Morgunblaðið - 22.05.2014, Side 45

Morgunblaðið - 22.05.2014, Side 45
MENNING 45 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2014 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Kvikmyndaleikstjórinn Guðmundur Arnar Guðmundsson hlaut í fyrra dómnefndarverðlaun á kvikmynda- hátíðinni í Cannes fyrir stuttmynd- ina Hvalfjörður ásamt framleiðanda myndarinnar, Antoni Mána Svans- syni. Guðmundur og Anton eru snúnir aftur á hátíðina í Cannes, að þessu sinni til þess að kynna fyrstu kvikmynd sína í fullri lengd, Hjarta- stein, sem er á handritsstigi og hef- ur hlotið vilyrði um framleiðslustyrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Kynningin er hluti af Cannes Residency, fjögurra og hálfs mán- aðar langri leikstjórasmiðju sem Guðmundur var valinn til þátttöku í og fer að mestu fram í París. Hann segir hugmyndina með smiðjunni þá að leikstjórar fái næði til að þróa verkefni sín, vinna í handritum og þeir séu auk þess kynntir fyrir fjár- festum, söluaðilum og öðrum leik- stjórum í Frakklandi. Guðmundur segir handritið að Hjartasteini langt á veg komið og að smiðjan sé rétt rúmlega hálfnuð. „Við erum komnir með u.þ.b. helminginn af fjármagninu og svo er hitt í ferli og lítur mjög vel út. Við erum búnir að finna fyrir miklum áhuga, erum hugsanlega að fara að meðframleiða hana með Danmörku og erum að skoða Þýskaland og Frakkland sem þriðja landið,“ segir Guðmundur um Hjartastein. Þeir Anton hafi átt marga góða fundi í Cannes. „Við höfum fundið fyrir miklum áhuga en höfum ekki lokað neinum samningum hérna. Við erum búnir að byggja upp mjög gott tengslanet í gegnum þessa leik- stjórasmiðju og svo er Anton líka í vinnusmiðju fyrir framleiðendur. Frá því við vorum í Cannes í fyrra höfum við verið að byggja upp tengslanet og möguleika á fjár- mögnun og svo kemur í ljós á þessu ári hvaða lönd verða með.“ Dramatísk ár Hjartasteinn fjallar um þrettán ára pilt, Þór, sem er að uppgötva kynhvötina og reyna að yfirstíga ótta sinn við hitt kynið. „Hann býr í litlu sjávarþorpi, er líkamlega sein- þroska og líður svolítið fyrir það. Hann er skotinn í Betu, sætri stelpu í þorpinu. Kristján, besti vinur hans, verndar hann þegar hann kemur sér í vandræði og þegar Kristján sér hvað Þór á erfitt með þessa stelpu fer hann að hjálpa honum að reyna að ná í hana. Í gegnum það ferli átt- ar Kristján sig á því að hann ber sterkar tilfinningar til Þórs og það flækir samband þeirra,“ segir Guð- mundur. – Nú voru börn líka aðalpersónur Hvalfjarðar. Er þetta að verða þema hjá þér, þroskasögur ung- menna? Guðmundur hlær og segist vera með nokkrar slíkar sögur í kollinum. „Mér fannst svo auðvelt að tengja við barnæskuna þegar ég fór að skrifa. Nú eru að koma fleiri hug- myndir sem tengjast líka full- orðnum þannig að ég sé fram á að gera líka myndir um eldra fólk en eins og er þá eiga þessi ár hug minn allan enda eru þau mjög dramatísk.