Morgunblaðið - 22.05.2014, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 22.05.2014, Blaðsíða 48
FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 142. DAGUR ÁRSINS 2014 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Máttu hvorki mála sig né fara í sund 2. Vann milljarð í Víkingalottóinu 3. Ræða hvort Halldór stígi til hliðar 4. Ákærður vegna andláts sjúklings »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Uppsetning Vesturports á ævintýr- inu um Hróa hött, The Heart of Robin Hood, hlaut 19. maí sl. tvenn leiklist- arverðlaun í Boston kennd við leik- listargagnrýnandann Elliot Norton sem lést árið 2003. Gísli Örn Garð- arsson fékk verðlaun fyrir fram- úrskarandi leikstjórn og sýningin hlaut einnig verðlaun fyrir sviðs- hönnun en það var Börkur Jónsson sem hannaði leikmyndina. Verkið var sýnt í American Repertory Theater í Cambridge í Bandaríkjunum frá 11. desember í fyrra til 19. janúar á þessu ári. „Þetta er mjög flott við- urkenning á því sem við erum að gera og heldur áfram að opna dyr fyrir okkur í Ameríku,“ sagði Gísli Örn í samtali við mbl.is í gær. Áætlað er að The Heart of Robin Hood verði sýnt bæði í New York og Toronto. Fleiri Ís- lendingar koma að sýningunni auk Gísla og Barkar, m.a. Selma Björns- dóttir sem er aðstoðarleikstjóri, Högni Egilsson sem samdi tónlistina og ljósahönnuðurinn Björn Helgason. Hjarta Hróa hattar hlaut tvenn verðlaun  Eins og greint hefur verið frá á mbl.is fóru tökur á Star Wars VII fram hér á landi í lok apríl. Nú greinir vef- urinn Bleeding Cool frá því að loðni risinn Chewbacca, þ.e. Loðinn, komi við sögu í þeim atriðum sem tekin voru upp á Íslandi. Loðinn mun varla hafa sótt landið heim þar sem tök- urnar voru án leikara, eft- ir því sem næst verður komist. Loðni verður því líklega skeytt inn í myndskeiðin frá Ís- landi. Engu að síður góðar fréttir fyrir íslenska aðdá- endur Loðins. Loðinn á Íslandi Á föstudag og laugardag Suðlæg átt 5-10 vestanlands, skýjað og rigning með köflum, en mun hægari austantil og víða léttskýjað um landið norðaustanvert. Hiti 5 til 12 stig, en hlýnar norðanlands. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan 3-8 m/s og skýjað að mestu sunnan- og suðvestantil, en bjartviðri austantil. Hiti 5 til 13 stig, hlýjast norðanlands. VEÐUR „Þetta var nokkuð öruggt hjá mér að þessu sinni,“ svarar Ingibjörg Erla Grét- arsdóttir sem varð Norð- urlandameistari í taek- vondo í fjórða sinn á dögunum. Íslensku kepp- endurnir unnu til 10 gull- verðlauna og 11 silf- urverðlauna í bardagahluta mótsins. Þá unnu íslensku keppendurnir gull- verðlaun í formum í fyrsta sinn. »2 Ingibjörg meistari í fjórða sinn „Ég er satt best að segja ekki búin að meðtaka þetta,“ sagði Fanney Hauksdóttir úr Gróttu við Morgun- blaðið en hún gerði sér lítið fyrir og varð heims- meistari ung- linga í bekk- pressu á heimsmeist- aramótinu í bekkpressu í Danmörku í gær. »4 Ég er ekki búin að meðtaka þetta „Ég lít á þetta sem mjög ögrandi verkefni. Lið Fram er ungt og efni- legt. Ég er búinn að vera með eldri leikmenn og þetta er því ný áskorun fyrir mig,“ sagði Stefán Arnarson við Morgunblaðið eftir að hafa ritað und- ir þriggja ára samning við Fram í gær um að þjálfa kvennalið félagsins í handknattleik. Stefán gerði Val að Ís- landsmeistara um helgina. »1 Stefán spenntur fyrir að