Morgunblaðið - 22.05.2014, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 22.05.2014, Qupperneq 31
UMRÆÐAN 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2014 Jóhönnu-heilkennið má kalla það, þegar hrært er í málum sem eru í góðu lagi á með- an þarfamálin eru lát- in nær ósnert. Þetta var alþekkt á lands- vísu í stjórnartíð Samfylkingar og Vinstri grænna árin 2009-2013. Borg- armálin fóru líka í þennan farveg með Besta flokknum og Samfylkingu sl. fjög- ur ár og nú virðist Dagur Bergþóruson Eggertsson stefna í að fá umboð borg- arbúa til þess að halda þeirri stefnu áfram af krafti næstu fjögur árin. Samfylkingin bakvið tjöldin Reykjavíkurdætur eru í hrifningarstormi á Facebook yfir Degi B., en mættu aðeins styrkja sig í hnjáliðunum og líta á líklegar afleiðingar þess að fá Samfylkinguna yfir borgarmálin af fullum krafti. Síðastliðin fjögur ár hefur hún unnið ýmis verk bakvið leiktjöldin, sérstaklega í mörg hundruð milljóna króna óþarfa- verkum eins og breytingar- tillögum á Aðalskipulagi Reykja- víkur og Hverfaskipulagi, sem gera átti ónothæft. Daglegu lífi raskað Daglegt líf þorra Reykvíkinga, nágranna þeirra og Íslendinga al- mennt nær að verða fyrir nei- kvæðum áhrifum þess að Samfylk- ingin og Björt framtíð fullkomna ídealisma sinn um breytingar á lífsstíl fólks að þeirra hætti. Síðan þegar íbúarnir fá nóg, þá er það orðið of seint: aðal- umferðaræðar eins og Hringbraut verða þrengd- ar, Reykjavík verður þekkt fyrir bílastæðaskort þrátt fyrir gnótt landsvæðis, flugvöllur höfuðborg- arinnar verður fjarlægður með öll- um sínum afleiðingum og fé- lagsíbúðir á kostnað Reykjavíkur- búa reistar í staðinn á dýrasta stað í borginni. Í stað greiðfærra brauta sem lágmarka tímasóun þorra borgarbúa, þá er yfirlýst stefna beinlínis að hægja á umferð með stíflun hennar. Hagur út- hverfanna er yfirleitt hundsaður. Aðhald En ofangreindir ókostir, sem liggja fyrir sem staðreyndir nú þegar, duga líklegast ekki til þess að kom Degi & Co frá völdum í borginni. Sjarminn blífur og skuldasöfnun okkar í gegnum hann er líkleg til þess að taka undir sig stökk. Þó er von til þess að kjósendur beiti hópinn aðhaldi, helst með því að kjósa hann ekki í komandi kosningum, en annars með því að fara ofan í saumana á m.a. þessum mál- efnum. Raunverulegt val íbúanna Íbúalýðræði Dags & Co hefur hingað til verið Facebook- lýðræði og álíka lýð- skrum eins og Betri Reykjavík, þar sem kosið er um hvort bekkur verði settur upp hér eða hellur lagðar þar. Krefjast þarf alvöru kosninga íbúa hvers hverfis um alvörumál áður en þau eru sett af stað, sérstaklega þegar um er að ræða þéttingu byggðar í grónum hverfum, sem bæði Samfylking og Björt framtíð setja á odd- inn. Þegar síðan ná- grannabyggðir hafa verulegra hagsmuna að gæta, þá verður að vera full sátt um að- gerðir áður en vaðið er í þær. Sel- tjarnarnes hefur t.d. rétt á því að Hringbraut sé haldið greiðfærri, þó ekki sé nema vegna öryggis- hagsmuna. Krefjumst upplýsinga Borgaryfirvöld Dags & Co hafa talað um opna stjórnsýslu á tylli- dögum, en ómögulegt er að nálg- ast jafnvel samþykktar tillögur Borgarráðs, sem opinbera þær af- arhugmyndir sem eru í gangi. Krefjumst þess að allt sé birt og gert aðgengilegt, svo að borg- arbúar megi sjá í hvaða villu er verið að leiða þá. Við höfum að- eins nokkra daga núna til um- hugsunar fyrir kosningar. Jóhönnu- heilkenn- ið í Reykjavík Eftir Ívar Pálsson »Þegar íbú- arnir fá nóg, þá er það orðið of seint: aðal- æðar þrengdar, Reykjavík þekkt fyrir bílastæða- skort, flugvöll- urinn farinn og úthverfin hundsuð. Ívar Pálsson Höfundur er viðskiptafræðingur með eigið útflutningsfyrirtæki. fyrirheitnu landa kommanna. Þetta var hinsvegar mun erfiðra hjá krötunum. Þeir voru svo marg- ir orðnir iðnaðarmenn, sem