Morgunblaðið - 22.05.2014, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 22.05.2014, Qupperneq 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2014 ✝ Hákon Odd-geirsson fædd- ist á Grenivík 18. desember 1925. Hann lést á Vífils- staðaspítala 11. maí 2014. Foreldrar hans voru Aðalheiður Kristjánsdóttir húsfreyja á Hlöðum á Grenivík, f. 9. nóvember 1885, og Oddgeir Jóhannsson, útvegs- bóndi, f. 23. október 1880. Að- alheiður og Oddgeir eignuðust 12 börn; Agnes, Alma, Að- alheiður, Björgólfur (lést á fyrsta ári), Jóhann Adolf, Krist- ján Vernharð, Fanney og Há- kon, sem öll eru látin. Eftir lifa Hlaðgerður, Margrét, Sigríður og Björgvin. Þann 11. janúar 1952 kvænt- ist Hákon eftirlifandi eiginkonu sinni Friedu Sophie Mahler Oddgeirsson, f. í Dornbusch í dís Björg, sambýlismaður henn- ar er Heiðar Ernest Karlsson; b) Bergþóra Lára; c) Þórhildur Arna; d) Hilmar Elís. Hákon nam málaraiðn og starfaði sem slíkur allan sinn starfsferil. Hann var með meist- araréttindi í sínu fagi. Á sínum yngri árum var hann liðtækur íþróttamaður í ýmsum íþrótta- greinum, þá sérstaklega í knatt- spyrnu og í skíðastökki. Hann lék knattspyrnu með Magna á Grenivík og KA og tók þátt í fjölmörgum mótum í skíða- stökki. Söngur átti hug hans alla tíð, hann nam óperusöng hjá Maríu Markan og var 1. ten- ór. Hákon var í Þjóðleik- húskórnum í yfir 30 ár og lék áratugum saman í mörgum óp- eruuppfærslum á fjölum Þjóð- leikhússins og í Íslensku óp- erunni. Hann var í Fóstbræðrakórnum og var einn af 14 Fóstbræðrum, sem gáfu út nokkrar hljómplötur. Jafnframt var hann í ýmsum öðrum kór- um, þ. á m. Polýfónkórnum und- ir stjórn Ingólfs Guðbrands- sonar. Hákon verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju í dag, 22. maí 2014, kl. 13. Þýskalandi 29. nóv- ember 1925. Börn þeirra eru: 1) Gunnar Örn, f. 1952. 2) Kristín Björg, f. 1956, gift Hallfreði Emils- syni, börn þeirra eru: a) Fríða Hrönn, gift Styrmi Hafliðasyni, börn þeirra eru Dóra Hrönn, Stefnir og Sara Hrönn; b) Emil, kvæntur Ásu Maríu Reginsdóttur, sonur þeirra er Emanuel; c) Hákon Atli, unnusta hans er Sara Björk Gunnarsdóttir; d) Helena Rut. 3) Hákon Jóhann, f. 1960, synir hans eru: a) Arnúlfur; b) Hallþór Jökull. 4) Birgir, f. 1964, kvænt- ur Hólmfríði Grímsdóttur, synir þeirra eru: a) Grímur, unnusta hans er Hildur Erla Gísladóttir; b) Gunnar. 5) Hilmar Þór, f. 1969, kvæntur Dórótheu El- ísdóttur, börn þeirra eru: a) Val- Gott er sjúkum að sofna, meðan sólin er aftanrjóð, og mjallhvítir svanir syngja sorgblíð vögguljóð. Gott er sjúkum að sofa, meðan sólin í djúpinu er, og ef til vill dreymir þá eitthvað, sem enginn í vöku sér. (Davíð Stefánsson) Genginn er góður maður, tengdafaðir minn, Hákon Odd- geirsson. Síðustu misseri voru Hákoni erfið; líkaminn þreyttur og máttfarinn og smátt og smátt hvarf glettnisglampinn og blikið úr augum hans. Hákon var kannski ekki maður margra orða en hann var traustur, hjálpsam- ur og hlýr. Hann sýndi mér ávallt mikla væntumþykju, spurði frétta og fylgdist með því sem ég tók mér fyrir hendur. Hann gladdist á góðri stundu og sýndi samúð þegar það átti við. Þannig man ég hlýleg orð hans og þétt faðmlag á erfiðri stundu í mínu lífi. Ég minnist þess líka hvernig hann brosti með augunum og skellti innilega upp úr þegar eitt- hvað vakti kátínu hans. Hlátur- inn bjartur og fallegur eins og röddin hans. Það er ómetanlegt að hafa átt stundir með honum og Fríðu tengdamóður minni á æskuheimili Hákonar að Hlöðum á Grenivík. Þar sló hjartað hans og þangað leitaði hugurinn þegar hann bjó sig undir þá ferð sem hann er nú farinn í. Ég held hann hafi horft til hafs, litið upp í hlíð- ar fjallsins sem vakir yfir bænum hans og ákveðið sáttur að nú væri komið að kveðjustund. Góða ferð, minn kæri. