifja upp
hvernig sú hreyfing sem lauk á því
að Harpa var vígð fór af stað. Árið
1983 flutti Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands níundu sinfóníu Beethovens
undir stjórn Jean-Pierre Jacquil-
lat. Aðsókn var svo mikil að ákveð-
ið var að flytja sinfóníuna tvívegis.
Mikil umræða skapaðist þá meðal
unnenda sinfóníunnar vegna að-
stöðuleysis í slíkum tilvikum. Það
varð til þess, að mikill tónlistar-
áhugamaður, Ármann Örn Ár-
mannsson framkvæmdastjóri, rit-
aði grein í Morgunblaðið, sem
mikla athygli vakti, enda dró hann
þar saman rök, sem árum saman
höfðu verið í loftinu fyrir byggingu
sæmilegs húss fyrir tónlistina í
landinu. Í kjölfarið kom Jón Þór-
arinsson tónskáld að máli við mig
og bað mig fyrir hönd hljómsveit-
arinnar að flytja hvatningarávarp í
lok síðari tónleikanna sem fóru
fram síðdegis á laugardegi; það
gerði ég og nefndi: Það vantar eitt
hús.
Í kjölfar þessara skrifa Ármanns
og annarra sem eftir fylgdu voru
svo stofnuð formleg Samtök um
byggingu tónlistarhúss. Einnig þar
var stofnað fulltrúaráð og kosin
framkvæmdastjórn, þar sem auk
Ármanns áttu sæti mætir og ósér-
hlífnir menn úr öllum stjórn-
málaflokkum og ýmsum greinum
lista. Ráðist var í samkeppni um
teikningu að slíku húsi og sitthvað
fleira til að vinna að framgangi
þessa máls, og var oft á brattann
að sækja hjá stjórnvöldum
Þeir tónleikar sem Ashkenazy
stóð að og stýrði af rausnarskap í
Lundúnum til stuðnings þessu máli
og oft er vísað til, voru hins vegar
haldnir hálfu ári síðar en samtökin
voru stofnuð.
Þær staðreyndir sem hér er vís-
að til eru studdar fundargerðum
beggja, Listahátíðar og Samtaka
um byggingu tónlistarhúss, og vís-
ast að öðru leyti til þeirra, svo og
t.d. í prentaða dagskrá Listahátíð-
ar 1970. Á þetta er ekki bent til að
gera lítið úr því mikla framlagi
sem Ashkenazy hefur fært ís-
lensku menningarlífi, heldur til
þess að staðreyndir flytjist
óbrenglaðar frá einni kynslóð til
annarrar.
Eftir Svein
Einarsson »Hugmyndin um
listahátíð í Reykja-
vík á eins eða tveggja
ára fresti var gamall
draumur Bandalags
íslenskra listamanna.
Sveinn
Einarsson
Höfundur er fyrrverandi
Þjóðleikhússtjóri.
Hafa skal heldur það sem sannara reynist