höfðu lokið sínu námi í kvöldskóla með sinni vinnu hjá meistara og sumir einnig aflað sér meistararéttinda og farið að vinna sem slíkir. Það var síðan 6. september 1952 sem haldin var fyrsta Iðnsýningin í hálfbyggðu skólahúsi Iðnskólans í Reykjavík. Þar sýndu á þriðja hundrað fyrirtækja framleiðslu sína. Á sýninguna komu 73 þúsund gestir. Það sem einkenndi þennan tíma var bjartsýni í öllum iðnaði. Í málmiðnaðinum voru til dæmis framleidd öll tæki og búnaður til fiskvinnslu, mjölvinnslu, fryst- ingar, mjólkurvinnslu sem og bún- aður til hvers konar matvæla- vinnslu. Einnig var nokkuð öflug bátasmíði hér á landi, þótt stál- skipasmíðin hafi ekki verið hafin. Þá var sett upp Iðnfræðsluráð á vegum ríkisins og skyldi það hafa umsjón með allri fræðslu innan löggiltra iðngreina. Var stofnun og rekstur iðnfræðsluráðs ef til vill aðeins yfirvarp, til að hindra það að iðnaðurinn næði að eflast og dafna og bæta þjóðarhag? Núna þegar ég lít til baka yfir þau 25 ár sem ég starfaði sem fram- kvæmdastjóri Samtaka vinnuveit- enda í málmiðnaðargreinum (SMS) þá sýnist mér, að í raun hafi verið unnið að því að hefta alla þróun í iðnaði, að fiskiðnaði meðtöldum. Því um leið og atvinnugreinin hættir að hafa bein áhrif og bera fulla ábyrgð á menntun innan greinarinnar, þá byrjar henni fljótt að hnigna. Þessir háskólamennt- uðu starfsmenn ráðuneytanna þekkja yfirleitt lítið til rekstrar og tækniþróunar innan viðkomandi iðngreinar, þó sú þekking sé og verði alltaf undirstaða þróunar. Fram yfir 1965 bar ekki mikið á hnignuninni í málmiðnaðinum, fljótlega upp úr 1970 var farið að bera á því að iðnaðurinn væri hættur að hafa efni á því að end- urnýja framleiðslutæki sín. En hingað til lands bárust bæklingar frá dönskum fyrirtækjum sem seldu notaðar vélar og tæki og stærðu sig af því að flytja út til Ís- lands og Afríku. Bankavaldið heim- ilaði ekki neinar fjárfestingar í þessum nýju tölvustýrðu fram- leiðsluvélum og búnaði. Hinsvegar er afar sorglegt að sjá hvað menntasnobbið gerði erf- itt fyrir á öllum sviðum. Fólk er hvatt til bóknámsins, án þess að fyrir liggi nokkur greining á því hverjir starfsmöguleikarnir eru að námi loknu. Allar atvinnugreinar þurfa sína starfsmenntun, allt frá prófessorum til umönnunarfólks á vistheimilum aldraðra. Síðan er reynt að búa til störf fyrir þetta menntaða fólk hjá hinu opinbera, því menntunin nýtist lítið við þau störf sem eru laus á hverj- um tíma. Menntun sem ekki nýtist til nýrrar atvinnusköpunar verður alltaf byrði fyrir þjóðfélagið í heild sinni. Og að nota ákveðnar próf- gráður sem launaviðmið í kjara- samningum ætti að banna, nema sem lágmarkslaunataxta, sem þá gilti fyrir öll lágmarkslaun fyrir launþega, öryrkja og lífeyrisþega. Höfundur er ellilífeyrisþegi. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • 595 0570 • Parki.is Plankaparket í miklu úrvali Burstað, lakkað, olíuborið, hand- heflað, reykt, fasað, hvíttað... hvernig vilt þú hafa þitt parket? Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! www.veislulist.is Pinnaborð eru afgreidd í öskjum þar sem kaupand i sér sjálfur um að raða þeim á föt eða tilbúnir á á b orð á einnota veislufötum. Sé veislan 150manna eðameira eru a llar veitingar afhentar á einnota veislufötum. Hólshraun 3 · 220Hafnarjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 Fax: 565-2367 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.isSkútan PINNAMATUR FYRIRÖLLTÆKIFÆRI Þú getur lesið allt um pinnamat og aðra rétti á heimasíðu okkar PINNAMATUR Við val á veitingum þarf að hafa í huga á hvaða tím a dagsmóttakan er og hversu lengi hún á að standa. Í “standandi” veislum er vinsælt að bjóða upp á t.d fimm til sjö rétta pinnaborð. Skoðið verðin á heimasíðu okkar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.