Morgunblaðið - 22.05.2014, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 22.05.2014, Qupperneq 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2014 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Listahátíð í Reykjavík, sú 28. í röðinni, hefst við Reykjavíkurtjörn í dag kl. 17.30 með flutningi á 15 mínútna löngu tónverki Högna Egilssonar, Turiya, sem hann samdi sérstaklega fyrir hátíðina. Verkið flytur Högni með Bjöllukór Tónstofu Valgerðar Jónsdóttur og með klukkum Hallgríms- kirkju og Landakotskirkju. Högni sækir titil verksins í austræna heimspeki og segir í tilkynningu að Turiya standi fyrir fjórða og æðsta tilverustigið sem liggi handan vöku og drauma og draumlauss svefns. Turiya sé hið fullkomna vitundarstig sem feli í sér kjarna tilver- unnar. Grunntónninn sé sleginn við tjörnina, djúpið, og söngurinn rísi úr vatninu á meðan tröllin tvö á Skólavörðuholti og Landakoti kallist á. „Söngurinn ómar yfir borgina, inn í Esjuna og ofan í Eilífsdal sem liggur að baki henni. Verkið endurspeglar lífsreisu mannverunnar, þar sem Turiya er kjarn- inn,“ segir Högni um verkið í tilkynningu. Snortinn af hljómi bjöllukórs Spurður að því hvers vegna hann hafi ákveðið að fara þessa óvenjulegu leið, að flytja verkið með kirkjuklukkum og bjöllu- kór, segist Högni hafa orðið mjög snortinn af plötu kórsins, Hljómfang, sem kom út fyrir tveimur árum. „Mér fannst tónninn og hljómurinn í kórnum vera svo sérstakur og fallegur og þegar ég hóf að vinna að þessu verki vissi ég að mig langaði að vinna með þeim,“ segir Högni. Hljómurinn passi vel við þann huglæga tón sem manneskjan sé alltaf að reyna að fanga og rannsaka í gegn- um helgisiði sína og trúariðkun, leit sem hafi verið honum hugleikin síðustu misseri. „Ég sá að þarna voru möguleikar með þess- ar tvær kirkjur sem eru sterkar og þessar tvær hæðir sem eru okkar höfuðáttir, bæði huglægt og hvað staðsetningu varðar, að skapa ákveðið samhengi sem hefur aldrei verið gert áður.“ – Þú hefur væntanlega aldrei samið fyrir svona hljóðfæri áður, voru einhverjar hindr- anir fólgnar í því? „Nei, nei, í rauninni ekki. Þetta er verk sem verður til í gegnum þær auðlindir sem þú skapar og músíkin er takmörkuð við það sem þessar kirkjur geta spilað og bjöllukór- inn. Þetta er ekki beint það sem skiptir máli, mig langaði til að setja þetta í þessa samsetningu, hún kallaði á mig,“ segir Högni. Snúið samtal Spurður að því hvort verkið hafi verið æft við sömu aðstæður og það verður flutt í dag segir Högni svo ekki vera. „Það er verið að hlaða upp í ákveðinn atburð, ákveðið augna- blik sem er verið að handsmíða,“ segir hann. „Það er varla hægt að forskrifa en það er reynt eftir bestu getu.“ Hvað sjónrænan hluta verksins varðar, hvernig hann verði, segir Högni að ákveðin táknræna komi fram í því líkamlega í gjörn- ingnum. „Í performanslist má ekki tala um performansinn, það deyðir listina að tala um hana,“ segir Högni en bætir við að það sé lykilatriði að listin eigi sér stað í raunveru- leikanum og að talað sé um hana. „Þetta er svolítið snúið samtal,“ segir Högni kíminn og á þar væntanlega við samtalið um listina en ekki samtal hans við blaðamann. Hið fullkomna vitundarstig mannsins  Högni Egilsson flytur nýtt verk við opnun Listahátíðar í Reykjavík  Leikið af bjöllukór og á klukkur Hallgrímskirkju og Landakotskirkju Hugmyndaríkur Högni Egilsson, tónlistarmaður og tónskáld, fer ekki troðnar slóðir í list- sköpun sinni og frumflytur í dag verk sem hann samdi fyrir bjöllukór og kirkjuklukkur. Listahátíð í Reykjavík 2014 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Eldur geisar undir“ er yfirskrift fyrstu tónleikanna af fernum í tón- leikröðinni Rýmin og skáldin sem fram fer á Listahátíð í Reykjavík dagana 25.