Morgunblaðið - 22.05.2014, Qupperneq 44
44 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2014
Raflost er heiti framsækinnar há-
tíðar fyrir nýja list sem haldin verð-
ur næstu daga í Reykjavík, þar sem
rafmagn og tækni eru notuð við
sköpun eða flutning verkanna. Há-
tíðin hefst í kvöld með tónleikum
norska hópsins AJO ensemble í
Sölvhóli, tónleikasal Listaháskóla
Íslands. Hópurinn mun flytja verk-
in „Hljóðs bið ek“ eftir Hilmar
Þórðarson tónskáld og Harald
Karlsson vídeólistamann og „Kon-
takte“ fyrir píanó, slagverk og seg-
ulband eftir Karlheinz Stockhausen.
Þetta mun vera í fyrsta skipti sem
„Kontakte“ er flutt á Íslandi. Það
var frumflutt árið 1960 og er al-
mennt talið hafa brotið blað í tón-
listarsögunni, en það tengir rafhljóð
og hljóðfærahljóm saman á ein-
stakan hátt.
Opin fyrir skilgreiningum
Í tilkynningu frá aðstandendum
hátíðarinnar segir að viðburðirnir
tengi til dæmis saman tónlist, dans,
myndlist og raflist, og þá er listinn
alls ekki tæmandi. Hátækni, tölvur
og forritun verða að snertifleti fyrir
listamenn með ólíkan bakgrunn.
„Við erum mjög opin fyrir skilgrein-
ingum á því hvað þetta getur verið.
Samhliða hátíðinni höldum við nám-
skeið í Listaháskólanum, þar sem
nemendur í öllum greinum koma og
vinna saman. Þá geta allir fengið að
kíkja út fyrir sinn venjulega
ramma,“ segir Ríkharður H. Frið-
riksson, einn skipuleggjendanna.
Hann segir margt að sjá á þessu
sviði. Allt sem unnið er með raf-
eindatækni í listum sé undir hatt-
inum. „Bara að það sé raf-eitthvað.“
Þegar spurt er um hvers vegna
raflist sé áhugaverð, svarar Rík-
harður að menn hafi eflaust ólík
svör við því. „Sjálfur kem ég inn í
þetta gegnum raftónlist, hef mikinn
áhuga á hljómi en þeir sem eru í raf-
myndlist eru í öðrum pælingum. En
þetta snýst um áhuga á að nota
tækni, og nútímatækni byggist nán-
ast öll á rafmagni. Við viljum nota
tækni til að skapa; nýjar listir fyrir
nýja tíma.“
Hann segist vonast til að fólk
skundi á atburðina, og þá ekki síst
ungt fólk. „Þess er framtíðin, og við
reynum að vísa veginn þangað.“
Hátíðin er haldin árlega og er
áhersla lögð á að rækta grasrót ís-
lenskrar raflistar með því að kynna
nýjustu strauma og hugmyndir og
þá, eins og Ríkharður segir, sér-
staklega upprennandi kynslóð raf-
listamanna. Markmiðið er að búa til
vettvang tilraunakenndrar raflistar
og stuðla að samræðu yngri og
eldri, erlendra og innlendra lista-
manna.
Dagskrá Raflosts
Í kvöld, fimmtudag kl. 20, eru
tónleikar AJO ensemble í Sölvhóli,
tónleikasal LHÍ. Á föstudagskvöld
klukkan 20 verður afrakstur vinnu-
stofu nemenda í Listaháskólanum
sýndur í húsnæði skólans í Laug-
arnesi og klukkan 22 er dagskráin
„Raflöstur“ með flytjendunum dj.
flugvél og geimskip, portal2extacy
og Páli Ivan frá Eiðum og ógeðs-
legu hljómsveitinni hans.
Á laugardag klukkan 15 verður
„Pure Data samkoma“ hjá Siglinga-
félagi Reykjavíkur, Ingólfsgarði, og
um kvöldið klukkan 20 verða „Stór-
leikar“ í Sölvhóli, með blandaðri
dagskrá, verkum úr ýmsum áttum
sem notast við alla mögulega miðla.
efi@mbl.is
„Nýjar listir fyrir nýja tíma“
Fjölbreytilegt Eygló Harðardóttir myndlistarkona var einn gesta síðustu Raflosts-hátíðar.
Raflosts-hátíðin hefst í Reykjavík Allskyns raflist til skoðunar „Þetta
snýst um áhuga á að nota tækni, og nútímatækni byggist nánast öll á rafmagni“
Ríkharður H.
Friðriksson
Hilmar
Þórðarson
Sænski fatahönnuðurinn Ann-Sofie
Back hlýtur sænsku hönn-
unarverðlaunin Torsten och Wanja
Söderberg í ár og hlýtur að launum
eina milljón sænskra króna. Back
er fyrsti sænski fatahönnuðurinn
sem hlýtur verðlaunin sem eru ein
þau virtustu í heimi. Grafíski hönn-
uðurinn Hjalti Karlsson hlaut þau í
fyrra. Back á að baki hönnunarnám
í Beckmans hönnunarháskólanum í
Stokkhólmi og Central St. Martins
lista- og hönnunarháskólanum í
Lundúnum. Hún hefur frá árinu
2001 hannað föt í eigin nafni og ár-
ið 2005 hleypti hún af stokkunum
fatamerkinu BACK. Frá árinu 2009
hefur hún verið hönnunarstjóri
BACK og Cheap Monday.