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem.) Hólmfríður Grímsdóttir. Í dag kveð ég ástkæran afa minn. Þegar ég var lítill dvaldi ég oft hjá afa og ömmu í Kjalarlandinu þegar ég var heima á Íslandi á sumrin. Það var alltaf yndislegt að koma í Kjalarlandið. Afi minn var mikill áhugamaður um íþróttir og á sínum yngri árum æfði hann meðal annars fótbolta og skíðastökk og þótti mjög efni- legur íþróttamaður. Hann var einnig frábær söngvari og söng meðal annars lengi með Karla- kór Fóstbræðra og í Íslensku óp- erunni þar sem hann söng fjöl- mörg einsöngshlutverk. Á sínum efri árum greindist afi minn því miður með parkinson-sjúkdóm- inn sem lagðist mjög illa á hann. Afi minn gerði allt sem hann gat til þess að berjast gegn sjúk- dómnum með því að halda sér í formi. Á meðan hann gat fór hann með ömmu minni daglega í sund og naut ég góðs af þeim ferðum er ég dvaldi hjá þeim. Ég fór einnig oft með afa í göngu- túra um Fossvogsdalinn og voru það oft okkar bestu stundir sam- an. Þegar afi gat ekki lengur far- ið í sund og í göngutúra fékk hann sér æfingarhjól og handlóð og með daglegum æfingum gerði hann sitt besta til þess að berjast gegn hrörnun líkamans. Snyrti- mennska einkenndi afa minn alla tíð, og stundum þótti honum nóg um þegar litlar kámugar hendur aflöguðu og rótuðu til í Kjalar- landinu, og var hann þá á eftir mér með tuskuna á lofti og gerði sitt besta til að kenna litlum dreng að ganga snyrtilega um. Afi var að mestu leyti hættur að syngja opinberlega þegar ég man fyrst eftir mér, en þegar vel lá á honum þá átti hann það til að syngja fyrir mig. Ég á margar góðar minningar aðrar af honum afa, eins og þegar við fórum í fót- bolta úti í garði þá átti ég það til að minnka markið mitt en stækka hans. Afi hló þá alltaf að því og spurði mig ávallt „Hvað heldur þú að hann Emil frændi þinn myndi segja við þessu?“. Nú hefur afi minn hins vegar rifað seglin og siglir hann ei meir fleyi sínu hér í þessu lífi. Ég óska þess að hann hafi fundið bæði frið og hvíld og ég vil þakka honum fyrir að hafa alla mína tíð verið til staðar fyrir mig. Arnúlfur Hákonarson. Í dag kveðjum við elskulegan afa okkar. Við hefðum viljað eiga meiri tíma með honum, tíma til þess að njóta, tíma til þess að vera, tíma til þess að eyða, tíma til þess að kveðja. Þegar við systkinin lítum til baka er margt sem kemur upp í huga okkar. Afi var góður mað- ur, blíður og hress. Hann var mikill söngvari og minningar um hann syngja jólalögin í Kjalar- landinu meðan barnabörnin dönsuðu í kringum jólatréð hlýja manni um hjartarætur. Hann hafði mikinn áhuga á söng og vissi sínu viti um þau mál. Á yngri árum tók hann þátt í ófáum uppfærslum á hinum og þessum óperum. Mikið hefði verið gaman að sjá hann í allri sinni dýrð á óp- erusviðinu með sína mjúku og fallegu rödd. Afi var mikill fótboltaáhuga- maður og var hann dyggur Tott- enham-stuðningsmaður. Það var gaman að horfa á boltann með honum og eiga drengirnir í ætt- inni ekki langt að sækja fótbolta- áhugann. Sumrin í Kjalarlandinu voru stórkostleg. Afi og amma sögðu ávallt að það væri algjör óþarfi að fara til útlanda á sumrin þeg- ar það væri eins og að vera úti á Mallorca í garðinum hjá þeim. Við eyddum ófáum sumardögun- um í garðinum þeirra. Hlaupandi um í sundfötum með litla upp- blásna vaðlaug til að henda okk- ur í, lágum þess á milli í sólbaði á gömlum svefnpokum og lífið gat ekki verið betra. Afi var ávallt stoltur af okkur. Það fundum við systkinin og það var gott að finna. Við vissum að afi var stoltur og ánægður með okkur. Afi átti heldur ekki erfitt með að sýna að hann unni okkur heitt, það var ávallt gott að fá hlýtt faðmlag frá elsku afa okk- ar. Einnig förum við með það góða veganesti út í lífið að fá að vera vitni af því hvað afi elskaði ömmu mikið. Hann vildi fram á síðasta dag allt fyrir ömmu gera, hún var hans sólargeisli. Afskap- lega falleg ást sem við barna- börnin viljum tileinka okkur í framtíðinni. Við vitum að þú ert á betri stað núna, þar sem þér líður bet- ur og syngur af gleði. Við sjáumst aftur einn daginn. Þang- að til: Ég vil gjarnan lítið ljóð láta af hendi rakna. Eftir kynni afargóð ég alltaf mun þín sakna. (Guðrún V. Gísladóttir) Við elskum þig. Fríða Hrönn, Emil, Helena Rut og Hákon Atli. Hann afi Hákon er dáinn. Það er ótrúlega erfitt að þurfa að sætta sig við að við sjáum hann aldrei aftur og getum ekki heils- að upp á hann framar. En við brosum í gegnum tárin og hugg- um okkur við