þjálfa yngri leikmenn ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Yrkisefni barnanna í Barnaskóla Hjallastefnunnar í Garðabæ í ljóðum þeirra um vináttu og kærleika varð að veruleika þegar þau gáfu þau út í bók sem þau seldu og létu ágóðann renna til stúlknaheimilisins Malaika í Dar es Salaam í Tansaníu. Margrét Pála Ólafsdóttir, stofn- andi og einn eig- enda Hjallastefn- unnar, stofnaði heimilið þar sem nú búa 13 stúlkur á aldrinum 4 til 12 ára. Heimilið fer með forræði þeirra og mark- miðið er að þær fái tækifæri til að búa þar við góðar aðstæður, fái menntun og tækifæri til að búa við lýðræði og kvenfrelsi. Langtíma- markmið Malaika-heimilisins er að mennta þessar ungu stúlkur til já- kvæðra áhrifa í heimalandi sínu. Malaika þýðir engill eða englar og er heiti lags sem oft er sungið við ýmis tækifæri í Barnaskóla Hjalla- stefnunnar. Heimilið er rekið með gjafafé og fjárhagslegum stuðningi Foreldrafélags Malaika og stendur öllum til boða að styrkja heimilið. Mismunandi aðstæður barna Rætt var um aðstæður stúlknanna í svokallaðri vinalotu í skólanum ný- verið og í framhaldinu voru börnin áfjáð í að láta gott af sér leiða, að sögn Þorgerðar Önnu Arnardóttur, skólastjóra Barnaskóla Hjallastefn- unnar í Garðabæ og eins stofnfélaga Foreldrafélags Malaika. „Við ræddum m.a. um skort, nauðsynjar og ofgnótt. Börn eiga oft erfitt með að átta sig á því hvað að- stæður barna eru mismunandi; að ís- lensk börn búa við aðstæður sem víða myndu kallast lúxus,“ segir Þorgerður Anna. Hún segir mörg eldri barnanna hafa velt vöngum yfir því hvers vegna heimilið sé bara fyr- ir stúlkur. „Við útskýrum þá að drengirnir séu settir í nám og þeir fái fleiri tækifæri til að vinna. Stúlk- urnar fá miklu færri tækifæri.“ Auk útgáfu ljóðabókarinnar út- bjuggu börnin þrívíddarlistaverk sem táknuðu efni ljóðanna og voru verkin seld á uppboði. Alls söfnuðust 520.000 kr. sem voru afhentar við hátíðlega athöfn á Hamingjutorgi skólans síðastliðinn föstudag og var lagið Malaika að sjálfsögðu sungið. Spurð um nafn torgsins segir Þorgerð- ur Anna: „Þetta er lítið torg hérna á torfunni okkar þar sem við komum saman. Það er alltaf svo mikil hamingja þar, þannig varð nafn- ið til.“ Áfjáð í að láta gott af sér leiða  Skólabörn af- hentu söfnunarfé á Hamingjutorgi Ljósmynd/Hjallastefnan Gríðarstór ávísun Margrét Pála Ólafsdóttir tekur við ávísun af stærri gerðinni úr höndum stoltra skólabarna síð- astliðinn föstudag, 16. maí. Reyndar safnaðist nokkru meira fé en upphæðin á ávísuninni gefur til kynna. Ljóðabók barnanna heitir Malaika – ljóð fyrir börn eftir börn. Hún inni- heldur 180 ljóð eftir alla nemendur skólans sem eru á aldrinum 5-9 ára. Hér koma tvö þeirra og að sjálfsögðu fær orðaval og stafsetning höfunda að halda sér. Heimurinn okkar Heimurinn okkar er ekki alltaf sama um frið. af því að hann er ekki alltaf sammála að kynréttindi séu mið. Ef það kæmi stríð myndi ég hjálpa börnum og búa til lið. Og ef einhver gæti hjálpað börnum þá eruð það þið. Snorri Logason, 8 ára Vinátta Vináttan er sönn, Maður getur treyst á hana, maður treystir ekki á vondan vin, maður verður að komast að með vináttu og hlýrri, góðri ást. Emilía Ómarsdóttir, 8 ára Heimurinn okkar og vináttan LJÓÐ FYRIR BÖRN EFTIR BÖRN Þorgerður Anna Arnardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.