Morgunblaðið - 22.05.2014, Side 39
ÍSLENDINGAR 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2014
95 ára
Jósef Magnússon
85 ára
Guðlaugur Gíslason
Jens Kristjánsson
Sigurjón Steinsson
80 ára
Anna Kristjánsdóttir
Fanney Guðmundsdóttir
Helga I. Jóelsdóttir
Ingveldur L. Hjaltested
Ólöf I. Klemenzdóttir
Sigurbjörn Davíðsson
75 ára
Guðmundur Sigurðsson
Margrét Sigríður
Einarsdóttir
Stella Einarsdóttir
Sveinbjörn Ásgrímsson
70 ára
Árni O. Sigurðsson
Halldóra F. Arnórsdóttir
Jóhann Þorsteinsson
60 ára
Bjarney Ragnh.
Finnbogadóttir
Bogdan Kaliszewski
Guðbjörg Jónsdóttir
Guðríður Gía Ólafsdóttir
Kolfinna Hjálmarsdóttir
Kristín S. Guðmundsdóttir
Margrét Sigurðardóttir
Ómar Óskarsson
Sigurlaug Oddný
Björnsdóttir
Steinn Oddgeir
Sigurjónsson
Þorbjörg Guðnadóttir
Blandon
Þorsteinn S. Guðjónsson
50 ára
Birkir Þór Guðmundsson
Eggert Karvelsson
Guðmundur Oddur
Víðisson
Guðrún Steinþórsdóttir
Jón Jónsson
Maria Josefina Diaz
Kristinsson
Ragnar Áki Ragnarsson
Renata Bogusz
Þórhallur Arnarson
40 ára
Anna María Kristinsdóttir
Edda Hrund Halldórsdóttir
Friðrik Ingvi Helgason
Harpa Edwald
Koranan Nuanging
Liusheng Shi
Skúli Rúnar
Jónsson
30 ára
Andri Hlynur
Bjarkason
Daði Júlíusson
Daði Steinn
Björgvinsson
Halldór Þór Svavarsson
Karen Sesselja Mörk
Mohammed Awal Abdallah
Zakaria
Valentin Jules Georges
Dezalle
Til hamingju með daginn
40 ára Guðný er Reykvík-
ingur og er grunnskóla-
kennari í Sæmundarskóla.
Maki: Andri Stefánsson, f.
1972, jarðefnafræðingur.
Börn: Hjörtur, f. 2003,
Hlynur Örn, f. 2006, og
Lilja, f. 2010.
Foreldrar: Guðlaugur
Þorgeirsson, f. 1940, fv.
vörubílstjóri, og Hafdís
Þórhallsdóttir, f. 1944,
vann lengi á leikskóla og
síðan á geðdeild Borgar-
spítalans.
Guðný
Guðlaugsdóttir
30 ára Bergný býr í
Kópavogi og er leikskóla-
kennari.
Maki: Guðni Tómasson, f.
1975, iðnaðarmaður.
Börn: Dalrós Jóna, f.
2009, Diljá Mist, f. 2011,
og Ísey Myrra, f. 2012.
Stjúpdóttir Bergnýjar er
Arndís Lilja, f. 2005.
Foreldrar: Sigurður Ís-
leifsson, f. 1962, sölustjóri
hjá Bílabúð Benna, og
Guðbjörg Pálsdóttir, f.
1959, starfsm. á leikskóla.
Bergný Ösp
Sigurðardóttir
40 ára Kristján ólst upp á
Dalvík en býr á Akureyri
og er stýrimaður á Ljósa-
felli SU.
Maki: Kolbrún Sjöfn
Magnúsdóttir, f. 1974,
sjúkraliði og er í kenn-
aranámi.
Börn: Magnea Björg, f.
2000, og Guðrún Ragna,
f. 2004.
Foreldrar: Gunnar Friðrik
Sigursteinsson, f. 1952,
og Björg Ragúels, f. 1955,
reka Vélvirkja á Dalvík.
Kristján Gísli
Gunnarsson
Hægt er að senda
mynd og texta af
nýjum borgara eða
brúðhjónum af slóðinni
mbl.is/islendingar
eða á netfangið
islendingar@mbl.is
Börn og
brúðhjón
Kaupmannahafnarháskóla byrjaði
ég fullorðinsstarfsferil minn sem má
segja að snúist allur um samskipti og
miðlun.“ Sigurður vann fyrst sem
prófarkalesari á dagblaði, þá auglýs-
ingafulltrúi, því næst blaðamaður og
svo sem ritstjóri Vikunnar. „Eftir
það var ég útgáfustjóri Almenna
bókafélagsins, tók eitt sumar í að
rövla í Reykjavík síðdegis og var svo
seinna um árs skeið útgáfustjóri
bókaforlagsins Iðunnar. Að því loknu
flutti ég mig yfir á Sjónvarpið þar
sem ég var ritstjóri dægurmálasjón-
varpsþáttarins Dagsljóss og síðar
dagskrárstjóri. Eftir það hóf ég
vinnu við almannatengsl í tveimur
fyrirtækjum sem ég tók þátt í að
stofna og átti eftir atvikum að hluta
eða öllu leyti. Ég vann meðal annars
með tveimur sonum mínum á þessum
tíma og hafði ánægju af.
