Morgunblaðið - 31.05.2014, Page 1
AfskiptirnemendurÝ DOKTORSRITGERÐ BENDIRTESS AÐ H
Tillögur aðskemmtilegriafþreyingu fyralla fjölskyldu
*
ALDA B. STÍLISTI ERALLTAF SMART
KARENHJÁ LÍÚGALDRARFRAMGIRNILEGASJÁVARRÉTTI
RAR Í STUÐI 48
Í FERÐALAGIÐ 30
TÍSKA 40
MATUR 32 R, GARÐAR,KRISTJÁN
1. JÚNÍ 2014
SÆDÍS S. ARNDAL ER NÝSKÖPUNARKENNARI GRUNNSKÓLANNA 2014.
HÚN MÆTTI MIKLU TÓMLÆTI ÞEGAR HÚN KOM ÚT Á VINNUMARKAÐINN
EFTIR AÐ HAFA HELGAÐ SIG UPPELDI BARNA SINNA
52
*
STARF HÚS-MÓÐURINNAREINSKIS METIÐ
TENÓ
SSU
OG
ÞÆGILEGT NESTI SEMÞARF EKKI KÆLINGU IG
SUNNUDAGUR
ir
na
N
Þ
7FJÖRUGIRLEIKIR
SJÓMANNADAGUR
L A U G A R D A G U R 3 1. M A Í 2 0 1 4
Stofnað 1913 128. tölublað 102. árgangur
SIGLINGAR OG SJÁVAR-
FANG Í ÖNDVEGI Á
HÁTÍÐ SJÓMANNA
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Samkvæmt þeim könnunum sem birt-
ar voru í gær, fær Sjálfstæðisflokk-
urinn annaðhvort þrjá eða fjóra borg-
arfulltrúa kjörna í sveitarstjórnar-
kosningunum sem fram fara í dag.
Samkvæmt skyndikönnun MMR,
sem tók til daganna 29. og 30. maí,
dalar fylgi meirihlutaflokkanna úr
53,5% niður í 49,4%. Þar af fer fylgi
Bjartrar framtíðar niður um fjögur
prósentustig í 18,2%, sem nægir til að
sjálfstæðismenn fái fjóra menn
kjörna, með 21,4% atkvæða, á kostn-
að sjötta manns Samfylkingarinnar.
Samkvæmt könnun Capacent Gallup,
sem gerð var dagana 23.-29. maí,
heldur Samfylkingin hins vegar
áfram að auka fylgi sitt og heldur
sjötta manni sínum. Píratar, Vinstri
grænir og Framsókn og flugvallar-
vinir mælast öll með einn fulltrúa.
239.810 manns eru nú á kjörskrá á
landinu öllu, og hefur kjósendum því
fjölgað um rúmlega 6% frá því á árinu
2010. Samkvæmt upplýsingum frá
Sýslumanninum í Reykjavík höfðu
19.233 manns kosið utan kjörfundar á
landinu öllu í gærkvöldi. Þetta eru
mun fleiri en fyrir fjórum árum en þá
höfðu 7.839 greitt atkvæði utan kjör-
fundar daginn fyrir kjördag. »16
Gengið til kosninga í dag
239.810 á kjörskrá Fleiri kosið utankjörfundar en 2010
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Spenna Oddvitar meirihlutans rýna
í stöðuna fyrir umræðuþátt á RÚV.
Ræðararnir af úthafsróðrarbátnum Auði voru
þreyttir þegar þeir komu til Hafnar í Hornafirði í
gærkvöldi enda höfðu þeir tekið vel á því á loka-
degi leiðangursins til þess að ná inn Hornafjarð-
arós á réttu falli. Þeir þráðu heitast að komast í
sturtu og út að borða humar og reiknuðu með að
fara snemma í háttinn. Ræðararnir fjórir, Ingvar
Ágúst Þórisson, Háfdán Freyr Örlygsson, Svanur
Wilcox og Kjartan Jakob Hauksson skipstjóri,
unnu það afrek að róa frá Kristiansand í Noregi til
Íslands án segla, mótors og hjálparbáts. Ferðin tók
rúmt ár því þeir lögðu af stað 17. maí í fyrra og
þurftu nokkrum sinnum að gera hlé á róðrinum.