Ljósmynd/Anders Edström
Verðlaunahönnun Fyrirsæta í kjól úr
vorlínu Ann-Sofie Back fyrir árið 2014.
Back hlaut Söder-
berg-verðlaunin
Helena Eyjólfsdóttir heldur tón-
leika ásamt hljómsveit í Súlnasal
Hótels Sögu á laugardagskvöldið
kl. 21. Að tónleikum loknum verður
slegið upp dansleik og dansað fram
til kl. tvö eftir miðnætti. Um er að
ræða sömu dagskrá og Helena bauð
upp á í Súlnasalnum sl. haust í
tengslum við útgáfu endurminn-
inga sinna. „Það var óskaplega
skemmtilegt og okkur fannst við
verða að gera þetta aftur. Ég fer
þarna yfir feril minn og kem fólki
svolítið á óvart,“ segir Helena.
Einvalalið hljóðfæraleikara kem-
ur fram með Helenu og að sjálf-
sögðu tekur Þorvaldur Halldórsson
lagið með henni. „Ég held aldrei
tónleika án hans,“ segir hún hlæj-
andi. „Raddirnar okkar eiga alltaf
jafn vel saman og svo er þetta bara
svo góður vinskapur.“
Lög sem gaman er að syngja
Helena segir efnisskrána ekki
endilega samanstanda af lögum
sem heyrst hafa mest með þeim
Þorvaldi gegnum tíðina, heldur lög-
um sem þeim þyki gaman að syngja
á dansleikjum. Allir ættu þó að
kannast við þau. „Þegar það er
gaman hjá hljómsveitinni skilar það
sér alltaf út í salinn.“
Tónleikarnir standa í um tvær
klukkustundir. Aðspurð segir Hel-
ena það vissulega mál að renna
beint í dansleik, „en við leggjum
það með glöðu geði á okkur“.
Hún segir fólk alltaf hafa jafn-
gaman af því að dansa, ekki síst við
þessi gömlu góðu dægurlög. „Fólk
tekur þessu fegins hendi enda ekki
á hverjum degi sem það kemst á
dansleik. Hvað þá á svona huggu-
legum stað eins og Súlnasalnum.“
Sami hópur var á ferð á Græna
hattinum á Akureyri um síðustu
helgi og segir Helena þá tónleika
hafa verið ægilega vel heppnaða.
„Það var fullt hús og fólkið mjög
ánægt. Það er líka svo góður hljóm-
burður á Græna hattinum sem ger-
ir allt miklu betra.“
Helena hitar upp fyrir tónleikana
með því að syngja í beinni útsend-
ingu hjá Óla Palla í Stúdíó 12 á Rás
2 á morgun kl. 14.30. „Óli Palli bað
sérstaklega um „Hvíta máva“. Vill
heyra hvernig ég syng það lag í dag
en ég var bara sextán ára þegar ég
söng það inn á plötu.“
Spurð hvort röddin hafi mikið
breyst svarar Helena: „Ótrúlega lít-
ið. Ég er afskaplega þakklát fyrir
að geta ennþá sungið.“ orri@mbl.is
Kem fólki svolítið á óvart
Helena Eyjólfs
í Súlnasalnum
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímssson
Þakklát Helena Eyjólfsdóttir lætur sér ekki nægja að halda tónleika í
Súlnasalnum á laugardaginn, hún slær líka upp dansleik fram á rauða nótt.
Soffía Björg Óð-
insdóttir heldur
útskrift-
artónleika í kvöld
kl. 20 í salnum
Kaldalóni í
Hörpu og lýkur
þar með BA-námi
í tónsmíðum frá
tónlistardeild
Listaháskóla Ís-
lands. Flutt verð-
ur verkið Orfia fyrir rytmasveit,
söngvara, strengjakvartett, tréblást-
urskvintett og hörpu. Orfia er sam-
vinnuverkefni Soffíu og Arnars Eld-
járns en hvort tónskáld fékk eina
hlið á vínylplötu fyrir tónverk og
lagasmíðar. Útskriftartónleikarnir
eru því einnig útgáfutónleikar.
Útskriftar- og
útgáfutónleikar
Soffía Björg
Óðinsdóttir
–– Meira fyrir lesendur
:
Morgunblaðið
gefur út glæsilegt
sumarblað um
Tísku og förðun
föstudaginn
6. júní 2014
Tíska & förðun
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, mánudaginn
2. júní.
Í Tísku og förðun
verður fjallað um
tískuna sumarið 2014
í fatnaði, förðun
og snyrtingu auk
umhirðu húðarinnar,
dekur og fleira
SÉRBLAÐ