Morgunblaðið - 22.05.2014, Qupperneq 40
40 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2014
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Stundum getur smá dirfska borgað
sig en samt er sígandi lukka best. Fjöldi hug-
mynda er að brjótast um í þér þótt sumar
séu ekki sérlega hagnýtar.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú þarft ekki að vera uppistandari til að
vera í mikilli þörf fyrir nýtt efni til að vinna
með. Farðu á listsýningar og njóttu þess að
vera úti í náttúrunni.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú gætir komist að hneykslis- eða
leyndarmálum í dag. Líttu það jákvæðum
augum og ræddu málin við vini þína.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Stundum skilur fólk ekkert í því að
það stofnaði til sambands í upphafi, en það
er engin tilviljun að þið eruð saman. Auður er
þinn fæðingarréttur.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú ert óvenju hlédræg/ur í dag þar sem
þér finnst þú ekki hafa neitt fram að færa.
Láttu faguryrði ekki blekkja þig, það er svarta
letrið sem gildir.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það er engu líkara en að öll heimsins
vandamál hellist inn á þitt borð. Rífðu þig
lausa/n og gerðu það sem þú þarft til þess
að ástandið geti lagast án þess þó að það
særi aðra.
23. sept. - 22. okt.
Vog Nú er tilvalið að kenna börnum nýja
hluti. Losaðu þig við óþarfa. Vertu opin/n fyr-
ir nýju fólki því ókunnugir eru í raun vinir sem
þú hefur ekki enn kynnst.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú þarft að láta fjölskyldumál til
þín taka en þú þarft einnig að sinna þér. Eng-
inn er friðhelgur og jákvæð gagnrýni getur
verið mjög uppbyggileg.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú þarft að stinga við fótum og
standa fast á þínu máli þótt að þér sé sótt úr
öllum áttum. Reyndu að gefa eitthvað af þér
á meðan. Sama hvað það er.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú vilt hafa hlutina í röð og reglu
en skalt varast það að ganga of langt í þeim
efnum. Mistökin eru til þess að læra af þeim.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Ef þú gengur ekki fram fyrir
skjöldu og tekur af skarið, munu hlutirnir
danka áfram uns allt er orðið um seinan.
Farðu samt að öllu með gát því ekkert liggur
á.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Gættu þess að lenda ekki milli tveggja
elda. En til að taka miklu framförum, verður
þú að einbeita þér. Eyddu ekki orku í rifrildi,
illindin líða hjá.
Bjarni Stefán skrifar á Leirinn ísíðustu viku:
Mér heyrist ég heyra í gesti
með helling af útrunnu nesti.
Hann kemur og fer,
já kemur og fer,
á fjögurra ára fresti
Kristján Eiríksson gerir þá at-
hugasemd að „gestirnir séu fleiri
en einn samanber þessar gömlu vís-
ur þar sem gestir þessir eru kynntir
undir bragarhætti þeim er nefndur
hefur verið sauðsháttur og ein-
kennist gjarnan af einhvers konar
valkvíða:
Hjá Vinstri grænum bið um brauð,
bregst ei listugt smjaður.
„Svona er að vanta veraldarauð
og vera drykkjumaður.“
Þótt Framsókn missi fé og hold
finn ég mitt skjólið þarna
„meðan gróa grös í mold
og glóir nokkur stjarna“.
Og Íhaldið kýs ég, elskan mín,
ó, hve það fagurt syngur:
„hani, krummi, hundur, svín,
hestur, mús, tittlingur.“
Styð ég þig, sæla Samfylking,
síst er það út í bláinn,
„þegar allt er komið í kring
kyssir torfa náinn“.
Frjálslyndra ég fylli hjörð,
frækn í snörpum brýnum.
„Því er alltaf einhver hörð
arða í skónum mínum?“
Framtíð björt mót sumri og sól
seiðir líkt og guðinn Bragi.