Síðasti áfanginn hófst í Færeyjum á sunnudag og
var markmiðið að komast til hafnar í gær. Afrekið
verður skráð í Heimsmetabók Guinness.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Langþráðu markmiði náð
Fjórir ræðarar skrá nöfn sín á spjöld sögunnar
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Hagvöxtur á næsta ári gæti orðið allt að 6,8%,
eða um tvöfalt meiri en í fyrra.
Hagfræðideild Landsbankans spáir 5,5%
hagvexti árið 2015 og er þar ekki tekið tillit til
77 milljarða framkvæmdar við sólarkísil-
verksmiðju á Grundartanga né 38 milljarða
framkvæmdar við
kísilverksmiðju
Thorsil. Innlendur
hluti þessara fjár-
festinga er 42 millj-
arðar eða um 14
milljarðar á ári
2015-17.
Við það bætist
fjárfesting vegna
orkuöflunar fyrir
þessar verksmiðjur
og tvær aðrar kísil-
verksmiðjur. Að
sögn Harðar Arn-
arsonar, forstjóra
Landsvirkjunar, má
ætla að fjárfesting í
orkuverum muni nema tugum milljarða á
næstu þremur árum.
Tugir milljarða í orkuver
Sé miðað við að reisa þurfi ígildi Búðar-
hálsvirkjunar á næstu þremur árum verður
þá fjárfest í orkuinnviðum fyrir um 30 millj-
arða, vegna hinna tveggja nýju verkefna, sem
er hófsamt mat. Kemur það til viðbótar 42
milljörðum í innlenda fjárfestingu í sólarkís-
ilverksmiðjunni og hjá Thorsil. Stefnir því í að
fjárfesting verði að jafnaði um 24 milljörðum
krónum meiri á ári 2015-17 en áætlað er í spá
Landsbankans.
Að sögn Yngva Harðarsonar, fram-
kvæmdastjóra Analytica, má ætla að hag-
vöxtur verði að jafnaði 1,3% meiri en ella
2015-17 vegna þessarar 72 milljarða fjárfest-
ingar. Áhrifin fari eftir margfeldisáhrifum.
MEinkaneyslan »26
Hagvöxt-
ur er á
uppleið
Gæti orðið 6,8%
2015 ef spár rætast
Áhrifin hvað
mest 2016
» Líklegt er að
þunginn í fjárfest-
ingunni verði
mestur 2016.
» Landsbankinn
spáir 3,4% hag-
vexti 2016 og
Hagstofan 2,8%
hagvexti 2017.
Gert er ráð fyrir því að allir nem-
endur sem ritast inn í framhalds-
skóla landsins séu gagnkynhneigðir
og fyrir vikið er ekki tekið nægilegt
tillit til hinsegin nemenda.
Þetta er niðurstaða Jóns Ingvars
Kjaran sem á þriðjudag ver dokt-
orsritgerð sína í menntavísindum
við Háskóla Íslands en viðfangsefni
hennar er hinsegin reynsla, veru-
leiki og samfélag.
„Það er aðeins mismunandi eftir
skólum en á heildina litið er lítið
gert fyrir nemendur í framhalds-
skólum sem eru að takast á við þess-
ar tilfinningar. Sumir nemendur
sem ég talaði við komu til að mynda
ekki út úr skápnum fyrr en liðið var
á framhaldsskólanámið eða jafnvel
ekki fyrr en eftir útskrift,“ segir
Jón Ingvar. Rætt er við hann í
Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.
Lítið gert fyrir
hinsegin nemendur
í framhaldsskólum
Gleði Frá Gay Pride-göngunni í fyrra.
Stjórnvöld
hafa sett á fót
vinnuhóp með
hagsmuna-
samtökum við-
skiptalífsins sem
á að koma með
tillögur síðar á
árinu um hvern-
ig liðka megi
fyrir ýmsum
smærri fjár-
magnshreyfingum og viðskiptum
milli landa.
Bjarni Benediktsson fjármála-
ráðherra segir slíkar breytingar
ekki hafa teljandi áhrif á gjaldeyr-
isstöðu þjóðarbúsins en skipta
verulegu máli fyrir fyrirtæki. »22
Vinnuhópur um
endurskoðun hafta
Bjarni
Benediktsson