“ Spurður út í framleiðslukostn- aðinn við Hjartastein segist Guð- mundur ekki þora að segja til um hann en líklega verði hann um 200 milljónir króna og að um helmingur þeirrar upphæðar muni koma frá erlendum aðilum. Ef allt gengur að óskum hefjast tökur á myndinni næsta sumar, væntanlega á Vest- fjörðum og segist Guðmundur vona að myndin verði fullkláruð fyrri hluta árs 2016. „Höfum fundið fyrir miklum áhuga“  Guðmundur Arnar Guðmundsson vinnur að fyrstu kvikmynd sinni í fullri lengd, Hjartasteini, í leikstjórasmiðju í Frakklandi  Kynnir myndina með framleiðanda á kvikmyndahátíðinni í Cannes Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Tvíeyki Guðmundur Arnar (t.h.) og Anton í sumarblíðunni í Cannes í gær. Þeir eru þar staddir til að kynna fyrstu kvikmynd sína í fullri lengd, Hjartastein. Bandaríski tónlistarmaðurinn Just- in Timberlake hlaut sjö verðlaun á Billboard tónlistarverðlaunahátíð- inni sem fram fór 18. maí og þá m.a. sem besti tónlistmaðurinn, besti R&B tónlistarmaðurinn og fyrir bestu R&B-plötuna, The 20/20 Ex- perience. Timberlake mun halda umfangsmikla tónleika í Kórnum í Kópavogi, 24. ágúst nk., ásamt hljómsveit, dönsurum og bakradda- söngvurum. Timberlake sópaði að sér verðlaunum Ljósmynd/Frank Micelotta 12 12 12 ★ ★ ★ ★ ★ EMPIRE 9,3 - IMDB 93% - Rottentomatoes.com STANSLAUS SPENNA OG BRJÁLAÐ SKEMMTANAGILDI. LANGBESTA X-MYNDIN! T.V. , biovefurinn og s&h Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is Miðasala og nánari upplýsingar LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar X-MEN 3D Sýnd kl. 5:20 - 8- 10:40(P) VONARSTRÆTI Sýnd kl. 5:20 - 8 - 10:40 BAD NEIGHBOURS Sýnd kl. 8 - 10:10 THE OTHER WOMAN Sýnd kl. 5:40 „Meinfyndin og heldur húmornum alla leið“ T.V. - Bíóvefurinn ★★★ 14 „Besta íslenska kvikmynd sögunnar!” Lilja Katrín Gunnarsdóttir, Fréttablaðið POWE RSÝN ING KL. 10 :40 EGILSHÖLLÁLFABAKKA GODZILLA KL.3D:5:20-8-10:402D:6-9 GODZILLAVIP2D KL.5:20-8-10:40 WALKOFSHAME KL.5:50-8-10:10 BADNEIGHBOURS KL.5:50-8-10:10 DIVERGENT KL.5:15 TRANSCENDENCE KL.8 CAPTAINAMERICA22D KL.10:40 KRINGLUNNI NÚMERUÐ SÆTI X-MEN:DAYSOFFUTUREPAST3DKL.5:10-8-10:50 GODZILLA2D KL.5:20-8-10:40 WALKOFSHAME KL.5:50-8 OLDBOY KL.10:10 X-MEN:DAYSOFFUTUREPAST3DKL.5:15-8-10:45 WALKOFSHAMEKL.5:50-8-10:10 GODZILLA KL.3D:8-10:40 2D: 6:50-9:30 TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á LOS ANGELES TIMES  CHICAGO SUN TIMES  THE BATTLE FOR THESTREET BEGINS. SETH ROGEN ZAC EFRON ROSE BYRNE  AKUREYRI GODZILLA3D KL.5:20-8-10:30 WALKOFSHAME KL.5:50-8-10:10 KEFLAVÍK GODZILLA3D KL.8-10:40 VONARSTRÆTI KL.8-10:40 VINSÆLASTA MYNDIN Í HEIMINUM Í DAG CHICAGO TRIBUNE  ROGEREBERT.COM  FRÁBÆR GAMANMYND MEÐ ELIZABETH BANKS FILM.COM  T.V., BÍÓVEFURINN OG S&H  “STANSLAUS SPENNA OG BRJÁLAÐ SKEMMTANAGILDI. LANGBESTA X-MYNDIN!”

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.