„Engir hemlar ónýt hjól,
allt í þessu fína lagi.“
Pírata er geðið grand,
gott hjá þeim að dreyma.
„Nú er horfið Norðurland,
nú á ég hvergi heima.“
Fornólfur orti þessa manvísu í
júní 1908:
Æskumikil er hún,
af öðrum fegurð ber hún,
heldur í fasi frjáls;
lokkurinn langr og dökkur
liðar sig og hrökkur
kringum hvítan háls.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af gestakomu, sauðs-
hætti og Fornólfi
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÉG SAGÐI ÞÉR AÐ LEIGJA EKKI ÞESSA.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að bíða eftir því að
sjá bílljósin hans.
PÚÐLUHUNDUR
PÚÐLUFUNDUR
ÞEGAR ÉG VAR YNGRI HÉLT ÉG AÐ
HEIMURINN SNERIST Í KRINGUM MIG!
SVO
GIFTIST ÉG ...
... OG KOMST AÐ ÞVÍ AÐ
HANN SNÝST Í KRINGUM
KONUNA MÍNA.
PASSIÐ
YKKUR Á
HUNDINUM!
SIÐ
R Á
NUM!
PASSIÐ
YKKUR Á
HUNDINUM!
TAKK
FYRIR
TILLITS-
SEMINA.
Karl Bretaprins líkti Pútín við Hit-ler,“ var ein af fréttum gærdags-
ins, sem kom svo sem ekki á óvart,
enda prinsinn af Wales duglegur við
að koma sér í vandræði með orðum
sínum, nokkuð sem hann hefur, að
því er virðist, erft frá föður sínum.
Víkverji hváði þó við, því að karlinn
var nú búinn að yngjast heilmikið
upp á meðfylgjandi ljósmynd, sem
var þegar nánar var að gáð af yngri
syni hans Harry. „Jæja, það var nú
gott að Kalli prins var ekki orðinn
rauðhærður allt í einu,“ hugsaði Vík-
verji með sér, en skildi lítið í því
hvernig hægt hefði verið að rugla
þeim feðgum saman.
x x x
Ekki tók þó betra við síðar um dag-inn, því að þá bárust af því fregn-
ir að breskir þingmenn hefðu stigið
fram prinsi sínum til varnar, svona
eins og þeirra skylda býður, og sagt
hann vera í fullum rétti við að líkja
gjörðum forseta Rússlands við einn
óvinsælasta stjórnmálamann 20. ald-
ar. Að þessu sinni var það þó Vil-
hjálmur prins, sem átti að hafa látið
þetta flakka. Myndin með fréttinni
var þó af Karli föður hans, en ekki
Vilhjálmi. Enda þeir nauðalíkir, eða
hvað?
x x x
Pútín greyið getur því ómögulegavitað hvað var sagt og hver sagði
það, svona fyrst svona óhönduglega
tókst til við myndamálin. En hitt er
svo annað mál að ummæli Karls (eða
Vilhjálms) sýna það að bóndinn í
Kreml ætti nú líklegast að vanda sín
næstu skref, ætli hann sér ekki að
falla í hóp óvinsæla fólksins, svona
eins og Hitler, Stalín og Maó.
x x x
Líklega þarf Pútín þó að gæta sínmest á því að verða ekki „hjóna-
djöfull“ í vinsælli popphljómsveit. Þá
á hann það á hættu að vera talinn í
hóp með Yoko Ono, en mesta furða er
hversu lífseigt hatur sumra á þeirri
ágætu konu er. Maður hennar sagði
þó á einum tíma að hljómsveit sín
væri „vinsælli en Jesús,“ og uppskar
nokkrar óvinsældir fyrir. Það virðist
hins vegar ekki vera vinsælt að vera
vinsæll í heimi 21. aldarinnar.
víkverji@mbl.is
Víkverji
Kunnan gerðir þú mér veg lífsins,
gleðignótt er fyrir augliti þínu, yndi í
hægri hendi þinni að eilífu.
(Sálmarnir 16:11)
Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/