Þetta tímabil spannaði níu ár en
eftir hrun má segja að ég hafi sogast
hægt en örugglega inn í Fjármálaeft-
irlitið þar sem ég vinn nú með mörgu
góðu fólki.“
Trommuleikari í Spöðunum
„Meðfram þessum störfum hef ég
eins og hver annar Íslendingur tekið
mér ýmislegt fyrir hendur. Ég tók
góða rispu í djassi á þrítugsaldi með
hljómsveitinni Nýja kompaníinu.
Síðar gekk ég til liðs við Hina ást-
sælu Spaða sem ég tromma með enn
mér til mikillar ánægju. Við komum
fram svona einu sinni til þrisvar á ári
og gefum reglulega út diska.“
Sigurður hefur verið pistlahöf-
undur í útvarpi og sjónvarpi. Hann
skrifaði líka á árum áður dálítið af
leiknu sjónvarpsefni, einkum fyrir
börn og einkum með Sveinbirni I.
Baldvinssyni. „Ég hef einnig setið í
stjórn Félags íslenskra bókaútgef-
enda, verið í slatta af norrænum
nefndum og sat í stjórn Norræna
kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins í
fimm ár. Ég hef enn fremur verið
þokkalega eftirsóttur í alls kyns út-
hlutunar- og valnefndir á sviði bók-
mennta, kvikmynda og leiklistar. Þá
hef ég verið stjórnarmaður í Bók-
menntahátíð í Reykjavík frá 1987 og
formaður stjórnar frá 2007.
Undanfarin þrjú ár hef ég skrifað
leiklistargagnrýni í Morgunblaðið og
síðustu tvo vetur ræddi ég um bækur
í Kiljunni. Helstu áhugamál eru bók-
menntir, leiklist, trommuleikur og
hjólreiðar sem ég stunda mikið.“
Fjölskylda
Eiginkona Sigurðar er Valgerður
Stefánsdóttir, f. 8.9. 1953, for-
stöðumaður Samskiptamiðstöðvar
heyrnarlausra og heyrnarskertra
Foreldrar: Stefán Guðnason, f.
5.8.1911, d. 3.4.1988, forstjóri í
Reykjavík, og Anna Þórarinsdóttir
sjúkraþjálfari, f. 23.7. 1918. d. 24.6.
2006.
Börn: Stefán Sigurðsson, f. 10.11.
1972, forstjóri í Reykjavík, maki:
Ragna Sara Jónsdóttir; Valgeir
Þórður Sigurðsson, f. 30.1. 1980,
húsasmíðameistari í Hafnarfirði,
maki: Brynja Björk Jónsdóttir;
Guðni Sigurðsson, f. 20.12. 1982,
verkefnastjóri í markaðsdeild Isavia,
maki: Elfur Hildisif Hermannsdótt-
ir; Hrefna Sigurðardóttir, 12.5. 1989,
BS í iðnaðarverkfræði og hönn-
unarnemi, maki: Brynjar Úlfarsson.
Sigurður og Valgerður eiga sex
barnabörn.
Systkini: Halldór Valgeirsson, f.
1.12. 1937, d. 17.2. 2014, fyrrverandi
endurskoðandi í Kópavogi; Elísabet
Valgeirsdóttir, f. 29.9. 1940, blóma-
skreytir í Hafnarfirði; Böðvar Val-
geirsson, f. 6.2. 1942, fyrrverandi for-
stjóri í Reykjavík; Þórey
Valgeirsdóttir, f. 4.12. 1946, fyrrver-
andi framkvæmdastjóri í Reykjavík;
Ásta Dóra Valgeirsdóttir, f. 6.10.
1949, skrifstofumaður í Snæfellsbæ;
Þuríður Valgeirsdóttir, f. 18.3. 1956,
leikskólakennari í Hafnarfirði.
Foreldrar: Valgeir Þ. Guðlaugs-
son, f. 18.7. 1910, d. 26.12 1989, versl-
unarmaður í Reykjavík, og Hrefna
Sigurðardóttir, f. 2.6. 1916, d. 1.4.
1995, kjólsaumsmeistari og húsmóðir
í Reykjavík.
Úr frændgarði Sigurðar G. Valgeirssonar
Sigurður G.