það að afi er kom- inn á betri stað. Við trúum því að honum líði vel og finni ekki leng- ur til. Minning hans lifir áfram og við munum ávallt minnast hans sem einstaklega góðs manns sem vildi öllum vel. Hákon og amma Fríða voru einstök hjón, ást þeirra dofnaði aldrei og þau eru góðar fyrir- myndir fyrir okkur hin. Þetta er því mjög erfitt fyrir ömmu sem þarf núna að venjast lífinu án afa. Afi var alltaf mjög blíður við okk- ur barnabörnin, kyssti okkur alltaf þegar við hittum hann og tók okkur með hlýjum og opnum örmum. Á síðustu árum fór heilsa afa því miður að versna en aldrei lét hann það vanta að sýna okkur ást og umhyggju. Þó svo að líkaminn væri orðinn máttfar- inn, breyttist sálin ekki. Við fundum alltaf fyrir hlýju frá afa okkar og kveðjum hann nú með söknuði í hjarta, en eigum góðar minningar sem munu fylgja okk- ur alla tíð. Grímur og Gunnar. Kveðja frá Karlakórnum Fóstbræðrum Fallinn er frá fóstbróðir Há- kon Oddgeirsson. Hákon gekk í raðir Fóstbræðra árið 1962 og söng 1. tenór alla tíð. Hákon hafði fallega söngrödd og næma tónlistargáfu og söng hann margsinnis einsöng með kórnum, m.a. í söngferð til Sovétríkjanna 1976, en einnig nutu Fóstbræður krafta Hákonar við byggingu Fóstbræðraheimilisins að Lang- holtsvegi. Fóstbræður minnast Hákonar Oddgeirssonar af þakk- læti og hlýhug og óska minningu hans allrar blessunar. Hafi hann heila þökk fyrir samfylgdina og félagsskapinn meðan varaði. Ragnar Árni Sigurðarson, formaður Fóstbræðra. Hákon Oddgeirsson ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð vegna andláts og útfarar eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, JANE MARÍU ÓLAFSDÓTTUR, Hrafnistu, Hafnarfirði. Hjartans þakkir fær starfsfólk Hrafnistu. Guðmundur Ólafsson og fjölskylda. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, afi og bróðir, ÓMAR JÓNASSON húsasmiður, Engihjalla 11, Kópavogi, lést föstudaginn 16. maí á LSH, deild 11G. Útför hans fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 26. maí kl. 13.00. Kristín Björgvinsdóttir, Úrsúla Guðmundsson, Guðmar Ómarsson, Andrea Anna Guðjónsdóttir, Karen Ómarsdóttir, Ómar Ómarsson, Alexandra Eir Davíðsdóttir, Viktor Sveinsson, Kristín Birta Davíðsdóttir, Sigríður Ása Guðmarsdóttir og systkini hans látna. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSA JÓNSDÓTTIR, Múlasíðu 38, Akureyri, lést á Sjúkrahúsi Akureyrar laugardaginn 17. maí. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Sjúkrahúsið á Akureyri eða Hjartavernd. Fyrir hönd aðstandenda, Örlygur Ingólfsson, Gretar Örlygsson, Svandís Þóroddsdóttir, Jóhann Örlygsson, Elva Björg Vigfúsdóttir, Örlygur Már Örlygsson, Bryndís Örlygsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, ÁSGERÐUR ESTER BÚADÓTTIR listvefari, sem lést mánudaginn 19. maí á Hrafnistu, Kópavogi, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju mánudaginn 26. maí kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Baldvin Björnsson, Björn Þrándur Björnsson, Þórunn Björnsdóttir Bacon. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÞÓRHILDUR SKARPHÉÐINSDÓTTIR, Kjalarsíðu 16c, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstudaginn 23. maí kl. 13.30. Jónína Pálsdóttir, Rósa Pálsdóttir, Arnór Þorgeirsson og ömmubörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓHANNESAR BALDVINSSONAR, Jóa Bald, Brekkugötu 38, Akureyri. Hulda Ellertsdóttir, Jónína Freydís Jóhannesdóttir, Ingvi Þór Björnsson, Anna Hafdís Jóhannesdóttir, Óskar A. Óskarsson, Agnes Bryndís Jóhannesdóttir, Reimar Helgason, Jórunn Eydís Jóhannesdóttir, Páll Viðar Gíslason, Hanna Vigdís Jóhannesdóttir, Barði Westin, afa- og langafabörn. ✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför JÓNS HERMANNSSONAR frá Borgarnesi, Hlaðhömrum 2, Mosfellsbæ. Sérstakar þakkir til starfsfólks Eirhamra fyrir umhyggju og hlýju í hans garð, einnig kveðjur og þakkir til íbúa þar. Indriði Albertsson, Helga Sveinbjörnsdóttir, Helga Indriðadóttir, Margrét Kristín Indriðadóttir, Sveinbjörn Indriðason, Magnús Indriðason og fjölskyldur þeirra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.