-30. maí. Á fyrstu tónleik- unum sem fram fara í Hannesarholti laugardaginn 25. maí kl. 16 flytja Tríó Sírajón og Ingibjörg Guðjóns- dóttir sópran verk eftir Ígor Stra- vinskíj, Leif Þórarinsson og Þórð Magnússon. Tríó Sírajón var stofn- að árið 2010 af þremur afkomendum síra Jóns Þorsteinssonar í Reykja- hlíð, þeim Laufeyju Sigurðardóttur fiðluleikara, Einari Jóhannessyni klarínettuleikara og Önnu Áslaugu Ragnarsdóttur píanóleikara. Verkin sem þau leika eru „Þrjú lög fyrir einleiksklarínett“ og „Saga dátans“ eftir Stravinskíj, „Áfangar“ fyrir fiðlu, klarínett og píanó eftir Leif Þórarinsson auk þess sem heimsfrumflutt verður tónverkið „Gunnarshólmi“ fyrir sópran, fiðlu, klarínett og píanó eftir Þórð Magn- ússon við ljóð Jónasar Hallgríms- sonar sem tekur um 20 mínútur í flutningi. Áskorun að semja við Jónas „Tilurð verksins er tvíþætt. Mamma mín skaut þeirri hugmynd að mér að ég ætti að skrifa tónlist við „Gunnarshólma“ og ég var kom- inn langleiðina með það þegar Einar kom til mín og falaðist eftir verki fyrir klarínett, fiðlu og píanó. Eftir smá umhugsun komst ég að þeirri niðurstöðu að þessi hljóðfæra- samsetning hentaði upphaflegu hug- myndinni ágætlega og nefndi við Einar hvort ég mætti ekki bæta söngrödd við, honum leist vel á það og stakk þá upp á Ingibjörgu,“ segir Þórður í samtali við Morgunblaðið þegar hann er inntur eftir tilurð tón- list sinnar við „Gunnarshólma“. Aðspurður segir Þórður heilmikla áskorun felast í því að semja tónlist við texta þjóðskáldsins. „Þetta er engin hefðbundin ferskeytla,“ segir Þórður og bendir á að Jónas hafi í kvæði sínu ort undir bragarhætti sem settur var saman úr tveimur fornum suður-evrópskum formum sem á tímum skáldsins voru ný í ís- lenskri ljóðlist, þ.e. tersínunni eða þríhendunni og oktövunni eða átt- hendunni. „Bæði bragarform voru algeng á Ítalíu á miðöldum, en Dante Alighieri gerði tersínuna fræga m.a. í Gleðileiknum guð- dómlega,“ segir Þórður. Vísar í rímnalög Segist hann sökum þessa hafa ákveðið að vinna tónverk sitt ekki út frá dæmigerðu sönglagaformi held- ur semja tónverk með hægt líðandi uppbyggingu sem fylgdi ljóðlín- unum að fullu. „Verkið er í tveimur köflum. Fyrri kaflinn er langur og fremur hægur, í nokkurs konar til- brigðaformi. Seinni kaflinn er aftur á móti stuttur, hraður og taktboð- arnir og hrynurinn fylgja áhersl- unum í ljóðlínunum til hins ýtrasta. Þannig má segja að ég hrynsetji lag- línuna á líkan hátt og kvæðamaður,“ segir Þórður og bendir á að hann vísi í rímnalög í verki sínu. „Í fyrri kaflanum er vísunin það falin að ég held að enginn muni kveikja á því, en í seinna kaflanum ljóstra ég því betur upp hvaða rímnalag ég hef í huga,“ segir Þórður leyndardóms- fullt. Spurður hvort hann geri miklar tæknilegar kröfur til þeirra tónlist- armanna sem flytja verk hans svar- ar Þórður því játandi. „Ég geri alltaf kröfur, en þetta er allt syngjanlegt og spilanlegt. Það er hins vegar gott að eiga góða að og geta sett verk sín í hendurnar á fólki sem maður getur treyst. Þessar flóknu laglínur mínar steinliggja hjá Ingibjörgu.“ „Ég geri alltaf kröfur“  Tríó Sírajón og Ingibjörg Guðjónsdóttir frumflytja tónverkið Gunnarshólma eftir Þórð Magnússon Fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaupsverslunum (Smáralind og Spönginni) og Fjarðarkaupum. Er á Facebook Græðandi og slakandi Ég var með slæmt sár í fimm mánuði eftir skurðaðgerð og búin að reyna allskonar krem og smyrsl. Sárasmyrslið hennar Önnu Rósu gerði kraftaverk og sárið greri á einni viku. Svo er það líka gott á sprungur, útbrot og þurrkbletti. Slakandi olían er góð fyrir húðina og himnesk í baðið! – Lena Lenharðsdóttir www.annarosa.is Sáramyrslið græðir sár og sprungur og hefur líka gefist afar vel við kláða, frunsum, sveppasýkingum og bleiuútbrotum. Slakandi olían hefur róandi áhrif og er frábær nudd-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.