Valgeirsson
Sigríður Jónasdóttir
húsmóðir í Drangshlíð
Böðvar Böðvarsson
bakari í Hafnarfirði
Elísabet Böðvarsdóttir
kaupmaður í Hafnarfirði
Hrefna Sigurðardóttir
kjólasaumsmeistari í Reykjavík
Sigurður Sigurðsson
íþróttafréttaritari
Sigurður Sigurðsson
kaupmaður í Reykjavík
Hildur Sigurðardóttir
húsmóðir í Reykjavík
Guðni Guðmundsson
rektor Menntaskólans í Rvík
Sigríður Jafetsdóttir
húsmóðir, f. í Reykjavík
Sigurður Einarsson
útvegsbóndi í Litla-Seli í Reykjavík
Friðsemd Guðmundsdóttir
húsmóðir
Magnús Auðunsson
sjómaður í Hafnarfirði
Halldóra Magnúsdóttir
húsmóðir í Hafnarfirði
Guðmundur Magnússon
skipstjóri í Hafnarfirði
Guðmundur Í. Guðmundsson
ráðherra
Valgeir Þ. Guðlaugsson
verslunarmaður í Reykjavík
Guðlaugur Jónasson
sjómaður í Hafnarfirði
Margrét Bjarnadóttir
húsmóðir, frá Stóra-
Hálsi í Grafningi
Jónas Hannesson
bóndi í Magnúsfjósum í Kaldaðarnesi
Hrund Scheving Thorsteinsson hefur
varið doktorsritgerð sína: „Hjúkr-
unarfræðingar og gagnreyndir starfs-
hættir: Virkni og spáþættir“ frá Hjúkr-
unarfræðideild Heilbrigðisvísindasviðs
Háskóla Íslands.
Megintilgangur rannsóknarinnar var
að lýsa hversu vel íslenskir hjúkr-
unarfræðingar eru í stakk búnir til að
veita hjúkrun sem byggist á gagn-
reyndri þekkingu, og að bera kennsl á
þætti sem spá fyrir um virkni hjúkr-
unarfræðinga og viðhorf hvað varðar
gagnreynda starfshætti (GSH). Með
GSH má bæta gæði og árangur heil-
brigðisþjónustu og auka öryggi sjúk-
linga.
Ritgerðin byggðist á 4 tengdum
rannsóknum þar sem ólíkum aðferð-
um og tölfræðiaðgerðum var beitt.
Umræðan um og gagrýni á gagn-
reynda starfshætti var skoðuð og
greind í rannsókn I m.t.t. áhrifa á klín-
ískt starf og hjúkrunarþekkingu. Í
rannsókn II voru tvö viðurkennd GSH-
mælitæki, sem notuð voru í könnunum
III og IV, þýdd, staðfærð og próf-
fræðilegt mat gert á öðru þeirra.
Rannsókn III var lýsandi þversniðs-
könnun, gerð á landsvísu, þar sem
notað var slembiúrtak 998 íslenskra
hjúkrunar-
fræðinga; þátt
tóku 540. Í
rannsókn IV
var safnað
upplýsingum
um GSH frá
einsleitu úrtaki
klínískra
hjúkrunar-
fræðinga og
stjórnenda
(N=343) á
bráðadeildum Landspítala.
Niðurstöður sýna að svigrúm er til
umbóta hvað varðar GSH og jafnframt
að innviði sem styðja við þá vanti á
vinnustaði hjúkrunarfræðinga. Viðhorf
til gagnreyndra starfshátta reyndust
spá best fyrir um virkni hjúkr-
unarfræðinga. Fram kom að samband
milli spáþátta og þriggja lykilþrepa í
GSH ferlinu er breytilegt eftir því
hvaða þættir eiga í hlut, sem stað-
festir margbreytileika GSH og að
þrepin eru aðskilin. Niðurstöðurnar
auðvelda þróun íhlutana til að efla
GSH meðal hjúkrunarfræðinga og
undirstrika mikilvægi þess að beita
fjölbreyttum aðferðum við skoðun á
flóknum viðfangsefnum.
Doktor í hjúkrunarfræði
Hrund Sch. Thorsteinsson er fædd 1957. Hún lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík árið 1977; BSc. prófi í hjúkrunarfræði frá Náms-
braut í hjúkrunarfræði HÍ 1982 og MS prófi frá University of Wisconsin-
Madison 1990.
Hrund hefur starfað á ýmsum deildum Landspítala frá 1982, lengst af við
stjórnun. Hún var árum saman í hlutastarfi sem lektor við hjúkrunarfræðideild
Háskóla Íslands. Eiginmaður Hrundar er Gunnar Ingimundarson viðskipta-
fræðingur og eiga þau fjögur börn.